Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Ný blóma- og gjafavöruverzlun opnuð Blóma- og gjafavöruverzlunin Melanóra hefur verið opnuö að Lauga- vegi 28. Eigendur eru Auður Árnadóttir og Haraldur Árnason, en Auður hefur stundað nám í Danmörku í þrjú ár við blómaskreytingar. Verzlun- in býður upp á margs konar skreytingar, t.d. jólaskreytingar, útfarar- skreytingar, brúðarvendi og nýjungar í þurrkuðum blómum, svo nokk- uð sé nefnt. Rit um lán til orkuspar- andi endurbóta á íbúðum Húsnæðisstofnun ríkisins hefur gefið út upplýsingarit um lán til orkusparandi endurbóta á íbúðum. Ritið er unnið í samvinnu við sér- staka verkefnisstjórn á vegum Iðn- aðarráðuneytisins. Með sérstöku orkusparnaðarátaki, sem iðnaðar- og félagsmálaráðuneyti standa að í sameiningu, er unnið að efldri tækniþjónustu og aukinni lánafyrir- greiðslu við húseigendur á dýrum orkusvæðum. Orkusparandi aðgerðir sem hér um ræðir teljast þær breytingar á íbúðarhúsnæði, sem leiða til lækk- unar á kyndingarkostnaði, t.d. aukaeinangrun þaka og útveggja, fjölföldun glerja eða ef skipta skal úr olíukyndingu í rafhitun. 1 frétt frá Húsnæðisstofnun segir að þau hús verði sérstaklega leituð uppi, sem nota mestu og dýrustu orkuna. Skoðun og skipulagningu á endurbótum húsanna annast sérstakir skoðunarmenn, sem eru 16 verk- og tæknifræðingar starf- andi víðs vegar um landið. Lán til orkusparandi endurbóta verða eft- irleiðis eingöngu veitt á grundvelli fullkominnar skoðunar og hag- kvæmnisútreikninga, segir í frétt- inni. Lánakjör verða breytileg eftir upphæð fjárfestingar, en mest verða lánuð 80% heildarkostnaðar til 16 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. ÞRIGGJA STJÖRMJ REIKNIINGUR ALÞÝÐUBANRANS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP Á triggja stjömu reikningur Alþýðubankans ? er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum | einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. | Alþýðubankinn hf. Annir hjá Arnarflugi í leiguflugi erlendis ERLEND leiguverkefnL Arnarflugs hafa gengið mjög vel tA undanförnu að því er segir í frétf-frá félaginu. Leiguflugið með ferðamenn frá ít- alíu til Kúbu hefur nú staðið í einn mánuð og eru farþegar orðnir á fjórða þúsund. í dag, 27. nóvember, er farið í fyrstu ferðina með ferða- menn frá Austurríki til Kúbu og verða endastöðvar flugsins í Evrópu {iví þrjár í vetur: Mflanó og Róm á talíu og Vínarborg í Austurríki. Þá hefur Boeing 707 vöruflutn- ingaþota Arnarflugs verið í mikl- um verkefnum fyrir breska flugfé- lagið Tradewinds Airways. Eink- um hefur verið flogið frá Ítalíu og Frakklandi til 11 landa í Vestur- og Mið-Afríku, nánar tiltekið til Máritaníu, Malí, Níger, Chad, Fílabeinsstrandarinnar, Togo, Nígeríu, Kamerún, Mið-Afríku- lýðveldisins, Kongó og Gabon. Einnig hefur vélin flogið til Grikklands, Egyptalands og Súd- an og ennfremur frá Bretlandi til Kanada. Þess má geta að fyrir skömmu voru þrjár þotur Arnarflugs í Kanada sama daginn: Boeing 707 farþegaþota millilenti i Gander á leið til Kúbu með ferðamenn, Boeing 707 vöruflutningaþota fór til Toronto fyrir breska flugfélag- ið Tradewinds og Boeing 737 þota flaug frá íslandi til Victoria eyjar á vesturströnd Kanada með há- hyrning úr Sædýrasafninu í Hafn- arfirði. Vestmannaeyjar: Gáfu mynd- bandstæki Stýrimannaskólinn í Vestmanna- eyjum hefur í nokkur ár átt og notað myndbandstæki til kennslu, bæði í þáttum sem varða öryggismál sjó- manna, svo og við tungumála- kennslu. Það hefur nokkuð háð þessum þætti í kennslunni að skól- inn hefur ekki átt litsjónvarpstæki heldur orðið að notast við gamalt svart-hvítt tæki. Nú á dögunum tóku nemendur og kennarar skólans þá ákvörðun að gefa skólanum litsjónvarpstæki af fullkomnustu gerð og var það formlega afhent fyrir skömmu. „Hér er um sérlega lofsvert framtak að ræða og óvenjulegt að nemendur og kennarar sýni jafn mikinn hlýhug í garð skóla síns. öllu algengara er að heimtað sé af opinberum aðilum fé til allra þátta skólastarfsins," sagði Frið- rik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í samtali við blm. Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.