Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 40
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 „Hvað hefur skeð, þjóð mín?“ Prédikun sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar við setningu Alþingis 10. okt. Lúk. 12:13—21 „En einn af mannfjöldanum sagði við hann: Meistari, seg þú bróður mínum að skrifta með mér arfi okkar. En hann sagði við hann: Maður, hver hefir sett mig dómara eða skiftaráðanda yfir ykkur? Og hann sagði við þá: Gætið þess að varast alla ágirnd, því að þótt ein- hver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki trygt með eigum hans. Og hann sagði þeim dæmisögu þessa: Einu sinni var ríkur bóndi. Hann átti land sem hafði borið mikinn ávöxt; og hann hugsaði með sér og sagði: Hvað á ég nú að gjöra? Þvi að eg hefi ekki rúm, þar sem eg geti látið afurðir mínar. Og hann sagði: Þetta skal eg gjöra: rífa niður hlöður mínar og byggja aðr- ar stærri, og þar vil eg safna öllu korni mínu og auðæfum saman. Og eg skal segja við sálu mína: Sál min, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvíl þú nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimt- uð, og hver fær þá það, sem þú hefir aflað? Svo fer þeim, er safn- ar fé, og er ekki ríkur hjá Guði.“ Bæn í upphafi predikunar: Ó, lífsins faðir, herra hár, vor hjörtu minnast þinna gjafa. Vort skjól varst þú í þúsund ár í þungu róti storma og hafa. Þinn geisli laut að lágum gluggum, að litlum báti og grýttri strönd. Þú lagðir veg úr ljósi og skuggum og lézt oss ganga þér við hönd um ár og aldir. Þú sendir ofan ótal ljós til einnar sálar tii að græða, er hljóðlát bæn við yzta ós barst upp til þinna tignu hæða. Þú varst vor Guð í gæfu og syndum. Þú gafst þeim veiku trú og þrótt. Á enni lúð af landsins vindum féll ljómi af þinni dýrð um nótt. Þú gafst og gefur. Heyr bænakvak vort blúgt og veikt: Lát birta og fagran morgun renna. Lát hjörtun, sem þú hefur kveikt í helgidómi þínum brenna. Lát enga sál við hlið þína hika, þótt heyrist köll úr áttum tveim. Gef ævi hárra augnablika, sem anda mannsins visa heim, að lífs þíns lindum. Ó, blessa, faðir, þá sem þjást, lát þreyttan fagna nýjum degi. Lát tindsins dýrð úr dalnum sjást, er dimmt er yfir barns þíns vegi; og leið oss einn um aldaraðir frá efans hiki að trú og dáð. gjör stórt hið litla land vort, faðir, í ljóssins heimi af þinni náö, sem vöxtinn veitir. (Helgi Sveinsson) 1944. Á hrifnæmri stund stóð þjóðin og starði móti árroða nýrra daga. Hún var sæl og ánægð, — brjóstið bærðist af stolti, — yfir apalhraun áþjánar, fátæktar og hungurs var hún komin á sinn helgasta stað með fsland í fang- inu. Nú skyldi ljós menningar og framfara skína á það líka. Frá titrandi börkum bárust hástemmd orð og árnaðaróskir, — og hrif- næm sál tók að ljóða þennan und- arlega fögnuð sem hug okkar fyllti. Skáldið söng: Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rós- um, — hennar sögur, — hennar ljóð, — hennar líf vér kjósum. Og við, þjóðin, við gripum þessi orð og gerðum að okkar. Yfir fjöll og dal og sundin blá barst söngur þessar- ar heitstrengingar sem undirspil þess kliðs, sem vinnandi höndum fylgir. Það var undurgaman að vera til, finna morguninn leika um sig, sjá systkin bera gjafir til þess mesta ævintýris sem þessi þjóð hefir skráð. Hátimbraðar hallir reistu vinir hlið við hlið, og það voru ekki aðeins rétt á milli hamr- ar og sagir, heldur kvöld og nætur og helgar. Það var þjóð á för, þar sem menn tóku í ólar saman, báru hver annars byrðar. Já, happ eins var happ okkar allra, — byrði eins byrði okkar allra. Yfir þjóðina drupu blessunar- daggir skaparans. Jörðin gaf af sér ávöxt, svo við urðum að byggja stærri og stærri hlöðu, — íslenzk- ar sveitir hreinlega breyttu um svip, — og hafið okkar víkkaði svo mjög að við þurftum fleiri og fleiri skip, til þess að sækja auk okkar í gullakistur hafsins. Eyjan okkar, Island, var skráð með gjafmild- ustu löndum heims við okkur þegnana, þig og mig. Já, mikið óskaplega urðum við rík. Það voru ekki neinir hólbúar, sem spröng- uðu um nýlögð stræti og torg, heldur kóngar og drottningar í pússi af dýrustu vefstólum heims- ins. Og slíkum hæfði ekki leggur eða skel, við vildum