Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER 1984 Afmæliskveðja: Eiríkur Ketils- son — Sextugur Tímarit — oröabók — bókmennta- saga Erlendar bækur Sigurlaugur Brynleifsson Granta. Editor Bill Buford. Granta Publication Ltd., distributed by Penguin Books 1983—84. Þetta tímarit er safnrit þess sem teljast á best af bókmennta- legum nýgræðingi á Bretlandseyj- um og víðar, að dómi útgefanda, einnig eru birtar greinar eins og í síðasta heftinu (10) um ferðalög eftir ýmsa höfunda, bæði enskra og annarra þjóða. Það kennir margvíslegustu grasa í þessum tímaritsheftum, sem koma út fjór- um sinnum á ári. Þetta er mjög líflegt tímarit og jafnframt óbundið af ákveðnum formum. Ambrose Bierce: The Enlarged Dev- il’s Dictionary. Edited by Ernest Jer- ome Hopkins. Preface by John My- ers Myers. Penguin Books 1983. Höfundurinn skrifaði smásögur, skissur og greinar i blöð og tima- rit, hann starfaði sem blaðamað- ur, einkum i London og Kalif- orníu. Hann fæddist 1842 í Banda- ríkjunum, tók þátt i borgara- styrjöldinni. Hann dvaldi í Lond- on frá 1872—1875, þaðan fór hann til Bandaríkjanna og hvarf um tveggja ára skeið. Um tíma var hann gullgrafari. Síðan hóf hann aftur blaðamennsku og tók að birta „The Devil’s Dictionary” á árunum 1881—1886, en það er lang kunnasta ritsmfð hans og er hér gefin út með 851 uppflettiorðs viðbót, frumútgáfan sem kom fyrst út í bókarformi taldi 1000 uppflettiorð og titill þeirrar út- gáfu var „The Cynic’s Word Book“ sem út kom árið 1906. Bierce fór til Mexíkó 1913, þá geisaði þar borgarastyrjöld og sið- an hefur ekkert frést af þeim góða manni. Dánarár hans talið 1914, sem er fremur sennileg tilgáta, en líkið vantar. Höfundurinn setti þessa orða- bók saman sér til skemmtunar og öðrum til ánægju. Hann skýrir orð og hugtök á sinn sérstæða hátt svo sem — frelsi: dýrmætasta eign ímyndunarinnar; hamingja: þægi- leg tilfinning sem á uppruna sinn i umhugsun um vesöld annarra; vinátta: bátur sem ber tvo í góðu veðri, en aðeins einn í óveðri; ein- samall: að vera i afleitum félags- skap; sannorður: mállaus og heyrnarlaus, ólæs og óskrifandi. Svona heldur hann áfram. The New Pelican Guide to English Literature 8; The Present. Edited by Boris Ford. Penguin Books 1983. Krishan Kumar skrifar fyrsta kaflann um enskt samfélag eftir síðustu heimsstyrjöld og þær stefnur i félags- og menningar- málum sem mótuðu hugmynda- heim skálda og rithöfunda. John Holloway skrifar næsta kafla um helstu bókmenntastefnur og nýjar hræringar í listum og bókmennt- um, svo og um nýja afstöðu gagn- rýnenda og nýtt gildismat. Síðan er fjallað um helstu skáld og höfunda frá miðri öldinni og fram til þessa og um helstu hrær- ingar í heimspeki, leikritun og ljóðagerð, málþróun og bókmennt- ir, barnabækur og þau áhrif sem „nýmálið" á bibliunni er tekið að hafa á bókmenntir og bókmennta- sögukennslu. I bókarlok er itarlegur bókalisti um bókmenntir og bókmennta- sögu, um 40 blaðsiður. f tilefni dagsins, 29. nóvember, horfi ég brosandi til baka á gömlu góðu árin eftir strið, og gleði- stundirnar á „V.R.