Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jon óttar Ragnarsson Baráttan um ísland Bara ber, lögregla, dómsvald og löggjafarvald, svaraði Milton Friedman kurteislega á Sögu- fundinum forðum um hlutverk stóra bróóur í fyrirheitna land- inu. Sést þá hvílfkt hyldýpi er stað- fest á milli frjálshyggju Fried- mans annars vegar og þess frjáls- lyndis í efnahagsmálum sem æ fleiri íslendingar aðhyllast nú. Friedman telur sem sé að þjóðinni sé best borgið með því að leggja af á einu bretti alla ríkis- rekna skóla, spítala, eftirlits-, menningar- og vísindastofnanir. Væri ánægjulegt ef þeir ís- lendingar sem trúa því f alvöru að þjóðin ætti að hverfa aftur í miðaldamyrkur óheftrar mark- aóshyggju geri grein fyrir rökum sínum. Fram af brúninni Það fólk sem er ekki tilbúið að fylgja Friedman fram af hengi- fluginu virðist deilast f tvo hópa. Annars vegar eru þeir (líklega þorri þjóðarinnar) sem áttar sig á því að þessi stefna — eins og hrein jafnaðarstefna — er leið í opinn dauðann. Hins vegar eru þeir (og ég óttast að þeir séu fáir) sem telja stefnu hans þá einu réttu, en að hún sé óframkvemanleg pólitískt ... í bili. Það er þessi síðari gerð öfga- manna „til hegri“ sem ég kalla trójuhesta fasismans á sama hátt og öfgasinnaða marxista og ekki hótinu hættuminni. Ásteðan er sú að einstaklingar og fyrirteki mundu aðeins bjóða brot af þeirri þjónustu sem ríkið veitir nú veri þessari stefnu hrint í framkvemL Hitt er þó miklu alvarlegra að réttur lítilmagnans yrði fyrir borð borinn í slíku þjóðfélagskerfi með tilheyrandi ólgu og óstöðvandi iandflótta. Frjálslyndi Um hitt þarf enginn að efast um að það þarf að gera uppskurð á ríkiskerfinu, afnema — ner und- antekningalaust — einokun ríkis- ins og leyfa einkaframtakinu að njóta sín. En þessi niðurskurður verður að byggjast á rökum, en ekki tandurhreinum teoríum. Að öðr- um kosti mun hann geta vegið að rótum fslensks þjóðfélags. Fyrsta boðorðið á að vera að rfk- ið er allt of virðuleg stofnun til að vera að vasast í þvf sem einstakl- ingar og fyrirteki geta gert eins vel eða betur. Þetta þýðir að rfkið á að selja öll sín atvinnufyrirtæki í áföng- um (helst starfsfólkinu á vægu verði), auk margrar annarrar opinberrar þjónustu. Boðorð númer tvö á að vera rík- ið á ekki að greiða opinberum starfsmönnum laun, heldur stofn- unum fé til verkefna sem metin eru fyrirfram og eftir á. Með þessu móti munu óþarfar og verkefnalitlar stofnanir drag- ast saman eða lognast út af en aðrar munu halda f horfinu eða jafnvel vaxa ásmegin. Þriðja boðorðið á að vera það að gefa opinberum stofnunum miklu meiri völd til eigin ákvarðana, þ.ám. til að geta ráðið og rekið fólk og greitt laun eftir getu. Þetta þýðir færra fólk, meiri hagkvæmni og hærri laun. Rfkið getur ekki framar haldið niðri kaupmætti með óráðsfu og óarðbærum gerviverkefnum. En þetta eitt dugir ekki til. Það þarf að opna íslenskt þjóðfélag. Leyfa vindum frelsis og samkeppni að blása á öllum sviðum svo þjóðin fái svigrúm til athafna. Það hafta- og einokunarkerfi sem hefur getið af sér útvarps- og sjónvarpseinokun, rfkisrekna stóriðju, vísitölubrauð og gervi- bjór er að ganga að þjóðfélaginu dauðu. Þeir sem óttastað frelsið leiði til fasisma fara villur vegar. Fasism- inn