Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Andóf með þjóðlegu ívafi? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir ÞjóAleikhúsiA sýnir: Skugga-Sveinn eða Útilegumenn- irnir. Möfundur: Matthías Jochumsson. Tónlist: Jón Ásgeirsson. Lýsing: Asmundur Karlsson. Leikgeró, leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikgerð og leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Nú er þar fyrst til máls að taka, svo og ef til vill skýringar, að ég hef aldrei séð Skugga- Svein áður né leikgerð á Útilegu- mönnunum. Ég vænti þess að allmargir áhorfendur séu þar á sama báti. Út frá því er ekki um samanburð að ræða né heldur upprifjanir neins konar. Það ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða, að Skugga-Sveinn hefur orðið lífseigur á fjölum leikhúsa hér síðan sr. Matthías sendi frá sér Útilegumennina áramótin 1861—1862 og sneið síðar upp úr því verki Skugga-Svein fyrst. Hér hefur verið farið frjálslegar með leikviðina, tekið er fram að Brynja Benediktsdóttir og Sig- urjón Jóhannsson hafi sett inn í þessa leikgerð ýmis þau atriði sem sr. Matthías hafði fellt úr eða gert breytingar á á sínum tíma. Skugga-Sveinn í þessari sýningu er uppi á 17. öld. Hann veður um öll fjöll, rænir skepn- um og drepur menn og er skelfir hinn mesti. I föruneyti hans eru ýmsir ólánsmenn, sem af mis- munandi ástæðum, stundum nauðung, hafa valist honum til fylgdar. Það var ekkert dáyndis mann- líf sem þreifst á íslandi á þess- um tíma, hörmungar og hungur, náttúruhamfarir og skepnufell- ir. Sögur um útilegumenn sem höfðu flosnað upp af búum sín- um voru fram eftir síðustu öld fleygar með þjóðinni, af þeim stafaöi ógn, en stöku útileg- umaður var brjóstgóður og hlýr og gerði ekki meira en stela sauðum frá þeim ríku, en lét fá- tæklinga í friði og gott ef hann lagði þeim ekki lið á stundum. Skugga-Sveinn er hér alvond- ur þjófur og morðingi. Hann er óskilgreindur fulltrúi hins illa og hins huglausa, þrátt fyrir öskur og hamagang. Eg get ekki séð að hann sé andóf við kúgun eins og Brynja og Sigurjón tala um í leikskrá. Ef nokkuð er finnst mér raunar öldungis rétt að reynt sé að handsama þennan mann og láta hann taka út refs- ingu. Ég fæ sem sagt ekki séð að bágindi hans, sem ég endurtek að maður fær ekki nokkra skýr- ingu á, réttlæti illsku hans og fólskuverk. Réttlætir kúgunin illvirki? Það hefur auðvitað þekkst gegnum tiðina og við vit- um að afstaða til verka, sem eru utan þess siðferðisramma er samfélagið setur, getur verið á ýmsa lund. Við getum oft og ein- att fundið eitthvað sem gerir að verkum að okkur verður bæri- legra að skilja vonskuna. Vonsk- an ein sér er bara vonska sem ekkert réttlætir. Ég held að hér hljóti að hafa verið settir rangir áherslupunktar afar víða. Væntanlega er leikgerð Brynju og Sigurjóns ætluð til að þau áhrif náist fram sem um getur i leikskránni. Hins vegar verður það að mínum dómi tví- mælalaust á kostnað hins þjóð- lega, manneskjulega og listræna sem án efa er í þessu verki, ein- hvers staðar, þótt þess verði ekki víða vart í sýningunni nú. Sé svo unnið út frá þessum punkti, sem ég persónulega felli mig ekki við, er leikstjórn Brynju Benediksdóttur bæði fag- mannleg og þaulhugsuð. Stað- setningar eru allar til hins mesta sóma, persónugerðir aftur á móti ansi mikið upp og ofan. Það er stundum eins og leikar- arnir geri sér ekki alveg grein fyrir hvort þeir eru að leika í þjóðlegum gamanleik eða and- ófsleik gegn ofbeldi. Dæmi um þetta er Pétur Einarsson sem fer með hlutverk Lárenzíusar sýslu- manns, fígúra hin mesta, sund- urgerðarmaður i klæðaburði, lætur alla gabba sig upp úr skón- um, en hefur svo hamskipti und- ir lokin og verður þá bæði góður og vís. Hér er ekki við Pétur að sakast. Hér hlýtur forsjármaður sýningar að hafa lagt línuna. Sigurði lögréttumanni Borgars Garðarssonar er snyrtilega skil- að, framsögn og fas allt vel unn- ið. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ástu dóttur hans, sem í eina röndina er undirgefin og auðsveip dóttir og þegar á reynir allt í einu stæltur og stoltur kvenmaður, sem berst fyrir sín- Erlingur Gíslason í blutverki Skugga-Sveins. Sviðsmynd úr Skugga-Sveini, Jón Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson og Baldvin Halldórsson í hlutverkum sínum. um manni. Hlutverkið er heldur magurt í sýningunni, en Sigrúnu tekst bara vel að koma því sem það er frá sér. Sama máli gegnir um Harald í höndum Arnar Árnasonar, sem hefur orðið fyrir því að Skugga-Sveinn drap for- eldra hans og hefur síðan „alið“ piltinn upp. Þrátt fyrir að hann hefur verið í nítján ár á fjöllum með Skugga hefur ekki tekist að kreista úr honum góðmennskuna og réttlætiskenndina, eða hvað? Að minnsta kosti lætur Harald- ur sig ekki muna um það að svíkja þennan andstyggilega fóstra sinn þegar tækifærið kemur upp í hendurnar á honum. Árni Tryggvason fór á kostum í þakklátu hlutverki Grasa- Guddu og Gvendur Randvers Þorlákssonar var ágætlega af hendi leystur. Hákon Waage vann að mínum dómi ótvíræðan leiksigur sem Jón sterki, þar kom til skila sem mann hefur lengi grunað að Hákon byggi yf- ir. Ása Svavarsdóttir hefur ágæta framsögn og engin við- vaningsbragur var á leik hennar. Ýmsir aðrir í hlutverkum stúd- enta eða kotunga áttu góða spretti. Erlingur Gíslason í hlut- verki Skugga-Sveins var radd- sterkur og skörulegur, en þótt honum yrði tíðrætt um hversu gamlaður hann gerðist var ekki að sjá á honum nein hrörnunar- merki, þurfti enda heilan hóp til að handsama kauða og sleit hann þó af sér „ofbeldisböndin" og stökk á eftir Katli skræk í fossinn og fórst það fimlega. Leikmyndin er oft einföld og ýmsar lausnir hennar snjallar og hugmyndaríkar. Stofa Sig- urðar lögréttumanns fannst mér nokkuð kynduglega útbúin þó, harðfiskur og hert két þar upp um alla veggi. Var ekki venja að geyma slíkt í úthýsi á fínum bæjum, jafnvel á sautjándu öld? Búningar voru margir eftirtekt- arverðir. Tónlist Jóns Ásgeirssonar er snar þáttur sýningarinnar. Hún féll mér i geð en umsögn um hana læt ég öðrum eftir. Skugga-Sveinn heldur vonandi áfram að vera það verk sem sr. Matthías ætlaði þvi, skemmti- leikur með forkostulegum per- sónum, tviskinnungslegri af- stöðu til útilegumanna sem er i senn vafin rómantik og blönduð ótta. Heldur áfram að vera það þrátt fyrir sýninguna á verkinu nú. Það skulum við að minnsta kosti vona. í marglitri veisluferd Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Græna brúðkaupsveislan er heiti á þremur einþáttungum, sem þrjú leikfélög frumsýndu í Bæjarbíói i Hafnarfirði á laugar- dagskvöldið og segir í formála i leikskrá, að ástæðan sé meðal annars sú að Leikfélag Kópavogs sé um þessar mundir húsnæðis- laust, vegna breytinga sem er ver- ið að gera á húsnæði til leikstarf- semi í bænum. Ef hefja á sýningar af fullum krafti í Bæjarbiói þætti mér svona rétt í leiðinni ástæða til að vekja athygli á, að það er ekki nema mátulega hlýlegt og aðlaðandi fyrir áhorfendur, með framtaki aðstandenda sýningarinnar mætti þar áreiðanlega úr bæta. Fyrsta verkið var Leikfélag Kópavogs sem sýndi Brúð- kaupsferðina eftir Dorothy Parker. Leikstjóri og þýðandi: Bergljót Stef- ánsdóttir og Helga Harðardóttir. Leikmynd: Ögmundur Jóhannesson. Ljós: Egill Árnason. Þátturinn gerist í járnbrautar- vagni á leið til New York, í kring- um 1930. Hún og Hann eru að koma frá giftingu sinni og nú er brúðkaupsferðin i aðsigi og það sem öllu meira er Brúðkaupsnótt- in skellur líklega á á hverri stundu. Konan er fjarska tauga- óstyrk — væntanlega út af því sem í vændum er og hún notar hvert tækifæri til að espa mann- inn upp og rífast við hann, svo er sæst á milli og síðan er tekið til við rifrildi og nagg á nýjan leik. ósköp svona yfirlætislaus þáttur, en ekki laus við að vera skemmti- legur á köflum. Helga Harðardótt- ir átti í smávandræðum með text- ann á frumsýningu, en stóð sig annars með sóma og Finnur Magnússon sýndi ágæt svipbrigði og hafði betri framsögn en ég hef. Síðan kom Leikfélag Mosfellssveit- ar og sýndi Ferðina til skugganna grænu eftir Finn Methling. Þýðing: Jón Sævar Baldvinsson. Leikstjórn: Bjarni Steingrímsson, Guðmundur Davíðsson og Jón Sæv- ar Kristjánsson. Úr Ferðinni til skugganna grænu. Leikm/nd: Erlingur Kristjánsson. Ljós: Árni Magnússon. Finn Methling hefur skrifað mörg leikrit, hér segir frá lífs- hlaupi konu frá fæðingu til dauða. Einleikur Gunnhildar Sigurðar- dóttur var öldungis ágætur, mim- ik góð og einföld uppsetning gerði sitt aö verkum til að allt kæmist til skila. Aftur á móti er það leik- stjórnarmál, að gera Gunnhildi svona gamla og veikburða, langt fyrir aldur fram og veikti annars þekkilega sýningu. Loks sýndi Leikfélag Hafnarfjarðar Veizluna eftir Ferene Molnár. Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Ljós: Kristín G. Gestsdóttir og Egili Ingibergsson. Leikmynd: Pétur Einarsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Búningar: Ragnhildur Jónsdóttir og Rannveig Jónsdóttir. Bankastjórinn og kona hans hafa boðið tryggustu og bestu vin- um sínum til veislu, þar á meðal eru ráðuneytisstjórahjónin, læknishjónin, forstjórafrúin, ung- ur maður (á uppleið?), og einnig eru viðstaddir vinkonan og dóttir- in. Þetta fer afskaplega vel af stað, miklar kræsingar eru bornar fram og haldnar margar og and- lausar og kyngimagnaðar ræður um ágæti bankastjórans. Banka- stjórinn býr sig síðan undir að flytja sína ræðu, sem verður að vera skrifleg því að hann er dálítið nervus þótt hann sé í þessum trausta vinahópi. Og allt í einu kemur rannsóknarlögreglumaður á vettvang: það á að handtaka bankastjórann. Þennan væna mann. Hann hefur þá ekki hreint mál í pokahorninu. Og hvernig bregðast vinirnir við. Þeir rjúka upp til handa og fóta og ásaka nú hver annan um mismunandi al- varlegar ávirðingar, framhjáhöld og fleira. Og rífur þá ekki rann- sóknarlögreglumaðurinn af sér skeggið, þarna er bara Hinrik grallaraspói kominn og hrópar: 1. apríl. Og veltist um af hlátri og allir eiga að veltast um af hlátri. Og bankastjórinn á að halda áfram með ræðuna sina... Hnyttilega gerð smámynd, segir ýmsan sannleika og ýtir við mörgu ansi hreint óþægilegu. Og sýning Leikfélags Hafnarfjarðar lukkað- ist alveg prýðilega. Uppstillingin, fólkið við borðið og síklappandi og símalandi var bráðgóð. Leikstjórn ákaflega skemmtileg og hverjum leikara sinnt af kostgæfni, mætti ég til dæmis benda á hvað for- stjórafrúin Bjargar Jakobsdóttur, sem sagði varla orð, illúderaði glæsilega. Bankastjóri Jóns Sig- urðssonar var skörulegur, en Jóni tókst líka að lýsa vonbrigðum hans og ótta. Konu hans lék Ragnhildur Jónsdóttir af hógværð — lokaatriðið var verulega gott hjá henni. Sama gildir raunar um aðra leikara, þeir voru ágætar týpur og stóðu fyrir sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.