Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 31 Kosningabaráttan hafin á Indlandi Maneka Gandhi, mágkona Rajiv Gandhis forsætisráðherra Indlands flytur kosningarædu. Hún er í framboði gegn mági sínum, Rajiv Gandhi, í kjördæmi í norðurhluta IJttar Pradesh-fylki, en þau tvö eru nú svarnir andstæðingar í stjórnmálum. Kosningarnar eiga að fara fram 24. desember nk. Nágrannarnir vildu sinn skerf af getraunavinningi Kibhou tlahotrim. Uroel. 26. ■Arember. AP. HINN 65 ára gamli Moshe Kehset stóð frammi fyrir einkennilegu vandamáli fyrir skömmu. Hann hafði unnið andvirði 130.000 doll- ara í fótboltagetraunum, en ná- grannar hans á samyrkjubúinu Ha- hotrim kröfðust þess að hann skipti vinningsfénu. Kehset var hins vegar á báðum áttum, hann vildi gjarnan eiga peningana sjálfur, enda hans eig- ið framtak sem kom þeim í höfn. En það er einmitt málið, sam- yrkjubúin ísraelsku eru einhverj- ar skírustu tilraunir með sósial- isma i kapitalisku landi og ibú- arnir hugsa ekki um eiginhags- muni. Þannig hafa hinir 280 fé- lagar í Hahotrim meira að segja deilt fötunum sem þeir klæðast. Hinir hörðustu á samyrkju- búunum líta á mál Kehsets sem prófmál, það verði að sporna við slíkri auðlegð á samyrkjubúum. „Við erum orðin lin og löt og allir eiga nú litasjónvarp, mynd- segulband og ísskáp," sagði einn frammámaður í Hahotrim. Fé- lagarnir funduðu um mál Keh- sets og samþykktu að annað hvort afhenti hann búinu að minnsta kosti hálfa upphæðina og helst alla, að öðrum kosti skyldi hann hafa sig á brott. Keh- set er nú í Bandaríkjunum, en þar á hann tvær dætur sem hann býr nú hjá. Hann ætlar að dvelja þar í ár eða svo og hugsa málið og búast félagar hans i Hahotrim ekkert frekar við þvi að sjá hann aftur. Þeir vita ekki einu sinni um dvalarstað hans. Fundi lokið um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Poul Schliiter varaði við falskri öryggistilfinningu KanpnuuiBaböra. 26. ■óranbcr AP. fUNDI þingmanna, verkalýósleió- toga, friðarhreyfingarfólks og frið- arrannsóknarmanna um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd lauk í gær, sunnudag, í Kaupmannahöfn. Ef hægt er að tala um niðurstöðu er hún helst sú, að ekki séu miklar líkur á, að af þessari hugmynd verði í náinni framtíð. Poul Schlúter, forsætisráðherra Dana, sagði i ræðu sinni, að fá yrði svar við mörgum spurningum áður en hægt væri að treysta því, að kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd yrðu ekki til þess eins að vekja með mönnum „falska örygg- istilfinningu". Lennart Bodström, utanríkisráðherra Svia, sagði, aö „fullkomið öryggi" væri ekki til og að allir samningar um þessi mál væru til lítils ef engum væri treystandi. Bodström lagði áherslu á, að kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum yrði einnig að ná til Eystrasaltsins og að öll- um skipum, sem um það færu, yrði bannað að flytja kjarnorkuvopn. Hann viðurkenndi þó, að erfitt yrði að framfylgja slíku banni og sagði, að þá áhættu yrði einfald- lega að taka. Anker Jörgensen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, kvað ekki koma til mála, að Danir tækju einhliða ákvörðun um kjarnorkuvopnlaust svæði, um það yrðu öll Norðurlöndin að vera sammála. Eystrasaltið yrði einnig að vera með og einnig yrði að fækka kjarnorkuvopnum á þeim svæðum, sem næst liggja Norður- löndum. Þeir, sem helst vildu halda i vonina um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, voru Reiulf Steen, þingmaður jafnaðarmanna í Nor- egi, og fulltrúi Finna, Eeva Kuuskosi-Vikatmaa, félagsmála- ráðherra, en það var Urho Kekk- onen, fyrrum forseti Finna, sem kom fyrst fram með hugmyndina árið 1963. 4 Vjterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Chernenko til Frakk- lands á næsta ári PmrÍN, 26. ■Araaber. AP. CONSTANTIN Chernenko, forseti Sovétríkjanna, sækir Frakkland aö (Jonstantin Chemenko öllum líkindum heim á næsta ári, sagði Fransois Mitterrand, Frakk- landsforseti, í viðtali við sýrlenska sjónvarpið. „Chernenko kemur til Parísar á næsta ári, ef aðstæður leyfa,“ sagði Mitterrand í viðtalinu sem tekið var áður en hann lagði af stað til Damascus, höfuðborgar Sýrlands, á mánudag. „Það er a.m.k. vilji beggja aðila í þvi skyni að halda áfram að vinna að bættum samskiptum landanna," sagði hann. „Frakkland og Sovétríkin verða að rækja það sérstaka hlutverk sem löndin gegna varðandi jafn- vægi í Evrópu," sagði Mitterrand og bætti því við að löndin gætu verið í vinfengi hvort við annað, þótt þau væru ekki saman í bandalagi. Banvænar býflugur Naírobi, Keoja, 26. ■órember. AP. UNG kona og kornabarn hennar létu lffið skammt frá borginni Kisumu í Kenya um helgina, er þau urðu fyrir árás óteljandi býflugna sem bitu þau mæðgin ótal sinnum. Móðirin var að sækja vatn í ílát er ský virtist draga fyrir sólu, flugnagerið réð- ist skyndilega á þau. Smábarnið lést samstundis, en móðirin á sjúkrahúsi nokkrum klukku- stundum sfðar. UfþtncMO Nýjung í rafsuðutœkni Lift-arc 140 býður uppá alveg nýja eiginleika í TIG-suðu, sem skapast hafa af einstæðri þróun á rafsviðinu. Staðsetjið Þrýstið Dragið að Sjóðið ogf/ftið Með Lift-arc 140 er bæði hægt að TIG-sjóða ryðfrrtt efni og venjulegt stál 0,5 mm til 3 mm. Einnig hentar hún fyrir hefðbundna pinnasuðu með allt að 3,25 mm klæddan þráð. Þreplaus straumstilling frá 3 til 140A. Með einum valrofa er valið um TIG-suðu með innstilltri tímasetningu fyrir endastraum, TIG-suðu til heftingar eða rafsuðu með klæddum rafsuðuvír. Lift-arc 140 vegur aðeins 39 kg. og tekur Iftið pláss og því auðveld í öllum flutningum. Allt þetta mælir með Lift-arc 140 til hverskonar smærri verkefna þar sem verkvöndunar er krafist. ESAB Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. HEÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 24260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.