Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Yamani spáir snöggri olíuverðhækkun Kuwait, 29. nóvember. AP. 30 daga neyðar- ástandi lýst í Perú YAMANI, olíumálaráðherra Saudi Arabíu, spáði því í dag, að á næstunni yrði umtalsverð hækkun á olíu, vegna aukinnar eftirspurnar og vegna þess hag- ræðis sem olíuframleiðslulönd hefðu flest sýnt varðandi olíu- framleiðslu. Yamani sagði, að hann bygg- ist við að verðhækkunin myndi koma snögglega. Aðspurður um hver væri afstaða hans til þess að Noregur héldi áfram að lækka olíuverð, sagðist Yamani fyrir sitt leyti kæra sig kollótt- an. „Ef Norðmenn hafa efni á að missa tekjur af sinni olíu er það þeirra mál. Þegar eftir- spurnin eykst hlýtur verðið að hækka. Það er lögmál sem allir þekkja sem hrærast í viðskipt- um.“ Hann sagðist ekki búast við að OPEC-löndin þrettán myndu draga meira úr olíu- framleiðslunni en nú er, en OPEC-löndin framleiða 16 milljónir olíutunna á dag. Eins og frá hefur verið sagt lækkuðu þrjú lönd olíuverð ný- lega, Bretland, Noregur og Níg- ería. Síðastnefnda landið á að- ild að OPEC eitt landanna þriggja. Ahmed Zaki Yamani Uma, Pern, 29. nóyember. AP. STTJÓRNIN í Perú lýsti yfir þrjátíu daga neyðarástandi í landinu vegna allsherjarverkfalls sem helztu verka- lýðsfélög landsins höfðu tilkynnt að myndi koma til framkvæmda frá og með fimmtudegi. í tilkynningu ríkis- stjórnarinnar sagði að gripið hefði verið til þessa ráðs vegna þess að verkföllin myndu gera það eitt að leggja alveg í rúst lítt burðugan efnahag landsins. Verkalýðsleiðtogarnir höfðu sagt að þeir byggjust við að um niutíu prósent þátttaka yrði í verkfallinu, sem nýtur stuðning stærstu verkalýðssamtaka lands- ins og ýmissa stjórnmálaflokka, einkum til vinstri. Stöku verka- lýðsfélög munu þó hafa lýst yfir andstöðu við verkfallið og segja það muni ekki koma að neinu gagni við að rétta eða bæta hag og stöðu hins vinnandi fólks. Ókyrrt hefur verið víða í Perú upp á síðkastið og i dag sprungu tvær öflugar sprengjur við menn- ingarstofnun í Lima, sem rekin er sameiginlega af Perú og Banda- rkjunum. Ekki varð manntjón og þykir það hin mesta mildi, því að 300 manns voru að hlýða á hljóm- leika skammt frá þeim stað sem sprengjunum hafði verið komið fyrir á. Arafat Bretar vilja ekki Arafat í heimsókn London, 29. nóvember. AP. Höfundur ævisögu Yassers Arafat skæruliðaleiötoga sagði að Arafat hefði hætt við fyrirhugaða Bret- landsferð til að kynna bók sína þar sem brezk yfirvöld hefðu neitað Ara- fat um vegabréfsáritun. Brezka blaðið Daily Express segir í dag að írski lýðveldisher- inn, IRA, hafi gefið PLO 400 þús- und sterlingspund, eða jafnvirði 20 milljóna króna, í þakklætis- skyni við langvarandi stuðning PLO við hryðjuverkastarfsemi hersins ólöglega. Segir blaðið að peningarnir hafi verið afhentir fulltrúum PLO við athöfn í Túnis. Greiðslan hafi ver- ið í dollurum, sem NORAID, bandarísk samtök, sem stunda fjársöfnun til styrktar írskum hryðjuverkamönnum, hafi safnað. Þing Palestínumanna sam- þykkti stjórnmálayfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem Bandaríkin eru sökuð um „hryðjuverk" og hvatt. er til alþjóðaráðstefnu um málefni Miðausturlanda. Jafn- framt er hvatt til að komið verði á betri sambúð PLO og Sýrlands, sem gagnrýnt hefur tengsl PLO við Jórdaníu og liðsinnt andstæð- ingum Arafats í skæruliðasam- tökunum. Geimapaynja dauðvona Hnabiville, AUbama. 29. nAvember. AP. GEIMAPAYNJAN fröken Bak- er, sem varð heimsfræg árið 1959, er hún fór ásamt apafélaga sínum, Able, út í geiminn. Able lést nokkru eftir að aparnir sneru heim. Fröken Baker var flutt í dýraspítala í gær vegna nýrnasjúkdóms og segja læknar að hún sé dauðvona, enda orðin öldruð á apamælikvarða, tuttugu og sjö ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.