Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 50
58 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 + Eiginmaöur minn og faöir okkar, MARKÚ8 BENJAMÍN ÞORGEIRSSON björgunarnetahönnuöur, Hvaleyrarbraut 7, Hafnartlröt, varö bráökvaddur aö kvöldl 24. nóvember. Helena Rakel Magnúadóttir og dcetur. Eiginmaöur minn, MARTEINN EINARSSON, Alfaskeiöi 37, lóst heimili sinu aöfaranótt sunnudags 25. þ.m. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Sigrún Björnsdóttir. + Elskuleg eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Asgarói 75, andaöist i Borgarspitalanum aö morgni 26. nóvember. Siguröur Gunnar Sigurósaon, Guömundur Sigurösson, Helga G. Halldórsdóttir, Siguröur Agúst Sigurösson, Guörún Björk Björnsdóttir og barnabörn. + Ástkær faöir minn, HJÖRVAR KRISTJÁNSSON, Skipasundi 69, Reykjavík, andaöist aö kvöidi 23. þ.m. I Borgarspitalanum. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra aöstandenda, Kjartan Hjörvarsaon. Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓLAFUR HREIDAR JÓNSSON, Vogatungu 26, Kópavogi, lést i Borgarspitalanum aö morgni 24. nóvember. v Hólmfriöur Þórhallsdóttlr, Steinþór Ólafsson, ÓKna Geirsdóttir, Þórhallur Ólafsson, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Einar Jón Ólafsson, Aöalbjörg Lúthersdóttir, Þorgeir Olafsson, Helga Jónsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ágúst Þór Eiriksson, Arnar Már Ólafsson, Hóimfriöur Ólöf Ólafsdóttir og barnabörn hins látna. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HANNA GUOJÓN8DÓTTIR pianókennari, K jartansgötu 2, er lóst i Landspitalanum 18. nóvember, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Aöstandendur. + Utför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, HARALDAR Á. SIGURÐSSONAR, veröur gerö frá Dómkirk junni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Guörún ólaffa Sigurösson, bórdfs Sigurösson Aikman, John Aikman, Inger Anna Aikman, Haraldur Asgeir Aikman, Skorri Andrew Aikman. + Bróöir okkar, ÓSKAR GUOLAUGSSON frá Siglufirói, Mjóuhlfö 16, Reykjavfk, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju I dag, þriöjudaginn 27. nóvember, kl. 10.30. Lovfsa Guölaugsdóttir, Sigriður Lérusdóttir og aörir aöstandendur. Minning: Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir Fædd 4. ágúst 1891 Dáin 19. nóvember 1984 Nú hefur ein af hetjum hvers- dagslifsins kvatt þennan heim eft- ir langt æviskeið. Hinn 19. þessa mánaðar lést á Hrafnistu tengda- móðir mín, Guðrún Stefanía Guð- jónsdóttir, 93 ára að aldri. Hún var fædd 4. ágúst 1891 að Álfta- vatni í Staðarsveit. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Hún var elst af átta systkinum og eru nú tvö þeirra á lífi, Styrkár Már og Sæ- unn Sigríður, bæði búsett i Reykjavík. Þegar Stefanía er átta ára göm- ul flytja foreldrar hennar búferl- um að Galtárhöfða i Norðurárdal og er hún þar hjá þeim til 11 ára aldurs, er hún fer að Sveinatungu til sæmdarhjónanna Ingibjargar Siguröardóttur og Jóhanns Eyj- ólfssonar. í Sveinatungu er hún til 17 ára aldurs, er hún leggur land undir fót í fylgd föður síns, fót- gangandi yfir heiðar og fjöll að Fellsenda i Miðdölum, en þar bjuggu þá stórbúi Guðrún Tóm- asdóttir og ólafur Finnsson. Hún ræður sig þar i vinnumennsku og er þar samfleytt í 12 ár. Þar kynn- ist hún eiginmanni sínum, Hann- esi Gunnlaugssyni, sem var þar vinnumaður. Hann var fæddur á Litla-Vatnshorni i Haukadal 30. sept. 1891. Stefania átti góðar minningar frá dvöl sinni á þessum heimilum og minntist alltaf fólks- ins þar með hlýjum huga og hélt vináttu og tryggð við það fólk alla