eignast gullin, sem birtust á iðutorgum hinna ríkustu þjóða, ekkert minna hæfði mér eða þér. Taktsproti lífsins tif- aði hraðar og hraðar, og sú kom stund, að skipin okkar fundu ekki kóð til þess að greiða með þann fögnuð sem við, þú og ég, vildum hafa á íslandsgrund. En við erum menntuð þjóð, kunnum nógu margar tungur til þess að biðja um erlend lán, — og við kunnum líka að skrifa, setja nöfn afkom- enda okkar undir. Víst höfum við sjálf verið dug- leg, lagt fallvötn í hlekki, sigrað fjöll og torfærar ár, — en samt, — samt er eitthvað breytt. Skáld æsku minnar er dáið, en inní þagnarklettinn er líka horfið fagnaðarhróp þess frá 1944: Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum./hennar sögur, hennar ljóð/hennar líf vér kjósum. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson Hvað hefir skeð, þjóð min? Hvenær hætti byrðin þin að vera byrðin mín? Hvenær hætti happið mitt að vera happið þitt? Hvenær, — hvenær breyttist hann granni minn úr vini í andstæðing, sem ég verð að beita hörku til þess að sigra? Eg sé það á öllu hans hátta- lagi, að hann hefir hærri laun en eg, — og kíki eg í skattskrána, þá sé eg líka að hann á vini sem gera honum kleift að sleppa undan burði allra þjóðarbyrða af hverju á eg ekki svona vin? Eg streða og streða, konan mín blessuð líka, en samt eignumst við ekki neitt, sem orð er á gerandi. Er það kannski satt, sem eg heyrði eftir konu grannans, að það væru bara aular sem héldu að vinna og streð veittu aðgang að þjóðararfi? Hvenær, — hvenær þjóð mín skeði það? Hve- nær hætti einstaklingurinn, — menntun hans, — slípun hæfileika hans að vera auður hverrar þjóð- ar, en eitthvað allt, allt annað tók við? Hvenær hættum við að vera fylkingin sem syngjandi kát bár- um ísland út í sólskinið, en létum púka græðginnar tæla okkur til þeirrar vitfirringar, að við, hvert og eitt, værum til meiri réttar bor- in en allt hitt hyskið? Það var þeg- ar við týndum íslandi sem þjóð, en tókum græðgina í fangið í staðinn. Vinur minn einn, mikill hugsuð- ur, hélt því eitt sinn fram við mig, að til þess að þjóðir gætu orðið sterkar, þá þurfi þær fyrst að falla á kné undan oki einhverrar óárun- ar. Þetta er skelfileg kenning, og jafnvel mætti draga þá ályktun af henni, að stríð sé þjóðum blessun, — jafnvel stríð við sjálfa sig. Kirkja Krists á jörðu neitar að játast undir slíka speki. Hún trúir því, að lífsvoðin sé ofin úr ljósi og skugg- um, og að hamingja þjóða ráðist af því, hvort við berum lífþræði ljóss eða náþræði myrkurs til vefsins. Hún trúir því líka, að hægt sé að komast að því á hverju púki fjósbitans nærist, — hægt sé að hefta vöxt hans, — jafnvel draga úr honum allan mátt. Eitt sinn var herra kirkjunnar spurð- ur, hvernig það væri gert, og hann svaraði: Elska skaltu Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt, þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveim boðorðum byggist allt lög- málið. Er það ekki, þjóð mín, meinið sem við erum að glíma við, að mér þykir ekki nógu vænt um þig? Það sem er þitt álít eg mitt, en það sem eg á kemur þér hreint ekk- ert vió. Elska skaltu, sagði Kristur. Eg á ekki að sækjast eftir gjöfum, Hafa skal það sem sannara reynist - eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Sunnudaginn 18. nóv. sl. birtist í Morgunblaðinu allítarleg frásögn af umræðum um dagvistarmál í borgarstjórn Reykjavíkur. Sú frásögn er bæði þakkarverð og ánægjuleg nýbreytni því umfjöll- un um borgarmálefni hefur ekki átt sérstaklega upp á pallborðið í fjölmiðlum sl. tvö ár. Dagvistar- mál eru heldur ekki vinsælasta umræðuefni fjölmiðlanna nú á tímum hagtalna, meðaltalsút- reikninga og hundraðshluta- kúnsta. Sú sem sat þennan borgar- stjórnarfund fyrir Morgunblaðið var Ásdís Rafnar og því gef ég mér það að hún hafi skrifað þessa frásögn. Og þó hún eigi þakkir skilið þá get ég ekki annað en gagnrýnt þá óvönduðu blaða- mennsku sem fram kemur í lok annars hlutlægrar frásagnar. Undir millifyrirsögninni „Þá var Kvennaframboðið á móti“ segist henni svo frá: „Á síðastliðnum vetri var það samþykkt í borgar- stjórn að borgin veitti þeim aðil- um og fyrirtækjum, sem stofna dagvistarheimili á sínum vegum, styrki