Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP/SJÓNVARP Sögu- hornið Enn held ég áfram að fjalla um barnaefni sjónvarpsins, vík frá franskri teiknimynd þriðju- dagsins að öllu þjóðlegra efni er sá dagsins ljós á miðvikudaginn var undir heitinu Soguhornið. En þessi þáttur er hluti Aftanstundarinnar, er svo sannariega gleður margan lítinn manninn fyrir svefninn. Ég hef lengi verið í vafa um hvort fyrrgreint söguhorn ætti heima á skjánum. Ástæðan er sú að mér hefur stundum fundist sögurnar vera full langdregnar og léttvægar fyrir næmar hlustir barnsins. Annað er það að oftar en ekki hafa sögumenn klæmst á textanum með þeim afleiðingum að annars ágætt efni náði eigi flugi. Á miðvikudaginn var var Sögu- hornið í höndum þeirrar ágætu leikkonu Guðrúnar Ásmundsdótt- ur, er flutti af snilld fyrrihluta eigin sögu af karlinum í kúluhús- inu. Ungir áhorfendur i rannsókn- arstofu fjölmiðlarýnisins misstu þó um síðir áhugann á söguefninu, einfaldlega vegna þess að sagan var of löng og það skorti myndefni er skýrði söguþráðinn fyrir þeim yngstu. Lífgum Söguhornið Nu en það er ekki ætlun mín í þessum þáttum aö gagnrýna án þess að benda á hugsanlegar leiðir til úrbóta. Mér hefur komið í hug í sam- bandi við Söguhornið að þar mætti virkja sköpunarkraft listamanna af hinum ýmsu sviðum. Af hverju ekki að gefa ungum og óþekktum leikurum færi á að kynna sig fyrir alþjóð í þessum þáttum? Þá mætti efna til samkeppni um smásögur til flutnings í þáttunum og einnig mætti hugsa sér að íslenskum myndlistarmönnum yrði gert kleift að skreyta sögurnar, gegn sanngjarnri þóknun. Og nú veit ég að þið verðið hissa kæru lesendur því auðvitað hugsið þið strax um kostnaðinn sem af þessu öllu hlýst fyrir sjónvarpið okkar. En ég segi ykkur að þetta bardús í kringum SSöguhornið þarf ekki að kosta ríkisútvarp/sjónvarp túskilding með gati. Galdurinn er þessi Galdurinn er þessi: Ríkisútvarp- ið/sjónvarp veitir bókaforlögum einkaleyfi á útgáfu hinnar myndskreyttu frumsmíða er birt- ast í Söguhorninu gegn þvi að for- lögin fjármagni þættina. Þið getið ímyndað ykkur auglýsinguna sem af þessu hlýst. Auðvitað þarf hér að gæta höfundarréttar en slíkt ætti ekki að vera mikið mál á tíð er gefur gjarnan listaverkum líf fyrir náð og miskunn fjölmiðla. Það er svo aftur annað mál með sögur látinna höfunda. Væri æski- legt að úr því mikla safni veldi hópur manna er hefði í senn glögga innsýn inní bókmennta- heim íslendinga og gerði sér grein fyrir myndrænum eigindum sögu- efnis. Sjálfkjörinn ráðunautur þessa starfshóps yrði Silja Aðal- steinsdóttir, sem hefir gefið út rit er nefnist hvorki meira né minna en íslenskar barnabækur 1780—1979. Svo fróð er Silja um þessi mál að hún veit jafnvel hvernig barnabækur urðu til sem slíkar. Barnabækur skrifaðar sér- staklega handa börnum koma með vaxandi þéttbýlismyndun iðnbylt- ingar, þegar miðstéttar- og há- stéttarbörn lokast inni á heimil- um og skólum. (Hugtök og heiti í bókmenntafræði bls. 25.) Nú hafa öll börn lokast inni fyrir framan sjónvarpið og því er vegur Sögu- hornsins ef til vill meiri en nokkru sinni fyrr. Ólafur M. Jóhannesson Ungverska tónskáldið Béla Bartók. Béla Bartók ■i Á dagskrá síð- 20 degistónleik- anna í dag eru tvö verk, Víólukonsert eft- ir Béla Bartók, sem er fluttur af Daniel Benyam- ini og Parísarhljómsveit- inni undir stjórn Daniels Barenboim og Sellókons- ert eftir Joaquin Rodrigo, en flytjendur eru Robert Cohen og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna undir stjórn Enrique Bátiz. Béla Bartók fæddist í smábæ í Ungverjalandi árið 1881. Móðir hans var tónlist- arkennari og flutti með soninn til Pressburg, svo hann gæti notið tón- listarmenningar stærri bæjar. Bartók var fyrst í stað undir miklum áhrif- um frá Brahms i verkum sínum. Verk Strauss, Also sprach Zarathustra, hafði sterk áhrif á hann, auk þess sem mörg tónskáld önnur komu við sögu. Bartók rannsakaði þjóð- lega tónlist og safnaði saman um 7.000 lögum, en verk hans samin í þeim anda mættu lítilli hrifn- ingu fyrst í stað. Hann ferðaðist víða til að kynna sér tónlist alþýðunnar, en árið 1940 fluttist hann til Bandaríkjanna og bjó þar til dauðadags árið 1945. Veröld ■I í dag sýnir 25 sjónvarpið þriðja þátt danska framhaldsmynda- flokksins um strákinn Buster, en bók um dreng- inn hefur komið út á ís- lensku. í síðasta þætti reyndi Buster fyrir sér sem sendill og burðaðist um með þunga ölkassa. Hann taldi sig þó fullfær- an í starfið, þó hann væri lítill eftir aldri, eins og hann sagði. Helsti óvinur Valdís, Björgvin ogKIKK ■i Valdís Gunn- 00 arsdóttir verð- ur að vanda með þátt sinn Pósthólfið