Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Útvarpsumræður um álmálið á fimmtudag?: Fékk um það skilaboð frá Ragnari Arnalds — segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra „ÞAÐ ER nú anzi undarlega að þessari ikvörðun staðið. Ein af símastúlkum Alþingis hringdi í mig heim með þau skilaboð fri Ragnari Arnalds, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins, að útvarpa ætti umræðum um „ilmilið" i fimmtudag. Útvarpsumræður eru venjulega ekki ikveðnar i þennan hítt,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarriðherra, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir því, hvort umræðum um „ilmilið“ yrði útvarpað i fimmtudag. Sverrir sagði, að þetta væri all- venjan að reynt væri að ná sam- óvenjuleg aðferð til að ákveða út- varpsumræður milli þingflokka. Hann fagnaði því hins vegar alveg sérstaklega að með þessu yrði upp- lýsingum um mál þetta komið sem víðast. Á hinn bóginn hefði hann ekki talið að stjórn þingmála væri komið svona. Það væru viss ákvæði í þingsköpum um það, að þing- flokkar gætu óskað eftir útvarps- umræðum. Þeir sneru sér þá til þingforseta með það og síðan væri Loftmynd af svæðinu þar sem ungmennanna þriggja var leitað í gær. Ljósmynd/Bjðrn Rúriksson. komulagi um stað, stund og efni útvarpsumræðna. Þetta hefði ekk- ert verið rætt í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins á fundi í gær og forseta sameinaðs þings hefði ekki verið kunnugt um þetta. Því hlyti málið að liggja hjá forseta neðri deildar, þar væri það statt. „Svona á nú ekki að fara að þessu, en ég fagna því sérstaklega ef hægt verð- ur að koma umræðum um þetta mál sem víðast og réttum upplýs- ingum. Á því tapar Alþýðubanda- lagið mest,“ sagði Sverrir Her- mannsson. Á þriðja hundrað manns við leitina sem engan árangur hafði borið um miðnættið í gær OTTAZT er um þrjú ungmenni innan við tvftugt, tvo pilta og stúlku, sem ætluðu að fara leiðina frá Þingvöllum að Hlöðufelli og þaðan til Laugarvatns á sunnudag. Á þriðja hundrað manns úr björgunarsveitum Slysavarnafélags íslands, Hjálparsveitum skáta, Flugbjörgunarsveitum og Landhelgisgæzlu leit- uðu í gær að ungmennunum, sem voru á Bronco-jeppa, sem þau yfirgáfu og fannst bifreiðin um klukkan 10.40 ( gærmorgun, mannlaus við Rauðafell. I bifreiðinni voru engin skilaboð frá fólkinu og það var ekki fundið í gærkvöldi, er Morgunblaðið fór í prentun. Leit var þá enn haldið áfram og ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að halda henni áfram f dag. Ungmennin, sem eru frá Reykja- Hlöðuvöllum. Eru það skáli við vík og eitt úr Hafnarfirði, höfðu lagt upp í ferðina á sunnudags- morgun og fóru frá Þingvöllum og ætluðu til Laugarvatns, þar sem ráðgerð koma þeirra var um kvöld- mat. Þegar þau komu ekki fram á tilsettum tíma var farið að svipast um eftir þeim og klukkan 01.30 voru björgunar- og leitarsveitir kallaðar út. Voru allar leiðir kann- aðar strax í nótt, en fyrst í stað var skaplegt veður til leitar, en á milli klukkan 04 og 05 brast á ofsaveður og skafrenningur. Með morgninum blotaði og var vindur svo snarpur í hviðum, að bílrúður tók úr falsi. Var mjög erfitt leitarveður eftir að illviðrið brast á. Bíll var sendur frá Þingvöllum sömu leið og ungmenn- in höfðu farið, en hann varð að snúa við hjá Kerlingu við Skjald- breið. Þá reyndu bílar að fara frá Laugarvatni upp Miðdalsfjall, en urðu að snúa við vegna veðurs. Voru þá einnig notaðir snjósleðar, en eftir að blotaði var sleðafæri mjög slæmt. í gærkvöldi beindist leitin að svæðinu frá Hlöðuvöllum við Hlöðufell, þar sem er skáli. Bundu menn vonir við að fólkið hefði kom- izt í þann skála og seint í gærkveldi voru menn á leið þangað, en ekki hafði þeim tekizt að koma frá sér boðum. Að minnsta kosti þrír skál- ar eru á þessu svæði auk skálans á Kammersveit- in frestar tónleikum EINS OG fram kom í Morgunblað- inu á laugardag boðaði Kamm- ersveit Reykjavíkur til fyrstu tónleika þessa starfsárs í Áskirkju í kvöld. Af óviðráðanlegum ástæð- um hefur Kammersveitin orðið að fresta tónleikunum þar til síðar. Kerlingu og skúr við línuveginn norðan við Laugarvatn. I hvorugan þessara skála virtust ungmennin hafa komið. Hin nýja franska þyrla Land- helgisgæzlunnar fór austur að Laugarvatni ( gær og einnig flaug flugvél ómars Ragnarsson á stað- inn til leitar. Mjög erfitt var að athafna sig á flugvélunum og varð þyrlan að fara aftur til Reykjavík- ur vegna dimmv'ðris fyrir myrkur, án þess að hún kæmist upp á há- lendið norðan við Laugarvatn. Var hún því send aftur til Reykjavíkur og verður athugað í dag, hvort unnt sé að nota hana til leitar þegar birtir. Sporhundur er notaður við leitina, tugir snjósleða og torfæru- b(la og skíða- og göngumenn kemba svæðið. í gærkveldi notuðust leit- armenn við ljós. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun fólkið, sem saknað er, vera vant ferðafólk. Talið er að það hafi yfirgefið bifreið sína, áður en óveðrið brast á í fyrrakvöld og ætl- að að freista þess að ganga til byggða, en sú leið er á að gizka 9 Hvöss norðan- og norðvestan- átt í dag SUNNANÁTT og rigning gekk yfir sunnan- og austanvert landið í gær. A norðvestur- landi og Vestfjörðum var norð- an- og norðaustanátt með snjókomu. Á miðnætti í nótt átti að snúast i norðanátt og hvessa verulega, þegar líða tæki á nóttina. I dag er búist við hvassri norðan- og norð- vestanátt og frosti um allt land. Á morgun er gert ráð fyrir hægri norðvestanátt og hægviðri næstu daga. Leitarmenn með sporhund seint I gærkvöldi. Morgunblaöið/Júlíus. kílómetrar. Óljóst er hversu fóikið er vel búið til göngu í slíku veðri, sem gerði á þessum slóðum sfðla fyrrinætur. Úrkoma var mikil og hvasst. Samkvæmt upplýsingum Hann- esar Hafstein framkvæmdastióra SVFÍ var mikill fjöldi leitarmanna að störfum í gær. Fleiri leitarmenn hafa verið ræstir út með birtingu í dag og eru það aðrir menn en leit- uðu í gær, svo að óþreytt lið mun halda áfram leit og taka við er birt- ir. Allur viðbúnaður er til að halda áfram víðtækri leit f dag. Rafmagns- truflanir í kjölfar veðraskila MIKLAR rafmagnstruflanir urðu í gærmorgun á Reykjanesi, í Hafnar- firði, Kjós og Borgarfirði. Um klukk- an sjö í gærmorgun varð fyrst vart við bilanir á Reykjanesi, þegar rafmagn fór af Sandgerðis- og Gerðalínu. Rétt á eftir fór rafmagn af 33.000 volta stofnlínu fyrir Reykjanes. Hægt var að taka rafmagn út úr annarri stofn- línu, 66.000 volta, og var viðgerð á þessu svæði lokið um klukkan tíu ( gærmorgun. Klukkan rúmlega sjö fór einnig rafmagn af Hafnarfjarðarbæ. Ástæðan fyrir biluninni þar var sú að samsláttur varð á vírum stutt frá Vífilsstöðum. Viðgerð þar var lokið um klukkan 11. Stuttu síðar fór einnig rafmagn Akraneslinu, og fór rafmagn af Akranesi, Borgarnesi og nærsveit- um. Tókst að gera við bilunina stuttu síðar, en um svipað leyti fór rafmagn af Kjósarlínu, sem sér bændum í Kjósinni fyrir rafmagni. Ekki var hægt að ljúka viðgerð þar fyrr en um klukkan fimm í gær. Um fimm hundruð framhaldsskóla- kennarar hætta störfum 1. mars nk. FULLTRÚARÁÐ Hins íslenska kennarafélags ákvað á fundi ( gær að leggja fram fyrir 1. desember nk. uppsagnarbréf þeirra fimm hundruð framhaldsskólakennara ( HÍK sem lýst böfðu áhuga á að segja upp og munu þeir því hætta störfum 1. mars nk. Að sögn Kristjáns Thorlacius formanns HÍK er fyrst og fremst um kennara fjölbrauta- og menntaskóla landsins að ræða. Sagði hann að menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir, gæti framlengt uppsagnartímann um þrjá mánuði og færi svo myndu kennararnir þá hætta störfum 1. júní. Fulltrúaráðið samþykkti jafnframt á fundinum kröfugerð um 20% lægri laun en meðalbrúttólaun þeirra ríkis- starfsmanna sem eru hæst laun- aðir. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands ákvað hins vegar á fundi á sunnudag að leggja ekki fram að svo komnu máli uppsagnir rúmlega helmings allra grunn- skólakennara á landinu, sem til- búnir eru að segja upp störfum frá og með 1. mars. Valgeir Gestsson formaður Kf sagði í samtali við Morgunblaðið að fulltrúaráðið teldi rétt að blða átekta og sjá hvort staðið yrði við ýmis fyrirheit sem gefin hafa verið um bætt kjör kennara. Að sögn Valgeirs verður haldið framhaldsfulltrúaþing Kf í mars á næsta ári þar sem kjaramálin verða í brennidepli og aetti þá að verða ljóst hvaða árangur hefði náðst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.