Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 54
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum •r • ^ Þaö má segja að Liz Taylor sé upp á sitt besta þessa dagana, þó að 52ja ára sé orðin. Hún hefur náð af sér aukakílóunum og lítur vel út. Haft er eftir henni í blaði nokkru, að hún sé á móti því að gerðar séu á sér nokkrar fegrunaraðgerðir nema andlitslyftingar. Enda vart þörf á því. Eða hvað finnst ykkur? Ása Svavarsdóttir Fyrsta skipti á fjölum Þjóðleikhússins Leiklistarstarfsemin í landinu gerist æ blómlegri með ári hverju. Það eru ný leikrit sett á svið hjá litlum leikhópum og ferskir leikarar eru að bætast í hópinn ár hvert. Eitt af þessum tiltölulega nýju nöfnum er Ása Svavarsdóttir og er hún nú í fyrsta skipti að leika á fjölum upp í hendurnar á okkur.“ Hvar lærðir þú? „Ég var í tvö ár hjá Helga Skúlasyni. Ég var einnig virk í gagnfræðaskóla og leiklistarfélag- inu í Mosfellssveit. Síðan lá leiðin út í þrjú ár í hefðbundinn leiklist- arskóla The Arts Educational School." Upp á sitt besta Anna fær ekki að vera guðmóðir Um jólaleytið stendur mikið til hjá bresku konungsfjölskyld- unni því að þá mun erkibiskupinn af Kantaraborg skíra litla strák- inn, hann Harry. Nú hefur verið skýrt frá því hverjir verði guðfor- eldrar stráksins og kemur þá i ljós, að enn einu sinni hefur verið gengið framhjá Önnu prinsessu. Þegar átti að skíra William voru allir vissir um, að Anna, sem syst- ir Karls, yrði guðmóðir hans, en því var ekki að heilsa. Andrew, bróðir hennar, og frænka hennar, Sarah Armstrong-Jones, dóttir Margrétar, voru tekin fram yfir hana. Að þessu sinni voru allir vissir um, að Anna yrði heiðursins aðnjótandi en annað hefur nú komið í ljós. Anna prinsessa Guðforeldrar Harrys verða Carolyn Pride, vinkona Díönu, sem hún bjó með þegar hún var laus og liðug, Cecilia Vesty, sem er gift Sam Vesty, lávarði og vini Karls, Gerald Ward, gamall vinur Karls, og sem kom á óvart, Bryan Organ, listmálari, sem gert hefur margar myndir af konungsfjöl- skyldunni og uppskorið ýmist hrós eða hneykslun. Upphaflega átti skírnarathöfn- in bara að vera fjölskyldumál en nú er ekki ólíklegt, að henni verði sjónvarpað að hluta. BBC er að semja um, að hún verði send út að nokkru þegar drottningin flytur þegnum sínum jólaboðskapinn á jóladag. Þjóðleikhússins, í Skugga-Sveini nánar tiltekið. Blm. náði stuttu tali af Ásu. Hvaða hlutverk ferð þú með í Skugga-Sveini? „Ég leik Möngu nokkra sem er hress alþýðustúlka sem lifir og hrærist í því sem gerist í kringum < hana. Auk þess að vera i þessu hlutverki er ég að æfa með kvennaleikhúsinu í leikritinu Top Girls.“ Hvernig kanntu við það að koma fram í Þjóðleikhúsinu svona í fyrsta skipti? „Þetta leggst mjög vel í mig eins og flest leiklistarstörf gera. Þetta gefur manni líka einstaklega gott tækifæri til að kynnast fólki sem hefur verið lengi í leiklist og það er virkilega lærdómsríkt að fá að vinna með því og umgangast það. Það er einnig einkar áhugavert að fylgjast með myndun sviðsetn- ingar og sjá hvernig tæknimenn vinna. I raun sjá hvemig þetta verður allt til því þetta er stórt í sniðum. Það er gaman að fylgjast með öllum sem eru að leggja hönd á plóginn.“ Er erfitt fyrir ungan leikara eins og þig að fá hlutverk? „Já, það er mjög erfitt, eða hef- ur verið það. Þetta er þó aðeins að breytast sem betur fer með frjáls- um leikhópum er spretta upp og það er gleðilegt. Ég vil nota tæki- færið og skora á unga leikara að sitja ekki auðum höndum, heldur taka sig saman og drífa f að gera eitthvað saman. Það kemur ekkert Davfð Oddsson borgarstjóri brosir fsmeygilega þar sem hann varði mark nýja geiTigrasvallarins á fimmtudag þegar Pálmi Jónsson formaður fjárveitinganefndar Alþingis skaut þrumuskoti eins og sjá má á borgarstjóra en boltinn fór f stöng og út. Borgarstjóri skaut sfðan á formann fjárveitinganefndar og skoraði í bláhornið, en endanleg úrslit liggja ekki fyrir, þvf fjárlög hafa ekki verið afgreidd. Fjárveitinga- nefnd heimsótti borgarfyrirtæki á fimmtudaginn og skoðaði m.a. nýja gerfigrasvöllinn f Laugardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.