Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP/SJÓNVARP Ionesco- spjall Siðast á sunnudagsdagskrá sjónvarpsins — afsakið næstsíðasta atriði dagskrárinnar, vildi ég sagt hafa, því á síðustu stundu var hnýtt aftanvið sunnu- dagsdagskrána boltaleik — sum sé næst síðasta atriði sunnudags- dagskrárinnar, ég ætti kannski frekar að segja kvölddagskrárinn- ar ef hægt er að tala um „dagskrá" i þvi sambandi, var smá spjall við rúmensk/franska leikritaskáldið Eugéne Ionesco. Þessi mikli meist- ari „leikhúss fáránleikans", er kannski frægastur fyrir óviðjafn- anlega orðaleiki, og er upphafs- setning þessa greinarkorns barin saman honum til heiðurs. Sá er hinsvegar munurinn á venjulegum dálksentímetraþræl og Ionesco, að þar sem dálksentímetraþrællinn staðnæmist hvumsa við þá stað- reynd, að „dagskrá* útvarps og sjónvarps getur hæglega náð fram á rauða nótt, þá er það leikur einn fyrir meistarann Ionesco, að læsa þessa þversögn tímans í ódauðlega setningu, er telur sér sæti meðal annarra álíka snjallra í leikriti eða einþáttungi. Lífssýn Ionesco í fyrrgreindu spjalli lék Ionesco á als oddi, einsog sagt er, enda spyrlan kvenkyns, og dönsk að auki. Nefnist frauka sú Else Lide- gaard, og tókst henn að veiða upp- úr Ionesco ólíklegustu hluti. Kom mér á óvart hversu raunsætt mat Ionesco er á alþjóðastjórnmálum. Virtist hann fylgjast afar vel með ástandi heimsmála. Þá virðist hann hafa verið mjög fróður um sagnfræði, og hefur á þeim grunni mótað einhverja þá frumlegustu valdstjórnarkenn- ingu er ég hef heyrt hingað til. Telur Ionesco bersýnilega bylt- ingar aðeins leiða nýja og nýja harðstjóra til valda, því þótt bylt- ingarmennirnir séu vel góðviljaðir í upphafi, þá herði völdin brátt hjarta þeirra. Telur Ionesco far- sælasta stjórnarfarið vera það, er lengi hefir verið við lýði, og mild- ast í rás tímans, uns það er orðið „hálfspillt" einsog hann kallar það. Ionesco telur það þjóðfélag jákvætt er gefur mönnum færi á að leita eftir smá greiða, af hendi áhrifamikilla kunningja. Hann boðar sum sé þaö þjóðfélag kunn- ingsskaparins, er vér íslendingar þekkjum svo vel. Gegn „þjóðfélagi réttlœtisins“ Ionesco er hinsvegar alfarið á móti „þjóðfélagi réttlætisins", eins og hann kallar það, og er ég hræddur um að blessaður karlinn eigi ekki uppá pallborðið hjá ýms- um þeim, er nú boða í „landi kunn- ingsskaparins" hvað ákafast þjóð- skipulag réttlætisins, annarsvegar í nafni „frelsisins" og hinsvegar í nafni Jöfnuðarins." Er ég ekki viss um að krossfarar réttlætisins samsinni leikskáldinu, þá það bendir á Iran sem hið fullkomna „ríki réttlætisins*. En er þetta svo vitlaust hjá kallinum? Var ekki fr- anska byltingin gerð gegn spilltu stjórnarfari keisarans, og styðjast ekki „krossfarar réttlætisins* í því landi við helga bók? Mér virðist Ionesco draga samasemmerki milli „rlkis réttlætisins" og „rfkis miskunnarleysisins*. Virðist hér boðskapur leikskáldsins vera sá, að hver sá er taki sér vald I nafni réttlætisins, hvort sem það réttlæti er fengið úr helgri bók eða úr mannheimi, hljóti á endanum að misbeita því valdi, þvf hann einn kann skil á réttu og röngu, er aft- ur leiðir til þess að hver sá sem er á öðru máli telst óalandi og óferj- andi. Athyglisverð hugsun eða hvað finnst ykkur lesendur góðir? ólafur M. Jóhannesson THESTORYOF Sneið af Afríkukökunni ■i I kvöld verður 40 sýndur 6. þátt- ur breska heim- ildamyndaflokksins um sögu Afrfku. Þessi þáttur fjallar um nýlendutíma- bilið f sögu álfunnar. í þættinum verður aðallega