Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 Hjónaminning: Hólmgeir G. Jónsson ' Unnur G. Jónsdóttir Útför Hólmgeirs Jónssonar verður gerð í dag, föstudag, frá Neskirkju kl. 13.30 eftir hádegi. Vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt, sagði góðskáldið okkar Jónas Hallgrímsson. Hann hefir áreiðanlega sagt það fyrir munn margra er eftir hann komu. Mér datt það allra síst í hug þegar ég talaði við vin minn Hólmgeir Jónsson þann 5. nó- vember síðastliðinn, á afmælis- degi konu hans og frænku minnar er dó 27. janúar síðastliðinn, að við ættum ekki eftir að heyra hvor í öðrum oftar hér á jörð. Svona er nú tilvera okkar í þess- um heimi og gamli málshátturinn „það veit enginn hver annan gref- ur“ er alltaf ný . Hólmgeir Gunnar hét hann fullu nafni, fæddur í Reykjavík 6. september 1910. Foreldrar hans voru Jón Jónsson Mýrdal, fæddur á Hjörleifshöfða 1878, dó í Reykja- vík 1947 og Aðalbjörg Jónsdóttir, fædd í Tungu í Fljótshlíð 1888, dá- in 1952. v Hólmgeir ólst upp í Reykjavík og byrjaði mjög ungur að starfa að verslunarstörfum er varð svo í framvindu hans ævistarf. Eins og svo margir aðrir ágætir verslun- armenn vann Hólmgeir sín fyrstu verslunarstörf sem sendisveinn og með því fyrsta í því starfi var hann sendisveinn í verslunni Vað- nes. Síðar varð Hólmgeir um all- langa tíð verslunarstjóri í Kidda- búðum og síðar í verslunni Port- land og Málmiðjunni, og nú síð- ustu nær þrjá áratugina af- greiðslu- og lagerstjóri í Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu. Á öðrum sviðum en starfsvett- vangi var Hólmgeir einna virkast- ur í Knattspyrnufélaginu Val. Þar byrjaði hann ungur sína knatt- spyrnutíð og varð með tímanum einn af meistaraflokksmönnum í því félagi og einn af þeim er fyrst- ir fóru með Valsmönnum í keppn- isfeðir til útlanda. Með Val starf- aði Hólmgeir um langa tíð og eftir að hann hætti þátttöku í leikjum félagsins var hugur hans hinn sami og áður. Hann fór ótal sinn- um sem áhorfandi og hvetjandi þegar Valur var að leika og hélt sinni órofa tryggð við félagið alla tíð. Það er komið á sjötta áratug frá því ég kynntist Hólmgeiri fyrst. Það var á þeim árum er þau Unn- ur frænka mín og hann fóru að vera saman. Þau Unnur Jónsdóttir og Hólmgeir Jónsson giftust þann 12. júní 1933. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Unnur og Hólmgeir á Sólvallagötu 12. Laust eftir 1940 flytja þau að Grenimel 15 i nyja íbúð er Hólmgeir lét byggja þar í fjölbýlishúsi. I þeirri íbúð bjuggu þau alla tið síðan. Á árunum kringum 1940 dvöldu þau hjón um tíma á sumrin suður I Innri-Njarðvíkurhverfi hjá frændfólki Unnar með dætur sín- ar tvær er þá voru litlar telpur. Okkur systkinunum og fjölskyld- um okkar eru minnisstæðar marg- ar ánægjulegar stundir frá þeim tímum. Hólmgeir var lífrænn og léttur og vildi einatt eitthvað hafa fyrir stafni. Þá var það til siðs að róa útí þarann sem kallað var og veiða þaraþyrsklinginn er öllum þótti afbragðs góður, ekki síst með nýjum kartöflum uppúr görðun- um. Hólmgeir fór i maðkasand með okkur heimamönnum til að ná maðki í beitu, reri með okkur og fiskaði vel, var mjög áhuga- samur við fiskiríið. Með Hólmgeiri vini mínum er nú horfinn úr okkar heimi einn hinn allra besti maður er ég hefi kynnst um dagana. Ég átti því láni að fagna að vera svo til heima- gangur hjá þeim hjónum, elsku- legri frænku minni og Hólmgeiri manni hennar og dætrum þeirra meðan þær bjuggu í foreldrahús- um. Þar átti ég, fjölskylda mín og systkini góðum