Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 21 Neytendasamtökin: Lögum um leyfi til aksturs leigubifreiða verði breytt Á FIINDI NeytendasamUkMina 15. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun um að stjórnvöld breyti nú þegar lögum um leyfí til aksturs leigubifreiða. Ályktun þessi fer hér á eftir, en Neytendafélag Reykjavlkur og nágrennis lýsti yfir stuðningi sín- um við hana á fundi 21. nóvember sl.: Neytendasamtökin telja, að gera eigi miklar kröfur til leigu- bifreiðastjóra með tilliti til örygg- ishagsmuna farþega, en þeir sem staðist hafa hæfnispróf, sem endurtekið sé með vissu millibili, og fullnægja öðrum almennum skilyrðum, eigi að sjálfsögðu að fá leyfi til aksturs leigubifreiðar, enda hafi þeir meðmæli eða ráðn- ingarsamning frá leigubifreiða- stöð. Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að breyta nú þegar lög- um um þessi efni til samræmis við það sem hér er lagt til. Núgildandi reglur í þessum efnum eru and- stæðar hagsmunum neytenda meðal annars vegna þess að þær hindra eðlilega samkeppni. Við endurskoðun á löggjöf um leigu- bifreiðar krefjast Neytendasam- tökin þess að fá tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd kaup- enda umræddrar þjónustu. Þjón- usta leigubifreiða er ekki einka- mál þeirra sem selja hana. Hún skiptir ekki síður máli fyrir þær tugþúsundir neytenda, sem greiða fyrir hana. Sjónvarpsþýð- endur stofna fyrirtæki f?TOFNAÐ hefur verið fyrirtækið Kvikmyndaþýðingar hf. og eru það nokkrir þýðendur hjá Sjón- varpinu, sem standa að því. Þau eru Bogi Arnar Finnbogason, Vet- urliði Guðnason, Jóhanna Þrá- insdóttir, Ragna Ragnars, Krist- rún Þórðardóttir og Sonja Diego. Veturliði er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og íslenskufræðing- ur sér um allan prófarkalestur. Bogi Arnar Finnbogason sagði í spjalli við blm. Mbl., að þau myndu áfram starfa við sjónvarp- ið, en þar væri stunduð vandaðri vinnubrögð við þýðingar en al- mennt gerðist í kvikmyndahúsum og á myndböndum. Hann sagði að ekki þyrfti síður að vanda til þýð- inga fyrir myndbönd og kvik- myndahús en sjónvarp, en reynsl- an hefði sýnt að þýðingum á þeim vettvangi og öðrum frágangi hefði oft verið ábótavant. Hann sagði ennfremur að von- andi tækist að glæða skilning við- komandi aðila á þvi að vönduð vinnubrögð borguðu sig alltaf best. Sýnir 12 verk í Gramminu AGNAR Agnarsson opnaði fímmtu málverkasýningu sína í versluninni Gramm að Laugavegi 17. Sýningin stendur til 7. desember og er opin daglega á opnunartíma verzlunarinnar. Á sýningunni eru 12 verk unnin í vatnslit, krít og collage. Áskriftarsími: 91-29393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.