Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 42
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Helgar- og ^ vikuferðir í vetur Glasgow \ ... frá kr. 7.825.- Edinbori .. . frákr. 8.371.- London ... frá kr. 9.792. París .... frá kr. 13.850.- Kaupm.höfn ... frá kr. 10.790. ... frá kr. 10.765.- Amsterdam ... frá kr. 12.191. Skíðaferðir2vikur til Austurríkis ffá kr. 22.098.- Kanaríeyjar lOdagar ... frá kr. 25.580.- . Skipuleggjum Viðskiptaferðir: viðskiptaferðir hvertsem er í veröldinni. Ferðaþjónusta Vinaheimsóknir — Kaupstefnur — Einstaklingsferöir — Umboð á íslandi fyrir Ferðaþjónusta ATLANTIK sér um að finna hagkvæmustu DINERS CLUB 09 Þægilegöstu ferðina fyrir viðskiptavini sína INTERNATIONAL Þsim að kostnaöarlausu. OtCO(VTH< FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Metsölublað á hverjum degi! Eigendur sólbaðsstofa funda f fyrsta sinn: „í hófi eru ljós- in hollusta“ Reiði í garð fjölmiðla Mæting var afar góð er eigendur sólbaðsstofa komu saman til fundar að Hótel Hofi sl. þriðjudagskvöid til að raeða sín mál með tilliti til frétta um hugsanleg tengsl húðkrabba- meins og sóllampanotkunar sem hafa verið ofarlega i baugi að und- anfornu. Þetta er í fyrsta sinn sem eig- endur sólbaðsstofa koma saman, en á fundinn mættu um fimmtíu manns, fulltrúar tuttugu og fimm sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæð- inu, auk tveggja innflytjenda sól- bekkja. Á fundinum kom fram mikil óánægja og í sumum tilvikum reiði, vegna fréttaflutnings af fyrrgreindum málum að undan- förnu og töldu margir sólbaðs- stofueigendur ómaklega vegið að atvinnugrein sinni. En aðsókn að stofunum hefur í sumum tilvikum minnkað um allt að 50% til 60% á síðustu vikum. „Það er pólitík í þessu máli,“ sagði Ásta Gunnarsdóttir, sem rekur snyrti- og sólbaðsstofuna Viney í Árbæjarhverfi. „Og það er alvarlegt mál að Eiður og Jóhanna skuli vaða með málið inn á þing, rétt fyrir flokksþing Alþýðu- flokksins, án þess að þau hafi nokkuð til sins rnáls." En eins og kunnugt er, lögðu þau Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir nýlega fram á al- Gerður. „Það væri áfall fyrir fólk ef það yrði svo hrætt við að fara í Ijós að það hætti því og missti fyrir vikið af þeirri hollustu og slökun, sem ljósaböð veita, séu þau stunduð í hófi.“ Var rætt um að mynda samtök, sem þrýstu á um hert eftirlit með þessum vörum. „Við vitum að þessir geislar geta verið hættu- legir og því er aukið eftirlit okkur í hag,“ sagði Helga ívarsdóttir og bætti við að Geislavarnir ríkisins hefðu í dag ekki einu sinni nægan mannskap til þess að fylgjast með röntgentækjum tannlækna á land- inu, hvað þá perum í öllum sól- bekkjum. Aðrir, þ.á m. Róbert Bender frá fyrirtækinu Benco og Páll Stef- ánsson heildsali, sem báðir flytja inn mikið af sólbekkjum, bentu á að allar perur í sólbekki, sem fluttar væru inn hingað til lands, væru háðar samnorrænu eftirliti, sem geislavarnir Íslands, Noregs og Svíþjóðar hefðu komið sér upp í sameiningu til hagræðingar. Ættu því engar vörur í þessum flokki, sem ekki væru viðurkenndar af yf- irvöldum, að geta verið á mark- aðnum. Þá var rætt um að þeir sem rækju sólbaðsstofur mættu ekki láta ofnotkun sólbekkja viðgang- ast. Fram kom, að komið hefði fyrir að fíkni fólks í að vera lengur í bekkjunum en því væri ráðlagt Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 50 manns sóttu fund sólbaósstofueigenda sl. þriðjudagskvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þeir koma saman til fundar. þingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að skipuð verði nefnd til þess að rannsaka hugsanleg tengsl húðkrabbameins og sól- lampanotkunar og vitnuðu þar m.a. máli sínu til stuðnings í við- tal Morgunblaðsins þ. 8. þ.m. við Árna Björnsson, skurðlækni á lýtalækningadeild Landsspítalans. Aðrar raddir töluðu um „órökstuddan áróður fjölmiðla gegn sólbaðsstofum" og enn aðrar vildu að sólbaðsstofueigendur hvettu þingnefndina til þess að hraða störfum sínum og byðu henni samvinnu. En fundarmenn létu einnig i ljós mikinn áhuga á aukinni fræðslu um eðli sóllampa og þeirra geisla sem stafa frá hinum ýmsu gerðum af perum í bekkjun- um. „Við ættum eiginlega að vera þakklát fyrir þá umræðu sem hef- ur skapast, því þegar upp er staðið ætti hún að geta orðið öllum aðil- um til góðs,“ sagði Gerður Pálma- dóttir, eigandi sólbaðsstofunnar Sólskríkjunnar við Laugaveg. „Ljósin eru eitt af því sem gerir líf fólks hér á landi þægilegra, heilbrigðara og skemmtilegra, líkt og sundlaugar, gufuböð og fleira, sem okkur Islendingum veitir ekk- ert af til þess að láta okkur líða betur í skammdeginu," sagði hefði valdið þvi bruna og öðrum óþægindum og Róbert Bender kvaðst álíta að svokallaðir „tvö- faldir tímar", sem margar sól- baðsstofur bjóða upp á, gætu verið hættulegir. Spurt var, hvort aukning húð- krabbameinstilfella á íslandi að undanförnu væri marktæk og ef svo væri, hvort þar væri þá ekki frekar um að ræða orsakasam- hengi við auknar sólarlandaferðir íslendinga á undanförnum árum en notkun sólbekkjanna, þar sem svo skammt væri liðið frá því að hún varð almenn. f fundarlok ákváðu sólbaðs- stofueigendur að bindast samtök- um, m.a. í þeim tilgangi að „vikka hóp viðskiptavina með þvi að kynna fleiri hliðar á þessum mál- um, t.d. heilsufarslegar — og vinna að því að safna og dreifa upplýsingum um þau“. En fram kom á fundinum, að þekking fund- armanna á geislunarmálum var afar misjöfn, enda töldu sumir þeirra að slík þekking væri ekki jafn aðgengileg og vera ætti. Skipuð var undirbúningsnefnd til þess að vinna að væntanlegri félagsstofnun og sitja í henni þau Ásta B. Vilhjálmsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Halldóra Helga- dóttir, Helga fvarsdóttir, Róbert Bender og Snorri Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.