á dagskrá Rásar 2 i dag. Hún sagði, að það kenndi ýmissa grasa í þættinum. „Ég verð auðvitað með bréfin á sínum stað og leik tónlist, en kl. 15 fæ ég gest í heimsókn. Það er Björgvin Halldórsson, sem ætlar m.a. að leika lag af nýrri plötu HLH-flokksins, en hún kemur út fyrir jólin. Þetta lag er vist eins konar rokkað jólalag, frábrugðið gömlu, ljúfu lögunum. HLH-strákarnir eru á förum til London, þar sem þeir koma fram á Hippo- drome á fslandskvöldi í næstu viku,“ sagði Valdis. „Við rifjum líka upp smell Valdís Gunnarsdóttir sumarsins, Vertu ekki að plata mig, en i því lagi söng Sigríður Beinteins- dóttir með Björgvini. Hún er núna að gera það gott á fleiri vígstöðvum, því hún er söngkona hljómsveitar- U ^ pr éf * Björgvin Halldórsson innar KIKK, sem hefur nú gefið út fyrstu hljómplötu sína. Platan sú er áhuga- verð að mínu mati og ég ætla að leika eitthvað af henni,“ sagði Valdís að lokum. Buster litli ásamt föður sínum. Busters hans, sem reynir ávallt að gera honum lífið leitt, lætur ekki sitt eftir liggja. Hann hitti Buster og fór að venju að hnýta í hann. Síðan sló hann í handlegg Busters, en brá verulega í brún þegar höndin losnaði og virtist vera að detta niður úr erminni. Ástæð- an var sú, að faðir Bust- ers, sem er atvinnulaus töframaður, hafði gefið drengnum gervihendi og það var hún sem seig niður þegar slegið var á hana. Buster er greinilega sérstakur drengur, enda af ætt töframanna og fallbyssukónga. Þýðandi þáttanna er Olafur Hauk- ur Símonarson. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 23. nóvember 7.00 Veöurfregnír. Fréttír, Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Jón Ö. Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur fer I sveit“ eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (18). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10v45 .Það er svo margt að minnast á" Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 A bókamarkaöinum Andrés Bjðrnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar a. Daniel Benyamini og Par- Isarhljómsveitin leika Vlólu- konsert eftir Béla Bartok; Daniel Barenboim stj. b. Robert Cohen og Sinfón- luhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert eftir Joaquin Rodrigo; Enrique Bátiz stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lðg unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Aö vera vinur dýranna. Jórunn Olafsdóttir frá Sörla- stðöum les úr Dýravininum og flytur formálsorð. b. Ég syng þér Ijóð. Filippla Kristjánsdóttir (Hugrún) les Ijóð e. Guðrúnu Valgerði Glsladóttur. c. Islenskar kvenhetjur. Þátt- ur af Jakoblnu Jensdóttur Stær eftir Guðrúnu Björns- dóttur frá Kornsá. Helga Ein- arsdóttir les. 21J0 Korriró Tónlistarþáttur I umsjón Ivars Aðalsteinssonar og Rlkharðs H. Friörikssonar. I þættinum er rætt um hljóðblæ. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur — Tómas Einarsson. 23.15 A sveitalinunni: Umsjón Hilda Torfadóttir. (RUVAK). 24.00 Sðngleikir I Lundúnum SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 23. nóvember 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters Þriðji þáttur. Danskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýðandi Olafur Haukur Slm- onarson. (Nordvision — Danska sjón- varpiö) 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Sigrún Stef- ánsdóttir. 21.20 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hin- riksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 21.50 Hláturinn lengir llfiö Fjórði þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjðl- miðlum fyrr og slðar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.20 Undir fjögur augu Ný sovésk biómynd. Leikstjóri Nikita Mihajlkof. Leikendur: írlna Kúptsénko og Mihall Uljanof. Hann og hún hafa verið skil- in árum saman. Þótt maöur- inn eigi nú aöra fjölskyldu er hann enn heimagangur hjá fyrri konu sinni og bregst hinn versti við þegar hún hyggst giftast aftur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. 7. þáttur .Jukebox". Um- sjón: Arni Blandon. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 FÖSTUDAGUR 23. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viötal, gullaldarlög, ný lög og vins- ældalisti. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—17.00 Jazzþáttur Þjóðleg Iðg og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 174)0—18.00 I föstudagsskapi Þægilegur músikþáttur I lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 23.15—03.00 Næturvakt á rás 2 Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá I Rás 2 um allt land.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.