Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 BHM fordæmir gengisfellinguna Á fundi launamálaráós BHM 21. nóvember var samþykkt ályktun þar seru gen)(isfelline rfkisstjórnarinnar er fordæmd. Ályktunin fer hér á eftir: BHMR-Launamálaráð ríkis- starfsmanna fordæmir aðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega. Heildarlækkun gengis um 16% í kjölfar 12% kauphækkana er svo óhófleg við núverandi aðstæður að fá dæmi eru sambærileg í langri sögu kjaraskerðingarinnar á Is- landi. Atvinnurekendur og fyrir- tæki sem lengi hafa misnotað sjóði landsmanna í óarðbæra fjár- festingu fá nú fyrirhafnarlaust af- numdar kauphækkanir nýgerðra kjarasamninga. í Ijósi þeirrar miklu kjaraskerð- ingar sem gerð hefur verið á síð- ustu misserum voru nýgerðir kjarasamningar mjög hóflegir. Þeir voru lítið skref til aukins réttlætis i þjóðfélaginu. Þegar stjórnvöld lýsa því yfir, nánast með glotti á vör, að launþegasam- tök eigi ekki að gera kaupkröfur í kjarasamningum þá keyrir um þverbak. Kaupið á Islandi er langt fyrir neðan það sem tfðkast í álíka rikum þjóðfélögum og ísland er. Það er því engin sjálfsögð nauðsyn sem rekur stjórnvöld til slíkra kjaraskerðinga. BHMR fordæmir harðlega óréttláta framkomu ríkisvaldsins í garð launafólks. BHMR fordæmir þjónkun ríkis- stjórnarinnar við þá aðila sem staðið hafa fyrir gegndarlausri offjárfestingu á mörgum sviðum atvinnulífsins. BHMR fordæmir harðlega þá lítilsvirðingu sem samningsrétti, einum af hornsteinum lýðræðis- ins, er sýnd á íslandi enn á ný. BHMR fordæmir siendurteknar og óbilgjarnar kjaraskerðingar sem eru ástæðulausar og stjórn- völdum til mestu vansæmdar. „ísland er mikil orkumiðstöðu „Talan sjö er góó tala og það kemur alveg heim og saman við að þessi sjöunda heimsókn mín til Islands hefur verið sú ánægjulegasta hingað til,“ sagði Harald Clayton, tónskáld og píanóleikari með meiru, í spjalli við blm. MbL á dögunum. Clayton mun halda tónleika í Reykjavík í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30 í húsi Söngskólans að Hverfisgötu 45 og verður yfir- skrift þeirra „New Age Music", eða Jíýaldartónlist". Leikur Clayton eigin verk á pí- anó og sagði hann að þar yrði um að ræða spuna, byggðan á klass- ískum grunni. Gn meðal efnis á tónleikunum verður spunaverk sem höfundur helgar Landmanna- laugum. Harald Clayton er búsettur i Kanada, en hefur sl. 15 ár ferðast víðs vegar um lönd og haldið tón- leika og fyrirlestra um tónlist. Einnig hefur hann unnið mikið með danshöfundum, þ.á m. Mörtu Graham. Hingað til lands kom hann fyrst árið 1969 og gerðist þá meðlimur í SÚM, að því er hann tjáði blm. Síðan hefur hann oft haidið hér tónleika, m.a. í Nor- ræna húsinu og Háskóla tslands. „Ég hef haft mikil og góð kynni af íslenskum listamönnum," sagði Clayton. „Og ég trúi því, að á Is- landi sé að finna uppsprettu skap- andi orku, sem á eftir að verða ríkjandi i æ meira mæli á næstu árum í heiminum, þó að neikvæð orka sé einnig að hlaöast upp. Draumur minn er, að hér verði komið á fót alþjóðlegri miðstöð þar sem skapandi listamenn af ólíkum toga geti unnið saman, nokkurs konar „heimsmenn- Harald Clayton ingarsetur", sérhannað með öllum hugsanlegum tækninýjungum. Þetta væri að sjálfsögðu afar dýrt í framkvæmd,” sagði Clayton að lokum. „En ef eitthvað er þess virði að gera það má fá til þess fjármuni. Það er bara spurning um úthald." Marinó L Stefánsson Barnabók eft- ir Marinó L. Stefánsson STRÁKARNIR sem struku til Skotlands heitir ný bók eftir Marinó L. Stefánsson, sem Skjaldborg hf. á Akureyri hefur gefið út. Á bókarkápu segir m.a.: „Að- alsöguhetjurnar í nýju bókinni eru þeir Halli og Nonni á Sand- eyri, en þeir eru 11 ára. Farþega- og flutningaskipið Stapafoss kemur til Sandeyrar og þá taka þeir félagar þá ákvörðun að strjúka með skip- inu, en það hélt frá Sandeyri til Skotlands. Erlendis lenda strákarnir í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum." Eftir Marinó L. Stefánsson kom út bókin Manni litli í Sól- hlíð 1982. Gréta María Sigurðardóttir, formaður Kvennadeildar SVFl f Reykjavík, afhendir Engelhart S. Björnssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Ing- ólfs, eitt hinna 27 útköllunartækja. örlygur Hálfdánarson, formaður Slysavarnadeildarinnar Ingólfs, er viðstaddur. