Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Alzheimer-veikin Hornreka í íslensku heilbrigðiskerfi Texti: Hildur Einarsdóttir Hann situr viö borö ásamt öldr- uöu fólki I Múlabæ, sem er dagvistunarstofnun fyrir aldr- aöa. Hann er unglegri en flest- ir sem þarna eru inni enda aö- eins sextugur. Þegar hann sér dóttur sina koma inn úr dyrunum rls hann upp og fagnar henni innilega. En hann man ekki hvaö hún heitir né áttar hann sig á þvf hver þeirra tengsl eru. En hann er greinilega ekki i neinum vafa um aö honum þykir mjög vænt um hana. Þau setjast niöur og tala saman, en þetta eru engar venjulegar sam- ræöur, þvl hann segir eitthvaö samhengis- laust og hún reynir að ráöa ( hvaö þaö er og svarar einhverju sem henni finnst eiga viö. Þau haldast I hendur og brosa viö hvert ööru. En augnaráö hans er fjarlægt. Fyrir fimm ár- um fór aö bera á þeim sjúkdómi, sem þjáir manninn, og kallast alzheimer-veikin. Sjúk- dómurinn, sem leggst á heilafrumurnar, er af óþekktum uppruna. Hans veröur vart hjá fólk á miðjum aldri og eldra og veldur aö lokum dauöa. Hann lýsir sér þannig, aö mönnum tekur óvænt aö hraka mjög andlega og sam- hliöa þvi fer likaminn aö hrörna. Má segja að þetta sé sá sjúkdómur, sem leiki vitsmunalff mannsins hvaö verst, þvi hin sljóvgandi áhrif sjúkdómsins megna á tiltölulega skðmmum tima aö breyta framúrskarandi vel viti bornum manni I vitsmunalegt rekald meö ótvlræð ein- kenni viss fávitaháttar. 5—10% FULLORÐINNA VERÐA SJÚKDÓMNUM AÐ BRÁÐ, Hefur veriö sagt um þennan sjúkdóm að hann sé mesta ógn ellinnar, þvf gera má ráö fyrir aö milli fimm til tlu prósent fulloröinna veröi þessum sjúkdómi aö bráö. I Bandarlkj- unum er hann fjóröa algengasta dánarorsök- in. i könnun, sem Hallgrfmur Magnússon og Tómas Helgason læknar hafa gert á tlöni alzheimer-veikinnar eöa elliglapa, eins og sjúkdómurinn er iöulega kallaöur hér á landi þá reyndist hún vera 10,5% hjá 74 ára, 16,9% hjá 81 árs og 38,8% hjá 87 ára ein- staklingum. Arsæll Jónsson læknir hefur einnig gert könnun á tiöni alzheimer-veikinnar meö þvl aö athuga krufningsskýrslur islendinga, sem dóu eftir 90 ára aldur. Það sem torveldaði rannsóknina var aö krufningstlöni er lág meö- al aldraðra. Athugaöar voru 100 skýrslur og kom I Ijós, aö hjá 9% sem voru undir sjötugt var alzheimer-veikin dánarorsök, en hjá 31% þeirra, sem voru yfir nlrætt. HVER ERU EINKENNI VEIKINNAR? Hver eru einkenni alzheimer-veikinnar? I grein sinni um sjúkdóminn, „Alzheimer's Dis- ease: Understanding the most common, de- bilitating and early form of senility", segir Robert Butler, MD, sem meöal annars hefur skrifaö bókina “Survive: Being Old in Amer- ica“ og hlotiö Pulitzer-verölaunin fyrir, aö I fyrstu veröi menn einungis varir viö örlltil, einkar óljós og allt aö þvl ómerkjanleg ein- kenni, sem oft láta fyrst á sér kræla I tengsl- um viö mikið tilfinningalegt uppnám eða veik- indi. En smátt og smátt fari sjúklingurinn að verða sffellt gleymnari og þá sérstaklega á nýlega atburöi. Hann kann að gleyma aö slökkva á ofni eða öðrum hljóölátum tækjum, man ekki lengur hvar hann lagði þennan hlut eða hinn frá sér og tekur upp á þvl aö athuga aftur og aftur hvort búiö sé aö gera eitthvað, sem þarf aö gera eöa á aö vera búiö aö inna af hendi. Þá fer þaö aö taka sjúklinginn stðö- ugt lengri tlma aö Ijúka einhverjum