Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 7 Utaiiríkisyerslunin janúar til septemben Innflutningur jókst um 5 millj- arða en útflutn- ingur um rúma 3 Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 2,6 milljarða VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsraanna var óhagstæður í septembermánuði um rúmar 378 milljónir kr. en var jákvæður um Uepar 189 milljónir i september 1983. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um rúmar 2.624 milljónir kr. en var óhagstæður um tæpar 728 milljónir á sama tím abili i fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var verðmæti útflutnins 3.246 milljónum meira en á sama tíma í fyrra en verðmæti innflutnings 5.142 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. í september voru fluttar út vör- ur fyrir 1.842 milljónir kr. sem er 206 milljónum kr. minna en i sept- ember í fyrra. Þar af nam útflutn- ingur áls og álmelmis 424 milljón- um kr. og kísiljárns 54 milljónum kr. Fyrstu niu mánuði ársins voru fluttar úr vörur fyrir 16.573 millj- ónir, sem er 3.246 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Þar af nam útflutningur ál og álmelm- is 2.471 milljón kr. og kisiljárns 680 milljónum kr. Til landsins voru fluttar vörur fyrir 2.221 milljón kr. í september, sem er 361 milljón kr. meira en i september 1983. Aukinn innflutn- ingur í september stafar mest af miklum innflutningi aðfanga til íslenska álfélagsins, sem var í september 274 milljónir kr á móti 21 milljón kr. í september í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar inn vörur fyrir 19.197 milljónir kr., sem er 5.142 milljón kr. meira en á sama tímabili i fyrra. Flutt voru inn skip fyrir 263 milljónir, flugvélar fyrir 13 millj- ónir, aðföng til íslenska járn- blendifélagsins voru 183 milljónir, aðföng til Landsvirkjunar voru 26 milljónir, til Kröfluvirkjunar 11 milljónir og íslenska álfélagið flutti inn aðföng fyrir 1.494 millj- ónir á móti 1.007 milljónum á sama tíma i fyrra. í fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands, þar sem ofan- greindar tölur um utanríkisversl- un landsmanna eru kynntar segir að við samanburð á miili ára sé nauðsynlegt að hafa það í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar til september 1984 er talið vera 19,7% hærra en það var á sama tíma 1983. Heimsreisuförum heilsast vel á Bali Morgunblaðinu hefur borist svo- hljóðandi skeyti frá heimsreisuför- um Útsýnar, sem nú eru staddir á Bali: „Heimsreisufarar staddir á Bali senda bestu kveðjur til ætt- ingja og vina heima á fslandi. Dvöldum fimm dýrðardaga á Hilton Hotel í Bangkok, skoðuð- um hin undurfögru musteri, sigldum með Austurlanda- drottningunni á Chao-Pia-ánni, fórum á fljótandi markaðinn í Damnern Saduak og margt fleira. Hér á Nusa Dua Beach Hotel á Bali vorum við boðin velkomin með blómum, dansi og hljóð- færaslætti og gengum í leiðslu inn í þennan ævintýraheim sam- ræmis og fegurðar. Margir þátt- takendanna hafa orð á þvi að ferðin hafi farið fram úr björt- ustu vonum þeirra og engin orð fái lýst hve dásamlegt sé að vera hér. En hér skín sólin hvern dag og hitinn er um 30 stig. í gær fórum við í dagsferð um Bali og erum nú að leggja af stað í mikla bálför. Bestu kveðjur, Kristín og Pétur." Skjaldborg: • • Orlög og eftir Guömund L. Friðfinnsson SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur geflð út bókina Örlög og ævintýri eftir Guðmund L Friðflnnsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Ný- stárleg bók og vönduð að efni, skrifuð á góðu máli í léttum dúr, þó er alvara á bak við. Þarna er að finna æviþætti, munnmæli og þjóðsögur, auk þess draugasögur og skrýtlur. Talsvert er af ætt- fræði, m.a. eftir merka fræði- menn. Fjölda margra manna, lif- andi og Iátinna, er getið og afkom- enda þeirra bæði hér heima og er- lendis. Ofurlítið er guðað á glugga hjá ástargyðjunni og mannleg náttúra heldur ekki sniðgengin." I bókinni eru ljósmyndir, teikn- ingar og kort. Hún skiptist í þrjá meginkafla með samtals 27 þátt- um en framhald er fyrirhugað, þar sem hún er sögð fyrra bindi. Þetta er tólfta bók Guðmundar L. Frið- finnssonar. Hún er 172 blaðsíður, ævintýri Guðmundur L. Friðflnnsson unnin hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar, káputeikningu gerði Kristinn G. Jóhannsson. I verslun Heimilistækja í Sætuni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru altt fra 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum, með eða án frystihólfs, með hálf- eða alsjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum, evrópskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur í Sætúni 8. í Hafnarstræti 3 eru einnig fjðlmörg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar upplýsingar. x ^ . .. vö |||||Í|1P\ >IW'yj- Heimilistæki hf HAFNABSTRÆT! 3 - 204S5- SÆTUNI 8-15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.