Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 71 Morgunbladið/G.Berg. Á þessari lóð mun væntanlega rísa stórbygging Heildverslunar Valdem- ars Baldvinssonar. Heildversl. Vald. Baldvinssonar, Akureyri: Fær loksins lóð — vestan Hjalteyrargötu og noröan Tryggvabrautar Akareyri, 21. nóvember. NÚ VIRÐIST loksins séó fyrir endann á lóóarumsókn Heildverslunar Valdemars Baldvinssonar hér á Akureyri. Það fyrirtæki hefur verið rekið um áraraðir með miklum ágætum í eigin húsnæði við Tryggva- braut, en með auknum umsvifum hefúr þrengt að fyrirtækinu við núverandi aðstæður og þegar á árinu 1981 sótti fyrirtækið því um lóð undir framtíðarstarfsemi þess. Síðan hefur málið verið að velkjast í kerfinu, lóðir sem fyrirtækið hefur viljað fá, hafa ekki verið falar og lóðir sem falar hafa verið, hefur fyrirtækið ekki getað sætt sig við en það hefur eðlilega viljað lóð sem næst hafnarstæðinu. í sumar komu upp hugmyndir um að Akureyrarbær keypti hús og lóðir vestan Hjalteyrargötu og norðan Tryggvabrautar, sem voru í eigu Árna Valmundarson- ar og Slippstöðvarinnar. Var þá bæjarstjóra og bæjarráði falið að leita eftir kaupum á umrædd- um eignum og á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær kom fram að bæjarráð hefur gengið frá kaupsamningum við áður- greinda að'ila. Af Árna Val- mundarsyni kaupir bærinn hús- eign hans ásamt tilheyrandi lóð- arréttindum. Kaupverð er kr. 2 millj. 150 þús. Af Slippstöðinni kaupir bærinn tvær lóðir vestan Hjalteyrargötu ásamt stein- steyptri timburgeysmlu og lætur Slippstöðinni í té 10 þúsund fer- metra lóð auk þess sem bærinn greiðir kr. 650 þúsund fyrir ára- mót. Jafnframt þessum kaupum hefur bæjarstjóra verið falið að ræða við forráðamenn Heild- verslunar Valdemars Baldvins- sonar um hugsanlega lóðarveit- ingu til fyrirtækisins. Er því nokkuð ljóst, að áralöng barátta fyrirtækisins fyrir lóðarveitingu er loksins að komast í höfn og verður væntanlega byrjað að byggja á lóðinni næsta vor. G.Berg. Háskólafyr- irlestrar um skjalasöfn Páfagarðs SÉRA Frank E. Bullivant heldur tvo fyrirlestra við Háskóla íslands í boði Arnastofnunar og guðfræðideildar háskólans, miðvikudaginn 28. og fímmtudaginn 29. nóvember, kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Báðir fyrirlestrarnir munu fjalla um skjalasöfn Páfagarðs. Hinn fyrri verður almennur yfirlitslestur um söfnin, en hinn síðari um rannsóknir íslenskra heimilda sem þar er að finna. Séra Bullivant er mörgum kunnur hér á landi. Að loknu meistaraprófi í fornensku og ger- mönskum málum dvaldist hann hér árlangt og nam íslensku við Háskóla fslands. Síðar var hann um skeið háskólakennari í heima- landi sínu, en hóf þá prestnám og var vígður í Rómaborg árið 1967. Hann starfar á vegum alþjóðlegr- ar trúboðsreglu, OMI, sem kennd er við hina flekklausu Guðsmóður, og hefur verið sendur á vegum hennar víða um lönd, en haft aðal- aðsetur í Róm. Hann er mikill viij- ur íslenskra fræða og hefur dval- ist hér í orlofum sínum við rann- sóknir í Árnastofnun, en í skjala- söfnum Páfagarðs hefur hann grafið upp skjöl varðandi ísland frá miðöldum. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. (Préttatilkynning) Fundur í Sagnfræð- ingafélaginu Sagnfræðingafélag íslands efnir til fundar í stofu 423 í Árnagarði, Háskóla Islands, miðvikudaginn 28. nóvember og hefst fundurinn kl. 20.30. Þorleifur Friðriksson, sagn- fræðingur, flytur erindi er hann nefnin „Alþýðuflokkurinn; alþjóða- hyggja í norrænu ljósi“. Fundur- inn er öllum opinn. + AIRAM LJÓSAPERUR ÞÆR LOGA LENGUR Verðlaunahafarnir í getraun Vörumarkaðarins. Aðeins 14 krónum frá réttri upphæð Á SÝNINGUNNl Heimilið og fjölskyldan í haust efndi Vörumarkaður- inn til verðlaunagetraunar í sýningardeild sinni. Getraunin var í þv( fólgin að gestir giskuðu á heildarverðmæti fjölbreytts úrvals gjafavöru, sem sýnt var, en flestir hlutirnir voru verðmerktir á sýningunni. Þann 16. september var farið króna aukaverðlaun hver. Þau yfir innsendar úrlausnir og í ljós Voru Júlíana Hansdóttir, Daníel kom að Guðlaug Björgvinsdóttir, þór Harðarson, Arna K. Hilm- 14 ára, var aðeins 14 krónum frá arsdóttir, Sigrún Björgvinsdótt- réttri upphæð í ágiskun sinni. jr> Þórhildur Ólafsdóttir, örn Hún hlaut 1. verðlaun, sem voru Arason, Fróði Steingrímsson, vöruúttekt að verðmæti 10 þús- Rösa Benediktsdóttir, Selma Rut und krónur. Þá fengu þeir tíu, Gunnarsdóttir og Jón Erlends- sem næstir voru, eitt þúsund son. 12.-20. JAN:85 BYGGINGA VÖRUSÝNINGIN BELLA CENTER Byggingavörusýningin í Bella Center, sem Danir kalla „Byggeri for Milliarder“ er nú haldin í 11. sinn. Síð- an fyrsta sýningin var haldin árið 1963 hefur nokkuð á aðra milljón manns heimsótt þessa tvíæru sýningu, sem er hin stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu. Hér hittast byggingariðnaðarmenn hvarvetna að úr heiminum að kynna sér ný efni, nýjar vörur og hafsjó hugmynda. 1. Frumhlutar til byggingar. 2. Annað byggingarefni, flatarklæðning, verkfæri og áhöld. 3. Eldhús, innréttingar og búnaður. 4. Hita-, loftræsti- og hreinlætistæki og búnaður. 5. Rafmagns- og fjarskiptakerfi. 6. Baðinnréttingar, sundlaugar. HÓPFERD ÍIJAN [jj=jFEROA IKJÍIMIDSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.