Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBgR 1984 Hefndartónn í N- Kóreumönnum segir Neil Kinnock eftir fund hans og Chernenkos Tókýó, SeouL 26. nÓTember. AP. NORÐUR-Kóreskur herforingi, yfir- maður þeirra hermanna sem féllu í skotbardaganum við suður-kóreska og bandaríska hermenn i dögunum, lýsti það skoðun sína að það yrði að hegna „hinum heimsvaldasinnuðu Bandaríkjamönnum fyrir morðin", eins og hann komst að orði er félag- ar hans þrír voru til moldar bornir í dag. Vopnahlésfundur var haldinn í hlutlausa bænum Panmunjon í dag og þar kröfðust Norður-Kóreumenn þess að þeir yrðu beðnir afsökunar og að sovéska flóttamanninum yrði skilað aftur umyrðalaust. Þá má geta þess, að ríkisútvarp- ið í Norður-Kóreu greindi frá þvi, að atburðurinn við landamærin sýndi og sannaði hver hinn raun- verulegi hugur þeirra væri fyrir bættri sambúð kóresku ríkjanna. Bandarískur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á vopnahlésfundinum lagði fram myndsegulband af at- vikinu og benti á að það hefðu ver- ið Norður-Kóreumenn sem áttu upptökin, flóttamaðurinn hefði freistað þess að flýja upp á eigið eindæmi og þar sem norður-kór- esku landamæraverðirnir eltu hann lengra en þeir hefðu heimild til, hefði ekki verið hægt annað en að svara skothrið þeirra. Norður- Kóreumenn hafa til þessa beint reiði sinni einkum að „bandarisku heimsvaldasinnunum" og sagt það gert til þess að spilla ekki meira en þörf er á þeim árangri sem náðst hefur í viðræðum landanna um bætta sambúð upp á siðkastið. Símamynd/AP. Konstantin Chernenko, forseti Sovétrikjanna (til vinstri) og Neil Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokks- ins (til hægri). Mynd þessi var tekin í Kreml i gær. Á milli þeirra stendur túlkur. „Hóflega bjartsýnn" á frekari viðræður milli risaveldanna Pinochet Enn smala hermenn Pinochets Saatiafo, Chile. 26. nÓTember. AP. AUGO^TO Pinochet, forseti Chile, hefur enn bert aðgerðir gegn stjórnar- andstæðingum í landinu. Hann lýsti á dögunum yfir neyðarástandi og í dag smalaði berinn saman 200 mönnum í tveimur fátækrahverfum í Santiago og eru þeir nú geymdir á íþróttaleikvangi uns mál þeirra verður athugað. Búist er við að margir þeirra verði sendir í útlegð. Útlendingar í Chile hafa ekki far- ið varhluta af aðgerðum forsetans, sem hann segir vera lið í að „bæla niður kommúnistisk öfl i landinu vilja hefta framrás lýðræðis- Þannig hefur útlendingum i landinu verið gert að undirrita skjal þar sem þeir lofa að skipta sér ekki af innanrikismálum i Chile meðan á dvöl þeirra stendur. sem ins“ Monkvu, 26. BÓT. KONSTANTIN Chernenko forseti Sovétríkjanna álítur að tími sé kominn fyrir „nýjan hugsunarhátt'* í Moskvu og Washington, til þess að risaveldin getið komið samskiptum sínum í eðlilegt horf og komið á eftirliti með vígbúnaði. Var þetta haft eftir Neil Kinnock leiðtoga breska verkamanna- flokksins eftir fund hans með Chernenko í dag. Kinnock er staddur í Moskvu ásamt Denis Healey aðaltals- manni Verkamannaflokksins í utanríkismálum. Kvaðst Kinnock vera „hóflega bjartsýnn" á, eftir viðræðurnar við Chernenko, að framhald yrði á viðræðum milli risaveldanna eftir fyrirhugaðan fund þeirra Gromykos utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna og Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en þessi fundur á að fara fram í Genf snemma í janúar nk. Kinnock kvaðst álíta, að Chern- enko útilokaði ekki þann mögu- leika að eiga sjálfur fund með Ronald Reagan Bandarfkjafor- seta. Chernenko hefði hins vegar ekki rætt sérstaklega um slíkan fund, heldur fyrst og fremst um alþjóðamál frá almennum sjón- arhóli. í viðtali fyrir skömmu við bandarísku fréttastofuna NBC sagði Chernenko, að hann teldi fund þeirra Reagans enn ekki tímabæran. Skammt á milli hláturs og gráts Sioox Citj, lowa, 26. nóvember. AP. ÞAÐ sannaðist áþreifanlega í Si- oux City að það er skammt milli hláturs og gráts, er eftirfarandi átti sér stað: Dag einn fyrir tveimur vikum varð óhugnanlegt umferðarslys, bifreið rakst á skólabíl með þeim afleiðingum að báðar bifreiðirn- ar ultu, 3 létu lífið og 12 slösuð- ust. í hópi þeirra sem létust var skráð Patrica Noonan, 16 ára, en í hópi hinna slösuðu var jafn- aldra hennar, Shawn Lake. Ungfrú Lake lá á gjörgæslu með slæm höfuðmeiðsl. Hún hafði ekki meðvitund. Á sama tíma báru aðstandendur kennsl á lík ungfrú Noonan og útförin fór fram að viðstöddu fjölmenni. Móðir ungfrú Lake sat við hlið hennar á sjúkrahúsinu og þrátt fyrir slæm meiðsl var reiknað með því að hún næði meðvitund á ný og trúlega fullri heilsu. En