Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 60
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Olympíuskákmótið í (»rikklandi: Jafntefli gegn Ungverjalandi: Aftur var Jóhann maður dagsins der Wiel léttilega Haiouki 24. b4t.. fr» Áxkeli Ermi KáraKyni fréttaritara MbL: fslenska liðið er nú farid að vekja verulega eftirtekt hér á Ólympíumót- inu. Greinilegt er að jafnteflið við Tékka koma mörgum á óvart og eft- ir sigurinn gegn Hollandi eru menn farnir að tala um það í alvöru hér að íslendingar verði í baráttu um verð- launasæti. Jóhann Hjartarson var hetja liðsins í dag þegar hann vann stórmeistarann Van der Wiel mjög sannfærandi í aðeins 23 leikjum. Að sögn Jóhanns tefldi Hollendingurinn „eins og flón“, fékk snemma erfitt tafl og lék síð- an af sér skiptamun á frekar ein- faldan hátt. Hinum skákunum lauk með jafntefli. Helgi hafði gott tafl gegn Timman lengst af án þess að eiga raunhæfa vinn- ingsmöguleika. Margeir fékk svart aðra umferðina í röð og lenti enn í því að berjast til jafnteflis í lakari stöðu. Honum er hinsvegar öðrum fremur lagið að verja slíkar stöður af seiglu og þolinmæði og svo fór að Sosonko varð að gefast upp á vinningstilraunum sínum. Jón L. valdi að eigin sögn vafa- samt afbrigði í katalónskri byrjun með svörtu, var í vörn alla skák- ina, en tókst að jafna taflið að lok- um og var þá samið jafntefli. ÍJr- slitin: 'h-Vi 'k-Vi 1-0 'k-'k ‘í'k-\'k Helgi—Timman Margeir—Sosonko Jóhann—Van der Wiel Jón L.—Scheeren ísland—Holland Önnur úrslit: Sovétr iki n—Rúmenía Bandaríkin—England U ngverj aland—Frakkl. Tékkóslóvakía—Kína Júgóslavía—Grikkland 2Vk—1 VSe 1V4-2V4 2V4—1V4 3V4-0V4 3-1 Meðal þeirra sem hvað gleggst fylgjast með frammistöðu ís- lensku piltanna hér á mótinu eru norðurlandabúar. Ég heyri á koll- egum mínum hér, norrænum skákblaðamönnum, að þeim er það huggun harmi gegn að lslendingar skuli vera í toppslagnum þegar hinum norðurlandaþjóðunum gengur ekki sem skyldi. Þær eru þó allar með sitt sterkasta lið. Svíar hafa stórmeistarana And- ersson og Karlsson á tveimur efstu borðunum, auk þess nýju stjörnuna Ernst sem staðið hefur sig með prýði það sem af er mót- inu. Hjá Dönum er í fararbroddi nýbakaður heimsmeistari ungl- inga, Curt Hansen, og á næstu borðum þeir Kristiansen, Mort- ensen og Jakobsen, allt reyndir al- þjóðlegir meistarar. Norðmenn eru mættir með stórmeistaraefni sitt Agdestein og Knut Helmers sem varð Norðurlandameistari sællar minningar i Reykjavik 1981. Finnar eru með tvo stór- meistara í sínu liði auk sinnar nýju stjörnu Yrjola. Einhvern veginn hefur þó fátt gengið upp hjá nágrönnum okkar til þessa, oft Uorgunbladið/Áakell Örn Kárason. Þrír úr sovésku skáksveitinni bera saman bækur sínar, frá vinstri: Tukmakov, Beljavsky og Vaganjan. Beljavsky hefur teflt á 1. borði og staðið sig svo vel að Karpov heimsmeistari væri fullsæmdur af. Hann hefur m.a. lagt að velli Portich, Miles, Timman og Ljubojevic. Hetja íslensku sveitarinnar í tveimur siðustu umferðunum, Jóhann Hjartar- son. Á myndinni er einnig Margeir Pétursson. sér maður þá hrista hausinn og hnussa og horfa öfundaraugum upp á senuna þar sem Islendingar virðast nú hafa tekið sér fasta bólfestu. Það eru helst Færey- ingar sem hafa tilefni til að gleðj- ast, þeir halda sér af öryggi i miðjum hópi og geta reynst hverj- um sem er hættulegir. Um tíma voru þeir jafnir Dönum og þótti þeim síðarnefndu það miður. Hér fer á eftir skák Jóhanns og Van der Wiel. Jóhann hefur hvítt, Hollendingurinn svart. Upp kom drottningarindversk vörn. Jóhann tefldi þessa skák af miklum krafti og var kominn með yfirburðastöðu eftir aðeins 13 leiki. Hollenski stórmeistarinn, sem fyrir tveimur umferðum hafði lagt Tukmakov að velli, virtist ekki eiga neitt svar við kraftmik- ilU taflmennsku Jóhanns 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e€, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — Ba6, 5. Rbd2 — Bb4, 6. Dc2 — Bb7, 7. Bg2 — Be4, 8. Db3 — c5, 9. 