fjallað um þróun sögunn- ar á árunum 1880—1954. í upphafi tímabilsins voru samskipti Afríkubúa og Evrópubúa af mjög skorn- um skammti, en innan 30 ára var öll álfan, nema Líberfa og Eþfópfa undir nýlendustjórn. „Baráttan um Afríku" átti eftir að breyta álfunni mjög mikið á skömmum tíma. I þætt- inum í kvöld er fjallað um hvernig nýlenduveldi var komið á með ólíkum hætti f nokkrum löndum, t.d. Senegal, Ghana, Kenýa, Nigerfu og Mozambique. Gamlar kvikmyndir, sem sýndir verða valdir kaflar úr, sýna vel það viðhorf sem rfkjandi var á þessum árum, þegar Evrópubúar lögðu undir sig álfuna. Þýðandi þáttanna og þul- ur er Þorsteinn Helgason. Jón Baldvin yfírheyrður ■■H Jón Baldvin 00 40 Hannibalsson situr fyrir svör- um í sjónvarpssal í kvöld. Jón Baldvin var kjörinn formaður Alþýðuflokks- ins á flokksþingi fyrir skömmu og bar þar sigur- orð af Kjartani Jóhanns- syni, fyrrverandi for- manni flokksins. í kvöld ætla nokkrir fréttamenn að spyrja nýja formann- inn spjörunum úr en um- sjónarmaður þáttarins er Páll Magnússon. Málalok í Moskvu ■ { kvöld verður 50 8. þátturinn af 12 um breska meistaranjósnarann Reilly, sem réttu nafni hét Sigmund Rosenblum. í síðasta þætti var fylgst með tilraunum Reillys til að koma Lenin frá völdum í Moskvu árið 1918. Reilly lét sér ekkert bregða þótt skammbyssu væri beint að höfði hans, enda sjóað- ur í ýmsum ævintýrum. Með hlutverk Reillys fer Sam Neill og i kvöld fáum við að sjá hvernig Reilly tekst til með Lenin. Þýð- andi þáttanna er Krist- mann Eiðsson, en þættir þessir eru unnir eftir sögu Robins B. Lockhart. Með- fylgjandi mynd er af njósnaranum Reilly, sem leikinn er af Sam Neill er hér einbeittur á svip, enda ætlar hann að steypa Len- in af stóli. Hunt-Qölskyldan befúr nú kynnst vinveittum indíánum. Indíánarnir kenna þeim aö veiða og verjast slöngubiti. Þessi i myndinni gæti verið einn af vinum Hunt-fólksins. Fjallaþorpið ■■■■ í kvöld verður 00 fluttur 4. þátt- ur útvarps- leikritsins „Antílópu- söngvarinn” eftir Ruth Underhill í útvarpsleik- gerð Ingebrigts Davik. Þessi þáttur heitir „Fjallaþorpið". I síðasta þætti barst Hunt-fjölskyldunni hjálp úr óvæntri átt þegar afi indíánadrengsins Numma birtist ásamt honum og dætrum sínum tveim, Tíólu og Sólblómi. Indíán- arnir kunnu góð ráð við slöngubiti og kenndu hvíta fólkinu að veiða sléttuikorna og nýta villi- jurtir sér til matar. Dag einn fundu þeir Toddi og Nummi beinagrindina af uxanum Grana sem hafði horfið með dularfullum hætti. Skömmu síðar, þeg- ar Toddi og Malla voru stödd í tjaldbúðum indí- ánanna kom Langfótur, eiginmaður Sólblóms, úr langri veiðiferð. Krakk- arnir urðu vör við að Nummi virtist óttast hann. Þau grunar að það hafi verið hann sem skildi Numma eftir veikan úti í eyðimörkinni. Leikendur í 4. þætti eru: Hákon Waage, Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Jón Sigurbjörns- son, Jónína H. Jónsdóttir, Ása Ragnarsdóttir, Kjur- egej Alexandra, Þórhallur Sigurðsson, Stefán Jóns- son, Þóra Guðrún Þórs- dóttir og Árni Benedikts- son. Þýðandi er Sigurður Gunnarsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurtregnir. Morgunorö: — Þorbjörg Danielsdóttir talar. 9.00 Fréttlr. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dularfullir atburöir I Flnu- vlk" eftir Turid Balke. Matthl- as Kristiansen byrjar lestur þýöingar sinnar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 1045 „Man ég það sem löngu leið" Ftagnheiöur Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Múslk og meö'l Umsjón: Ingimar Eydal. (FIÚVAK.) 