Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Viðreisn lífskjara hefst (£ ekki í innanlands ófriði Vill viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um tekjuskiptingu l'að er brýnt að hefja þegar að nýju undirbúning að þjóðarsátt, í þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar, með endurnýjun kjarasamn- inga á næsta ári í huga. „Við eigum ekki að kasta þeirri hugmynd frá okkur þótt hún hafi ekki náð fram að ganga að sinni,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formanns Sjálfstæðisflokksins, i umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkveldi. „Þvert á móti tel ég brýnna en nokkru sinni fyrr að stofnað verði til slíkra viðræðna því að viðreisn atvinnuvega og lífskjara hefst ekki í innanlands ófriði heldur með sáttum milli stétta og byggðarlaga." Formaður Sjáifstæðisflokksins hlutdeild launa í verðmætasköpun kvað nauðsynlegt að hækka bætur almannatrygginga til samræmis við laur.abreytingar, og ýta úr vör fyrsta áfanga iækkunar tekuskatts á almennum launatekjum. Verja bæri kaupmátt með lækkun skatta eða aðflutningsgjalda, aðhalds- samri gengisstefnu, sem haldi niðri verðlagi, m.a. á opinberri þjónustu og lífsnauðsynjum. Endurskipu- lagning húsnæðislánakerfisins gæti einnig orðið veigamikill þátt- ur í viðræðum um þjóðarsátt. Þorsteinn Pálsson kvað megin- stefið í gagnrýni Alþýðubandalags og Alþýðuflokks meinta tilfærslu fjármuna frá launafólki til at- vinnuvega. Sannleikurinn væri hinsvegar sá að báðir aðilar hefðu orðið fyrir áföllum vegna minni þjóðartekna. Engu að síður kynni að vera rétt, til að treysta heil- brigða samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu, að setja niður nefnd þessara aðila, hugsanlega með þátttöku vinnumarkaðarins, til úttektar á tekjuskiptingu og og þjóðartekjum. Sú vinna gæti komið að gagni í kjarasamningum á næsta ári. „Ég mun beita mér fyrir þessu,“ sagði hann. Þorsteinn Pálsson kvað vaxta- greiðslur þjóðarinnar til útlend- inga vegna erlendra skulda hafa tvöfaldast frá 1978 en fimmfaldast frá 1972. Þetta þýði þrjú þúsund milljóna króna tilfærslu til útlend- inga, sem rýri kaupmátt þjóðar- tekna samsvarandi, auk þess sem skuldasöfnunin hafi ekki leitt til aukins hagvaxtar, þvert á móti. Atvinnufyrirtækin eiga ekki að vera á félagslegu framfæri undir ríkisskipulagi, sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hitt væri nær nútíðinni að byggja hér upp á grundvelli félagslegs markaðsbú- skapar. Reynslan sýndi okkur að aukið sjálfstæði atvinnugreinanna hefði hvarvetna leitt til mestra framfara og alhliða uppbyggingar. Á hinn bóginn vildum við nota af- rakstur þessa skipulags til þess að byggja upp velferðarkerfi, sem væri forsenda þess að við gætum lifað sáttir — sem samstæð þjóð. Hann taldi brýnt að þær um- fangsmilklu kerfisbreytingar í fjárfestingarmálum og sjóða- og bankakerfi, sem samkomulag varð um milli stjórnarflokkanna í haust, verði sem fyrst að veruleika. En brýnustu úrlausnarefnin væru í sjávarútvegi. Vandi hans yrði ekki leystur með gengisfell- ingu. Þar þyrftu enn að koma til margháttaðar aögerðir, bæði af opinberri hálfu og fyrirtækjanna sjálfra. Sjávarútvegurinn yrði enn um ókomna tíð meginuppistaða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar og atvinnu landsbyggðarfólks. Þorsteinn Pálsson sagði nú mik- ilvægara en nokkru sinni fyrr að standa að öflugu skólastarfi og leggja rækt við alhliða rannsóknir, aðlaga yrði menntakerfið sem mest mætti verða að þörfum atvinnulífs- ins. Til kennara væru og yrðu gerð- ar miklar kröfur og auðvitað ekki óeðlilegt að kjör þeirra væru metin í samræmi við það. Þá þyrfti í skattalegum efnum að koma á meiri jöfnuði milli þeirra kvenna sem starfa á heimilum og hinna sem vinna í atvinnulífinu. í lok ræðu sinnar vék Þorsteinn Pálsson að utanríkis- og öryggis- málum og ítrekaði