Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBgR 1984 Ásmundur Stefánsson við setningu ASÍ-þings: Hreyfingin ekki megnað að mæti ágengni stjórnvalda „VERKALÝÐSHREYFINGIN hefur ekki megnað að hnekkja jtjórnvalda- aðgerðum. Hún hefur ekki fundið leiðir til þess að mæta ágengni stjórn- valda. Það fer ekki i milli mála, að það ástand, sem vð búum við, kallar á eindregin viðbrögð af okkar hálfu," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, m.a. í setningarræðu sinni á 35. þingi ASÍ, sem hófst á Hótel Sögu í Reykjavík í gæi Forseti ASÍ fór nokkrum orðum um nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSl og sagði að þeir samningar hefðu án efa orðið á tðluvert ann- an veg „ef fylgt hefði verið þeim línum, sem Verkamannasamband fslands og Landssamband iðn- verkafólks lögðu í september/- október og fulltrúar annarra landssambanda hefðu tekið undir. Hvað sem því líður sýnir aðdrag- andinn, að ríkisstjórnin valdi leið- ina,“ sagði Ásmundur. „Ríkis- stjórnin kaus að tala um skatta- mál I almennu máli en leggja aldrei fram tillögur og bjóða aldr- ei upp á neinar lausnir nema krónutöluhækkanir I samskiptum við viðsemjendur sína, opinbera starfsmenn. Ríkisstjórnin hafnaði því að samið yrði um kaupmátt og endurskoðunarreglur. Ríkis- stjórnin markaði tölurnar og axl- aði þar með ábyrgðina. Nú segir trgun. Nær 500 fiilltrúar sitja þingió. forsætisráðherra orðrétt: „Þegar að er gáð féll gengið þegar skrifað var undir kjarasamningana. Framhaldið var formsatriði." Ábyrgðartilfinningin íþyngir sjaldan íslenskum stjórnmála- mönnum. Um eigin gerðir er talað sem ópersónulegan verknað og markvissar stjórnvaldaaðgerðir nánast flokkaðar undir náttúru- lögmál.“ Ásmundur gagnrýndi ríkis- stjórnina harðlega og sagði hana hafa gengið fram af meiri ósvífni en dæmi væru til um hin síðari ár í samskiptum við verkalýðshreyf- inguna. Síðan sagði hann: „Við getum ekki treyst á frumkvæði einstakra stjórnmálaflokka, við verðum að treysta á okkur sjálf og finna leiðir til að leysa þann vanda, sem stjórnmálamennirnir hlaupa ætíð frá. Við höfnum ekki Morgunblmðit/Arni Sæberg. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, flytur skýrslu sína. þjóðarsátt en við höfnum sátt um misskiptingu og rangsleitni. Við höfnum sátt um tvær þjóðir í sama landi. Við höfnum sátt um auðsæld eins og örbrigð annars. Við höfnum sátt um skattsvik og sjúklingaskatt. Við höfnum sátt um skipulagsleysi i fjárfestingum og rekstri. Við höfnum sátt um óvissu og atvinnuleysi," sagði for- seti ASL Þegar minnst hafði verið lát- inna félaga og gestir þingsins, er- lendir og innlendir — þeirra á meðal eru sex fyrrverandi forset- ar Alþýðusambandsins — höfðu flutt þinginu árnaðaróskir voru afgreidd kjörbréf og kosnir starfsmenn þingsins. Sjálfkjörið var I ðll störf. Forseti 35. þings ASÍ var kosinn Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiða- sambandsins. 1. varaforseti var kosinn Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauð- árkróki, og 2. varaforseti Ingi- björg Guðmundsdóttir frá Versl- unarmannafélagi Reykjavlkur. Skrifarar voru kosnir Kristján Jóhannsson frá Val i Búðardal, Hansína Stefánsdóttir frá Verslunarmannafélagi Árnes- sýslu, Sveinn Skúlason frá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur og Finnur Torfi Stefánsson frá Fé- lagi íslenskra hljómlistarmanna. Fulltrúar Framtíðarinnar f Hafnarfirði á ASl-þingi. Guðríður Elfasdóttir, formaður félagsins, fremst á myndinni. Mbl./RAX Umræður um fjölgun í miðstjóm ASI: Fjölmennasta sendinefndin á þinginu er frá Vershinarmannafélagi Reykjavíkur, alls 43 fulltrúar. mw./rax. Hluti af pólitískum hrossakaupum glerkúnna — segir Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Vöku á Siglufirði YMISLEGT bendir til að tíllaga miðstjórnar Alþýöusambands Is- lands um að fulltrúum í miðstjórn sambandsins verði fjölgað um fjóra verði undir f atkvæðagreiðslu á þingi sambandsins, sem hófst f gær. Líklegra er, ef marka má ræður og ummæli þingfulltrúa, að fjölgað verði um sex f miðstjórninni, þar af fimm konur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar og sex aðrir þingfulltrúar, lögðu fram tillögu þar um ( upp- hafi umræðna um lagabreytingar á þingfundi i gær. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, lýsti sig fylgjandi þeirri tillögu. Hann seg- ir að megintilgangur fjölgunar I miðstjórn sé að auka hlut kvenna í forystusveit sambandsins. Óvíst er um afdrif miðstjórnartillögu þess efnis að varaforsetum ASl verði fjölgað I tvo en gengið er út frá, að annar varaforseti verði einn,“ sagði Hrafnkell. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku á Siglufirði, lýsti ein- arðri andstöðu sinni við tillögur um fjölgun miðstjórnarmanna og varaforseta. „Það er enginn vandi að auka hlut kvenna í miðstjórn- inni án þess að fjölga fulltrúum þar,“ sagði hann. „Tillagan er augljóslega komin fram vegna þess, að enginn núverandi mið- stjórnarmaður getur hugsað sér að víkja úr sínu sæti. Það er ógeðfellt hvernig að þessu er stað- ið. Krafa kvennanna um stærri hlut er eðlileg en hér er verið að gæta þess, að heilögu glerkýrnar í miðstjórninni geti setið áfram. Fjölgun um fjóra dugar ekki til að viðhalda þeim pólitísku hlutföll- um, sem hafa tíðkast og þá er stungið upp á sex. Við þingfulltrú- ar ættum að sýna skömm okkar og fyrirlitningu á þessum vinnu- brögðum með þvl að fella þessar tillögur. Þaö er heldur engin knýj- andi þörf fyrir að fjölga varafor- setum — þetta er ekki annað en hluti af pólitískum hrossakaup- um, sem glerkýrnar standa fyrir,“ sagði Kolbeinn. Fleiri urðu til að lýsa yfir and- stöðu við tillögur um fjölgun varaforseta og miðstjórnarmanna en aðrir lýstu stuðningi við tillögu Aðalheiðar og félaga hennar. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. sagði t.d. að fjölgun félaga I ASÍ væri út af fyrir sig næg ástæða og rök fyrir því, að miðstjórnar- mönnum yrði fjölgað. „Það þarf að auki að skapa skilyrði fyrir fjölgun kvenna í forystusveit sambandsins og því styð ég tillögu Aðalheiðar,“ sagði Guðmundur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, mótmælti harðlega ásökun- umum pólitisk hrossakaup og grunsamlegan málatilbúnað. „Grundvallarmarkmið tillögu miðstjórnarinnar er að jafna að- stöðu kynjanna," sagði Ásmund- ur. „Hér er ekki verið að gæta hagsmuna flokkanna, enda held ég að mönnum geti reynst erfitt að flokksmerkja þann miðstjórn- armann, sem setti tillöguna fram í ágúst sl. Viö megum ekki gleyma þvi, að ASÍ er samtök samtaka og það er m.a. hlutverk miðstjórnar- innar að tengja landssamböndin saman. Það er augljóslega erfitt að ná samstöðu um lausn þessa máls og því lýsi ég mig fylgjandi þeirri tillögu, sem Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og fleiri hafa sett fram.