Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Ritstjórar dagblaðanna um könnun Hagvangs: Vantraustið byggist á pólitískri tortryggni „FÓLK er þarna að leggja mat á dagblöðin í heild, en ekki einstök blöð, og það er alkunn staðreynd að flest þeirra eru eyrnamerkt stjórn- málaflokkum. Vantraustið byggist því fyrst og fremst á pólitískri tor- tryggni," sagði Ellert B. Schram, rit- stjóri DV, er Morgunblaðið innti hann álits á niðurstöðum skoðana- könnnnar Hagvangs, þar sem fram kemnr lítið traust fslendinga á dag- blöðum sfnum. Ritstjórar annarra dagblaða tóku í sama streng og töldu að niðurstaðan endurspeglaði það álit fólks, að tengslin milli blaða og stjórnmálaflokka væru of mikil. Rit- stjórarnir voru hins vegar sammála um að dómur þessi væri óréttlátur og tímaskekkja, þar sem íslensk dag- blöð befðu mjög þokast frá ákveðn- um flokkslínum í fréttaskrifum. I könnun Hagvangs, þar sem kannað var traust íslendinga til hinna ýmsu stofnana samfélagsins, kom m.a. fram að traustið er mest á lögreglunni (74%) og kirkjunni (71%), en minnst á dagblöðunum (16%). Traust íslendinga á dag- blöðum sínum er minna en meðal nokkurrar annarrar þjóðar í könn- uninni. Ritstjórar íslensku dag- blaðanna voru sammála um ofangreindar skýringar og töldu al- mennt að þessi niðurstaða væri áfall fyrir íslenska blaðamennsku. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sagði m.a. að hér eimdi eftir af þeim gamla hugsunarhætti að fréttaskrif dagblaðanna væru öll af pólitískum toga, en slíkt hefði þó tekið miklum breytingum á und- anförnum árum. „Hér áður fyrr tengdi fólk blöðin mjög sterklega við ákveðna flokka og það markaði á sínum tíma ekki einungis frétta- mat, sem það gerir reyndar enn, heldur einnig fréttaskrif, enda voru fréttaskrif blaðanna hér áður flokkspólitísk og drógu taum ákveðinnar stefnu, og oft ákveð- inna manna, og þetta geröi blöðin að sjálfsögðu nokkuð óábyggileg. Enn þann dag í dag hafa menn til- hneigingu til að dæma fréttaskrif blaðanna út frá þessum forsendum, en ég tel að nú sé þetta allmikið breytt. Það er auðvitað Ijóst að blöðin draga taum ákveðinna stjórnmálaviðhorfa, en þau reyna markvisst að láta það einungis koma fram með fréttamati og fréttavali, en ekki lengur i frétta- skrifum. Ég held því að ef þessi könnun yrði gerð eftir fimmtíu ár kæmi annað hljóð í strokkinn," sagði össur Skarphéðinsson. Guðmundur Arni Stefánsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, sagði m.a.: „Smæð íslenska þjóðfélagsins gerir það að verkum, að fólk hefur tilhneigingu til að álita sem svo, að hagsmunatengsl og vinskapur móti fréttaskrif dagblaðanna. Þetta birtist enn frekar í nánum tengsl- um eigenda blaðanna og jafnvel blaðamanna sjálfra við ýmiss kon- ar hagsmunaöfl, ekki síst stjórn- málaflokka og stjórnmálamenn. Þetta er sjálfsagt ein skýringin af mörgum á þvi, að fólk efist um hlutlægni blaðanna. Smæð þjóðfé- lagsins geri það að verkum að blöð- in eigi erfiðara með að taka á mál- um með festu heldur en gerist og gengur í stærri þjóðfélögum. Einn- ig má nefna, að nú er mjög í tísku að skamma fjölmiðla og hafa uppi stór orð og vond um starfsemi þeirra, þannig að það kann að hafa haft eitthvað að segja í þessari könnun,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson. „Mér finnst þessi niðurstaða fremur dapurleg fyrir íslenska blaðamennsku“, sagði Magnús Ólafsson, ritsjóri NT. „Það er þó ein hugsanleg skýring á þessu og hún er sú, að dagblöðin hafi verið um of langan tíma of háð pólitísk- um línum og skýringin því ef til vill sú, að lesendur óttast að verið sé aö troða upp á þá ákveðnum stjórn- málaskoðunum. Hér áður fyrr voru blöðin mjög pólitísk, en með árun- um hafa blöðin færst frá hreinum flokkslínum, eins og til dæmis Morgunblaðið og NT eru bestu dæmin um, þótt þau kannski styðji ákveðna stjórnmálastefnu. Frétta- flutningur þessara blaða er hins vegar ópólitískur og það er ekki víst að lesendur hafi áttað sig á þeirri staðreynd, og það er ef til vill hluti af skýringunni á þessu van- trausti á dagblöðin," sagði Magnús ólafsson. Ovissa með starfsþjálfun 34 nema sem útskrifast eftir áramót