frumkvæðis- stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim. Hann sagði að umræðurnar um stríð og frið að undanförnu hefðu enn einu sinni staðfest að stefna þeirra sem vilja treysta sameigin- lega varðstöðu lýðræðisríkjanna nyti meira fylgis en hinna sem telja friðkaup við einræðisríki sósí- alista besta kostinn. Ræðu sinni lauk Þorsteinn Páls- son með þessum orðum: „Til að njóta okkar í auknu návígi við aðr- ar þjóðir verðum við að hlú sem best að því sem skapar okkur sér- stöðu sem þjóð: sögunni, ljóðinu, tungunni og upprunanum, þeirri arfleifð sem okkur var trúað fyrir og megum ekki glata.“ Forsætisráðherra í stefnuræðu: V iðskiptahallinn alvarlegasta meinið Hagvöxtur, þótt lítill sé, á næsta ári „Lítill sparnaður og eyðsla um efni fram veldur viðskiptahalla, sem er al- varlegasta meinið í íslenzkum þjóðar- búskap í dag. Það mein verður að lækna,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsntisráðherra, í stefnu- ræðu á Alþingi í gærkveldi. Meðal atriða sem forsætisráð- herra lagði áherzlu á, vóru eftirtal- in: • Háir vextir eru vandamál, ef standa til langframa. Meginskil- yrði lækkandi raunvaxta er að verðbólga hjaðni og jafnvægi náist á peningamarkaði. Ríkisstjórnin vill að hamlað verði gegn hækkun raunvaxta nú á næstunni á meðan verðbólgualda gengur yfir og hefur beðið Seðlabankann um tillögur til eftirlits sem stuðli að því. • Alda verðhækkana rís í kjölfar kjarasamninga. Innlend fram- leiðslu hækkar í verði, sérstaklega þar sem vinnulaun vega þungt. • ÖU sanngirni mælir með því, að sjómenn fái án tafar leiðréttingu á sínum kjörum. Bændur fylgja öðr- um starfsstéttum sem leiðir til mikillar hækkunar á landbúnaðar- afurðum 1. desember nk. • Rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna á að tryggja og viðhalda at- vinnuöryggi. Horfið verður á ný að festu í gengismálum og þeirri stefnu fylgt fram 1985. • Lífskjör verði ekki lakari á árinu 1985 en í ár. Ríkisstjórnin mun reyna að verja kaupmátt með auknum greiðslum almannatrygg- inga, lækkun tolla á nokkrum nauðsynjum og lækkun tekju- skatts. • Mikill viðskiptahalli og þungi erlendra skulda gerir nauðsynlegt að ríkisbúskapurinn verði sem næst hallalaus á næsta ári. Gætt verður ítrasta aðhakds með erlend- um lántökum. • Til þess að bæta að nokkru stöðu sjávarútvegs verða opinber gjöld af olíu, bæði til ríkis og sveitarfélaga, að mestu felld niður. Uppsafnaður söluskattur í sjávarútvegi verður endurgreiddur frá og með næstu áramótum, til að lagfæra stöðu Aflatryggingarsjóðs. • Útlánareglur Húsnæðisstofnun- ar verða teknar til endurskoðunar, þannig að auka megi fyrirgreiðslu við þá, sem byggja íbúðir af hæfi- legri stærð eða kaupa í fyrsta sinni. • Stefnt er að þvl að úr verðbólgu dragi að nýju á seinni hluta ársins 1985. Meðal annarra efnisatriða I stefnuræðu forsætisráðherra má nefna eftirfarandi: Meðalhækkun verðlags milli ár- anna 1984—1985 verður 26—28 af hundraði, en verðhækkun frá upp- hafi til loka árs 1985 um 20 af hundraði í stað 9—10 af hundraði, eins og gert var ráð fyrir í þjóð- hagsáætlun ársins. Vonir standa hinsvegar til að hraði verðbólgunn- ar verði kominn niður í svipað horf og fyrir kjarasamninga I árslok 1985. Þá ríður á miklu að betur tak- izt til í næstu kjarasamningum, svo stuðla megi að batnandi lífskjörum á traustum grunni 1986 og næstu árin á eftir. Forsætisráðherra sagði þjóðar- framleiðslu hafa dregizt saman þriðja árið í röð. Samdráttarskeið- ið væri orðið það lengsta sem ís- lendingar hafi þurft að þola sl. Tryggvi Gunnarsson, lögfræðingur. Tryggvi Gunn- arsson ráð- inn aðstoðar- maður hæsta- réttardómara Tryggvi Gunnarsson lögfræóingur befur verið ráðinn aðstoðarmaður hæstaréttardómara við Hæstarétt. Fyrst var ráðið í starf aðstoðar- manns dómara við Hæstarétt fyrir tveimur árum í kjölfar breytinga sem þá voru gerðar á