Alþýðublaðið - 19.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.11.1931, Blaðsíða 4
4 HfcÞÝÐUBHAÐlÐ hreyfingar án byltingar, piað skal hver dæma fyrir sig. En nú eru þeir mjög ánægðir sem auðvalds- Mguþý, og foringjar þeirra hreiðra um sig í Mjólkurfélags- húsinu, eins og hrafn á kirkju- tumi. Er þeim sannarlega ekki ó- velkominn fjárhagslegur stuðn- ingur auðvaldsins, ef þeir í end- urgjaldsskyni eiga að eyða Al- þýðuflokknum og splUndra verk- lýðshreyfingunni ineð æsingum og kjánalegu athæfi sínu. Virt- ist mér sem alþýðan ætti að siýna þessum angurgöpum hæfilega fyrirlitningu og sjá um að spill- ingarstarfsemi þeirra beri ekkj árangur. 16. nóv. ’31. G. B. B. Á útsolnnnl seljum við meðal annars: Þykk og góð kápuefni frá kr. 4 pr. metra. Mikið af t óðum Morgunkjóiaefnnm með sérstöku tækfærisveiði. Hvítt léreft frá kr. 0,55 pr. m. Flúnel frá 0,65 pr. m- Tvisttau frá kr. 0,65 pr. m. Góð Manchettskyrtuefni, margar tegundir, ki 1,00 pr. m. Fiðurheit léreft frá kr. 1,20 pr. m. Lakaefni, ágæt tegund, kr. 2,50 í lakið, einlitt í sængurver, frá kr. 0,60 pr. m. Hvítt damask, frá kr. 6,30 í verið og fleira og fleira eftir þessu. — Birgið yður nú upp og kaupið ódý/a góða vöru núna i peningaleysinu. Martelnn Einarsson & Co. Hafnarfjðrðnr. F. U. J. heldur kaffikvöld í bæjarþingsalnum kl. 8V2 í kvöld. Ýmisliegt verður þar til skemtun- ar, en sjón er jafnan sögu ríkari, og ættu því félagsmenn að koma sem flestir. Um we^lnam. Skattstofn fyrir bæjarfélaglð. Fjárhagsnefnd Reykjavíkur hef- ir fallist á tillögu Héðins Valdi- marssonar, er vísað var til henn- ar á síðasta bæjarstjórnarfundi, og er þanniig:. „Bæjiarstjórn felur bæjarlaganefnd að semja og leggja fyrir bæjiarstjórninia frum- varp til laga um hækkun lóða- gjalds í Reykjavík, svo tíman- lega að leggja megi slíkt frum- varp fram í byrjun næstia þings.“ Leggur nefndin til, að bæjar- stjórnin samþykki tillöguna. Niðurjðfnunarnefnd verður kosin á bæjarstjórnar- fundinum í dag. Hækkun vatnsskatts. Samkvæmt tillögu Héðins Valdimarssonar var tillögu Kmúts Zimsens um hækkun vatnsiskatts vísað á síðasta bæjarstjórnarfundi aftur til vatnsnefndarinnar til frekari athugumar í því skyni að draga úr hækkun skattsiiis á í- búðarhúsum. Nú hefir nefndin breytt tillögunni þannig, að hækk- unin verði 25°/o', í stað 40% í til- lögu Knútsi, en mismunurinn tak- ist af hreinum hagnaði af vatns- sölu til skipa, sem frá byrjun þessa árs' renna til vatnsveitunn- ar, og séu jafnframt athuguð við- skifti hafnarinnar og vatnsveit- unnar síðustu árin. — Samikvæmt athugun nefndarinnar er auka- vatnsskattur af fisikverkunar- stöðvum 300—500 kr. af stöð eftir stærð þeirra. Börnin í Sogamýrarbygðinni. Á fjárhagsnefndarfundi, er haldinn var nýilega, skýrði borg- arstjóri frá því, að hann hefði átt tal við umbjóðendur h .*f. Strætisvagna Reykjavíkur imi flutning skólabarna úr Sogum og Laugahv-erfi. Vill félagið flytja (börnin í skóla og úr fyrir 5 aura gjald hvora leið til loka skólatim- ans. Stefán Jóh. Stefánsson legg- ur til, að bærinn borgi flutning- inn fyrir öll börnin úr þessum! hverfum, án manngreinarálits, en meiri hluti nefndarinnar leggur til, að erindum Soga- og Lauga- hverfis-búa um ókeypis flutning barnanna verði ekki sint, eins og þau liggja fyrir, heldur verði fjárhagsnefndinni heimilað að greina á milli þeirra eftir efnum og