það var ekki fyrr en að ungfrúin fékk meðvitund á nýj- an leik á sunnudag að það rann upp fyrir fólki að eigi var allt með felldu. Ungfrú Lake var þá alls ekki sú sem talið var, þar reyndist vera um Patricu Noon- an að ræða. Shawn Lake reynd- ist vera dáin. „Þetta er stórfurðulegt," sagði eigandi útfararheimilisins sem sá um greftrunina og læknir á sjúkrahúsinu, þar sem talið var að ungfrú Lake glímdi við meiðsli sín, sagðist ekki skilja í því að móðir stúlkunnar skyldi ekki átta sig á þvi að stúlkan i rúminu væri ekki dóttir hennar. Frú Boyd McFarland, amma stúlkunnar sem reyndist á lífi sagði: „Við trúum þessu varla, það er of gott að vera satt. En samt finnum við hræðilega til með fjölskyldu Shawn, þetta var hræðilegt áfall fyrir hana.“ Samkvæmt frásögn sovésku fréttastofunnar TASS skýrði Chernenko Kinnock frá því, að Sovétstjórnin myndi íhuga sér- samninga við Bretland, ef Bretar afvopnuðust einhliða og létu flytja öll erlend kjarnorkuvopn burt af landi sínu. Ef Bretar afsöluðu sér algerlega sínum eigin kjarnorku- vopnum „væru Sovétríkin tilbúin" til samsvarandi fækkunar á með- aldrægum kjarnorkuvopnum sín- um. En Chernenko gerði það ljóst samkvæmt frásögn TÁSS, að þetta boð hans væri skilyrðum bundið og að það myndi ekki ná til langdrægra kjarnorkueldflauga, sem Sovétmenn segjast hafa kom- ið fyrir í Austur-Evrópu, eftir að NATO tók að koma upp meðal- drægum eldflaugum sínum i Vestur-Evrópu í nóvember í fyrra. Sýrland: Mitterrand sækir Hafez Assad heim Duukn, Hýrlandi, 26. nÓTember. AP. SKOTDRUNUR frá 21 fallbyssu buöu í dag Francois Mitterrand, forseta Frakklands, velkominn til Damaskus í Sýrlandi en þangað hefur franskur þjóöhöföingi ekki komið frá því þjóðin fékk sjálfstæöi áriö 1946. Hafez Assad, forseti Sýrlands, og Abdallah Ahmar, einn æðsti maður Baath-flokksins, stjórnar- flokksins, tóku á móti Mitterrand og konu hans á flugvellinum í Damaskus en í fylgdarliði forset- ans eru einnig Claude Cheysson, utanríkisráðherra, Jack Lang, menningarmálaráðherra, og ráðgjafi hans, Francois de Gross- ouvre. Búist var við, að þeir forsetarn- ir, Mitterrand og Assad, héldu sinn fyrsta fund í kvöld og annan á morgun en ekki þykir líklegt, að þeir muni gefa út sameiginlega yf- irlýsingu að þeim loknum. Um- ræðuefnið verður aðallega vanda- málin í Mið-Austurlöndum, eink- um Persaflóastríðið og ástandið í Líbanon. Lýkur heimsókninni á miðvikudag. Sýrlenskir fjölmiðlar gera mik- ið úr heimsókn Mitterrands og sjónvarpið sýndi í dag viðtal við hann þar sem hann segir, að Assad sé mikilhæfur leiðtogi, sem hafa verði með í ráðum við íausn vandamálanna í Mið-Austurlönd- um. Henri Servant, sendiherra Frakka í Damaskus, hafði í dag öðrum hnöppum að hneppa en fagna forseta sínum. Þurfti hann að koma á framfæri harðorðum mótmælum við sýrlenska utanrík- isráðuneytið vegna framkomu ör- yggisvarða við frönsku blaða- mennina, sem fylgdu Mitterrand. Þegar þeir komu til landsins var allur farangur þeirra rannsakaður nákvæmlega og þeir sjálfir þukl- aðir frá hvirfli til ilja þótt slíkt sé ekki venjan með blaðamenn, sem eru í föruneyti forseta. Sýrlensku öryggisverðirnir skipuðu einum blaðamannanna að taka út úr sér fölsku tennurnar, sem augljóslega voru nógu málmslegnar til að koma rafeindatækjunum af stað. í fimm klukkustundir mátti blaða- maðurinn bíða tannlaus áður en hann fékk að fara inn í landið. Suöur-Líbanon: Kristnir þreyt- ast á ísraelum JeaÍH, Líhuion, 26. nÓTember. AP. KrLstnir menn í Suður-Líbanon, sem að langmestum meirihluta hafa stutt ísraela frá því í innrásinni 1982, eru nú aö ókyrrast í afstööu sinni til ERLENT hernáms þeirra. „Israelar eru engum líkir,“ segir Maroun Akouri, kristinn maroníti í bænum Jezzine. „Þeir taka ekki tillit til neins annars en eigin hagsmuna." Akouri og aðrir kristnir íbúar Jezzine þylja langan lista af um- kvörtunum sínum vegna harð- neskju fsraela í Suður-Líbanon, og þeir telja hernámið vera farið að trufla bæði líf þeirra og lífsaf- komu. Þeir eru einnig áhyggjufullir yf- ir, hvað gerast myndi við skyndi- lega brottför ísraelsku herjanna. „Það væri rétt fyrir okkur að vera búnir að koma okkur saman um, hvernig við getum lifað saman í þessu landi, áður en þeir fara,“ segir Jean Rizk, 60 ára gamall kaupmaður í Jezzine, og átti þá við sambúð kristinna og shiita. Samningaviðræður lsraela og Líbana strönduðu I dag vegna ágreinings um ýmis atriði varð- andi tilhögun mála í landinu eftir brottflutning ísraelsku herjanna. Viðræðunum verður fram hald- ið á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.