Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 64

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 64
SDkDRST iANSIRMJST 0fi0uiElíIal>i^ OPIDALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 0 //“TÍ1 ^aakenmn AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Köimun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga: Erum hamingjusöm, stolt og trúhneigð þjóð Morgunblaðið/Friðþjófur JóhanneM Nordal afhendir Steingrími Hermannssyni forsætisriðherra rann- sóknargögn Hagvangs um gildismat og mannleg viðhorf íslendinga. „VIÐ HÖFUM bér mynd af hamingjusamri þjóð, sem lent hefur í tíma- bundnum efnahagslegum erfiðleikum," sagði dr. Jóhannes Nordal i fundi i Hótel Loftleiðum í gær þar sem kynntar voru fyrstu niðurstöður úr hinni viðamikhi könnun Hagvangs hf. i gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga, en könnun þessi er liður í alþjóðlegri rannsókn, sem þegar hefur verið gerð í u.þ.b. 25 öðrum löndum. fslendingar virðast vera sáttari við lífið en flestar aðrar þjóðir, sem rannsóknin tekur til. Engin Evrópuþjóð telur sig jafn ham- ingjusama og einungis Danir telja sig ánægðari með lífið um þessar mundir. Hið eina, sem skyggir á lífsgleði fslendinga er megn óánægja þeirra með fjárhagslega afkomu sína. Þar eru þeir í flokki með þjóðum í Suður-Evrópu, en nágrannaþjóðir á Norðuriöndum eru í þessu efni meðal hinna ánægðustu. Niðurstöðurnar leiða í ljós að fslendingar eru mjög trúhneigðir. Þeir segjast flestir sækja huggun og styrk í trúna og guð skiptir miklu máli í lífi þeirra. Allt annað Þjóðarbúskapur íslendinga 1974 til 1984: Aðeins níu þjóðir af 93 stóðu sig verr ÞJÓÐARBÚSKAPUR fslendinga er I fyrir viðskiptakjaraskelli vegna I lendum markaði yfirleitt verið tíundi lakastur í samanburði milli 93 olíuverðshækkana hafi verðlag á gott. þjóöaá tímabilinu 1974 til 1984. Þau I útflutningsafurðum okkar á er- | Sjá nánar á bls. 4. níu ríki sem stóðu sig verr á þessu er upp á teningnum þegar spurt er um trúariðkanir. Kirkjusókn er áberandi lítil og innan við helm- ingur segist taka sér tíma til að biðjast fyrir eða til annarrar and- legrar iðkunar. Meirihluti íslend- inga telur fullyrðingar um að til sé einhvers konar alheimsandi eða lífskraftur komast næst trú sinni, en á hinn bóginn telur innan við fimmtungur að til sé persónulegur guð. Fáar þjóðir segjast stoltari af þjóðerni sinu en fslendingar og þeir skera sig greinilega úr öðrum Norðurlandaþjóðum um þetta. Margt annað forvitnilegt um lífsskoðanir fslendinga er að finna í þeirri greinargerð, sem Hag- vangur sendi frá sér í gær, og eru því gerð ýtarleg skil í átta síðna blaðauka, sem fylgir Morgunblað- inu í dag. Jóhannes Nordal, sem hefur verið formaður yfirstjórnar könn- unarinnar, afhenti Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, öll gögn íslensku rannsóknarinnar á seguldiski, sem unnt er að tölvu- keyra, og óskaði eftir því að for- sætisráðherra kæmi þeim á fram- færi við Háskóla íslands til varð- veislu og frekari úrvinnslu. Sjá: „Hverjar eru lífsskoðanir fslend- inga“ á bls. 29—36. Líkan af hhita nýja byggingar- svæðisins. Ný þúsund íbúa byggð vestan við Gullinbrú 400 lóðum úthlutað eftir áramót SKIPULAG nýs hverfis f Grafar- vogi, vestan Gullinbrúar, var kynnt á borgarráðsfundi í Reykja- vík í fyrradag. Verður farið að út- hhita um 400 lóðum þar f byrjun næsta árs og er gert ráð fyrir að þegar hverfið verður fullbyggt muni búa þar ekki færri en 1.000 manns, að því er Davfð Oddsson borgarstjóri sagði. „Þetta verður vafalaust mjög skemmtilegt hverfi,“ sagði borg- arstjóri, „því þarna verður bteði skjól fyrir norðanátt og opið fyrir sunnansól. Þetta hverfi er vestast á tanganum og sér þar út yfir sundin og Faxaflóa. Þarna verður úthlutað um 400 lóðum fljótlega eftir áramót, um 100 fyrir fjölbýlishús, aðrar lóð- ir fara undir einbýlishús, keðju- hús og raðhús." skeiði voru Uruguay, Uganda, Perú, Brasilía, Zaire, Ghana, Bolivía, fsra- el og Argentína. íslendingar eru hópi tíu verstu verbólguþjóða heims. Auk þess er íslenska krónan meðal þeírra gjaldmiðla heims