vinum að mæta, sama hvort þeirra hjóna var. Hólmgeir var ævinlega glaður og góður hvort sem maður hitti hann heima eða að heiman við vinnu sína, sérstakt lipurmenni í öllum sínum störfum og með afbrigðum afkastamikill afgreiðslumaður. Sem eiginmaður, faðir og afi var Hólmgeir sérlegur vinur fjöl- skyldu sinnar, einatt tilbúinn til alls er gera þurfti fyrir alla með gleði. Fyrirmyndar reglumaður var hann er ekki vildi vamm sitt eða sinna vita. Það er margs góðs að minnast og margs góðs að sakna frá því elskulega góðgerð- arheimili þeirra Unnar frænku minnar og Hólmgeirs manns hennar. Ég veit að það eru margir aðrir er vildu segja það sama, en allir eiga sín endadægur og nú eru það góðu minningarnar frá Greni- mel 15 sem geymast en gleymast ei. Það var ekki langt milli þeirra Unnar og Hólmgeirs, það voru að- eins 9 mánuðir og 3 vikur. Eftir að Unnur dó bjó Hólmgeir einn í íbúð þeirra hjóna. Hann átti öðru hvoru og um helgar heimili hjá sínum góðu dætrum, tengdasonum og barnabörnum er öll vildu hon- um til góðs gera. Börn þeirra Unnar og Hólm- geirs eru: Eyvör Margrét, hennar maður er Steingrímur Helgason stórkaupmaður. Þeirra börn eru Unnur Heba, Helga Guðrún, Jón Hólmgeir og Ingunn. Helga Guð- rún er gift, hennar maður er Ei- ríkur Hauksson kennari, þau eiga eina dóttur er heitir Hildur; Aðal- björg er yngri systirin, hennar maður er Lárus Guðgeirsson flug- maður, þau eiga tvær dætur er heita Unnur Björk og Iris ósk. Hólmgeir hafði lengst af ævinni góða heilsu og var sístarfandi, en síðustu mánuði ævinnar var heils- an farin að gefa sig og var hann því farinn að leita sér lækninga nokkru áður en hann lést, en áfram hélt hann samt að vinna fram á síðasta ævidag, er hann að kveldi þess dags gat ekkert lengur, og var hann þá fluttur meðvitund- arlaus á gjörgæsludeild Borgar- spítalans, þar sem hann lá meðvit- undarlaus í eina viku áður en hann dó þar að kveldi hins 16. þessa mánaðar. Þá var hann allur hér á meðal okkar þessi sómamað- ur og góði drengur. Með innilegu þakklæti fyrir alla vinsemd frá fyrstu tíð við okkur hjónin, systkini mín og fjölskyldur okkar, er Hólmgeir nú kvaddur hinstu kveðju i nafni Drottins sem gaf hann og tók hann til sinna eilífu búastaða og ástvina sinna. Guðs blessun sé og veri með minningu hans. Innilegar samúðarkveðjur til systranna, manna þeirra og barna. Guðmundur A. Finnbogason. Horfinn er sjónum afi minn. Andlát hans var skyndilegt og kom mönnum að óvörum. Því er erfitt að átta sig á því að hann sé horfinn á vit feðranna. Aðeins um tíu mánuðir eru liðnir frá andláti konu hans og ömmu minnar. Þann tíma var ekki að sjá á honum nein merki veikleika nema allra síðustu dagana, en engann grunaði hve slæmt það var. Hann stundaði vinnu sína ótrauður allt til enda- lokanna, enda atorkusamur maður með endemum. Samvizkusemin og reglan i lífi hans voru aðdáunar og allrar eftirbreytni verð. Á heimili hans var maður ávallt velkominn og voru heimsóknirnar tfðar á uppvaxtarárunum þegar fátt var eftirsóttara en að fá að sofa yfir nótt hjá afa og ömmu. Hjá þeim lærðist listin að spila og tefla, en afi var ætíð sterkur skákmaður þótt hann gæfi sig lítt að listinni. Afi var rólyndur maður og þýð- lyndur að eðlisfari. Hann hafði góða kímnigáfu og átti auðvelt með að vekja mönnum hlátur ef svo bar undir. En nú er hann lát- inn og verður borinn til grafar í dag. Megi hann hvíla i friði. Jón Hólmgeir Steingrímsson. Föstudaginn þann 16. nóvember sl. andaðist í gjörgæztudeild Borg- arspítaians