Morgunblaðið - 27.11.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.1984, Síða 1
72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 233. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Vextir lækka New York, 26. nÓTember AP. TVEIR stórir hankar í Bandaríkjun- um lækkuðu í dag vexti sína um fjórðung úr prósenti, úr 11,75 í 11,5%. Er þetta fimmta vaxtalækkun þessara banka síðan í september og hafa vextirnir ekki verið lægri síðan í aprfl í vor. Citibank, annar stærsti banki í Bandaríkjunum, varð fyrstur til að lækka vextina en á hæla hans kom First National Bank of Chi- cago og síðan nokkrir minni bank- ar. Umræddir vextir gilda um al- menn skammtimalán en stærstu og traustustu viðskiptamenn þeirra njóta oft betri kjara. Búist hafði verið við þessari lækkun enda lækkaði bandaríski seðla- bankinn millibankavexti sina úr 9 i 8,5% i síðustu viku. Úrskurði Alþjóða- dómstóls- ins fagnað Hiw, 26. nóvcmber. AP. STJORN Sandinsta í Nicaragua fagnaði í kvöld þeim úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag, að hann befði lögsögu í kæru henn- ar á hendur stjórn Bandaríkj- anna. Kvað talsmaður stjórnar- innar úrskurðinn siðferðilegan sigur. Bandaríkjastjórn hefur haldið því fram, að dómstóll- inn hafi ekki lögsögu i máli þessu, sem snýst um þá ásök- un leiðtoga stjórnar Nicar- agua, að Bandaríkjamenn séu með vopnuðum aðgerðum að reyna að koma sér frá völdum. Fimmtán af sextán dómur- um Alþjóðadómstólsins töldu aftur á móti að svo væri. Eini dómarinn, sem var á öndverð- um meiði, var Bandarikjamað- urinn Stephen M. Schwebel. Víðtæk leit að þremur ungmennum Morgunblmðið/Júllus. Hundruð björgunar- og leitarmanna leituðu 1 allan gærdag og 1 fyrrinótt þriggja ungmenna, sem yfirgáfu bifreið sína við Rauðafell norðan Laug- arvatns í fyrrakvöld. Leit stóð enn er Morgunblaðið fór í prentun og hafði þá ekkert spurst til fólksins. Leita átti i nótt og í dag. Sjá frekari frásögn á baksíðu og bls. 2. Myndin er tekin I nótt er björgunarmenn brutust inn á heiðina í kjölfar jarðýtu. Lýðræði í Uruguay á ný: Þjóðin he fur endur- heimt virðingu sína MouleTÍdeo. 26. nÓTember. AP. MonteTideo, 26. nÓTember. AP. „ÞJÓÐ okkar hefur endurheimt virðingu sína,“ sagði Julio Sanguin- etti, leiðtogi Colorado-flokksins I Ur- uguay, eftir að Ijóst varð, að hann hafði verið kjörinn forseti landsins í Hafnar kröfu ræningjanna Addis Ababa, 26. nórember. AP. FLUGRÆNINGJARNIR fímm, sem halda 108 manns í gfslingu um borð í sómalískri farþegaþotu á flugvelli í Eþiópfu, hafa enn framlengt frest stjórn- ar Sómalíu til að verða við kröfu sinni um að láta 14 pólitiska fanga lausa og náða sjö unglinga, sem þeir segja að dæmdir hafí verið til dauða fyrir andóf gegn stjórninni. Ræningjarnir, sem nú hafa ver- ið á Bole-flugvellinum í Addis Ab- aba í fjóra daga, segjast munu sprengja þotuna, og alla sem um borð eru, í loft upp verði ekki orðið við kröfu þeirra fyrir kl. 5 að morgni þriðjudags. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins i Addis Ababa sagði að samn- ingaviðræður við flugræningjana væru á „mjög viðkvæmu og erfiðu stigi“. Hann kvað Eþíópíustjórn mundu gera allt sem í hennar valdi stæði til að ljúka umsátrinu án blóðsúthellinga. Mohamed Siad Barre, forseti Sómalíu, sagði i morgun, að stjórn sín vænti þess að yfirvöld Eþíópíu gripu til aðgerða gegn flugræn- ingjunum. Ekki kæmi til greina að verða við kröfum þeirra. I yfirlýs- ingu, sem utanríkisráðuneyti Sómalíu sendi frá sér í gær, er allri ábyrgð á velferð farþega og áhafnar lýst á hendur Eþiópiu- stjórn. kosningumim á sunnudag, hinum fyrstu eftir að herinn tók völdin fyrir ellefu árum. Þegar lokið hafði verið talningu þriðjungs atkvæða hafði Colora- do-flokkurinn, sem er miðflokkur, hlotið 39,6% þeirra. Þjóðarflokk- urinn, sem bauð Alberto Zumaran fram til forseta, hafði þá hlotið 34,7% atkvæða. Breiðfylkingin, kosningabandalag vinstri flokka, hafði hlotið 16,5% atkvæða. Hinn nýi forseti er 48 ára að aldri og lögfræðingur að mennt. Hann var menningarmálaráð- herra og síðar félagsmálaráðherra í stjórn Colorado-flokksins, sem herinn veik frá völdum árið 1973. Uruguay hafði þá búið við lýðræði í heila öld og var landið oft nefn' „Sviss Suður-Ameríku“ vegna þess stöðugleika sem þar ríkti. Sangu- inetti átti mikinn þátt í samning- um þeim, sem tókust við her- stjórnina fyrir nokkru, og hafa nú leitt af sér frjálsar kosningar og endurreisn lýðræðis. Auk þess að kjósa forseta kusu Uruguay-búar til embættis vara- forseta, 30 menn til setu í öld- ungadeild þjóðþingsins og 99 til setu i fulltrúadeild þingsins. Þá var víða kosið til héraðsstjórna landsins. Kosningarnar f Uruguay á sunnudaginn eru þáttur í merki- legri þróun i átt til lýðræðis og frá hernaðareinræði í Suður-Amer- íku. Ecuador tók upp lýðræðislega stjórnarhætti fyrir fimm árum, siðan Perú fyrir fjórum árum, þá Bólivía fyrir tveimur árum, og Argentína í fyrra. í Brasiliu er einnig stefnt að því að koma á lýð- ræðislegri stjórn. Bandaríkin taka upp samband við írak: Enn hlutlausir í Persaflóastríði Wubington, 26. nÚTember. AP. GREINT var frá því í Washington f dag, að stjórnir Bandarikjanna og íraks hefðu tekið upp stjórnmálasamband og ákveðið að skiptast á sendiherrum á ný, en ekkert slíkt samband hefúr verið á milli rikjanna undanfarin 17 ár. Yfirlýsing þessa efnis var birt að loknum hálftima fundi Reagans Bandaríkjaforseta og Tariq M. Aziz utanríkisráðherra Iraks i Hvita húsinu í dag. Sagði þar að sendi- herrar yrðu skipaðir eins fljótt og auðið yrði. Það var stjórnin í Bagdad, sem rauf stjórnmálasambandið við Bandarikin árið 1967. Var það i mótmælaskyni við stuðning Banda- rikjamanna við ísraela i sexdaga- stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. og en Irakar hafa stutt Egypta veitt þeim hernaðarlega aðstoð. Ekki er litið svo á, að stjórn- málasamband Bandaríkjamanna og íraka breyti neinu um hlutleys- isstefnu hinna fyrrnefndu i striði Iraka og írana. Þó hafa ýmsir stjórnmálaskýrendur látið i ljós ugg um, að það verði til þess að tranir halli sér meira að Sovét- mönnum, en þeir hafa gert fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.