Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 27 Hver er nógu töff? Kvíkmyndir Arni Þórarinsson Tónabíó: HÖRKUTÓLIÐ — Tough Enough ☆'/> Bandari.sk. Árgerð 1982. Handrit: John Leone. Leikstjóri: Richard O. Fleischer. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Stan Shaw, Warren Oates, Charlene Watkins, Pam Grier. Ekki vantar hörkutólin í reyk- vísk kvikmyndahús þessa dagana; fleirtala í Regnboganum (sjá aðra umsögn) og eintala í Tónabíói. Þessi mynd hefur það umfram flestar aðrar hörkutólamyndir, en hörkutól hafa tilhneigingu til að vera ósköp svipuð og er ég þá ekki að reyna að vera klúr, að hún fjall- ar í rauninni ekki um hörkutól. Hún fjallar um ósköp geðugt fólk: Söguhetjan er ekki klámfenginn böðull; eiginkona hans er ekki taugaveiklaður alkóhólisti; sonur þeirra er ekki þroskaheftur vand- ræðagemlingur; afi hans er ekki seníll harðstjórí; amma hans er ekki kúguð þvottakona; félagi söguhetjunnar er ekki hundeltur svartur kókaínsali; og versti mað- ur myndarinnar er frekar sam- viskusamur bisnissmaður. Af þessu má sjá, að Hörkutólið er frekar óvenjuleg mynd í heildar- kvikmyndaframboðinu af þeirri ástæðu. að hún fjallar um venju- legt fólk en ekki gangandi vanda- mál. Þetta er bæði kostur og galli. Gallinn er sá, að þessi einfalda saga um ungan Texas-búa sem vill verða stjarna í heimi kúrekatón- listar og kemst langleiðina með þátttöku í landskeppni áhugabox- ara, svokallaðri hörkutólakeppni, verður þessi saga frekar átakalítil. Að vísu er mikið af átökum; u.þ.b. 5. hefti „skag- firskra óma“ komiö út SauAárkróki. 21. uÓTeniber. ÚT ER komið 5. sönglagaheftið „Skagfirskir ómar“ eftir Jón Björnsson tónskild fri Hafsteins- stöðum. Jón er löngu landskunnur fyrir tónsmíðar sinar og afskipti af söngmálum. í röska sex áratugi hefur hann gegnt organistastarfi I Skagafirði í ýmsum sóknum og stjórnandi karlakórsins Heimis var hann í 40 ár. Þetta nýja hefti „Skagfirskra óma“ er hið vegleg- asta að allri gerð, 91 bls. að stærð og prentað á vandaðan pappír. í þvi eru 30 sönglög, þeirra á meðal lagaflokkurinn Helga Jarlsdóttir við Ijóð Davíðs Stefánssonar. Séra Gunnar Gislason fyrrv. prófastur ritar formála. Jón, sem nú er á 82. aldursári, annaðist sjálfur nótna- og textaskrift og er útgefandi. Hann helgar þetta hefti sönglaga sinna minningu konu sinnar, Sig- riðar Trjámannsdóttur, og sonar þeirra, Steinbjörns. Kári Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! 70 prósent af myndinni eru átök í boxhringnum, frekar einhæf og ekki fram sett með tækniæfingum mynda eins og Rocky og Raging Bull, en kímileg á köflum. Hin 30 prósentin um einkalíf þessa fólks utan hringsins verða aftur á móti frekar ódramatísk. Kosturinn við efnismeðferðina er sá að áhorf- endum þykir vænt um fólkið og lætur sig örlög þess einhverju skipta. Hér er ekki á ferðinni meira og minna spillt leiðinda- pakk sem fyllir nú hverja bíó- myndina af annarri. Aðlaðandi og elskulegir leikarar, með Dennis Quaid í broddi fylkingar, ljá þess- um persónum drjúgan sjarma, auk nokkurra hnyttinna tilsvara i annars rýru handriti. Leikstjórn Richards O. Fleischer, sem varla er sami maður og Richard