Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Vextir og verðbólga: Eru hæstu vextir í heimi á íslandi? Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltruar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Hamingjusöm vanda þjóð í Fyrstu niðurstöður í könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslend- inga sýna að þeir eru sáttari við lífið en flestar aðrar þjóðir. Engin Evrópuþjóðanna í könn- uninni telur sig jafn hamingju- sama og íslendingar og einung- is Danir telja sig ánægðari með lífið. íslendingar eru líka bjartsýnir, því að þegar spurt er hversu ánægðir menn búist við að vera eftir fimm ár, lenda íslendingar í efsta sæti. Þá eru íslendingar allra þjóða trúað- astir á að þeir ráði örlögum sínum sjálfir og sömuleiðis telja þeir sig hafa allra þjóða mest frelsi til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir í starfi sínu. Öðrum Norðurlandabúum svip- ar nokkuð til íslendinga um flesta þessa hluti. Allt annað er upp á teningnum þegar spurt er um fjárhagslega afkomu. Norðurlandabúar lenda þar í hópi ánægðari þjóða, en íslend- ingar meðal þeirra óánægð- ustu, og fylgja um það ítölum, Frökkum og Spánverjum. Með ofangreindum hætti dregur Hagvangur saman niðurstöður eins meginþáttar hinnar merku könnunar á lífsskoðunum íslendinga, sem framkvæmd var í maí í vor og er liður í alþjóðlegri könnun sem hrundið var af stað 1978. Morgunblaðið birti meginatriði úr fyrstu niðurstöðunum í gær og hvetur sem flesta lesendur sína til að kynna sér þau. Sú þjóðarmynd sem þar er dregin kemur vafalaust einhverjum á óvart. Hún stingur að minnsta kosti að verulegu leyti í stúf við þau neikvæðu viðhorf sem setja alltof mikinn svip á opinberar og almennar umræð- ur hér á landi. Síst af öllu skal það dregið í efa hér á þessum stað, að ís- lendingar hafi ástæðu til að vera hamingjusamir, ánægðir og bjartsýnir. Þau huglægu at- riði sem þar koma til álita hafa um langan aldur verið forsend- an fyrir því að ísland væri í byggð. Þau hafa veitt þjóðinni styrk til að lifa af við aðstæður sem gera þann vanda sem nú er við að glíma að hreinum barna- leik. Eins og málum er nú kom- ið þegar þjóðin býr við alla kosti milljóna-þjóðfélaga án ókostanna sem fjölmenninu fylgja ætti það ekki að koma neinum beinlínis á óvart, að ís- lendingar séu sáttari við lífið en milljóna-þjóðirnar. Óánægjan með fjárhagslega afkomu vekur ekki heldur undrun. í því efni eru íslend- ingar á svipaðri skoðun og þjóðir í Suður-Evrópu. En eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, eigum við að vísu ekki endilega efnahagslega samleið með ítölum, Frökkum og Spánverjum, heldur þeim sem enn verr eru staddir, Portúgöl- um, Grikkjum og Tyrkjum. Dómur erlendra aðila um stjórn íslenskra efnahagsmála frá 1974 til 1984 sem leiðir til þess að við lendum í níunda sæti að neðan af 93 ríkjum eyk- ur tæplega hamingju, ánægju eða bjartsýni íslendinga. En eins og dr. Sigurður B. Stef- ánsson hagfræðingur orðar það: „Sá mælikvarði sem hér er notaður er auðvitað ekki al- gildur — hann mælir eingöngu efnahagsleg gæði og vel má vera að unnt sé að njóta lífsins án þeirra." Lítið traust til dagblaða Islendingar eru jafnan taldir til mestu blaðalesenda í ver- öldinni. Þess vegna kemur það á óvart miðað við það sem að ofan er sagt hve þeir bera miklu minna traust til dag- blaða en aðrar þjóðir. Hér er um svo mikinn mun að ræða að hann hlýtur að hvetja þá sem í íslensk dagblöð skrifa til al- varlegrar íhugunar. Á þessu vantrausti er líklega engin ein skýring. En almennt séð hljóta blöðin að vekja of neikvæðar hugrenningar hjá lesendum sínum miðað við aðr- ar „stofnanir" sem um var spurt í sömu andrá eins og lögregluna, kirkjuna, mennta- kerfið og dómstólana, svo að vikið sé að þeim fjórum sem njóta mesta traustsins. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins síðastliðinn sunnudag þar sem lýst var skoðunum á stöðu íslenskra fjölmiðla um þessar mundir stóð meðai ann- ars: „Stundum virðist sem fjöl- miðlamenn telji sér trú um að völd þeirra séu nær ótakmörk- uð. Þeir geti setið í skjóli há- vaðans og fiskað endalaust á yfirborði samtímans, ef svo mætti að orði komast. Allt of sjaldan eru gerðar tilraunir í fjölmiðlum til að skyggnast undir yfirborðið og draga upp mikinn feng og góðan úr djúp- unum. Allt of margir verðmæt- ir menn leita undir steina til að forðast fjölmiðlagruggið...“ Niðurstaðan í könnun Hag- vangs staðfestir þessa skoðun. Hún ætti að verða íslenskum blaðamönnum hvatning til að horfast í augu við sjálfa sig og sýna að þeir eru trausts verðir. — eftir Sigurð B. Stefánsson Á síðustu tveimur árum hefur orðið gífurleg breyting á þeim kjörum sem sparendum bjóðast í bönkum og sparisjóðum. Flestum er sennilega efst í huga lækkun vaxta á óverðtryggðum reikning- um með minnkandi verðbólgu frá september 1983 til janúar 1984 og sú hækkun vaxta sem orðið hefur frá því í ágúst sl. Sem dæmi má taka vexti á þriggja mánaða óverðtryggðum reikningum en reikningar þessir voru einnig nefndir vaxtaaukareikningar þar til í júní 1981. Vextir á þeim reikn- ingum höfðu verið 45% á ári frá 1. nóvember 1982. í september 1983 lækkuðu þeir í 37% og síðan tóku við mánaðarlegar lækkanir uns vextir á þriggja mánaða bundnum reikningum urðu 17% þann 21. janúar sl. Um miðjan ágúst sl. hækkuðu síðan vextir aftur eftir að innlánsstofnanir fengu freisi til að ráða vöxtum sínum sjálfar að fengnu samþykki Seðlabankans. Þessir vextir eru nafnvextir á óverðtryggðum reikningi en það eina sem skiptir máli fyrir spar- endur eru vextir umfram verð- bólgu, þ.e. raunvextir. Sé tekið til- lit til verðbreytinga á síðustu tveimur árum og litið á raunvexti kemur allt annað út en lækkun vaxta á siðastliðnu hausti og hækkun frá ágúst. Á fyrri hluta árs 1983 voru verðbreytingar langt umfram vexti á þriggja mánaða reikningum. Á myndinni eru sýndir nafnvextir þessara reikninga og vextir eftir að tekið hefur verið tillit til verðbreytinga. Þrátt fyrir 45% vexti rýrnuðu innistæður sem lagðar voru inn í mars, apríl og maí 1983 svo mikið vegna verðbólgu að eitt hundrað krónur sem lagðar voru inn voru aðeins liðlega níutíu króna virði eftir þrjá mánuði; raunvextir voru +30 til +35%. Eftir það fóru raunvextir hækk- andi og fé lagt inn á þriggja mán- aða bundinn reikning í september 1983 hafði hækkað um 1,7% um- fram verðhækkanir þegar reikn- ingurinn varð laus þremur mán- uðum síðar og samsvarar sú hækkun 7% raunvöxtum á ári. Þessi skjótu umskipti skynjuðu sparendur og geysimikið fé var flutt af verðtryggðum reikningum yfir á óverðtryggða í fyrrahaust. Hafa vextir á reikningum með þriggja mánaða uppsagnarfresti haldist hærri en verðbólga frá því í fyrrahaust og þar til í þessum mánuði. Þannig hafa kjör spar- enda í bönkunum batnað til muna síðustu misserin og munaði þar miklu meira um minnkun verð- bólgunnar heldur en um hækkun vaxta síðan í ágúst sl. En kjör lántakenda hafa á sama hátt versnað og er ekki að undra þótt skuldugir einstaklingar og fyrirtæki berjist í bökkum vegna greiðslubyrðinnar. Allan síðasta áratug var hægt að hagnast veru- lega á því að skulda vegna þess að vextir voru lægri en sem svaraði verðbólgunni. Skuldir voru því ekki endurgoldnar að fullu að raunvirði og að auki voru vextir oft frádráttarbærir til skatts. Hver býður bestu vextina? Innlánsvextir í bönkum og sparisjóðum eru nú á bilinu 17% til 29,4% og á lægri talan við al- mennar sparisjóðsbækur en hin hærri við óverðtryggðan reikning Búnaðarbankans sem bundinn er í 18 mánuði. Auk hefðbundinna inn- lánsreikninga bjóðast