“ önnur umræða um tillögur til breytinga á lögum Alþýðusam- bandsins fer fram eftir hádegi i dag. Árdegis verður fyrri umræða um skipulagsmál sambandsins og síðdegis verður fyrri umræða um kjara-, efnahags- og atvinnumál. Kona fyrsti varaforseti ASÍ? kona. Talsverðar umræður urðu um tillögurnar og stöðu kvenna innan ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar, svo og um pólitískar línur i for- ystu sambandsins. „ASl er póli- tískt hlutafélag og þessar tillögur miða að því að ekki verði breyting á hlutaskiptunum," sagði Hrafn- kell A. Jónsson formaður Árvak- urs á Eskifirði. „Það er búið að ákveða þetta allt hér i Reykjavik — hvers vegna er verið að smala hingað suður á fimmta hundrað manns til þess eins að skrifa upp á það, sem miðstjórnin hefur ákveðið? Það er búið að ákveða að þessi fjölgun feli i sér að kommar fái tvo, kratarnir tvo, Framsókn einn og Sjálfstæðisflokkurinn EKKI ER útlit fyrir að mikil átök verði um kosningu forseta og varaforseta Alþýðusambands Is- lands á þingi sambandsins, sem nú stendur í Reykjavík. Þeir Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ og Björn Þórhallsson, varaforseti, gefa báðir kost á sér til endur- kjörs og hafa ákveðin mótfram- boð ekki komið fram. Verði samþykkt tillaga mið- stjórnar um að varaforsetar ASÍ verði framvegis tveir er gert ráð fyrir að annar varaforseti sam- bandsins verði kona og hafa eink- um tvær konur verið nefndar, Guðriður Elíasdóttir formaður verkakvennafélagsins Framtíðar- innar i Hafnarfirði og Ragna Bergmann, formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar i Reykjavík. Karl Steinar Guðnason, alþing- ismaður og varaformaður Verka- mannasambands íslands, stað- festi i samtali við blaðamann Mbl. í gær, að verslunarmenn „utan af landi“ hefðu farið þess á leit við sig að hann gæfi kost á sér i emb- ætti varaforseta ASl. Hann sagð- ist hafa hafnað þeirri málaleitan. Tvær tillögur hafa komið fram um fjölgun miðstjórnarmanna. önnur er frá fráfarandi miðstjórn og gerir ráð fyrir að fjölgað verði um fjóra. Hin tillagan kemur frá Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og fleirum og gerir ráð fyrir að fjölg- að verði um sex i miðstjórn, þann- ig að í henni eigi sæti alls 21 full- trúi. Nú eiga sæti i miðstjórn 13 menn auk forseta og varaforseta, þar af tvær konur. Markús B. Þorgeirs- son látinn MARKÚS B. Þorgeirsson skipstjóri og björgunarnetahönnuður varð bráðkvaddur sl. laugardag, 24. nóv- ember. Hann fæddist í Hafnarfirði 14. ágúst 1924. Markús hafði mikinn áhnga á öryggismálum sjómanna og var m.a. upphafsmaður að því að lögleiða Ijóskastara í öll skip. Einnig safnaði hann undirskriftum fyrir vökulögin. Markús var sjómaður og skip- stjóri mestan hluta ævi sinnar, eða þar til fyrir 4—5 árum. Árið 1979 fór hann að vinna að hug- myndum sínum um björgunarnet, sem hann framleiddi. Eftirlifandi kona Markúsar er Helena Rakel Magnúsdóttir. Þau áttu tvær dætur. ólafur H. Jónsson skipafrœð- ingur látinn Laugardaginn 24. nóvember lést í Borgarspítalanum í Reykjavfk Ólaf- ur Hreiðar Jónsson skipafræðingur. Hann var 57 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Jón Eiriksson skipherra hjá Eimskipafélagi ís- lands og Herþrúður Hermanns- dóttir Wendel. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946 og hélt þá til náms í skipaverkfræði við Tekn- iska Hogskolan í Stokkhólmi og var þar í fjögur ár. Ólafur starfaði meðal annars sem kennari við Iðnskólann í Reykjavfk í fimmtán ár og um nokkurra ára skeið hjá Siglingamálastofnun ríkisins eða þar til hann ásamt Bárði Haf- steinssyni skipaverkfræðingi stofnaði verkfræðÍ8tofuna Skipa- tækni Wí. Eftirlifandi eiginkona hans er Hólmfríður Þórhallsdóttir og eiga þau sjö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.