Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 „Hátt uppi“ — ný bók eftir Bryndísi Schram „Hítt uppi“ fyrsta bók Bryndísar Schram. En hér er að finna frásagnir átta íslenskra kvenna, sem allar hafa um lengri eða skemmri tíma stundað sama starfið. Þetta eru flugfreyjur, bæði fyrrverandi og núverandi. Þessar segja frá í bókinni: Edda Guðmundsdóttir, Elínborg óla- dóttir, Erna Hjaltalín, Gerða Jónsdóttir, Ingigerður Karlsdótt- ir, Oddný Björgólfsdóttir, Kristín Snaehólm og Christel Þorsteins- son. „Þær lýsa uppvaxtarárum sín- um hér heima og erlendis, draga upp mynd af stríðsárunum og óhjákvæmilegum áhrifum þeirra á líf ungra stúlkna," segir m.a. í frétt frá útgefenda. „Þær segja frá aðdraganda þess, að þær gerðust flugfreyjur og greina frá baráttu sinni fyrir sjálfsögðum réttindum og viður- kenningu í starfi," segir m.a. Tvær þeirra voru þátttakendur í ævin- týrinu mikla þegar saga flugsins hófst hér heima. Aðrar tvær lentu í tveim mestu slysum íslensku flugsögunnar. Við kynnumst píla- grímum og pólitíkusum, heims- frægum píanistum og prófessor- um. Frásagnir þessar einkennast af hógværð og hispursleysi. Þetta Bryndís Schram Hátt UPPI Átta fluqfreyiur segja fra er saga af ungum konum, sem hver um sig hefur spennandi lífs- reynslu að baki, þó ólík sé.“ Bryndís Schram segir m.a. í formála bókarinnar: „Þessar átta konur verða mér ógleymanlegar. Þær sögðu sína sögu hver á sinn hátt, opnuðu hug sinn og komu mér sífellt á óvart. Þær eru allar glæsilegar, eldfjörugar og segja skemmtilega frá.“ Bókin er tæpar 190 blaðsíður með 65 ljósmyndum, prentuð í Prisma, bundin í Arnarfelli, en hlífðarkápu gerði Auglýsingastof- an hf. Útgefandi bókarinnar er Set- berg. skákar keppinautunum í verði og gæðum VHS myndsegulband P-618 □ Hægspilun „slowmotion □ 5 faldur myndleitarhraði. □ Kyrrmynd. □ 9 daga upptökuminni. □ Fjarstýring. VHS P-618 myndsegulband myndbandsspólur á einu ári. Jólaglaðningur sem endist allt árið Ein myndbandsspóla á dag. Pú kemur og semur Fisher, fyrsta flokks. LAGMULA 7. REYKJAVÍK - SÍMI 685333 BARNIÐ 1500 STÚLKNA OG IXÍENGIANÖf-N MED SKÝRINCUM KARL SIGURBIÖRNSSON 1ÓKSAMAN „Hvað á bam- ið að heita?“ — eftir sr. Karl Sigurbjörnsson SETBERG hefur gefið út bókina „Hvað á barnið að heita?“ eftir séra Karl Sigurbjörnsson. í bókinni er að finna 1500 stúlkna- og drengjanöfn með skýringum. „Enga gjöf gefum við bðrnum okkar, sem er varanlegri en nafn- ið. Það fylgir einstaklingnum frá vöggu til grafar og svo lengi sem hans er minnst, segir m.a. í frétta- tilkynningu frá útgefanda. „Þessi bók er ætluð til aðstoðar foreldrum við val á nafni handa börnum sínum. Og eins og fyrr segir er birt skrá yfir 1500 islensk mannanöfn og gerð grein fyrir merkingu þeirra eftir því sem unnt er. Mörg nafnanna hafa ís- lendingar borið svo lengi sem byggð hefur verið í landi. Önnur eru tilkomin í nútímanum. Ætti hér að vera að finna allflest nöfn, sem notuð eru um þessar mundir, og nothæf mega teljast." í bókinni er einnig fjallað um lög, reglur og siðvenjur, sem varða nafngjöf og skírn í íslensku þjóð- félagi og tíndur til margvíslegur fróðleikur úr nafnasögunni. „Hvað á barnið að heita?“ er 120 blaðsiður, prýdd fjölmörgum teikningum og ljósmyndum. Bókin er prentuð í Prisma, bundin í Arn- arfelli, en hlífðarkápu gerði Aug- lýsingastofan hf. LAUSN GATUNNAR horsleinn íotmun 0 á nil*«tö5um „Lausn gátunnar“ — ný bók eftir Þorstein Jónsson frá Úlfsstöðum HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Lausn gátunn- ar“ eftir Þorstein Jónsson á Úlfsstöó- um. í bókarkynningu segir: „Þor- steinn Jónsson er 88 ára að aldri og hefur búið nær allan sinn aldur á Úlfsstöðum i Borgarfirði. Hann er nýhættur búskap, en býr enn að Úlfsstöðum ásamt konu sinni, Ás- laugu Steinsdóttur. Samhliða bú- skap hefur hann fengist við ritstörf og ljóðagerð. „Lausn gátunnar“ er fimmta bók Þorsteins, safn rit- gerða og smágreina sem birst hafa í blöðum og tímaritum á undan- förnum 30 árum. Þorsteinn hefur um langt árabil reynt að vekja menn til umhugsunar um Nýals- kenningar Helga Pjeturss og ritar mjög í anda þeirra. Einnig víkur hann að eigin hugsunum og athug- unum varðandi þróun lífsins, eðli skyggnigáfu, íslenskar fornbók- menntir og ýmislegt annað.“ „Lausn gátunnar" er 157 bls. Þorsteinn Þorsteinsson sá um út- gáfuna. Káputeikningu gerði Þor- steinn S. Víkingur. Bókin er prent- uð og bundin í Prentverki Akraness hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.