hinir ýmsu sérreikningar svo sem Ábót í Út- vegsbankanum, Kaskó í Versiun- arbankanum, Kjörbók i Lands- bankanum, Tromp í nokkrum sparisjóðanna o.s.frv. Hver þess- ara reikninga hefur sína kosti og galla og því sannast hið forn- kveðna að sá á kvölina sem á völ- ina. Áður en lengra er haldið verður enn að ítreka muninn á verð- tryggðum og óverðtryggðum reikningum. í september sl. voru innleysanleg spariskírteini ríkis- sjóðs að andvirði um 1.400 millj- ónir króna í Seðlabankanum. Til að halda í þessa fjármuni gerði ríkissjóður eigendum skírteinanna „tilboð sem erfitt er að hafna" eins og réttilega var komist að orði í auglýsingu ríkissjóðs um skipti- flokkinn svokallaða. Spariskír- teinin sem boðin voru í stað þeirra sem innleysanleg voru bera 8% vexti en voru seld á genginu 98,5 svo að ávöxtun fyrstu þrjú árin jafngildir 8,55% raunvöxtum. Binditíminn er þrjú ár og ljóst er að ríkissjóður hefur aldrei boðið betur. Hæstu vextir bankanna á verðtryggðum reikningum voru 6,5%, en hæstu vextir á óverð- Siguröur B. Stefánsson „Spurningunni hver bjóði bestu vextina er ekki hægt að svara nema vitað sé hve lengi peningarnir mega vera bundnir. Verulegur hluti sparifjár í landinu er langtímasparnaður, fé sem fólk ætlar ekki að eyða alveg á næstu mán- uðum eða misserum.“ tryggðum reikningum 26—27%. Enginn vafi er á því að tilboð ríkisins til eigenda innleysanlegra spariskírteina var mun betra en boð bankanna, engu að síður er svo að sjá að verulegir fjármunir hafi runnið frá ríkissjóði á banka- reikninga með lægri vöxtum. Hugsanlegt er að eigendur spari- skírteina hafi kosið banka- reikninga vegna skemmri bindi- tíma. Ef til vill hafa nafnvextir bankanna á óverðtryggðum reikn- ingum villt mönnum sýn og þau kjör því verið talin betri en tilboð ríkissjóðs um 8,55% vexti umfram verðtryggingu með lánskjaravísi- tölu. Vonandi er öllum nú orðið ljóst hið sanna í málinu. Spurningunni hver bjóði bestu vextina er ekki hægt að svara nema vitað sé hve lengi pening- arnir mega vera bundnir. Veru- legur hluti sparifjár í landinu er langtímasparnaður, fé sem fólk ætlar ekki að eyða alveg á næstu mánuðum eða misserum. Skipti- Dagvistarheimilið Hraun- borg tekið formlega í notkun Á næsta ári er gert ráð fyrir rúmlega 350 nýjum dagvistarrýmum DAGVISTARHEIMILIÐ Hraunborg í Breiðholti var formlega tekið í notkun í gær. Framkvæmdir við bygg- ingu heimilisins hófust í júní á síðasta ári og komu fyrstu börnin í Hraunborg í síðastliðnum ágúst. Húsin sem lögð eru undir starfsemina eru tvö og er hið stærra þeirra 375 fermetrar að flatarmáli en hið minna er 115 fermetrar. Þau voru teiknuð fyrir menntamálaráðuneytið af arkitektunum Guðmundi Kr. Guðmundssyni og ólafi Sig- urðssyni. Alls er hægt að taka á móti 74 börnum, þar af 40 í leikskóladeild og 34 í dagheim- ilisdeild. Markús Örn Antonsson, for- maður félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar, flutti stutta tölu á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni opnunarinnar, og stiklaði hann þar á stóru varð- andi framkvæmdir og uppbygg- ingu dagvistarheimila á vegum ráðsins. Hann sagði að nú þeg- ar væru hafnar framkvæmdir við þrjú ný dagvistarheimili sem ráðgert væri að taka í notkun á næsta ári. Þessi heim- ili væru Hálsakot við Hálsasel, en framkvæmdir við það hófust í sumar og er það nú fokhelt, Grandaborg við Boðagranda og Rofaborg við Rofabæ. Þegar þessi heimili sem nú eru í byggingu verða tekin í notkun bætast við 34 dagheim- ilispláss, 200 leikskólapláss og 20 skólaheimilispláss. A næsta ári verður því hægt að vista 1.150 börn á dagheimilum, á leikskólum verður pláss fyrir 2.265 börn og á skóladagheimil- um verður hægt að taka á móti 238 börnum. Ingibjörg Rafnar, formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.