“ í Vonarstræti, þar sem ég kynntist athafna- manninum og húmoristanum Eika Ket, sem var hrókur alls fagnaðar í „Grænu stofunni" þar sem að við hlógum úr okkur móralinn, með tár í glasi. — Það fór strax vel á með okkur, enda áttum við svo ótrúlega margt sameiginlegt, báð- ir hötuðum við vigtina i Land- símastöðinni, þar sem að við vor- um óeðlilega myndarlegir á velli. — Eiki Ket fór aldrei milliveginn, svo annaðhvort varstu vinur hans, eða óvinur, og þá siðarnefndu eignaðist hann marga, með því að láta fólk heyra það umbúðalaust, og óþvegið, þegar honum fannst það litlaust og leiðinlegt. Viðkom- andi sögðu hann kjaftforan rudda, en Eiki Ket hélt því fram að lífið væri allt of stutt til þess að hanga yfir því, að trekkja upp ólæknandi fýlupoka. Þessi tvíeggja hrein- skilni hefur fylgt honum til þessa dags, og sennilega bjargað honum frá því að lenda í pólitík. — Eins og sumir, þá var Eiki Ket óhófs- maður hinn mesti, át eins og skepna, drakk eins og svampur, og vann eins og þræll, aldrei aðgerð- arlaus, og alltaf eitthvað óvenju skemmtilegt að ske í kring um hann Eika Ket. — Þetta var sann- kölluð „Gullöld", því allir voru með alla vasa fulla af peningum þar sem ekkert fékkst, en það litla sem fékkst var skammtað, og þess vegna engu hægt að eyða í óþarfa, svo spírurnar fóru strax í sprútt. Áfengiseftirlitið var óþekkt fyrir- brigði, og lögreglan var nýbúin að fá billiardborð svo þeir sáust ekki. Sjússamælarnir voru heldur ekki búnir að eyðileggja skemmtistað- ina, heldur serveruðu þjónarnir í fullum flöskum af bragðbetri sort- unum, og blandarinn kom í kipp- um á borðiö, og enginn drakk i vatni. Útkastararnir sorteruðu mann úr þvögunni fyrir utan og hentu manni inn, þar sem bestu borðin biðu frátekin, fyrir blaut- ustu bytturnar. Reglufólk sem drakk ekkert sterkara en flóaða mjólk eða annan óþverra, fékk verstu borðin, á því sést það best að réttlætið réð ríkjum. — Bekk- irnir í biðstofunni uppi í gjaldeyr- isnefnd urðu óþolandi og harðir, jafnvel fyrir sitjanda Eika Ket, því látlausar synjanir bættu ekki úr skák, dró hann því saman segl- in í heildsölubransanum, fór út í iðnað og stofnsetti „Kínverjaverk- smiðjuna Bang Bang hf.“ í loft- varnarbyrginu hans Boga ólafs í Tjarnargötunni. Ráðningarskrif- stofan var á Hótel Borg á borðinu næst hljómsveitinni, og voru skvísurnar ráðnar eingöngu eftir útliti og vexti en á því sviði er Eiki Ket smekkmaður hinn mesti. Starfið var í því fólgið að troða haglabyssupúðri í pappasívaln- inga, setja kveikinn í, og hnýta fyrir. Framleitt var í kyrrþey, því meiningin var að yfirfylla mark- aðinn, fyrir gamlárskvöld, til þess að útiloka frjálsa samkeppni, en öðruvísi fór en á horfðist, þegar blómarósirnar fóru að rífast út af engu, og köstuðu púðri hver á aðra, og smávegis á rafmagnsofn- inn sem var í sambandi, því Hita- veitan var frosin. Alvöru Bang- Bang og kompan alelda á stund- inni. Kynbomburnar björguðu eig- andanum Eiríki út. Brunaliðið tók enga áhættu, og dældi beint úr tjörninni og fyllti kjallarann af vatni, og lagði um leið gráfíkjurn- ar hans Sæmundar heildsala í bleyti. Svona smá sprenging rétt eftir stríð varð ekki til þess að rumska við rannsóknarlögregl- unni, svo málið var útkljáð. „Kviknaði í út frá rafmagni" stóð í Vísi. Mikið var skálað fyrir því. — Gráfíkjurnar sem áttu að hækka í verði um jólin, lækkuðu stöðugt, og urðu að lokum óseljanlegar sökum myglu, svo til þess að forð- ast málaferli, þá neyddist Eiki Ket til þess að kaupa tonnið, sem eftir var, af Sæmundi, og þar með var grundvöllurinn fenginn fyrir brautryðjandastarfi Eika Ket i framleiðslu á megrunarsælgæti, með stofnun „Nýju sælgætisgerð- arinnar hf.