ástæðum aðstandenda þeirra og endurgreiða fargjöldin að ein- hverju lieyti samkvæmt því. Þann- ig fer það mál til bæjarstjórnar- fundarins í diag. „Skugga-Svein“ verður byrjað að leika um næstu helgi í Grindavík. Sveinn Hall Ásmundsson bóndi þar, fyrrum prentari, hefir máLað. leiktjöldin og tekist sérliega vel mieð helli útilegumannanna. Til máttvana drengsins. Frá LoIIa kr. 3,10. Alls komið 751 kr. íslenzkar og 5 kr. dansikar. Bazarnefnd vierkakvennafélagsins „Frarn- sóknar“ viIJ með línum þessum rainna félagskonur og aðra vel- unnará féliagsins á, að bazar fé- lagsins verður haldinn þriðjudag- inn 24. þ. m. Eru konur beðnar að koma munum sínum sem fyrst til nefndarinnar. Hvað er að frétía? Nœturlæknir er í nött Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. íslenzka krónan er í dag í 63,51 gullaurum. Veorid. Otlit hér á Suðvesitur- landi: Hægviðri og víðast létt- skýjað framan af deginum, en. síðan vaxandi suðaustanátt og 'regn í nótt. Otvarpíð í diag: Kl. 16,10: Veð- urfregnir. Kl. 19,05: Þýzka, 2. fi Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Enska, 2, fl. Kl. 20: Laufey Valdi- marsdóttir flytur erindi: Kven- réttindamál, III. Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21: Hijómleikar (Þ. G. og E. Th.). Kl. 21,15: Spaug (Bj. Björns- son). Kl. 21,35: Söngvélarhljóm- leikar (Mozart). Danzleikur „Árinanns“ verður haldinn á laugardagmn í Iðnó. Hljómsveit Hótel íslands og P. O. Bernhurg spila. Aðgönigumiðar fást fyrir félaga og gesti í Efna- laug Reykjavíkur og í iðnó eftir kl. 4 á laugardag og kosta 3 kr. fyrir konur og 4 kr. fyrir karl- mienn. Vafalaust verður þetta fjörugur danzlieikur, eins og „Ár- manns’-danzleikir eru alt af og mun því mega búast við húsfylli. „Armennkigur“. Togararnir. „Tryggvi gamli“ kom í gær úir Englandsför. Bæknr. xxxxx>ooo<xxx Bylting og íhald úr „Bréfi til Láru". „Smiður er ég mfndur‘l, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eftirmála. Söngvar jafnaðarmanna, valin ljóð og söngvar, sem alt al'þýðu- fólk þarf að kunma. Njósnarinn mikli, bráðskemti- leg leynilögreglusaga eftir hinn alkunna skemtisagnahöfund Wil- liam le Queux, Kommúnista-ávarpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels. Fást í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. Smekkleg a§tar vetrarkápur handa bSrnnm og unglingum. Sokkabúðin, Laugavegi 42. Mðncliettskyrtar i feikna — úrvali, öll verð. Sokkahúðin, Langavegi 42. Húskinusblnssnr, allar stærðir, fjölda litir, Sokkabúðin, Laugavegi 42. GúmmíkápiiP og Regnkúpar handa nng- nm og gömlum hvergi eins ódýrar. Sokkabúðin, Lauga- vegl 42. Silkijersybnxap og alls konar undirfatnað selur engin ódýrara en Sokkabúðin, Laugavegi 42. Knldahiifar handa drengjnm og Sullorön- um úr völdu skinni seljnm við afaródýrar. Sokkabúð<- in, Laugavegi 42. Sokkar, margar nýjar tegundir handa börnnm og fnllorðnum. Kom> ið fyrst til okkar. Það mun æfinlega borgasig Vörngæði mest. Verðið lægst. Sokka- búðin, Laugavegi 42. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN,. Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentun svo sem erfiljóó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðii vlnnuna fljótt og viB réttu verði. Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sann- gjörnu verði. Sporöskjurammar, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.