0—0 — Bxd2+, 10. Bxd2 — Rc6, 11. dxc5! - bxc5, 12. De3 — d6,13. Bc3 - Bg6,14. Hadl — Dc7, 15. Rh4 — 0—0—0, 16. Rxg6 — hxg6, 17. Df3 — Rb8?, 18. Ba5! — De7, 19. Bxd8 — Hxd8, 20. b4 — cxb4, 21. Hbl — d5, 22. cxd5 — exd5, 23. Hfcl+ — Kb7, 24. a3 — Ra6, 25. axb4 — hd6, 26. bli — Rc7, 27. Da3 — he6, 28. Da5 — Hb6, 29. Hc6 — De7, 30. Bh3 — Re4, 31. Hbcl — Ra8, 32. Da6+! svartur er óverjandi mát og gafst því upp. Góður sigur yfir Hollendingum: Salowki, OHkkludi, 26. ■ÓTCBbcr. Vrá Áakeli t>ni Kiraarai. fréturitara Mbl: á (’ttjBataakikmótiaa. EKKERT lát er á stórgóðri frammi- stöðu íslensku skákmannanna á Ólympíumótinu bér í Saloniki. ! 7. umferð var teflt við bina geysisterku sveit Ungverja og varð jafntefli í við- ureigninni, 2:2. I dag, mánudag, er frí en 8. umferð verður tefld á þriójudag. Úrslit einstakra skáka gegn Ungverjum urðu sem hér segir: Helgi Ólafsson — Portisch 0—1 Margeir Pétursson — Adorjan 'k — 'k Jóhann Hjartarson — Sax 1—0 Jón L. Árnason — Groszpeter 'k—'k Það verður að teljast meirihátt- ar afrek að gera jafntefli við þessa sterku sveit, sem orðið hefur Ólympíumeistari. Um tíma leit þó ekki út fyrir að svona færi. Helgi stýrði svörtu mönnunum og fékk á sig endurbót á þekktu afbrigði i drottningarindverskri vörn. Helgi sá aldrei til sólar og þegar hann gafst upp eftir rúma þrjátíu leiki var útlitið heldur dökkt á hinum borðunum einnig. Margeiri tókst hins vegar að bjarga sinni skák í jafntefli með því að fórna hrók og ná þráskák. Jón stóð illa að vígi en i tímahraki lék Groszpeter illa af sér og bauð jafntefli sem Jón þáði. Jóhann stóð höllum fæti en staða hans var ekki án mótspils. En það gerðist síðan að Jóhann bætti stöðu sína með hverjum leik og þegar skákir fór í bið var hann með mjög góða stöðu. Við rannsókn sýndist okkur íslendingum staðan gjörunnin en þegar umslagið var opnað kom í ljós að Sax hafði leikið mjög óvæntum leik sem engum hafði dottið í hug að líta á. Jóhann var óviðbúinn þessu og valdi leið sem gaf Sax mótfæri en Jóhann tefldi af snilld og tókst að knýja fram sigur eftir harða baráttu við mik- inn fögnuð tslendinganna. Önnur úrslit hjá helstu þjóðun- um urðu sem hér segir í 7. umferð: Sovétríkin — Júgóslavía England — Tékkóslóvakía Bandaríkin — Rúmenfa Kína — Holland Svíþjóö — Chile Noregur — Sviss Colombia — Finnland 3-1 2V4-1V4 2-2 2V4-1V4 3V4-V4 2>k-l'k 2V4-1V4 Röð efstu þjóða er nú sem hér segir: 1. Sovétríkin 22'k v. 2. -3. England, Svíþjóð 19 v. 4. Tékkóslóvakía 18 ‘k 5. -9. ísland, Ungverjaland, Bandaríkin, Rúmenía, Frakkland 18 v. Sovéska sveitin hefur vakið at- hygli fyrir mikinn styrkleika þótt í sveitina vanti tvo sterkustu skákmenn heims, þá Karpov og Kasparov. Beljevsky teflir á 1. borði og er í miklum ham, hefur unnið flestar skákir, nú síðast Ljubojebic á 1. borði júgóslavn- esku sveitarinnar. Aðrir helstu menn Sovétmanna eru Polugaj- evsky á 2. borði, Vaganjan á 3. borði og Tukmakov á 4. borði. Lokastaðan í skák Jóhanns og Van der Wiel. Ekki stendur steinn yfir steini hjá Hollendingnum eins og sjá •i s Hondúras a •S e 6 $ i i .5 * 1 1 Holland 1 1 4> s 1. BORÐ: HELGI ÓLAFSSON lk 1 — Vt 1 l/t 0 = 58,33% 2. BORÐ: MARGEIR PÉTURSSON 'k 1 í íh % xk = 64,28% 3. BORÐ: JÓHANN HJARTARSON 0 1 í Vt l/t 1 1 = 71,42% 4. BORÐ: JÓN L. ÁRNASON l 1 í — — 'k xk = 80% 1. VARAM: GUÐM. SIGURJÓNS. — — í 0 — — — 2. VARAM: KARL ÞORSTEINS — — — — 0 — — ÁRANGUR íslensku skáksveitarinnar á Ólympfuskákmótinu til þessa. Jóhann vann Van
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.