Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Varanlegt slitlag við Stykkishólm Stykkiflbólmi, 25. nótember. NÚ HEFIR Vegagerö rfkisins boðið út 4 km vegarkafla sem er frí Stykkis- hólmskauptúni upp f svonefndan Vogsbotn. Er hugmyndin að gera veg- inn þarna varanlegan og taka af hon- um beygjur sem hægt er og leggja svo varanlegt slitlag í veginn. Er hug- myndin að þessu verki verði lokið 10. maí nk. Með þessum framkvæmdum verð- ur kominn varanlegur vegur upp að aðalvegi, en í fyrra var lagður 6 km vegur þar með varanlegu slitlagi. Er þá 10 km vegarkafli út frá Stykkis- hólmi orðinn varanlegur og er það mikil samgöngubót að fá góðan veg fyrir veg sem oft var erfiður yfir- ferðar. — ÁniL Úr hinni nýju hársnyrtistofu. Aristókratinn — ný hársnyrtistofa ARISTÓKRATINN heitir ný hir- snyrtistofa sem nýlega tók til starfa í Síðumúla 23. Eigandi er Vilhelm | Ingólfsson, sem e.Lv. er betur þekktur undir nafninu Villi rakari eftir Aralanga þjónustu við Reykvík- inga á rakarastofu sinni við Miklu- braut Aristókratinn er vel búinn tækjum og innréttingum. Á stof- unni er unnt að sinna 10 viðskipta- vinum samtimis og gildir einu hvort unnið er að hársnyrtingu fyrir dömur eða herra. Aristókratinn hefur sérstaka aðstöðu, aðskilda frá öðru hús- rými stofunnar, til þess að sinna þeim sem vilja hressa upp á útlitið með hártoppum. 1 þeim efnum hefur Villi rakari langa reynslu að baki. örugg ráðgjöf um einstakar tegundir hártoppa, hvaða mögu- leika þeir bjóða og hvernig þeir skuli meðhöndlaðir, stendur göml- um sem nýjum viðskiptavinum Villa rakara ávallt til boða. Aristókratinn er opinn á virkum dögum frá kl. 9—18 og á laugar- dögum frá kl. 9—12. Fram að jól- um verður opið á laugardögum á sömu tímum og verslanir hafa opið. (FréUfltilkynning.) Hitchcock hátíð hald- ið áfram Laugarásbíó hefur tekið kvik- myndina Vertigo til sýninga og held- ur þar með áfram „Hitchcock-hátíð“ sem hófst í hausL í myndinni er sagt frá lögreglu- manni á eftirlaunum, sem verður ástfanginn af giftri konu, sem hann veitir eftirför. Hún er eig- inkona gamals skólafélaga. í kynningu kvikmyndahússins segir að um Vertigo hafi á sínum tíma verið sagt, að enginn gæti gert svona mikla spennumynd án hryllings nema Hitchcok. 75 ára 'afmæli í DAG, 30. nóvémber, er 75 ára Sigurjón Ingvarsson skipstjóri, Skólavegi 9, Neskaupstað. Hann er hættur á sjónum. Meðal aflaskipa sem hann var með á síldarárunum má nefna: Sæfinn NK, Stellu NK og Björg NK. Um þessar mundir er Sigurjón á heilsuhæli NLFt í Hveragerði. Kona hans er Jó- hanna Sigfinnsdóttir, sem er bor- in og barnfæddur Austfirðingur. Börn þeirra voru níu talsins, og eru nú átta þeirra á lífi. Þau hjón- in áttu gullbrúðkaup hinn 4. nóvcmber síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.