Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 53 BSHHBs rnMmm /V‘iS .-w ’áípSftfef ff|ÍS$ Gallerí Rekagrandi Myndlíst Bragi Ásgeirsson Sýningastarfsemi á höfuðborg- arsvæöinu er um sumt farin ad taka á sig undarlegan og jafnvel dularfullan blæ. Þannig var um skeið til gall- erí í Hlíðunum er nefndi sig ein- faldlega „Gangurinn" en nú hef- ur það flutt sig yfir á Reka- granda og tekið sér nafn göt- unnar. Þótt ég búi sjálfur í Hlíðunum auðnaðist mér aldrei að líta inn í „Ganginn" enda ef- aðist ég stórlega um að hér væri um alvörugallerí að ræða þrátt fyrir að ýmis þekkt nöfn væru í bland meðal sýnenda. En á dög- unum mannaði ég mig upp og hélt alla leið út á Granda í leit að nefndu galleríi, sem hefur verið vel auglýst í fjölmiðlum án þess þó að sérstakur opnun- artími væri tilgreindur. Kom ég í fyrstu að luktum dyrum en náði seinna í skottið á fram- kvæmdastjóra gjörningsins á götu úti sem var svo vinsamleg- ur að kynna mér athafnasem- ina. Þótt lygilegt sé mun galleríið vera eitt hið þekktasta á erlend- um vettvangi hér í borg og vafa- lítið skáka hvorttveggja Lista- safni íslands og Kjarvalsstöð- um í þeirri grein. „Corridor Gallery" er sem sagt víða getið í Listatímaritum úti í heimi þar sem nöfn hinna staðanna getur hvergi. Máski er galleríið þann- ig frekar sett á laggirnar fyrir þá er erlendis búa enda hafa erlendir spurst fyrir um þetta gallerí er þeir hafa verið á ferð hér. Hvað um það þá prýða veggi þess ýmsar smámyndir og riss eftir þá Anselm Stadler, Helmut Federle, Martin Disler, John M. Armleder og Claudia Schiffle frá Sviss — Peter Ang- ermann frá Þýskalandi — John van Slot frá Hollandi — Daða Guðbjörnsson, Tuma Magnússon, Árna Ingólfsson, Kristinn G. Harðarson og Helga Þ. Friðjóns- son frá íslandi. Hinn síðasttaldi er forstöðumaður gallerísins. Mörg þessara nafn eru vel þekkt í heimalöndum sínum enda má sjá hina bærilegustu hluti innan um en slík sýning á frekar heima á Nýlistasafninu eða annars staðar þar sem fólk kemur. En áhugasamir geta að sjálfsögðu tekið sig til og leitað staðinn uppi. Listmálarafé- lagið sýnir í Galleríi islenzk list að Vestur- götu 17 sýna um þessar mundir 17 félagar Listmálarafélagsins. Hér er um að ræða olfumálverk, teikningar og grafík, enda eru þessar greinar myndlistar aðalsvið gerandanna svo sem nafn félagsins ber með sér. Félagið var öðru fremur stofnað til að gæta hagsmuna þeirra er stunda þessar greinar og eru allir virkir á vettvanginum ásamt því að vilja gjarnan sýna saman. Fyrir utan einstaklingssýningar í galleríinu setja félagsmenn reglulega upp samsýningar og er þá leitast við að fá sem flesta með hverju sinni til þess að sýningarn- ar gefi sem heillegasta mynd af félaginu. Svo sem sýningar félagsins hafa borið með sér hingað til þá er hér ekki á ferðinni nein tegund list- hóps, er heldur öðru fremur einni stefnu fram. Hér kennir einmitt margra grasa og engin listastefna telst annarri rétthærri. Hér er um starfsemi að ræða, er á sér hliðstæður erlendis og á full- an rétt á sér sem gild listkynning, enda má segja að allir meðlimir Listmálarafélagsins séu þjóð- kunnir myndlistarmenn og sýn- ingar þeirra myndu allstaðar sóma sér sem góð landkynning og raunsannur þverskurður íslenzkr- ar nútímalistar. Það er von mín að félagið eigi eftir að eflast á næstu árum, en til þess þarf það að fjölga félags- mönnum, en þó ekki um of. Um sjálfa sýninguna fjölyrði ég ekki hér, en sumt á henni kom undir- rituðum á óvart — hún er tvímælalaust ein sú sterkasta sem félagið hefur haldið á þessum stað og einstaka listamenn sýna mikið vaxtarmagn í verkum sínum. mm ■ ■ r að gefnu tilefni/ áð félagið mún framvegis sém hingað til, veita góðum viðskiptavinum • srnum sín bestu kjör. 1 / ",;'v-'V'; •/" /'V;;- "'vv;/.* ■/■■. v/ Góð þjénusta er sérgrein okkar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN . Aöalstrætí 6 sími 26466 EIMSKIP Fréttirfrúfmtu hertdi. Nú þegar frost er á fróni viljum við minna viðskiptavini okkar á að hitastig í vöruskálum Eimskips getur farið niður fyrir 0°C. Öryggi eigenda vöru sem ekki þolir frost eykst eftir því sem varan staldrar skemur við í skálunum, og mikilvægt er t.d. að athuga að frostlögur sé á bílum eða vélum. Vandaður frágangur vörunnar tryggir öruggari flutning EIMSKIP Síml 27100 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.