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík: Gefur Ingólfi 27 útköllunartæki NÝLEGA afhenti Kve.inadeild Slysavarnafélags Islands í Reykjavík Björgunarsveitinni Ingó'fi 27 útkölhinartæki að gjöf. Afhending þeirra fór fram í húsi SVFÍ á Gi tndagarði að viðstöddum fjölmörgum konum úr kvennadeildinni, stjórn deildarinnar ásamt stjórn Slysavarnadeildar- innar Ingóifs og stjórn Björgunarsveitarinnar Ingólfs. Gréta María Sigurðardóttir formaður kvennadeildarínnar afhenti tækin þeim Örlygi Hálfdánarsyni formanni Slysavarnardeildarinnar Ingólfur og Engelhart S. Björnssyni formanni Björgvunarsveit Ingólfs. I ræðu sem Engelhart S. Björnsson flutti við þetta tæki- færi lét hann þess getið að með þessum útköllunartækjum, sem í daglegu tali eru nefnd bíb-tæki manna á meðal, er hægt að koma boðum til lykilmanna f björgun- arsveitinni samstundis en það sparar að sjálfsögðu dýrmætan tíma ef slys ber að höndum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem allir björgunarsveitar- mennirnir eru sjálfboðaliðar f föstum störfum víðsvegar um borgina og getur það stundum reynst tafsamt að koma til þeirra skilaboðum. Hin nýju tæki eru þannig úr garði gerð að fyrst heyrist í þeim hljóð sem gerir björgunarsveitarmönnum viðvart og skömmu sfðar heyrast þau skilaboð sem sá sem kallar sveitina út vill koma á framfæri. Verðmæti þessara nýju tækja nemur um 230 þúsund krónum. Með tilkomu þeirra verður björgunarsveitin enn betur í stakk búin en áður til þess að bregðast skjótt við útköllum. Barnahjálp Sameinuðu þjóóannæ Jólakort kom- in á markaðinn JÓLAKORT Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markaðinn. Kortin eru unnin af listamönnum frá ýmsum löndum og eru allmargar myndanna gerðar sérstaklega fyrir þessi kort. Einnig eru notaðar eldri myndir eftir fræga listamenn fyrri alda. í frétt frá Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna segir m.a.: „Barnahjálpin hefur gefið út jólakort á hverju ári frá því 1949 og hefur þessi útgáfa fjármagnað um 10—15% af starfseminni á undanförnum árum. Fjárþörfin er gífurleg. Barnahjálpin hefur á sið- ustu árum beint kröftum sínum að langtímaverkefnum, til að stuðla að varanlegri lausn vandamála á hverjum stað. Þó fer alltaf tölu- vert til neyðarhjálpar. Þurrkarnir í Afríku, t.d. í Eþfópíu, eru dæmi um stað þar sem neyðarhjálp er mjög nauðsynleg. Barnahjálpin er ein þeirra fjölmörgu alþjóðastofn- ana sem lagt hefur sitt af mörkum þar. Barnahjálpin þarf að hafa yfir töluverðum birgðum að ráða til að vera viðbúin að veita neyðarhjálp. Hún hefur nýverið tekiö birgða- stöðina UNIPAC f notkun í Kaup- mannahöfn. Innan sólarhrings geta flugvélar lagt af stað frá flugvellinum i Kaupmannahöfn með hjálp til nauðstaddra hvar sem er í heiminum. Auk þessa er UNIPAC birgðastöð fyrir alla þá stöðugu hjálp sem UNICEF veit- ir.“ Jólakortin eru til sölu f helstu bókabúðum landsins auk þess sem þau eru til sölu á skrifstofu Kvenstúdentafélags íslands á Hallveigarstöðum en Kvenstúd- entafélagið hefur séð um sölu jóla- kortanna hér á íslandi i rúm 30 ár. • 4 A m 4 fí ■«ií i v' 4Í é * h Vigfús Björnsson Ný skáldsaga eft- ir Vigfús Björnsson ,„Súrt regn“ nefnist skáldsaga eft- ir Vigfús Björnsson, sem Skjaldborg hf. á Akureyri hefur gefíð út. Þetta er önnur skáldsaga Vig- fúsar, sú fyrri „Skógarkofinn" kom út 1982. Þessi nýja skáldsaga Vigfúsar skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn heitir „Vonglaðir ferðamenn" og síðari hlutinn „Súrt regn“. Á bók- arkápu segir m.a., að þessi saga sé „ótrúlega áhrifamikil og stórbrot- in saga um ástir heimasætunnar í dalnum og tónskáldsins í borginni, ómengaða íslenska náttúru, súrt regn, dapurlegar framtíðarhorfur heimsbyggðarinnar, gljáfægð drápstæki og reginöfl sem heimta blóð“. Og einnig segir: „í þessari sögu tekst Vigfúsi að draga upp mjög sanna mynd af hinni óspilltu íslensku náttúru og hinum dapur- legu framtíðarhorfum heims- byggðarinnar." INNLENT, Birgitta Halldórsdóttir Ný skáldsaga eftir Birgittu H. Halldórsdóttur Háski á Hveravöllum nefnist ný skáldsaga eftir Birgittu H. Hall- dórsdóttur, sem Skjaldborg á Akur- eyri hefur gefið ÚL Þessi skáldsaga er þannig kynnt á bókarkápu: „Einhver undarlegur dularhjúpur var yfir afdrifum Kristínar, blaðakonunnar fögru. Blaðakonan Marta fer til Hvera- valla, þar sem slysið átti sér stað. Þar bíða hennar margs kyns hætt- ur og háski; ekki einungis af manna völdum, heldur einnig af völdum hjarta hennar sjálfrar. Alþingismaðurinn Friðrik kemur inn í líf hennar. Það er ást við fyrstu sýn, en gallinn er sá að Friðrik á konu, Maríu, sem ekki er á því að sleppa manni sínum fyrir- hafnarlaust. Háski á Hvera völlum er önnur skáldsaga Birgittu H. Halldórs- dóttur. Sú fyrsta „Inga“ kom út á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.