Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 mmm „M\g 1/antar abeins hersUjrwuioinrv i bogfimi." Ast er... i &r- ... að spretta úr spori. ÍM Rn. UA Pat 00.—al rtohta rnarvad 1984 Los Angáes Tanes Syndcate Segi ég það enn einu sinni: Meiri dagurinn þetta! HÖGNI HREKKVlSI „ KOMW Arruz HIN6APl" Allt útlit er fyrir ið trillur eigi eftir að bíða af sér háveturinn aðgerðarlausar, því nú mega trilhikarlar ekki veiða fram að áramótum, eins og Ólafur Á. Kristjánsson segir í bréfi sínu. Trillukörlum bannað að veiða í soðið Ólafur Á. Kristjánsson skrifar: Síðasta afrek rikisstjórnarinnar til bjargar fiskstofnum og efnahag þjóðarinnar er það, að banna trillukörlum að veiða sér í „soðið". Það er alveg furðulegt hvað skriffinnskan getur leitt menn út á hála braut, eins og það breyti nokkru um staerð fiskistofna að banna trillusjómönnum veiðar í svartasta skammdeginu fram að áramótum, þá sjaldan sem kynni að gefa á sjó. Þetta er svona álíka pólitík og þegar bjarga átti rekstri ríkisspítalanna með þvi að pina þvottakonur, sem þar vinna, til meiri vinnuafkasta. Trillusjómenn ættu tafarlaust að krefjast atvinnuleysisbóta i kjölfar þessa banns. Þeir gætu þá keypt sér innfluttar sardínur í stað þess fisks sem þeim er bann- að að veiða. Venjulegur maður á erfitt með að skilja þessa ráðstöfun, á sama tíma og útlendingum er leyft að veiða þúsundir tonna af fiski i ís- lenskri landhelgi. Ef islensk útgerð væri ekki að leggjast niður vegna taprekstrar af völdum stjórnvalda, lægi bein- ast við að ríkisstjórnin bannaði landsmönnum allar fiskveiðar við landið. Þá gætu heildsalar bætt við innflutning sinn „soðningu" handalandsmönnum. Lengjum ekki skólaárið Eyþór Þórðarson skrifar: f DV 8. þ.m. er grein með yfir- skriftinni: Nú verður að lengja skólaárið um mánuð. Er greinin rituð af Jónasi Guðmundssyni rit- höfundi. Segir höfundur að eftir- köst nýafstaðinna verkfalla hafi orðið einna „hrikalegust" í skóla- málunum og hafi valdið þar slíkri röskun að vart verði bætt, nema með lengingu skólatímans um mánuð, frá því sem lög og reglu- gerðir mæla fyrir. Höfundur segir líka ekkert mæla á móti lengingu þessari, skólahúsin séu til og kennarar I starfi og á launum. Hann virðist ekkert hafa við það að athuga, að sumarleyfi barnanna yrði stytt um mánuð á sama tíma og flestir heimta lengd leyfi og styttan vinnutíma. Auglýsingar í Skonrokk? Gunnar Magnússon skrifar: Mig langar til að spyrja að því, hvort Coca-Cola fyrirtækið geti fengið að sýna 3ja mínútna langa auglýsingu í Skonrokksþáttum sjónvarpsins. Eða Pepsi-Cola og Egill Skallagrímsson? Ástæðan fyrir því að ég spyr svona er sú, að rétt fyrir verkfall var auglýsing, 3ja mínútna löng, frá Svala sýnd í Skonrokki. Þá segir hann alla aðila, kenn- ara, börn og foreldra með áhyggj- ur yfir töpuðum kennslustundum og skerðingu á námi. Brýn þörf sé því á að taka sem allra fyrst ákvörðun hér um til að létta af þeim áhyggjunum. Ég ætla að ekki sé hundrað í hættunni a.m.k. hvað skyldunám- inu viðkemur, þótt námstíminn styttist um mánuð að þessu sinni, og að menntun þjóðarinnar bíði ekki við það mikinn hnekki, frem- ur en orðið hefði þótt fækkað hefði verið um eina kennslustund á viku í neðstu bekkjum grunnskólans í vetur. Námsefni grunnskólanna virð- ist ekki vera svo fast afmarkað, og námstími barnanna ekki heldur, að verulegu máli skipti, hvort kennt er nokkrum dögum lengur eða skemur. Tilskyldu grunnskóla- prófi ná allir nemendur á tilsett- um tíma, hvort sem þeir hafa stundað námið i 7 eða 9 mánaða skóla og hvort sem þeir hafa lært mikið eða lítið. Ég er ekki sammála greinarhöf- undi um að lenging skólatímans um mánuð kosti lítið sem ekkert. Ég á ekki von á því, að kennarar tækju slíka kennslu að sér nema fyrir fullt tímakaup. Þeir gera nú öðrum stéttum háværari kröfur um hækkuð laun og styttan vinnu- tíma. Þeir eru því hreint ekki á þeim buxunum, að bæta á sig störfum án launa. Þótt laun kennara séu betri og allur aðbúnaður nú en áður var, þá munu þeir þó vel flestir telja sig þurfa að bæta sér upp lág kenn- aralaun með launaðri aukavinnu nú sem áður. Hinn stutti starfs- tími (um 8 mán.) á ári og stuttur fastbundinn daglegur vinnutími, þ.e. 5—6 klst. sem þeir eru bundn- ir á vinnustað þann tíma sem skól- ar starfa, hefir öðru fremu valdið því að kennarar hafa almennt sætt sig við kjör sín. Vænti ég að svo verði framvegis, a.m.k. meðan ekki tekst að finna þeim meira en 8 mán. starf á ári. Ásgeir Ás- geirsson fv. fræðslumálastjóri og síðar forseti, sagði eitt sinn á kennaraþingi, er kennarar kvört- uðu hátt um lág laun, að víst væru laun barnakennara lág, en þeir væru bara svo margir, að ekki væri hægt að launa þá betur. Ekki hefir kennurum fækkað síðan. Neskaupstað 14. nóv. 1984 /l/bfflflt... foarabou |)aó þekkisi á bragóinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.