sem hafa fallið mest á tímabilinu 1974—1984. Sé litið á lánstraust eru íslendingar í bópi þeirra Vestur-Evrópuþjóða sem minnsts trausts njóta. Þetta kemur fram f nýjasta tölublaði vikuritsins Vísbend- ingar, sem Kaupþing hf. gefur út undir ritstjórn dr. Sigurðar B. Stefánssonar. Byggjast upplýs- ingar Vísbendingar á niðurstöðum tveggja virtra bankarita, Institut- ional Investor og Euromoney. Vísbending segir að niðurstöðurn- ar um lánstraustið séu á „vissan hátt þungbærar og þær gætu verið betri“ en sfðan bætir blaðið við: „Þó er lánstraust okkar nægilegt til að tryggja erlend lán eftir þörf- um á viðunandi kjörum.” Við samanburðinn er löndum skipt í tvo flokka, iðnþróuð lönd og þróunarlönd, og er Island meðal þeirra fyrrnefndu. í flokki 27 þjóða á menningarstigi fslendinga er aðeins frammistaða ísraela lak- ari, þegar litið er á þjóðarbúskap- inn síðustu tfu ár. Minnir Vfs- bending á, að í ísrael hafi ríkt hernaðarástand meginhluta tíma- bilsins. Hins vegar bendir Vís- bending á þá staðreynd að á þess- um árum hurfu aðrar þjóðir af fiskimiðum íslendinga og þrátt Óhugnanleg lífsreynsla tvítugs skipverja á Skarðsvík SH: „Of fjarstæðukennt að ég ætti að drukkna í loðnu“ „ÞAÐ VAR ekki fyrr en loðnan náði mér upp fyrir hökn að ég viður- kenndi með sjálfum mér, að ég var í bráðrí lífshættu. En ég vildi ekki trúa að ég ætti eftir að drukkna í þessari leðju ... að þetta gætu verið endalokin. Það var of fjarstæðukennt að drukkna í loðnu.“ Þannig lýsir Tryggvi Leifur óttarsson, tvitugur háseti á Skarðsvfkinni frá Hellissandi, óhugnanlegri lífsreynslu sem hann varð fyrir þegar verið var að landa úr Skarðsvíkinni á Rauf- arhöfn í fyrrakvöld. Tryggvi barst með tugum tonna af loðnu á millidekki og niður um boxlokið, þar sem loðnan rennur niður f lestina. Undir honum voru hundruð tonna af loðnu og 5—6 metrar niður á botn lestarinnar. „Ég var með slöngu á milli- dekkinu þegar ég sá að stífla hafði myndast í þröngu gatinu sem dælt var upp úr. Þegar ég hafði losað stífluna stóð ég í loðnu upp á mið læri og það skipti engum togum að ég barst með þunganum nær gatinu án þess að fá við nokkuð ráðið,“ sagði hann f samtali við blm. á Borgarspftal- anum í gærkvöld. „Ég hrópaði á hjálp og einn félagi, Kristmundur Einarsson, var ekkert að hika heldur henti sér umsvifalaust niður um lestaropið og beint til mín. Hann náði í úlnliðinn á mér um leið og ég missti fæturna nið- ur um gatið. Loðnan náði mér f brjóst — og þá hófst martröðin. Ég hélt áfram að sökkva niður f kviksyndið og eftir mjög stutta stund var ég sokkinn upp að höku. Ég reyndi að sópa loðnunni frá andlitinu á mér en hélt áfram að sökkva og fór svo alveg á kaf.“ Reyndi aö tyggja loðnuna Tryggvi sagðist muna glögg- lega eftir því þegar hann gleypti fyrstu loðnuna. Hann hafi reynt að tyggja hana og komið henni frá sér aftur áður en hann missti meðvitund. Fleiri skipverja bar að og tókst þeim um sfðir að Morgunblaðiö/Árni Sseberg Tryggvi Leifur Óttarsson á Borg- arspítalanum í gær: „Hann náði í höndina á mér um leið og ég missti fæturna niður um boxlokið." koma á Tryggva böndum — að- eins annar úlnliðurinn stóð upp úr loðnukösinni og sleppti Krist- mundur aldrei takinu þar á. „Mér leið hræðilega þegar ég byrjaði að síga,“ sagði Tryggvi, „og þótt ég gerði mér grein fyrir að þetta gætu orðið endalokin vildi ég ekki trúa því. Ég raknaði svo við þegar búið var að draga mig upp og ég lá ofan á kösinni. Hjúkrunarkon- an á Raufarhöfn var þá komin um borð, svo talsverður tími hlýt- ur að hafa liðið frá því að ég sökk og þar til mér var náð upp aftur.“ Tryggvi var síðan fluttur á heilsugæslustöðina á Raufarhöfn og þar fékk hann súrefni. Læknir kom frá Kópaskeri og tók hann ákvörðun um að flytja skyldi sjúklinginn til Reykjavíkur. Nú heilsast honum framar vonum — hann hafði rispast á mjöðmum þegar hann fór niður um gatið og tognaði á úlnlið og öxl eftir átök Kristmundar við að halda honum uppi. „Ég hef líka fengið einhvern óþverra í lungun en það lagast,“ sagði Tryggvi Leifur Ottarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.