Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 23 JC REYKJAVÍK Heima- slys VIKUNA 25. nóv. til 1. dcs. stendur barnaöryggisnefnd JC Reykjavík fyrir áróðursherferð gegn slysum á börnum í heimahúsum. Eftirfarandi grein frá nefndinni birtist í tilefni af því: Að undanförnu hefur verið mik- ið fjallað um slysamál í fjölmiðl- um í framhaldi af ráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum dagana 23. og 24. ágúst síðastlið- inn um þennan málaflokk. JC Reykjavík hefur tekið þátt í þessari umræðu og sett á laggirn- ar sérstaka nefnd til að vinna að þessum málum. Nefnd þessi kall- ast barnaöryggisnefnd og er ætl- unin að taka sérstaklega fyrir slys barna í heimahúsum og þá aðal- lega með tilliti til þriggja slysa- valda, þ.e. rafmagns, bruna og slysa af völdum lyfja og eiturefna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að eitt stærsta heilbrigðis- vandamálið í nútima þjóðfélagi eru slys og það er ljóst að slysum verður ekki útrýmt en hins vegar er hægt að gera margt til þess að fækka slysum og reyna að koma í veg fyrir meiriháttar slys og draga sem mest úr alvarlegum af- leiðingum þeirra. Slys í heimahúsum eru mun al- gengari en margir gera sér grein fyrir. Samkvæmt skýrslu sem unfiin var af Eiríku A. Friðriks- dóttur hagfræðingi og ólafi Ólafs- syni landlækni, kemur fram að ár- ið 1979 hafi slys í heimahúsum verið alls 8.405 á meðan umferð- arslys voru 1.736, eða rétt um fimm sinnum fleiri heimaslys. Ef skýrslan er athuguð betur kemur í ljós mjög há slysatíðni meðal barna 0—4 ára. Af fólksfjölda eru þessir aldurshópar 8,4% en meðal slasaðra hvorki meira né minna en 30,5% allra sem slösuðust. Mikla athygli vekur há tíðni eitr- ana meðal barna á aldrinum 0—4 ára eða um 11% allra heimaslysa. En hvað er til ráða? Eins og fram kom hér á undan er Ijóst að aldrei verður hægt að útrýma slysum en hins vegar eru margar leiðir færar til þess að draga úr þeim og afleiðingum þeirra. Með meiri aðgæslu væri hægt að koma 1 veg fyrir mörg slys. Við verðum að skapa börnunum okkar eins hættulaust umhverfi og okkur er frekast unnt. Nærtækt dæmi er að mjög algengt er að allskyns efni til hreingerninga séu geymd í ólæstum skáp undir vaski eða á öðrum stöðum þar sem börn hafa greiðan aðgang að, sama má segja um allskyns lyf sem fólk hefur á heimilum sínum. Úr þessu má auðveldlega bæta með þvf að hafa læsanlegan skáp fyrir hreingern- ingarefnin t.d. undir eldhúsvask- inum, og læstan lyfjaskáp fyrir þau lyf sem eru í notkun á heimil- inu. Allt of algengt er að fólk geymi lyf og lyfjaafganga sem það er hætt að nota. Slíkum lyfjum ætti fólk skilyrðislaust að hella i salemisskálina og skola sfðan vel niður á eftir. Það væri lengi hægt að halda áfram að nefna slysagildrur sem leynast á heimilunum, en látið hér við sitja að sinni. Að lokum vil ég benda fólki á að taka sig nú til og kanna á sínu eigin heimili hvort ekki leynist þar slysagildrur sem hægt væri að lagfæra og umfram allt verið vakandi, það þarf svo lftið til. Barnaöryggisnefnd JC Reykjavík. PÖNTUN EITT SÍMTA og þú færð vörurnar á stórmarkaðsverði heim í stofu! Vörulistinn gefur einstaklingum, félögum og fyrirtækjum um allt land einstakt tækifæri til ódýrra og þægilegra innkaupa á matvöru, hreinlætisvöru, gjafavöru, búsáhöldum, húsgögnum og fjölmörgum öörum vöruteg- undum. Ókeypis flutningur um allt land Þú færð allar okkar vörur á föstu stórmark- aðsverði, hvort sem þú býrð á Seyðisfirði, Hólmavík eða Reykjavík. Við höfum 60 umboðsmenn um allt land sem sjá um skjóta afgreiðslu á pöntuninni, hvort sem hún hljóðar upp á einn sykurpoka eða sófasett. Sáralítil fyrirhöfn Þú byrjar á því að panta hjá okkur vörulista með öllum þeim vörum sem í boði eru. Um leið og þú hefur fengið hann í hendur getur þú gert pöntun, stóra eða litla eftir atvikum. Við sjáum um að senda þér upplýsingar um nýjar vörur jafnóðum og við fáum þær í Síminn er 91-19495 Hringið eða sendið pöntunarseðilinn og við sendum Vörulistann um hæl. | Ég óska eftir að fá sendan Vörulistann. hendur. Nafn: Þetta kostar þig ekkert Um leið og þú pantar Vörulistann greiðir þú 350 krónur. Þeir peningar ganga óskertir upp í greiðslu á vörum og nýtast að fullu þó þú notir þér aldrei þjónustu okkar, því eftir 6 mánuði átt þú rétt á endurgreiðslu hafi pöntun ekki verið gerð. Heimili: Sími:Nafnnr.: □ Vinsamlegast sendið í póstkröfu □ Hjálögð er ávisun kr. 350. (3 Greiðsla beint til umboðsmanns við afhendingu Vörulistans. VÖRULISTINN Pósthólf 7089-127 Reykjavik Simi 91-19495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.