Hólmgeir G. Jónsson tengdafaðir minn, eftir viku legu á þeirri stofnun og var lát hans óvænt vinum og vandamönnum, þar eð ekki var gróið i síðasta ljá- far þess sláttumanns er ætið á sið- asta orðið, en þar á ég við lát tengdamóður minnar, Unnar Guð- finnu Jónsdóttur er lézt þann 27. janúar sl. eftir stranga legu á Landspítalanum og átti Hólmgeir þangað ófá sporin til að sinna konu sinni. Engan grunaði þá er Unnur fékk um jóiin að dveljast heima með fjölskýldu sinni, sem þá vissi hvert stefndi með lífs- hlaup hennar, að þetta yrðu síð- ustu jólin þeirra beggja á þvi heimili, að Grenimel 15, þar sem þau höfðu bæði lagst á eitt að skapa dætrum sfnum yndislegt heimili. Auk þess sem dyrnar stóðu ætíð opnar vinum og vanda- mönnum jafnt að nóttu sem degi. Ekki hvað sízt áttu afa- og ömmu- börnin þar hjartahlýju að mæta og var þar fullt jafnræði á með þeim hjónum sem og í öðru. t Eiginmaöur minn, OTTI VILBERQ JÓNSSON, raiöhjólaamiöur, Dalsali 6, lést I Landakotsspitala aöfaranótt 22. nóvember sl. Fyrir mina hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Rigmor H. Jónsson. t ÞÓRUNN GUDBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Mýrdal, andaöist 21. nóvember. Syatkinin. t Hjartkær faöir okkar, tengdafaöir og afi, HÓLMGEIR G. JÓNSSON, Grenimel 15, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Eyvör M. Hólmgeirsdóttir, Steingrimur Helgason, Aöalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárua Guögeirsson og barnabörn. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR Frá ivarshúsum, Dvalarheimilinu Höfóa, Akranesi, sem andaöist I Sjúkrahúsi Akraness 18. nóvember, veröur jarö- sungin frá Akraneskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 11.30. Þeim sem vlldu mlnnast hennar er bent á SJúkrahús Akraness. Guóbjarni Sigmundsson, Sveinn Guóbjarnason, Fjóla Guöbjarnadóttir, Vigdfs Guóbjarnadóttir, Lilja Guóbjarnadóttir, Erna Guöbjarnadóttir, Sigmundur Guóbjarnason, Sveinbjörn Guóbjarnason, Sturla Guöbjarnason, Hannesina Guöbjarnadóttir, Gyóa Pálsdóttir, Jóhannes Guðjónsson, Jóhann Bogason, Jón Hallgrlmsson, Magnús Olafsson, Margrét Þorvaldadóttir, Sigrlóur Magnúsdóttir, Sjöfn Pálsdóttir, Eggert Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróöir okkar, GUDMUNDUR HELGASON, Túngötu 18, Keflavfk, sem lést 14. þ.m., veröur jarösunginn frá Keflavikurkirkju laugar- daginn 24. nóvember kl. 14.00. Matthlas Helgason, Haukur Helgason, Ólafur Helgason, Jóhanna Helgadóttir, Marla Helgadóttir, Sigurlaug Helgadóttir. + Sonur okkar, bróöir, mágur og dóttursonur, VIGFÚS JÓNSSON, Ásbraut 13, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Jón Vigfússon, Steínunn Kristln Jónsdóttir, Ingi Þór Jónsson, Svanhildur Stefánsdóttir, Ells Reynarsson, Stefán Hannesson. + Eiginmaöur minn og faöir, GUOMUNDUR JÓNSSON, Grlmsey, sem lést I Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember sl., ver- öur jarösunglnn frá Miögaröaklrkju, Grfmsey, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á sundlaugarsjóö Grimseyjar. Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Hafliöi Guðmundsson. Minningarkort sundlaugarsjóös fást I Bókvall, Akureyrl, og Kaup- félaginu i Grimsey. + Systir okkar. GUÐVEIG STEFANSDÓTTIR frá Siglufiröi, sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. nóvember sl., veröur jarösungin frá Langholtskirkju i Reykjavik I dag, föstudaginn 23. nóvember, kl. 15.00. Pétur Stefánsson, Frióþóra Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.