ákveðnum verkþætti, sem hann var áöur vanur að Ijúka næstum umhugsunarlust eða hann kann aö taka upp á þvl aö endurtaka I sffellu spurn- ingar, sem þegar er búiö aö svara. Eftir þvl sem sjúkdómurinn ágerist, tekur minnisleysiö að aukast og samtfmis er llklegt aö aörar breytingar á persónuleika og skaphöfn sjúkl- ings fari aö koma greinilegar I Ijós, svo sem andlegur sljóleiki, hvefsni, óróleiki og tauga- spenna. Þá getur sjúkdómurinn haft neikvæö áhrif á tal sjúklingsins, dómgreind hans, hæfi- leika til einbeitingar viö verkefni eöa hugs- anaferli, svo og ratvisi hans. ( alvarlegustu sjúkdómstilfellunum getur alzheimer-veikin jafnvel leikiö menn svo grátt, aö þeir veröi meö öllu ófærir um aö annast daglegar þarfir slnar og geta ekki lengur hirt um sig sjálfir. .Þegar ég tók fyrst eftir einhverju óvenju- legu, var þaö þegar pabbi var að aka bll,“ segir dóttir Páls, en svo köllum viö manninn, sem við greindum frá hér I upphafi, en viö spuröum dótturina hvenær hún heföi fyrst orðið breytinga vör. „Hann gat ekki haldið bilnum stööugum á veginum né bakkaö út úr stæöi, sem hann haföi gert auöveldlega áöur. Ég var hálfhrædd að vera með honum I bll. Eg ámálgaði þetta viö hann og spuröi hvort aö sjónin væri að gefa sig. Hann tók þessari athugasemd óstinnt upp, en samt dró hann úr þvl aö aka bllnum. Hann fann aö eitthvaö var aö án þess aö gera sér grein fyrir hvaö þaö var.“ Hún heldur áfram: .Annaö sem viö systkinin merktum var aö þegar við fórum aö heimsækja hann, en þá bjó hann einn, gleymdi hann gjarnan aö viö vorum I heimsókn. Til dæmis ef slminn hringdi og hann þurfti aö fara I annað her- bergi til aö svara, þá llengdist hann þar og var eitthvað aö dunda sér. Ýmisleg fleiri atvik þessu áþekk þar sem hann virtist gleyma nærveru eöa tilveru okkar geröu þaö aö verkum aö viö drógum þá ályktun aö hann vildi vera laus við okkur og við hættum aö koma eins mikið til hans. Þannig aö I staö þess aö hjálpa honum þegar allt þetta var aö gerast, snerum viö baki viö honum. Þetta finnst mér erfitt aö horfast f augu viö núna. Viö fórum Ifka aö taka eftir þvl aö hann var hættur aö hiröa sig og grunuöum hann um drykkju. A þessum tfma var hann aö undirbúa sig aö flytjast til Kanada um tlma til aö kenna þar, en pabbi haföi veriö barnakennari I mörg ár og afar vinsæll sem sllkur. En svo bregður viö aö hann hættir að ræöa um þessa för. Eg spuröi hvort hann væri hættur viö aö fara, en hpnn sagöi þaö ekki vera. Hann væri bara svo slæmur I höfðinu aö hann myndi ekki hvaö gerðist dag frá degi. Sagðist hann halda aö þetta stafaöi af vinnuálagi." 0RSÖK SJÚKDÖMSINS ÓKUNN Hverfum um stund frá frásögn konunnar aö rannsóknum á þessum ógnvænlega sjúk- dómi. Þaö var þýski taugasérfræðingurinn Alois Alzheimer sem fyrstur manna uppgötv- aöi sjúkdóminn. Þaö var áriö 1906. Viö krufningu á fólki, sem haföi látist úr ókennilegum sjúkdómi meö þeim einkennum, sem hér hefur veriö lýst, fann dr. Alois Al- zheimer mikla rýrnun á heila, og tauga- frumurnar I heilaberki reyndust alsettar ein- kennilega hnökróttum rákum af snúnum og afskræmdum próteinþráðum. Dr. Alzheimer kallaöi þessa undnu þræöi taugungaþráö- flækjur, en þaö eru einmitt þær, sem jafnan slöan hafa þótf vera eitt helsta einkenni þessa sjúkdóms, sem ber nafn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.