“. Dýrkeypt reynsla varð til þess að ráðnir voru ein- göngu karlmenn. Biddi „Línudans- ari“ í starf verksmiðjustóra, en „Kassinn" var rekinn áður en það tókst að titla hann, fyrir úthalds- leysi í hátíðahöldum fyrirtækisins og kallaði hann ekki allt ömmu sína. Undirritaður var ráðinn efnaverkfræðingur, því að mér tókst að finna aðferð til þess að láta gráfíkjuleðjuna tolla saman þegar þær komu í strimli út úr kjöthökkunarvélinni svo hægt væri að skera þetta i stykki, sem dýft var ofan í sjóðandi svínafeiti og kakó, en sykur var ófáanlegur. Sá sem bitið hefur í kerti veit nákvæmlega hverju þetta sælgæti sem við kölluðum rúgbrauð líktist, en eftir að við dulbjuggum þetta í rauðan sellófanpappír, þá leit þetta bara vel út. Af ásettu ráði hafði verksmiðjan ekkert heimil- isfang, til þess að fyrirbyggja að hægt væri að skila aftur, en við seldum einu sinni í hverja verslun, en Gamla Bíó var fastakúnni með 300 stk. fyrir barnasýninguna á sunnudögum þangað til þvotta- kerlingarnar, sem skúrað höfðu bíóið frá byrjun, gerðu verkfall, ef sölu á þessum óþverra yrði ekki hætt, og máli sínu til stuðnings bentu þær á, að blessuð börnin bitu í „gottið", skyrptu því svo og köstuðu restinni, sem gengist svo niður í gólfin, og það þyrfti kítt- isspaða til þess að ná því upp. Framleiðslan fór fram á nóttunni í Gunnu-kaffi við Austurvöll, á meðan Heilbrigðiseftirlitið svaf, og get ég ekki með orðum lýst þeim kræsingum, sem kvenskör- ungurinn Guðrún móðir Eiríks út- bjó handa okkur upp á nóttina, jafnvel „Línudansarinn" fitnaði líka. — Verksmiðjan hafði alltaf frátekið sama borðið í Sjálfstæð- ishúsinu, þar sem skálað var á kostnað fyrirtækisins, og Eiki Ket sem atvinnurekandi hafði sérstakt lag á því að láta manni líða eins og Er öryggið í lagi á heimili þínu? í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur nú nýverið um slys í heimahúsum hefur JC Reykjavík fengið Eyjólf Jóhannesson raf- magnstæknifrsðing til að taka saman eftirfarandi pistil um hætt- ur og öryggi rafmagns í heimahús- um. Slysagildrur Rafmagnsslys eru sem betur fer ekki tíð hérlendis en þegar þau á annað borð eiga sér stað eru þau oftast mjög alvarleg og valda miklu eigna- og heilsu- tjóni, jafnvel dauða. Rafmagnsslys verða oftast vegna kæruleysis. Brotin lok af tenglum og brotnar innstungur eru algeng sjón. Framleng- ingarsnúrur sem oft liggja á gólfum og geta marist af stólfót- um eða öðru álíka eru einnig hættulegar, því ber að hafa slík- ar snúrur í lágmarki og helst leggja þær meðfram veggjum undir þar til gerða lista. Peru- lausir lampar eru varasamir þar sem ekkert skýlir fyrir rafmagn- inu séu þeir í sambandi. Athuga ætti reglulega snúrur á heimil- istækjum og skipta umsvifalaust ef þær eru farnar að bila. Brauð- ristin ætti aldrei að vera í sam- bandi sé ekki verið að nota hana vegna þess að þar er greið leið beint inn á leiðarana. Varast ætti fjöltengi sem sett eru í inn- stungur þar sem ofhleðsla á þeim þýðir að þau hanga út úr innstungunum. Aldrei ætti að setja of stóra peru í lampa þar sem það getur þýtt ofhitnun á raftaugum og þar með íkveikju. Henda á skilyrðislaust afklippt- um tenglum þar sem þeir eru freistandi fyrir barnið sem ekki þekkir hættuna. Gömlum