Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Hækkun tryggingabóta Allar götur síðan Matthías Bjarnason tók við embætti heilbrigðis- og tryggingaráð- herra á fyrri hluta árs 1983 hafa bætur almannatrygg- ingarkerfisins verið hækkaðar meira hlutfallslega en sem nemur launahækkunum. Síðasta hækkun trygginga- bóta, sem gildir frá 1. nóvember sl., nemur 14% í öllum bóta- flokkum nema á mæðralaunum og barnabótum, en þar er hún 17%. Hér er ekki einungis tekið mið af hlutfallslegri hækkun launa, heldur einnig horft til launaskriðs. Áður, eða 1. sept- ember sl., höfðu bótaupphæðir almannatrygginga hækkað um um 3%. Hækkanir þessar kosta ríkis- sjóð 62 m.kr. það sem eftir lifir ársins og 373 m.kr. á næsta ári. Þeim er ætlað að vinna upp þá kaupmáttarrýrnun, sem orðið hefur á bótum þessum. Tekjumörk tekjutryggingar vóru endurskoðuð 1. júní sl. Þá var frítekjumarkið ákveðið 41.670 krónur, en tekjutrygging féll niður við 170.285 krónur. Eftir 1. nóvember fellur tekju- trygging niður við 193.000 árs- laun. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á greiðslum sjúkra- tryggðra: • I fyrsta lagi skal það verð, sem samlagsmenn í sjúkrasam- lögum greiða samlagslækni, þ.e. 75 krónur fyrir viðtal á stofu læknis og 110 krónur fyrir vitj- un til sjúklings, vera óbreytt næsta árið, 1985. • í annan stað verður sett fast verð á lyfjamagn, sem miðast við 100—120 daga notkun, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Nú greiða þeir 50 krónur fyrir lyf samkvæmt Lyfjaverðskrá I og 100 krónur fyrir erlend sérlyf samkvæmt Lyfjaverðskrá II. Áður greiddu þeir 50% af því verði sem aðrir greiddu. • í þriðja lagi verður hér eftir ekki unnt að krefja sjúkling, sem þarf sérfræðihjálp i rann- sóknum og í röntgengreiningu, nema um eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir þá ekki máli, hve margar tegundir rannsókna, ásamt viðtali, er um að ræða. Nálægt þrjátíu og átta krón- ur af hverjum eitt hundrað í heildarútgjöldum ríkissjóðs á líðandi ári ganga til heilbrigðis- og tryggingamála. Þetta er hærra hlutfall en áður, hvort sem miðað er við heildarútgjöld fjárlaga eða þjóðartekjur. Fjár- framlög til heilbrigðis- og tryggingamála hafa ekki verið skorin niður til samræmis við skertar þjóðartekjur. Stjórnarandstæðingum verð- ur tíðrætt um „hækkaðan" hlut einstaklinga í sjúkrakostnaði. í því sambandi er vert að hafa í huga að fram til 1971 var öllum fulltíða mönnum í landinu gert að greiða, til viðbótar venju- legum sköttum, sérgjöld til sjúkrasamlaga og almanna- trygginga, sem námu um átta þúsund krónum á ári — á verð- gildi 1984. í dag greiða menn engin slík gjöld. Þessi sérskött- un á einstaklinga, sem nú hefur verið felld niður, nam hvorki meira né minna en 35% af heildarútgjöldum heilbrigðis- °K tryggingamála á sinni tíð. Stjórnarandstæðingar, sem hæst hafa talað um „sjúkra- sköttun" nú, þ.e. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, skelltu á afturvirkum tekju- og eigna- skatti haustið 1978, þ.e. tví- sköttuðu tekjur fólks fyrra árs. Þessi síðbúna tvísköttun, sem fullheimt var fyrir áramót, svaraði til 13,5% skattahækk- unar. Sú ríkisstjórn, sem nú sit- ur, hefur hinsvegar Iækkað bæði tekju- og neyzluskatta (tolla) og ráðgerir framhald þeirrar þróunar. í fyrsta skipti um langt árabil hefur heild- arskattheimta ríkisins lækkað sem hlutfall af þjóðartekjum. Nettó þjóðartekjur hafa dreg- izt verulega saman sl. þrjú ár. Orsakir eru tvíþættar. Ann- arsvegar aflasamdráttur og verðfall sjávarvöru. Hinsvegar greiðslubyrði erlendra skulda, er rýrir mjög kaupmátt þjóðar- tekna, og rangar pólitískar fjár- festingar, sem ekki skila arði til að bera uppi lífskjör í