Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 44
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Hin langa bið eftir lokum Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: HIN LANGA BIÐ („The Last Winter“) Leikstjóri: Riki Shelach. Aöalhlut- verlc Kathleen Quinlan, Yona Elian. ísraelsk, frá Tri-Star. Ilreifð af Cohimbia Pictures. Ekki kann ég nein skil á þeirri ólíklegu armæðumynd sem sök- um einhverra furðulegra orsaka hefur rekið á fjörur Stjörnubíós alla leið austan úr Miðjarðar- hafsbotni. Reyndar er armæð- unni, sem hlotnast hefur nafnið Hin langa biö, á ylhýra málinu, dreift af Columbia — en Stjörnubfó er umboðsaðili þess hérlendis. Þá er hún, merkilegt nokk, að öllum lfkindum fyrsta myndin sem framleidd var af Tri-Star, en það var yngst stór- veldanna i kvikmyndagerð og dreifingu, stofnað í fyrra. Sýning þessarar langt að- komnu iágkúru hérlendis er enn raunalegri þegar haft er i huga að ísraelsmenn eru afkastamikl- ir kvikmyndagerðarmenn og hafa efalaust uppá margar mikið betri myndir að bjóða sem við fáum örugglega aldrei tækifæri til að sjá hér. Hin langa biö gerist að loknu þvf vopnaskaki gyðinga og araba sem kennt hefur verið sfðan við helgasta dag þeirra fyrrnefndu, Yom Kippur. TVær konur, önnur israelsk valkyrja, Yona Elian, hin gyðingur af bandarísku bergi brotin, Kathleen Quinlan, eru báðar að reyna að hafa uppá mönnum sínum sem hurfu f þessum sfðustu blóðsúthelling- um nágrannanna. í þeim horfði nokkuð á annan veg en f þeim fyrri: nú gátu arabar loks eitt- hvað bitið frá sér, í stað þess að renna af hólmi, berlappaðir, gómuðu þeir nokkra af þessum erkiandskotum sínum og hnepptu í fangabúðir. Sýnd er kvikmynd af föngun- um á vegum þeirrar deildar Isra- elshers sem hefur umsjá með að hafa uppá hermönnum sem týndust í bardögunum. Telja fyrrnefndar tvær kvinnur sig kenna sína ektamaka f sama manninum á filmunni. Til að byrja með leggja þær nokkurt hatur hvor á aðra í ang- ist sinni og hugarvilnan, en þeg- ar tekur að siga á þessa löngu- vitleysu eru þær svo gott sem óaðskiljanlegar og bfða heim- komu hins óútreiknaða manns með bróðurlegu hugarþeli. í stuttu máli þá er Hin langa biö löng og leiðinleg kvikmynd sem kannske hefur hitt f mark meður lýðs ísraels, en hér slær hún á enga viðkvæma strengi. Allt kafnar í vellu. Efnið, í sjálfu sér raunalegt, er teygt og togað og handleikið af kvikmynda- skussum með þeim árangri að maður var sffellt blimskakkandi augum á klukkuna i þeirri von að senn tæki Hin langa bið eftir sögulokum enda. Hin langa biö er væmin, meira að segja svo væmin að leikstjór- inn dregur uppá tjaldið löngu liðnar og gleymdar hryllingsað- ferðir f slepjusköpun, róman- tískt gönuhlaup og teprutusk móður og sonar á sandströnd i aftanskini, sýnt f hægagangi. Smeðjuskapurinn getur fjanda- kornið ekki orðið verri. Stundum hefur maður sterk- lega á tilfínningunni að leik- stjórinn sé að umvenda þessu verkefni sinu, sem vissulega hef- ur átt að vera alvarlegt og um- hugsunarvert, í þriðja eða fjórða flokks klámmynd, enda kveður löngum undir „Emmanuelle- tónlist". Kvinnurnar virðast nef- nilega löngum komnar á fremsta hlunn með að fara að leika sér hvor við aðra og hin kynferðisl- ega lausn á lokum myndarinnar er jafn bágborin og hún sjálf f heild. Hin langa bið er lélegasta mynd sem ég hef séð langalengi. Fórnfæringar og Oberammergau Erlendar bækur Sigurlaugur Brynleifsson Aubrey Burl: Rites of the Gods. J.M. Dent 1981. James Bentley: Oberammergau and tbe Paasnon Play. Penguin Books 1984. Burl hefur skrifað nokkrar bæk- ur um forsögu Breta, hefur einnig staðið að fornleifarannsóknum og er kunnur fyrirlesari um þau efni. í þessari bók lýsir hann fjölda helgra staða og hofa, þar sem fólk kom saman á vissum tfmum til þess að dýrka og fórna guðum sfn- um. Hann fjallar um hliðstæða staði t.d. á Norðurlöndum og víkur að hellaristunum i þvi sambandi. Kumblin sem fundist hafa f nám- unda við eða á þessum fornu helgi- stöðum eru heimildir um þau trú- arbrögð og þær venjur, sem tíðk- uðust við dýrkun guðanna. Oft má finna hliðstæður meðal einangr- aðra þjóðflokka nú á dögum, um greftrunarsiði og fjölkynngi. Með þessum heimildum, bæði beinum og óbeinum, leitast höfundur við að draga upp mynd af samfélögum og trúarbrögðum forsögulegra tímaskeiða. Fjölmargir uppdrætt- ir og myndir fylgja, sem fylla og skýra textana. Fórnfæringar voru veigamikill þáttur trúarbragðanna, þegar hætta steðjaði að buðust menn til þess að fórna sér eða var fórnað til þess að samfélag eða fjölskyldan mætti lifa áfram. Fórnir til árs og friðar voru árlegur viðburður, stundum tvisvar á ári. Mynd- breyttar fórnir eiga sér ennþá stað, nú ganga þær undir öðrum nöfnum og eru réttlættar á öðrum forsendum. Þetta er fróðleg bók, höfundi tekst að draga upp mynd af hinum fornu samfélögum og guðsdýrkun þeirra. 