inni- loftnetum á að henda svo og þeim millisnúrum og heimilis- tækjum sem úr sér eru gengin. Slysavarnir vegna rafmagns í eldri húsum á að skipta á gömlu töflunni með postulínsör- yggjunum og töflu með lekalið- um sem eru mun öruggari vörn. Athuga á ásigkomlag raflagna og framkvæmir Rafmagnsveitan þá skoðun endurgjaldslaust (gamalskoðun). Því er oft þannig farið að fólk er grandalaust varðandi það rafkerfi sem það býr við en það slitnar og gengur úr sér eins og annað og er ein- angrunin þá oftast ónýt. Þetta á sér einkum stað í eldri húsum. Tappar eru til að setja inn í inn- stungur en því miður er því oft þannig farið að fólki hættir til að gleyma og tapparnir eru ónot- aðir þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi. Til eru innstungur þeirrar gerðar að ekki er hægt meðeiganda, frekar en launþega, og einnig var hann brautryðjandi í „bónuskerfinu“ á íslandi og sá fyrsti með mötuneyti á vinnustað, og margur hefur fengið Fálkaorð- una fyrir minna en þetta tvennt. Það var sorgarstund hin mesta, þegar hráefnið gekk til þurrðar, þó það kæmi sér vel, þar sem við áttum aðeins eftir fimm verslanir á öllu landinu, en samt var okkur búið að detta í hug útflutningur til Póllands. — Marshallaðstoðin, Atlantshafsbandalagið og betl í Bandarfkjunum kipptu hlutunum í lag, svo Eiki Ket hóf aftur inn- flutning, en við „Línudansarinn" fórum á síld. — Skömmu seinna kom Eiki Ket öllum að óvörum, snéri algerlega hjálparlaust við blaðinu, og steinhætti í glasinu, því honum fannst hláturinn vera farinn að dvína í víninu, og höfuð- verkurinn daginn eftir farinn að aukast all ískyggilega. — Geri aðrir betur!! Ég þekki engan. Eiríkur stórvinur minn Ketils- son. Þú ert i algerum sérklassa og mér því ógleymanlegur, og Reykjavík væri ekki sama borgin án þín. Ég óska þér innilega til hamingju, og mundu að maður verður aldrei eldri en maður er ungur í anda, en báðir vitum við að „Hláturinn lengir lífið". Bjarni Ármann Jónsson, San Francisco. Á þessum merku tímamótum í lífi Eiríks þykir mér vænt um að fá tækifæri til þess að undirstrika hve það hefur verið ánægjulegt að vera samtíðamaður þinn hér í bæjarlífinu í Reykjavík. Mér eru minnisstæð kynni mín af móður Eiríks, Guðrúnu Eiriksdóttur, veitingakonu sem var merkiskona, fædd í Grindavík. Hún lést árið 1974. Þetta var kona sem sópaði að. Og eplið fellur ekki langt frá eikinni. Á tímamótum sem þessum er ekki úr vegi að minnast atvika sem ekki gleymast þegar Baddi var verksmiðjustjóri i nýju sæl- gætisverksmiðjunni en Eiríkur sjálfur forstjóri og ekki má gleyma kínverjaverksmiðjunni. Já, alltaf man ég þegar kviknaði í öllu saman. Kæri vinur, Eiríkur. Þú hefur ávallt verið frjótt blóm i islensk- um jarðvegi. Megi þér heilsast vel um ókomin ár. Megir þú eiga starfsama og góða daga. Vona að við samferðamenn þínir megum sem lengst fá notið skemmtileg- heita þinna, sem við teljum alveg ómetanleg. Heill þér sextugum. Þorkell Valdimarsson að stinga inn i þær oddhvössum hlut og eru þær góð vörn. Um- fram allt er árvekni húsráðanda besta vörnin gegn því að slys verði, þar þarf svo litið til. Til dæmis þarf einungis 10—50 milliamper til að valda dauða. Er öryggi heimilis þíns i ein- hverju ábótavant? Það þarf svo lítið til. Barnaöryggisnefnd JC Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.