Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 29 Líðan gervi- hjartaþega sögð bærileg Loanrille, Kentucky, 26. nóteinber AP. WILLIAM J. Schroeder, öðrum manninum, sem í hefur verið grætt gervi- hjarta, leið í dag eftir atvikum vel þótt hann hefði misst næstum helming blóðsins þegar blæða fór með aðalslagæðinni eftir aðgerðina. I brjósti Schroeders berst plasthjarta og segja læknar, að það starfi eins og til var ætlast. Verður hann i súrefnistjaldi meðan hann er að jafna sig á skurðaðgerðinni en vart hefur orðið við truflanir á starfi nýrna og lifur. Segja læknar, að þaö sé ekki óeðlilegt eftir jafn mikinn uppskurð. Schroeder þjáð- ist af hjartasjúkdómi, sem hafði þau áhrif, að hjartavöðvinn rýrn- aði stöðugt, og var honum ekki hugað líf nema i mesta lagi í viku. Plasthjartað, sem kallast „Jarv- ik-7“ eftir höfundi sinum, dr. Rob- ert Jarvik, á að endast í þrjú til fimm ár, vegur þrjá fjórðu úr pundi, slær 40 milljón slög á ári og kostaði 15.500 dollara. Verkið, sem drífur það, er hins vegar allmikil vél, 146 kg á þyngd og á stærð við litinn ísskáp. Sjúklingurinn kemst því ekkert frá en verið er að gera tilraunir með litla vél, sem vegur fimm kg og hægt er að hafa með sér. Hér eru tveir af þremur flutningabflum sem verkfallsmenn kveiktu í nærri Kiveton í Suöur-Yorkshire í dag, vegna þess að þeir töldu, að félagið sem bflana átti, hefði unnið fyrir stjórnarnefnd kolanámanna. Bretland; Sovéskur trúar- rokkari dæmdur í þrælkunarbúðir Lai>dÚHam og Moskvu, 26. nÓTember. AP. SOVÉSKUR rokkhljómlistarmaður, Valeri Barinov, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs dvalar í þrælkunarbúöum eftir að hafa verið sekur fundinn opinberlega um að hafa ætlað að fara yfir sýslumörk i Sovétríkj- unum án tilskilinna leyfa. Yfirvöld hafa þó lengi haft horn í siðu Barinovs fyrir að flytja kristinn boðskap í dægurlagatextum sínum. Barinov var handtekinn á brautarstöð í Murmansk þegar hann var nýkominn þangað frá Leningrad. Þetta var í mars og fyrir skömmu fóru fram þriggja daga réttarhöld yfir honum. Að- ur hafði hann ýmist verið geymdur í Kresti-fangabúðunum í Leningrad, höfuðstöðvum KGB í borginni eða nærtækum geð- veikrastofnunum. Hann fór í 22 daga hungurverkfall skömmu eftir handtökuna og hefur hótað að hefja nýtt ef hann fái ekki að flytja úr landi ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Barinov er 39 ára gamall ev- angelisti og forsprakki rokk- hljómsveitarinnar „Trumpet Call“. Dægurlagatextar hans flytja gjarnan fagnaðarerindið og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá sovéskum yfir- völdum og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau gera honum skrá- veifur. Aðilar í Bretlandi sem fylgjast náið með ofsóknum gegn kristnum boðberum í Sovetríkj- unum höfðu það eftir ónafn- greindum aðila, sem var við- staddur réttarhöldin yfir Bar- inov, að ferð hans frá Leng- ingrad til Murmansk hafi aðeins verið fyrirsláttur til að koma manninum fyrir rétt, hann hafi verið yfirheyrður f þaula og loks dæmdur fyrst og síðast fyrir kristniboð. Michael Bundesen, forstöðumaður Kanal 2, fyrir framan sjónvarpsskerminn rétt áður en fyrsta útsendingin hófst Danmörk: Einokun sjön- varpsins iokið Kaupmannaborn, 26. nóvember. EINOKUN danska sjónvarpsins rauk út í veður og vind sl. laugardagskvöld þegar Kanal 2, ný sjónvarpsstöð, hóf útsendingar frá gamalli tóbaksverk- smiðju á Friðriksbergi. Útsendingin hófst klukkan sjö um kvöldið með þætti sem heitir „Gott kvöld“, en kvöldið fór annars mest í gleðskap í sjónvarpsstöðinni þar sem mætt voru nokkur hundr- uð manna úr lista-, skemmtana- og fjölmiðlaheiminum. Voru allir á einu máli um að Kanal 2 ætti bjarta framtíð fyrir höndum, ekki síst þegar útsendingarskilyrðin yrðu bætt en f fyrstu nær stöðin aðeins til Kaupmannahafnarsvæð- isins. Kostnaður við að koma stöð- inni á fót var um 10 milljónir danskra króna (um 36,4 millj. fsl.). Um 900 námamenn til starfa í komu LondoB, 26. BÓTember. AP. VERKFALLSMENN hlóðu í dag upp vegatálma og kveiktu síðan í þeim, auk þess sem þeir stráðu nöglum á vegi. Stjórnarnefnd ríkisreknu kolanámanna tilkynnti að 900 námamenn til viðbótar hefðu hafið störf í dag. Fjöldi þeirra námamanna sem hófu störf í dag var snöggt- um minni en á mánudaginn var, þegar 2.282 hættu þátttöku í verkfallinu. Stjórnarnefnd kolanámanna taldi það stafa af ógnunarherferð verkfalls- manna, en sagði að það hefði einnig sitt að segja, að liðinn væri sá frestur er gefinn hefði verið til að menn öðluðust rétt til að hljóta jólabónus. Talsmaður stjórnarnefndar- innar taldi að þeir sem hæfu störf í fyrsta sinn í dag ættu dag eftir að fara yfir 1000 við vakta- skiptin. Talsmaður lögreglunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað verkfallsmenn hafa kveikt í þremur flutningabílum nærri Kiveton, en bílarnir voru á leið til Cadeby-kolanámunnar. Er tjón flutningafyrirtækisins sem átti bílana metið á um 50.000 pund. Sólböðin okkar hafa endanlega sannað ágæti sitt. Nú er vitað að ljósaböð í hófi eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. Sólbaðsstofa Ástu B.Vilhjálms Grettisgötu 18 sími 28705
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.