lögum um Hæstarétt. Var Þorgeir Örlygsson lögfræðingur ráðinn í starfið til tveggja ára, en hann hefur nú tekið við starfi dósents við lagadeild Há- skóla íslands. Tryggvi fæddist í Reykjavík árið 1955, lauk stúdentsprófi frá Kenn- araháskóla (slands 1976. Hann út- skrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1982. Sam- hliða námi starfaði Tryggvi sem blaðamaður við Morgunblaðið og var framkvæmdastjóri Lands- sambands hestamannafélaga á ár- unum 1981 til 1982. Að loknu lög- fræðiprófi vorið 1982 hóf Tryggvi störf í landbúnaðarráðuneytinu, fyrst sem fulltrúi og síðan sem deildarstjóri. Hefur Tryggvi fengið leyfi frá starfi sínu í ráðuneytinu í þau tvö ár sem hann hefur verið ráðinn aðstoðarmaður hæstarétt- ardómara. Kona Tryggva er Þóra Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni. Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra. þrjátiu ár. „Ætlað er að þar með sé botni lægðarinnar náð og hagvöxt- ur geti hafizt að nýju á næsta ári, þótt lítill verði.“ Mikilvægt er, sagði forsætis- ráðherra, að skapa jarðveg fyrir nýjar háþróaðar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin hafi ákveðið að efla rannsókna- og þróunarstörf til nýsköpunar atvinnulifsins. Fjárlagafrum- varpið samþykkt í ríkisstjórn Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár rætt og samþykkt að leggja það þann- ig fyrir alþingi. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra stefnir að því að halda fjárlagaræðu sína næstkomandi þriðjudag. I gær kvaðst Albert ekki geta gef- ið upplýsingar um efnisatriði I frumvarpipu fyrr en um það hefði verið fjallað í þingflokkum stjórn- arflokkanna. Ráðningarstofa Reykjavík- urborgar fimmtíu ára Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar er orðinn 50 ára, en hún tók til starfa 20. október 1934. „í fréttatilkynningu frá ráðn- ingarstofunni segir m.a., að alls hafi á þessu fimmtíu ára tímabili 50.256 einstaklingar verið frumskráðir sem atvinnuumsækjendur á ráðn- ingarstofunni, en margir þeirra hafa að sjálfsögðu leitað oft til stof- unnar á þessu tímabili, svo að sam- tals eru afgreiðslur I sambandi við vinnu orðnar 212.243. Þá er ekki tal- inn með fjöldi manns, sem ráðn- ingarstofan hefur bent á vinnu hjá ýmsum aðilum, en ekki fengið ákveðnar upplýsingar um ráðningu. Ljóst er, að stöðugt fleiri og fleiri atvinnuumsækjendur leita til ráð- ingarstofunnar um upplýsingar varðandi atvinnumöguleika I hinum ýmsu starfsgreinum og vinnuveit- endur hafa í síauknum mæli haft samvinnu við stofnunina varðandi ráðningu starfsfólks. Samkvæmt samþykkt borgar- stjórnar, frá 18. marz 1976, var ákveðið að setja á stofn sérstaka deild í 8tofnuninni, sem hefði það sérstaka verkefni að útvega fólki með skerta starfsorku vinnu við hæfi og tók deildin til starfa 1. janú- ar 1978. Á þessum tíma hefur tekist að útvega mörgum vinnu er til ör- yrkjadeildarinnar hafa leitað, en stöðugt vex sá fjöldi er þangað kem- ur og ber því brýna nauðsyn til að efla þennan þátt I starfi stofunnar eftir föngum. Á hverju vori leita hundruð skóla- nemenda eftir vinnu til ráðningar- stofunnar og hefur tekist á síðari árum, í samráði við borgaryfirvöld og hinar ýmsu greinar atvinnuveg- anna, að leysa að mestu úr atvinnu- vanda þessa fólks. Þá hefur Reykjavíkurborg um áraraðir rekið vinnuskóla fyrir unglinga á aldrinum 14 og 15 ára og voru á sl. sumri samtals 1.186 ungl- ingar á vegum borgarinnar I vinnu. Forstöðumenn ráðningarstofunn- ar hafa frá upphafi verið: Gunnar E. Benediktsson frá 1. ágúst 1934 til 1955, Ragnar Lárusson frá 1955 til 1971 og Gunnar Helgason frá 1971 Núverandi stjóm Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar skipa: Hilmar Guðlaugsson formaður, Barði Frið- riksson, Gunnar S. Björnsson, Sig- fús Bjarnason og Siguroddur Magn- ússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.