sem nema 17% rekstrar- kostnaðar leikskóla og 25% rekstrarkostnaðar dagheimila. Slík heimili yrðu háð eftirliti af hálfu borgarinnar." Síðan segir hún frá því að Adda Bára Sigfús- dóttir og Guðrún Ágústsdóttir frá Alþýðubandalagi hafi stutt þessa ákvörðun „en borgarfulltrúar Kvennaframboðsins og Gerður Steinþórsdóttir (B) greiddu at- kvæði á móti og bókuðu andstöðu sína sérstaklega." Sumt ofsagt, annaö vansagt í þessari frásögn blaðakonunn- ar er sumt ofsagt og annað van- sagt, enda hefur varla annað séð en að þessi halaklepri þjóni þeim tilgangi einum að gera Kvenna- framboðið tortryggilegt í augum lesanda Morgunblaðsins. En hafa skal það sem sannara reynist og því ætla ég að rekja í stórum dráttum þær forsendur sem lágu til grundvallar í máli þessu. 1. Ofsagt er að borgin hafi sam- þykkt að veita „þeim aðilum og fyrirtækjum, sem stofna dag- vistarheimili á sínum vegum" styrki til rekstrarins. Af þessari útleggingu á samþykkt borgar- stjórnar gætu lesendur ályktað sem svo að þarna væri t.d. verið að fjalla um foreldrarekin dag- vistarheimili í hverfum borgar- innar. Svo er ekki. Samþykkt fé- lagsmálaráðs og borgarstjórnar náði einvörðungu til „dagvist- arheimilis á vegum atvinnurek- enda og/eða starfsmannafé- laga“. Tilefni þessarar sam- þykktar var beiðni eins stórfyr- irtækis í Reykjavík, Hagkaupa, um rekstrarstyrk til dagvist- arheimilis sem það rak á þeim tíma. Var jafnframt gerð sér- stök samþykkt um þetta til- tekna fyrirtæki. 2. Það er rétt hjá blaðakonunni að Kvennaframboðið og Gerður Steinþórsdóttir bókuðu and- stöðu sína sérstaklega í þessu máli, bæði í félagsmálaráði og borgarstjórn. Slíkar bókanir þjóna öðru fremur þeim tilgangi að vera vitnisburður um á hvaða rökum afstaða til mála er reist. Hefði blaðakonan því átt að sjá sóma sinn í því að fletta upp í fundargerð borgarstjórnar frá 20. jan. og félagsmálaráðs frá 12. sama mánaðar og kynna sér rök okkar sem á móti vorum. 3. f bókunum Gerðar Steinþórs- dóttur í félagsmálaráði og borg- arstjórn kemur fram að hún leggi „áherslu á, að dagvistar- heimili verði byggð og rekin í hverfum borgarinnar á sama hátt og skólarnir, en ekki í tengslum við einstaka vinnu- staði“. í framhaldi af því segir hún: „Af þessum ástæðum er ég andvíg þvi að borgin styrki rekstur dagvistarheimila á veg- um atvinnurekenda og tel það spor aftur á bak í dagvistarmál- um.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það er einfaldlega ekki hlutverk borgar- sjóös að verja almanna- fé í rekstrarstyrki til fyrirtækja, hver svo sem rekstrarliöurinn er.“ 4. f bókun Kvennaframboðsins í borgarstjórn segir m.a.: „Borg- arsjóður á ekki að okkar mati að styrkja dagvistarrekstur einka- fyrirtækja. Borgaryfirvöld geta ekki tryggt rétt foreldra við slíkt rekstrarform, t.d. varðandi uppsögn í vistunarrými fyrir barn, eða ef fyrirtækið telur sér hag að því að leggja dagvistar- rekstur niður. Vilji meirihluti borgarstjórnar styrkja fyrir- tæki í þessu máli, er lág- markskrafa að áður sé fyrir hendi nægilegt framboð á al- mennum dagvistarrýmum, þannig að foreldrar eigi raun- verulegt val varðandi vistunar- form fyrir börn sín. Enn er langt í land að svo sé.“ í félagsmálaráði benti fulltrúi Kvennaframboðsins jafnframt á það að fyrirtækin ættu sjálf að standa undir þessum kostn- aði því það væri þeim í hag að laða til sín hæft og gott starfs- fólk með slíkum rekstri. Við þetta má svo bæta að fyrir- tækjunum ætti að vera akkur í því að fjárfesta á þann veg að þeim haldist á góðu fólki án þess að þurfa til þess aðstoð opinberra sjóða. Sú fjárfesting skilar sér ekki síður og ætti ekki að vera þeim ofviða fremur en uppbygg- ingu nýrra verslunarhalla. Það er einfaldlega ekki hlutverk borg- arsjóðs að verja almannafé í rekstrarstyrki til fyrirtækja, hver svo sem rekstrarliðurinn er. Þetta ætti sjálfstæðismönnum að vera einna best ljóst þar sem þeir pré- dika manna mest um frjálst fram- tak og gegn opinberri forsjá. Varla ætlast þeir til að hið frjálsa framtak greiðist af almannafé? Peningar eru afl hlutanna Ég sagði hér áðan að frásögn blaðakonunnar þjónaði augljós- lega þeim tilgangi að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.