DEILA hárgreiðslunema og hárgreiðslumeistara vegna uppsagna á nemunum var í gær rædd í Iðnfræðshiráði og 1 fyrradag mættu fulltrúar nemanna á fund í menntamálaráðuneytinu til að kynna sjónarmið sín. Engin lausn hefur fundist á deilunni enn en málin eru nú til athugunar í ráðuneytinu. Eftir áramótin koma 34 hárgreiðslunemar út úr Iðnskólanum og er allt í óvissu með hvort þeir geta lokið tilskilinni starfsþjálfun og fengið starfsréttindi sín. Ingvar Ásmundsson, skólastjóri þessum nemendum. Kennarar skól- Iðnskólans i Reykjavík, sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. að skólinn gæti i raun ekkert gert til hjálpar Kristni- boðsbasar Hinn árlegi kristniboðsbas- ar verður í Betaniu, Laufás- vegi 13, á morgun, laugardag 24. nóvember, frá kl. 2.00 e.h. Kökur og margt góðra muna verður á boðstólum. Allur ágóði rennur til Sambands ísl. kristniboðsfélaga, sem rekur fjölþætt kristniboðs- og hjálp- arstarf í Eþíópíu og Kenýu. ans hefðu alltaf verið nemendum innan handar við að komast í verk- þjálfun en erfitt væri við slikt að eiga á meðan núverandi ástand væri. Sagði hann að hárgreiðsla væri þriggja ára nám. Þeir nemendur sem nú væru að útskrifast úr skólanum væru flestir búnir að vera eitt og hálft ár í skólanum og eitt ár í verk- þjálfun. Ættu flestir þeirra því eftir um hálft ár í verkþjálfun hjá meist- ara. Þeir fengju ekki starfsréttindi fyrr en að loknum þeim tima og væru mál þeirra því í óvissu. Sagði Ingvar að í skólanum hefði komið upp sú spurning hvort lengja ætti skólann til að stytta verkþjálfunina enn meira en það væri ekki á færi skólans að taka slíka ákvörðun. Sigurður Kristinsson, formaður Iðnfræðsluráðs, sagöi að mál hár- greiðslunema hefði komið til tals utan dagskrár á fundi í ráðinu i gær en engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Bjóst hann ekki við að þetta mál kæmi til kasta Iðnfræðsluráðs að sinni fyrst það væri komið inn á borð f menntamálaráðuneytinu. Halldór Arnórsson i menntamála- ráðuneytinu sagði að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, fleiri ASÍ- menn og fulltrúar iðnnema hefðu komið á fund f ráðuneytinu og kynnt sín sjónarmið vegna uppsagna hár- greiðslumeistara á nemum sínum. Sagði hann aö málið væri i athugun í ráðuneytinu og yrði meðal annars haft samband við meistarana til að kynnast þeirra sjónarmiðum. Kristinn Einarsson, formaður Iðnnemasambands íslands, sagði f samtali við Mbl. þegar leitað var álits hans á uppsögnunum hár- greiðslunema: „Við teljum uppsagn- irnar ólöglegar þar sem þær brjóta í bága við ákvæði i kjarasamningum sem gerðir hafa verið á milli aðila. Uppsagnarfrestur á að vera mánuð- ur frá mánaðamótum að telja en nú var aðeins gefinn vikufrestur." &aé 14.3°"^ iS-S 1 Mi #e\éaso11 oé **»£***s Morgunblaðið/Gunnar Leikfélagsfólkið æfir söngvana sem fluttir verða í dagskránni „Ertu nú ánægð kerling". Leikfélag Bolungarvíkur: Létta lundina með söng og leikþáttum Botunrarvík, 20. névember. „Ertu nú ánægð kerling" er heiti á dagskrá sem Leikfélag Bolungarvík- ur hefur unnið að sviðsetningu á und- anfarið og sýnir um næstu helgi. Dagskrá þessi samanstendur af leik- þáttum og söng, allt leikið á léttum nótum með það eitt að markmiði að létta iundina í skammdeginu. Leikendur er fram koma í dagskrá þessari eru ellefu talsins og er leikstjórn í höndum félaga í Leikfélagi Bolungarvíkur. Söngur- inn er fluttur af hressum konum úr víkinni við undirleik Guðrúnar B. Magnúsdóttur. Sýningar á „Ertu nú ánægð kerl- ing“ verða í Félagsheimilinu Bol- ungarvík sem hér segir: Föstudag- inn 23. nóv. kl. 20.30, laugardaginn 24. nóv. kl. 20.30, og sunnudaginn 25. nóv kl. 20.30. I salnum verða uppdekkuð borð og gestum verður boðið uppá kaffi og með því meðan á sýningu stend- ur og eru veitingarnar innifaldar í miðaverðinu. Það er von Leikfélags Bolungar- víkur að því megi auðnast að létta lund sem flestra á þessum skamm- degisdögum. Blaðburöarfólk óskast! í eftirtalin hverfi: Uthverfi Skeifan og lægri Bleikjukvísl tölur viö Grens- Kópavogur ásveg. Álfhólsvegur frá 52 og Melaheiöi. pliorgiitTiIbfebtib
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.