1280 Dagskrá. Tónlelkar. Tll- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman Umsjón: Gunnvðr Braga. 1320 Lög úr kvikmyndum. 14.00 A bókamarkaöinum Andrés Björnsson sér um lestur úr rtýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 1420 Miödegistónleikar Enska kammersveitin leikur Tvöfaldan konsert nr. 3 I F- dúr eftir Georg Friedrich Hándel. 1425 Upptaktur — Guömundur Benedikts- son. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Slödegistónlelkar: Tónlist eftir Antonln Dvorák a. „Valsar frá Prag". Sin- fónluhljómsveitin I Detroit leikur; Antal Dorati stj. b. Sinfónla nr. 9 I e-moll op. 95. Hljómsveltin Fllharmonla I Lundúnum leikur. Wolfgang Sawallisch stj. 1925 Sú kemur tlö Annar þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur um geimferöaævintýri I pretfán þáttum. Þýöandi og sögumaöur Guöni Kolbeinsson. Lesari með honum Lilja Bergsteinsdóttir. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Saga Afrlku 6. Væna sneið af Afrlkukök- unni 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 1825 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvökffréttir. Tilkynningar. 1920 Daglegt mál — Siguröur G. Tómasson ftytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „AntHópusöngvarínn" eftir Ruth Underhill 4. þáttur: Fjallaþorpiö. Aður útvarpaö 1978. Þýöandi: Siguröur Gunn- arsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Leikendur: Há- kon Waage, Steindór Hjör- leifsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristbjörg Kjeld, Jónlna H. Jónsdóttir, Asa Ragnars- dóttir, Kjuregej Alexandra, Breskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum. Sjötti þáttur fjallar um ný- lendutlmabilið I sögu álfunn- ar. Umsjónarmaöur Basil David- son. Þýöandi og þulur Þorsteinn Helgason. 2120 Njósnarinn Reilly 8. Málalok I Moskvu Breskur framhaldsmynda- flokkur I tólf þáttum. I siöasta þætti, sem gerðist I Þórhallur Sigurösson, Stefán Jónsson, Þóra Guörún Þórsdóttir og Arni Bene- diktsson. 2020 Glæpur og refsing Brot úr sögu mlkillar skáld- sögu. Arni Bergmann flytur erindi. 2125 fslensk tónlist Sinfónluhljómsveit Islands leikur. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Björn Olafsson. a. Svlta nr. 2 I Rlmnalagastll eftir Sigursvein D. Kristins- son. b. „Ég bið aö heilsa”, ball- etttónlist eftir Karl O. Run- ólfsson Moskvu áriö 1918, var greint frá tilraunum Reillys til aö koma Lenln frá völdum og lýkur þvl ævintýri meö þess- um þætti. Þýöandi Kristmann Eiösson. 2240 Setið fyrir svörum Bein útsending Jón Baldvin Hannibalsson, nýkjörinn formaöur Alþýöu- flokksins, svarar spurningum fréttamanna. Umsjónarmaöur Páll Magn- ússon. 23.15 Fréttir I dagskrárlok. 2120 Útvarpssagan: Grettis saga Oskar Halldórsson les (6). 2220 Tónlist 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2225 Kvöldtónleikar: Jacque- line du Pré. Listamaöur I bllöu og sfrlöu. Ýrr Bertelsdóttir kynnir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 1020—1220 Morgunþáttur Músfk og meölæti Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 1420—1520 Vagg og veita Létt lög af hljómplðtum. Stjómandi: Gfsli Sveinn Loftsson. 1520—1620 Meö slnu lagl Lög leikin af Islenskum hljómplðtum. Stjórnandi: Svavar Gests. 1620—1720 Þjóölagaþéttur Komiö viö vltt og breitt I heimi þjóölagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Slgur- jóösson. 1720—1820 Fristund Unglingaþáttur. Stjómandi: Eövarð Ingólfs- son. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.