landinu. Þau „móðuharðindi af manna- völdum", sem rekja má til rangrar stjórnarstefnu liðinna ára, bera fyrst og fremst svip- mót Alþýðubandalagsins. Þjóðarheimilið hefur mun minna úr að spila nú en á valda- árum Alþýðubandalagsins. Undir slíkum kringumstæðum er óhjákvæmilegt að draga úr hvers konar ríkisútgjöldum, bæði eyðslu og framkvæmdum. Það hefur verið gert og verður að gerast í ríkara mæli. Jafn- framt verður að tryggja afkomu og öryggi aldraðra, sjúkra og annarra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Bezt væri auðvitað að gera það með því að lækka verðbólgu og auka þjóð- artekjur. Núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur haldið vel á sínum málaflokki við erf- iðar aðstæður. Gagnrýni stjórn- arandstæðinga á málaflokk hans er hol og innantóm. Karpov vann 27. skákina Líður að lokum heims- meistaraeinvígis Skák Bragi Kristjánsson Á FÖSTUDAGINN tefldu Karpov og Kasparov 27. skákina í heimsmeist- araeinvíginu. Karpov hafði hvítt og upp kom drottningarbragð, afbrigði, sem Kasparov hefur teflt með góð- um árangri með hvítu. Fljótlega skiptist upp í sakleysislegt endatafl, en með nokkrum hnitmiðuðum leikj- um kom heimsmeistarinn andstæð- ingi sínum í vandræði. Karpov vann peð, en Kasparov tókst ekki að skapa sér gagnfæri. ! 41. leik lék Karpov biðleik, og átti peð yfir í biðstöðunni. Þegar biðskákin var tefld á laugardaginn kom upp spennandi staða, þar sem báðir keppendur áttu frípeð. Meistararnir eyddu miklum tíma og voru nokkuð taugaóstyrkir. Báðir lentu í tíma- hraki, en þegar 56 leikja markinu var náð var ljóst, að virkari staða hvítu mannanna ásamt liðsyfir- burðum nægði til vinnings. Kasp- arov gaf skákina i 59. leik. Heimsmeistarinn þarf nú að- eins að vinna eina skák til viðbót- ar til að tryggja sér heimsmeist- aratitilinn áfram, og verður þess varla langt að bíða, að þessu ójafna einvígi Ijúki. Við skulum nú líta á 27. skákina. 27. skákin: Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — h6, 6. Bxf6 í 25. skákinni lék Karpov 6. Bh4, en nú teflir hann eitt af uppá- haldsafbrigðum Kasparovs! 6. — Bxf6, 7. e3 — 0-0,8. Dc2 — c5, 9. dxc5 — dxc4 í skákinni Kasparov — Timman, Sovétríkin — Heimurinn, London 1984, náði sá fyrrnefndi betra tafli eftir 9. — Da5,10. cxd5 — exd5,11. 0-0-0! - Be6, 12. Rxd5 - Hc8,13. Kbl - Bxd5, 14. Hxd5 - Rc6, 15. Bc4 - Rb4, 16. Dd2 - Hxc5, 17. Hxc5 — Dxc5, 18. Hcl — Db6 (betra 18. — De7), 19. Dd7! o.s.frv. Kasparov hefur ekki löngun til að tefla eins og Timman, því Karpov hefur örugglega rannsakað ofangreinda skák rækilega fyrir einvígið. 10. Bxc4 — I)a5,11.0-0 — Bxc3,12. Dxc3 — Dxc3, 13. bxc3 — Rd7, 14. c6 Hvítur tvístrar peðastöðu svarts, þar eð hann getur ekki valdað peð- ið á c5. 14. — bxc6,15. Habl! 15. Hfdl hefði verið svarað með 15. — Rb6, 16. Be2 — Bb7 ásamt 17. — Hfd8 o.s.frv. 15. — Rb6, 16. Be2 — c5 Svartur opnar biskupi sínum á c8 leið til d5, og gæti nú svarað 17. Hb5? með 17. — Ba6 og hvíti hrók- urinn á b5 getur ekki forðað sér, því Be2 er óvaldaður. 17. Hfcl Hvítur undirbýr c3 — c4, þegar svarti biskupinn kemur til d5. 17. — Bb7,18. Kfl — Hvítur valdar biskupinn á e2 og hótar Hbl - b5. 18. — Bd5, 19. Hb5 — Rd7 Eftir 18. — Hfc8, 19. Rd2 ásamt Rb3 lendir svartur í erfiðleikum með peðið á c5, og ekki má hann leika 19. — Bxa2 vegna 20. c4 og biskupinn lokast úti á a2. 20. Ha5 Hvíti hrókurinn valdar peðið á a2 og hefur um leið auga með svörtu peðunum á a7 og c5. 20. — Hfb8, 21. c4 — Bc6, 22. Rel! Betra var 20. — Hfc3 ásamt Hc7. Hvíti riddarinn er á leiðinni til d3, þar sem hann hótar að drepa peðið á c5 og varnar svarta hróknum inngöngu á b2. 22. — Hb4 Eftir 22. - Hb2, 23. f3 (23. Rd3 - Bxg2+) hefði svartur varla átt betri leik en 23. — Hb7. 