gamli Sleischer, sem gert hefur fjölda margar og fjölbreyttar afþrey- ingarmyndir gegnum tíðina, er frekar stirðleg en þó skammlaus. Þótt Hörkutólið sé minniháttar mynd, er í henni jákvæð stemmn- ing sem dugir til að firra því að mestu hörkutólin í bíóinu séu áhorfendurnir sem þrauka til loka. En móral Tough Enough um þörfina fyrir að vera hörkutól, nauðsynina á að vera „nógu töff“, sem litlu frúrnar í myndinni tala um sín í milli og tilheyri því „að vera karlmaður”, skulum við láta liggja milli hluta. Dennis Quaid sem dvaldi i íslandi sl. sumar við hinar misheppnuðu tökur á Enemy Mine sýnir skemmtilegan leik í Tough Enough. ítölsk grautargerö HÖRKUTOLIN, dulnefni Villigæsir — Codename Wildgeese. ftölsk-bandarísk, 1983. Handrit: Michael Lester. Leikstjóri: Anthony M. Dawson. Aðalhlutverk: Lewis Collins, Lee Van Cleef, Ernest Borgnine, Klaus Kinski, Mimsy Farmer. Maðurinn sem nefnir sig því fínlega enska nafni Anthony M. Dawson, leikstjóri þessarar mynd- ar, er í rauninni ítalskur groddi sem heitir Antonio Margheriti. Honum hefur tekist að framleiða tugi mynda af ýmsu tagi i heima- landi sínu og sumar þeirra hafa borist hingað til lands, hrollvekjur og ævintýramyndir, sem aðeins hafa sýnt fram á eitt, þ.e. að Ant- onio Margheriti getur ekkert frek- ar leikstýrt kvikmyndum þótt hann kalli sig Anthony M. Daw- son. Þannig er þessi hasarmynd um leiðangur málaliða inn í „gullna þríhyrninginn" svokallaða til að eyðileggja ópíumverksmiðju óskammfeilinn blóðiðnaður, gerð- ur af Jítilli kunnáttu og engri til- finningu fyrir myndbyggingu, sviðsetningu eða öðru því sem við- kemur kvikmyndagerð. Það eru svo sem nógu margir drepnir og þá helst í mikilli hæð frá jörðu þannig að unnt er að klippa hvert „dauðsfair frá að minnsta kosti þremur sjónarhornum í slow- motion. öll samtöl og leikara- stjórn eru með ólíkindum; hópur alþjóðlegra skapgerðarleikara væflast um alveg ráðalaus og dáð- laus, ekki síst Klaus Kinski sem er átakanlega idjótískur skúrkur. Aðalhetjan, Lewis Collins, er bara fölur og fár og með stöðuga munn- herkju. Aðeins gamli Lee Van Cleef heldur reisn sinni þótt sköll- óttur sé og með falskar tennur. Þessi mynd er þar fyrir utan skólabókardæmi um misnotkun á Dolby Stereo-hljóðrás; raddir og umhverfishljóð flækjast um bíó- salinn eins og í tómri tunnu, virð- ast stundum koma utan af Hverf- isgötu, stundum ofan af Lauga- vegi, stundum úr sælgætissölu Regnbogans, þar sem kaupa má poppkorn sem er skömminni skárra en grauturinn á tjaldinu. **#* Café Tora í miðpunkti konditori MANNLÍFSINS! í endurbættum og bjartari húsakynnum bjóðum við þig velkominn til að njóta síbreyti legra kræsinga sem notið hafa sérstakrar alúðar færustu bakarameistara Kökubankans. Stöðug endurnýjun á köku- og tertulistanum, rjúkandi kaffi ásamt spennandi útsýni yfir Lækjartorg, eru eiginleikar sem gera Café Torg að lifandi og fersku kaffihúsi. Líttu inn og njóttu fyrsta flokks kaffiveitinga í notalegu umhverfi. * * # # ^CaféTorgs* Ikonditori Q £E m < 2 I- | KUIIUIIUN QJ í ipMPM Viö Lækjartorg iEJLi-’. ÍZ SÍmi Xi57/ JANE W/K377?ÓM-WÚM Wmt&KK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.