er einkabarn hinnar hreinu teoríu, þ. á m. hreinræktaðs áætl- ana- og markaðsbúskapar. Lokaorð Eftir sukk- og haftatíma for- sjárhyggjunnar standa stórir þjóð- félagshópar nú uppi slyppir og snauðir og eiga vart fyrir mat hvað þá sívaxandi skuldum. Sem betur fer eru íslendingar loks að vakna til lífsins. Ný kyn- slóð er að taka völdin. Framundan er barátta andstæðra fylkinga. Baráttan um ísland. NÝTT GROHE LADYLUX - LADYLINE létta eldhússtörfin Ladylux og Ladyline eru heiti á nýrri kynslóð eldhúsblöndunartækja frá Grohe. Fáanleg í fjölbreyttu litaúrvali sem einnar handar eða tveggja handa tæki. Margvíslegir notkunarmöguleikar: Breytilegur úði, skafa eða bursti sem tengja má við tækin með einu handtaki. Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki í eldhúsið. GROHE = öryggi, ending og fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. BYKO Skemmuvegi 2, Kópavogi, sími 41000. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 54411 — 52870. Alþjóðlegar sumar- búðir hér á landi annað hvert ár í SUMAR voni haldnar í fyrsta sinn hér á landi alþjóðlegar sumarbúðir barna á vegum CISV á íslandi (Children’s International Summer Villages) eins og áður hefur verið get- ið í Mbl. Þær voru haldnar í Hlíðar- daisskóla í ölfusi. Þátttakendur voru frá Costa Rica, Danmörku, Englandi, Kanada, Bandaríkjunum, Mexfkó, ís- landi, Noregi, Spáni, Frakklandi, Færeyjum og Finnlandi. Sumarbúðirnar gengu ljómandi vel, segir í fréttatilkynningu, og voru allir þátttakendur ánægðir með dvölina og fslenska matinn. Þar segir ennfremur: „Búðirnar voru fjármagnaðar af CISV á íslandi og auk fjölda ein- staklinga, styrktu eftirtaldir opinberir aðilar og einkafyrirtæki starfsemina: Bakarí Friðriks Har- aldssonar, Bananar hf., Banana- salan sf., Bæjarsjóður Garðabæjar, Bæjarsjóður Kópavogs, Coca-Cola, Dreifing sf., Frigg, Frón hf., Grænmetisverslun Landbúnaðar- ins, Guðmundur Jónásson hf., H. Benediktsson og co. hf., Harpa hf., Hekla hf., Isl. matvæli hf., Kaupfé- lag Hafnfirðinga, Kjötmiðstöðin, Kleinuhúsið, Liturinn, Markaðssal- an, Matkaup hf., Menntamálaráðu- neytið, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamsalan, O. Johnson & Kaaber hf., Olís hf., Ora hf., Osta- og smjörsalan, Papco hf., Ragn- arsbakarí, Reykofninn hf., Sanitas hf„ Síld & Fiskur, SÍS, Sjóvá hf„ Skipholt, Sláturfélag Suðurlands, Slippfélagið hf„ Sól hf„ SVR, Sölu- félag garðyrkjumanna, Tomma- hamborgarar, Ullarhúsið, Vöru- markaðurinn, Æskulýðsráð Rvík- ur, Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. CISV kann öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir aðstoðina, því án stuðnings þeirra og velvilja hefðu þessar sumarbúðir ekki orðið að veruleika. ClSV-félagsskapurinn var stofn- aður 1951 af bandaríska barna- sálfræðingnum dr. Doris Allen, og nú eru haldnar 40—50 alþjóðlegar sumarbúðir í 25—30 löndum ár- lega. Markmið CISV er að fá börn frá öllum löndum til að koma saman i sumarbúðum og fræða hvert annað um þjóðlönd sín og stuðla þannig að friðsamlegri sambúð ríkja á milli. Ætlunin er að halda sumarbúðir hér á landi annað hvert ár, sam- kvæmt því verða næstu búðir haldnar 1986.“ Þátttakendurnir t' sumarbúðunum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.