23. Bdl Ekki 23. Rd3 - Ha4 o.s.frv. 23. — Hb7, 24. f3 — Hd8, 25. Rd3 _g5 Eftir 24. - Hc7, 25. Rd3 - Bb7 hefði svartur valdað c5. Svartur getur ekki varið peðið á c5, og hann nær engu mótspili með 25. - Rb6, 26. Rxc5 - Hc7, 27. Ke2 o.s.frv. 26. Bb3 - Kf8, 27. Rxc5 — Rxc5, 28. Hxc5 — Hd6, 29. Ke2 — Ke7, 30. Hdl — Hxdl, 31. Kxdl — Kd6, 32. Ha5 — f5, 33. Ke2 — h5 Eftir 33. — e5 kemur 34. f4 — exf4, 35. exf4 o.s.frv. 34. e4 Nú losnar um hvíta hrókinn á a5. Svefnleysingjar til að vaka yfir Á sviðinu eru tveir bráðfyndnir svefnleysingjar, enda heitir leikritið Insomniacs. Og þeir svefnlausu eru John Flax og Elisa- beth Wiseman. Þessa sýningu sá fréttamaður Mbl. í sumar í Maubil-leikhúsinu í París, þar sem fólk skemmti sér vel yfir þessum farsakennda mímuleik. Þarna í gamla hverfinu á Mont- martre-hæð er mjög gamalt leikhús, sem nú er verið að gera upp og taka í notkun aftur eftir áratugi og liggja því sýningar niðri um þessar mundir. En Svefnleysingjana hefur nú rekið á fjörur Reyk- víkinga, því leikararnir tveir ákváðu að koma við á íslandi á leið til baka úr velheppnaðri leikferð með það um Bandaríkin. Verða tvær sýningar í Félagsheimili Stúdenta í kvöld, þriðjudagskvöld, og miðvikudagskvöld kl. 9. Þessir tveir leikarar, sem eru bandarískir en hafa numið og leikið í Frakklandi, eru hluti af alþjóðlegum leikhópi sem nefnist Theatre Grotesco. Hann stofnuðu þeir Didier Marcourt og John Flax, sem eru nemendur franskra meistara í mímu og hreyfilist á borð við Jacques Lecoqs og Arri- ane Mnouchkines. Þeir höfðu þá um tíma leikið með frönskum flokki í París. Hópurinn sýnir hingað og þangað, ýmist leikrit eftir aðra höfunda eða þá að leik- ararnir semja texta sjálfir. Svo er um þessa tvo einþáttunga, In- somniacs og Crusoe, sem ofar- nefndir þrír leikarar sýndu á 10 vikna leikferð í Bandaríkjunum. Léku í fimm borgum við frábærar undirtektir eftir blaðagagnrýni að dæma, enda var þeim boðið aftur með Svefnleysingjana í aðra leikferð til New York og víðar um Bandaríkin í aprílmánuði. Bæði stykkin byggja á mímuleik og sáralitlu tali á tilbúnu máli. Þess- vegna er sýningin á Insomniacs, sem tvö úr hópnum eru með hér, nokkuð óvenjleg. Byggir á hreyf- ingum og mímuleik, mjög litlum texta á hljóðmáli. Það er því auð- flytjanlegt milli þjóða. Leikritið um Robinson Crusoe verður þó ekki sýnt hér í þetta sinn, því Di- dier Marcourt þurfti að drífa sig með það beint til Parísar, en þar er nú verið að koma upp stóru tjaldi við Signu í miðborginni þar sem þessi hópur ætlar að koma upp nýjum sýningum, sem aðrir taka við þegar þeir halda áfram leikför sinni í Bandaríkjunum seinna í vetur. Ef til vill gefa glefsur úr leik- dómi í The Tribune nokkra hug- mynd um Svefnleysingjana: „Leikararnir skemmta sér og okkur með því að draga upp skiss- ur og nota til þess ákaflega víð- feðma leikhústækni, sem spannar frá mímuleik gegnum skrípaleik eða „burlesque" yfir til heima- tilbúins tungumáls. Opnun leiks- ins leggur línuna. Flax kemur inn, klæddur náttfötum og með grímu með kúlunefi og kúlukinnum. (í leikskránni er sagt að grímurnar hafi þróast upp í bæði trúðleik og commedia delárte.) Hann klórar sér og geispar eins og ljón þar til Wiseman kemur líka inn með skarpari fuglanefsgrímu. Úr því halda þau áfram í heilan klukku- tíma með smáþáttum og alls kon- ar uppákomum með aðstoð alls konar tækja, svo sem bilaðrar ryksugu og samantvinnaðrar þvotta- og rafmagnssnúru, auk leikhljóða utan sviðs ... Einn sér- lega góður kafli er viðureignin við svefntöflunar. Pillurnar hrjóta vitanlega þegar þær sofna. Flax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.