1633 hétu íbúarnir I þorpinu Oberammergau því, að ef Guð verndaði þá fyrir plágunni, myndu þeir leika helgileik á tíu ára fresti um aldur og ævi. Helgileikurinn var til minningar um pinu og dauða Krists og upprisu. Astandið í Bæjaralandi á fyrri hluta 17. ald- ar var dapurlegt, þetta var á árum þrjátíu ára stríðsins, villi- mennska, hungur og farsóttir geisuðu, viðbjóðslegustu fólsku- verk voru framin, eyðileggingin var slík að sagnfræðingar hafa haldið því fram að það hafi tekið Þjóðverja aldir að ná sér eftir styrjöldina. Þeir sem lifðu af morðæði stríðsins og féllu ekki úr hungri urðu fjölmargir fórnardýr plágunnar. Og tíunda hvert ár hafa leikarn- ir farið fram á sama stað og undir sömu formerkjum. Reynt hefur verið að fá þorpsbúa til þess að fara í leikferðir, en því hefur allt- af verið hafnað, Hollywood bauðst til að kvikmynda leikana, því var einnig hafnað. Hrá gróðasjónarmið hafa aldrei náð að slæva kennd þorpsbúa fyrir list sinni, viðfangsefnið er hafið yfir viðhorf prangaranna. Mikill fjöldi manna sækir til Oberamm- ergau leikárið og í ár, 1984, var búist við miklum grúa ferða- manna. Bentley segir sögu leikanna og þorpsins frá upphafi og fram á þennan dag, fjölmargar myndir eru prentaðar i texta og á litsið- um. LAURA Myndbond Árni Þórarinsson Laura ☆ ☆ ☆ Leikstjóri og framleiðandi: Otto Preminger. Kvikmyndataka: La Shelle. Aðalhlutverk: Gene Tiern- ey, Dana Andrews, Clifton Webb, Vincent Price. Tónlist: David Raksin. Gerð 1944 af 20th Cent- ury-Fox. Frá CBS-FOX. Sýn.tími: 88 mín. Svart/hvít. Þegar maður sest niður við að horfa á aldurhnignar, frægar myndir, skýtur þeirri hugsun fyrst uppí kollinn; hvernig hef- ur hún elst? Tímarnir breytast og smekkur manna er óðfluga að aðlagast nýjum umbúðum og innihaldi. Meira að segja þola sumar myndir ekki nema örfá ár til að tapa gildi sinu í augum nútimans. Og eins eru til gaml- ar myndir sem maður sér í nýju og betra ljósi í dag. Laura er ein þeirra mynda sem alltaf standa uppúr. Ekki það meistarastykki sem hún þótti á sínu fyrsta ári, 1944, en samt sem áður i alla staði vönd- uð skemmtimynd með snúinni sögufléttu, „plotti", sem enn kemur á óvart. Myndin er sakamálamynd, í anda sem löngum hefur verið kenndur við Hitchcock, Laura (Gene Tierney) er vinsæl, fögur og framagjörn stúlka sem finnst myrt í íbúð sinni. Rann- sókn málsins lendir í höndum Dana Andrews en aðalsakborn- ingarnir eru Clifton Webb og Vincent Price. Sem fyrr segir, er söguþráð- urinn skemmtilega snúinn, að maður tali nú ekki um þegar sú spurning vaknar hvort Laura sé enn á lífi! En ódrengilegt væri að elta atburðarásina nánar. Það sem gerir Lauru svona ásjálega enn í dag er einfald- lega vönduð og góð kvikmynda- gerð í hvívetna. Og fimmti ára- tugurinn var einmitt blóma- skeið hinna svokölluðu „svörtu" sakamálamynda. Þá risu þær hátt. Lauru er vandfýslega leik- stýrt af þeirri gömlu kempu Otto Preminger sem aftur tók við myndinni úr höndum Roube Mamoulians, sem löngum þótti illrækur og sjálfstæður af kvikmyndajöfrum þessa tíma. Handritið er frísklegt og snú- ið en fyrst og fremst hnyttið og eins skynsamlegt og hægt er að ætla sér undir þeim margflóknu aðstæðum sem upp koma í myndinni. Leikurinn er góður og í öruggum höndum valin- kunnra leikara þess tíma, ein- sog Gene Tierney, Dana And- rews og ekki síst Clifton Webb, sem er óborganlegur í hlutverki miðaldra snobbfígúru. Kvik- myndatakan (s/h) var Oscars- verðlaunuð á sínum tíma og tónlistin lifir enn. Semsagt, af- bragðsskemmtun enn þann dag i dag. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ‘ ), >• RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.