tíð. Árið 1921 þann 29. október gengu þau Stefanía og Hannes i hjónaband og hófu búskap á föð- urleifð hans að Litla-Vatnshorni og bjuggu þar til ársins 1949 er Hannes lést 5. september það ár. Eigi munu efnin hafa verið mik- il þegar þau hófu búskap að Litla- Vatnshorni, litilli jörð með þýfðu túni. En þau voru ung og samhent og bæði dugnaðarforkar til allra verka og hlífðu sér hvergi. Það var handaflið eitt sem á varð að treysta á þeim tímum. Þau hófu strax að slétta túnið og á næstu árum að endurbyggja húsakostinn af miklum dugnaði. En aldrei voru þau svo önnum kafin að þau hefðu ekki tíma til að gera öðrum greiða, eða taka á móti gestum og gang- andi, enda þeirra mesta ánægja í lífinu að gera öðrum gott. Þau Stefania og Hannes eignuð- ust þrjú börn. Elstur þeirra var Gunnlaugur Eysteinn, f. 19. nóv. 1921, d. 25. júlí 1975. Gunnlaugur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigurðardóttir frá Lundi i Fljótum, þau eignuðust þrjá syni. Þau slitu samvistum. Seinni kona Gunnlaugs og eftirlif- andi ekkja er Ása Gísladóttir frá Pálsseli í Laxárdal, eignuðust þau fimm börn. Næst elst er Ragn- heiður Hildigerður gift Víglundi Sigurjónssyni og þau eiga þrjú bðrn. Yngstur er Olafur kvæntur Nönnu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Barnabörnin eru því 15 og barnabarnabörnin eru orðin 12. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Stefaníu. Henni var það mikið áfall að missa eiginmanninn á miðjum aldri. Hún gat þó ekki til þess hugsað að vera annars staðar en á Litla-Vatnshorni. Árið eftir að hún missti eiginmanninn var erfiður tími I lífi hennar. Naut hún þá ómetanlegrar aðstoðar nágranna sinna er seint verður fullþökkuð. Árið 1951 hóf Gunnlaugur bú- skap á Litla-Vatnshorni með fyrri konu sinni, Guðrúnu. Tíminn græddi sárin og Stefanía vann af lífi og sál að búi þeirra og sá myndarlegan barnahóp vaxa úr grasi, býlið breytast í betri jörð með nýrri tækni og dugnaði sonar- ins. Enn dró ský fyrir sólu er Gunn- laugur veiktist og lést 25. júlí 1975 frá fimm ungum börnum og konu sinni, Ásu Gísladóttur, dugnað- arkonu, sem hefur brotist áfram að koma upp barnahópnum með aðstoð móður sinnar og tengda- móöur. Ég dáðist oft að því hvað þessar öldruðu mætu konur voru sam- taka við að hlynna að heimili og börnum, sívinnandi frá morgni til kvölds. Það var auðséð að þær mátu hvor aðra mikils, enda var samkomulagið gott. Þannig starf- aði Stefanía meðan kraftar entust og hennar ánægja og sólargeisli voru börnin á heimilinu. Fyrir fimm árum tók heilsu hennar að hraka. Hún varð fyrir því áfalli að lærbrotna og leggjast í sjúkrahús. Þar með mátti heita að dvöl hennar fyrir vestan væri lokið, og var hún til heimilis og umönnunar hjá Ragnheiði dóttur sinni og þess á milli á hjúkrunar- heimilum, þar til hún fór á sjúkra- deild Hrafnistu í desember á síð- astliðnu ári og dvaldi þar til hinstu stundar. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja vil ég færa starfsfólki sjúkradeildar Hrafnistu innileg- ustu þakkir fyrir góða umönnun. Stefanía var sérstakur persónu- leiki, sem aldrei kvartaði yfir hlutskipti sínu í lifinu, gerði engar kröfur til annarra, en því meiri til sjálfrar sín. Aldrei heyrðist æðru- orð af hennar vörum. Hún var stálminnug og greinargóð og hafði gaman af þjóðlegum fróðleik, og mundi gamla daga til síðustu stundar. Ég og fjölskylda min dvöldum oft i sumarleyfum á Litla- Vatnshorni og eigum þaðan góðar minningar við veiðar i vatninu og sveitastörf. Aldrei sá ég Stefaniu glaðari en á þeim stundum. Nú að leiðarlokum þakka ég henni alla vináttu og tryggð. Miklu ástfóstri tóku þau Hannes við sveitina sina og Litla- Vatnshorn og þar vildu þau bera beinin. Lét Hannes gera heima- grafreit í gamla túninu, þar sem vitt sér um sumarfagran dalinn. Þar verður nú 35 árum síðar hin trúfasta eiginkona hans lögð til hinstu hvilu við hlið hans. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.” (V.Briem) Víglundur Sigurjónsson ‘Ég minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfinn dag“. (St Steinarr.) Fyrsti dagurinn í sveitinni var erfiður fyrir ungan og óframfær- inn borgardrenginn. Nýtt fólk og nýr framandi heimur. þegar pabbi var farinn suður aftur um kvöldið yfirbugaðist sá litli sem snöggvast af heimþrá og feimni. Þá tók amma hann sér í fang og bægði burt öllum kvíða. Síðan var hún óhagganlegur miðpunktur tilver- unnar í sveitinni. Þó amma væri sivinnandi, inn- an húss sem utan, bar hún hag okkar barnanna stöðugt fyrir brjósti. Og gaman var að hlusta á hana segja sögur frá gamalli tið af fólki og veraldarvafstri þess í Haukadalnum. Enn man ég hvað hún var dreymin á svipinn er hún sagði frá því hvernig hún veiddi silung til matar í svuntuna sfna að loknu dagsverki við heyskapinn. „Þá var fiskur í hverjum polli," sagði hún. Amma var kona gamla tímans á Islandi. Nægjusemi, dugnaður, æðruleysi, kímni og trúfesta voru hennar traustu dyggðir. Og þó henni þætti stundum nóg um lífsgæðakapphlaupið hjá okkur fyrir sunnan stóð hún ekki i neinu ævarandi striði við nýja timann. Aldrei kvaddi hún sveitargestina að hausti án þess að læða vænum seðli í litinn lófa. Þegar hún há- öldruð gisti hjá okkur í Keflavik um tima sprangaði hún oftlega ein og óstudd bæinn á enda til að heimsækja Guðlaugu systur sína eða sinna öðrum erindum — rétt eins og hún hefði búið þar alla tið. Lítil og veikburða var hún jafn kvik og örugg með sig i umferðinni og þegar hún mundaði prjónana sína í sveitinni. Nú er þagnað glamrið i prjónun- um hennar ömmu, en áfram lifir hin ljúfa minning. Guð blessi hana. Stefán, Ómar, Jónína, Atli og fjölskyldur. I dag er til moldar borin sæmd- arkonan Guðrún Stefanía Guð- jónsdóttir, fyrrum húsfrú að Litla-Vatnshorni, Haukadal, Dalasýslu, en hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavfk 92 ára að aldri, þar sem hún dvaldist siðasta æviár sitt. Þegar við barnabörnin og barnabarnabörnin kveðjum ömmu og langömmu horfum við aftur til þeirra ára þegar við dvöldum hjá henni að Litla-Vatnshorni sem börn og unglingar. Við rifjum upp góðar og ljúfar minningar frá þeim tíma, sem ekkert okkar vildi vera án. Tilhlökkunin var alltaf jafn mikil yfir því að heimsækja ömmu í dalina, þar sem sólin og fjöllin spegluðust f vatninu á góð- viðrisdögum og nýveiddur silung- urinn beið okkar í pottinum. Amma bar ekki tilfinningar sfn- ar á torg. Hún var hörð af sér, enda hafði hún reynt mikið á sinni löngu ævi, en aldrei heyrðist hún kvarta. Hún var sérstaklega hreinskilin kona og var vön að segja skoðanir sínar hispurslaust. Amma var vinnusamasta kona sem við höfum kynnst, áreiðanleg, gestrisin og hlý heim að sækja. En hún átti það sem okur er öllum svo mikilvægt að eiga, en það er trúin á algóðan guð. Við þökkum henni samfylgdina og þá umhyggju sem hún sýndi okkur i gegnum árin. Við biðjum guð að blessa minningu hennar. „En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss frnnst þar í eining streymi. Frá heli til lffs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilifðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót ðllum oss faðminn breiðir.“ (Einar Benediktsson.) Trausti og fjölskylda, Stefanía og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.