Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 t Elglnmaöur mlnn og faöir, ANDRÉS MARKÚSSON, Engjavegi 73, SalloMi, lést I Vlfilsstaöaspltala 26. nóvember. Jónfna Kristjánsdóttir, Halldór Andrésson. Eiginmaöur minn, ÓLAFURARNLAUGSSON, Ölduslóö 18, HafnarfirAi, er látinn. Ruth GuAmundsdóttir. t SIGURÞÓR ÁRNASON, Rauóarárstfg 13, fyrrv. starfsmaóur f Gutanberg, lést 20. nóvember. Útförln hefur farlö fram. Systkinabörn hins látna. t Elskuleg eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, tengdadóttir og amma, RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ásgaröi 75, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.30. Siguröur Gunnar Sigurösson, Guömundur Sigurðsson, Helga G. Halldórsdóttir, Siguróur Ágúst Sigurösson, Guörún Björk Björnsdóttir, Gfsifna Siguröardóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GÍSLI GUÐBJÖRNSSON frá Hellissandi, sem andaöist þann 26. þ.m., veröur jarösettur aö Ingjaldshóli laugardaginn 1. desember kl. 14.00. Bilferö veröur frá Hópferöamlöstööinni Artúnsholtl sama dag kl. 8.00 f.h. Kristjánsfna Elimundardóttir, börn og tengdabörn. t HJartkær sambýlismaöur, sonur, faöir, tengdafaöir og afi okkar, GUOMUNDUR SIGURÐSSON, Breióási, Hrunamannahreppí, andaöist 26. nóvember si. Utförin fer fram i Hrepphólakirkju laugar- daginn 1. desember nk. kl. 14.00. Ferö veröur frá BSi kl. 12.00 sama dag. Elfn Jónsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Helgi Guömundsson, Guóni Guómundsson, Samúel Guðmundsson, Jón Baldursson, Marfa Baldursdóttir, Elfn E. Baldursdóttir, Bryndfs Baldursdóttir, Halla Baldursdóttir, og barnabörn. t ÞÓRUNN GUÐBRANDSDÓTTIR, Loftsölum, Mýrdal, veröur jarösungin frá Skeiöflatarklrkju laugardaginn 1. desember kl. 14.00. Ferö veröur frá Umferöarmlöstööinnl sama dag kl. 9. Systkinin. t Móöir okkar, GUDRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrfseyjargötu 14, Akureyri, veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 1. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Guömundur Bjarnason, Gfsli Bjarnason. Jóna Baldvinsdóttir, Helga Jósepadóttir, Kolbrún Guömundsdóttir, Sigrföur Arnadóttir, Sævar Hjálmarsson, Jón Guöbrandsson, Eyþór Brynjólfsson, Minning: Jóhannes Jóns- son frá Asparvík Fsddur 25. desember 1906 Dáinn 20. nóvember 1984 í dag verður til moldar borinn Jóhannes Jónsson frá Asparvík, Fannborg 1, Kópavogi. Þó að Jóhannes hafi í rösk 30 ár átt heima hér syðra þá kenndi hann sig jafnan við Asparvík á Ströndum, þar sem hann átti sín bernsku- og unglingsár og í kunn- ingjahópi var hann líka alltaf kallaður Jóhannes frá Asparvík. Jóhannes Jónsson fæddist á Svanshóli í Bjarnarfirði í Kaldr- ananeshreppi jóladaginn 25. des- ember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kjartansson og Guð- rún Guðmundsdóttir. Vorið 1915 fluttist hann með foreldrum sín- um að Asparvík í sömu sveit og átti þar heima fram yfir tvítugt. Árið 1927 trúlofaðist Jóhannes Elínborgu Sigurðardóttur frá Brú- ará. Þau eignuðust einn son, Inga Karl framkvæmdastjóra, sem sjónvarpsáhorfendum er að góðu kunnur fyrir þýðingar á myndum og flutningi texta með ýmsu sjón- varpsefni. Elínborg og Jóhannes slitu samvistir 1931. Árið 1935 giftist Jóhannes eftir- lifandi konu sinni Soffíu Valgeirs- dóttur frá Norðurfirði. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Kaldr- ananeshreppi en lengst á Drangs- nesi. Þau fluttu árið 1954 til Reykjavíkur og áttu þar heima til 1974 er þau settust að í Kópavogi. Jóhannes og Soffía voru barn- laus en tóku fósturbarn nýfætt, Sólrúnu Aspar, og ólu upp. For- eldrar hennar voru Elías Bjarna- son og Jakobína Halldórsdóttir. Foreldrar Jóhannesar áttu mörg börn. Eins og kunnugir vita hefur jafnan verið harðbýlt á Böl- um á Ströndum. Jóhannes mun því snemma hafa orðið að taka til hendinni við ýmis störf, bæði til sjós og lands. Hann var einn af þeim síðustu er stunduðu hákarla- veiðar á opnum skipum norður í Húnaflóa um hávetur. Jóhannes fékkst nokkuð við barnakennslu á vetrum meðan hann var heima 1 Asparvík. Á Drangsnesi stundaði hann verka- manna- og verslunarstörf. Eftir að Jóhannes flutti til Reykjavikur vann hann hjá Landssímanum í 22 ár eða þar til hann varð að hætta störfum vegna aldurs. Á Drangsnesi gegndi Jóhannes ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. í sóknarnefnd, skattanefnd og í stjórn Verkalýðsfélags Kaldrana- neshrepps. Hann var einn af stofnendum Sundfélagsins Grettis í Bjarnarfirði. Jóhannes var fé- lagslyndur maður og tók alltaf mikinn þátt í félagsstarfi. Þegar Jóhannes kom hingað suður var nýbúið að stofna Átt- hagafélag Strandamanna í Reykjavík. Hann varð strax virkur þátttakandi i því félagi og þar lágu leiðir okkar saman. í lögum Átthagafélagsins, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. febrúar 1953, segir svo m.a. um markmið félagsins: „Að varðveita frá gleymsku sögulegar minjar frá Ströndum og sérhvað það er við- kemur lifnaðarháttum þar í hér- aðinu, sagnir um einsaka menn og atburði, lýsingu athafnalífs og menningar ..." Ég fullyrði að enginn hafi lagt meira af mörkum til að hrinda í framkvæmd þessu markmiði fé- lagsins en Jóhannes Jónsson frá Asparvík. Ég ætla að minnast á nokkur atriði í því sambandi. Þeg- ar hafist var handa um byggingu Byggðasafns að Reykjaskóla í Hrútafirði setti Átthagafélagið á stofn nefnd, sem kölluð var byggðasafnsnefnd, til að vinna með öðrum félagasamtökum að framkvæmd þessa mikla menn- ingarmáls. Jóhannes var að sjálf- sögðu í þessari nefnd og vann þar af lífi og sál. Hann, ásamt fleirum, ferðaðist meðal Strandamanna í Reykjavík og nágrenni til að afla fjár til styrktar byggðasafninu og varð vel ágengt. Einnig safnaði Jóhannes miklu af gömlum mun- um sem varðveittir eru í safninu. Jóhannes lét ekki staðar numið við opnun Byggðasafnsins að Reykjaskóla. Hann hélt alla tíð áfram að forða frá glötun gömlum munum og myndum. Strandapósturinn, ársrit Átt- hagafélagsins, hefur komið út síð- an 1967. Jóhannes var í ritnefnd Strandapóstsins frá upphafi og átti mikinn þátt í að móta ritið. Enginn hefur skrifað jafnmikið í Strandapóstinn bæði í bundnu og t VIGFÚ3 GUÐMUNDSSON fré Seli, Ásahreppi, sem lést 19. nóvember, veröur jarösunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaglnn 1. desember kl. 14.00. Bilferö veröur frá Hátúni 10a kl. 11.30. Fyrir hönd vandamanna. Synir hins látna. t Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir, JÓHANNESJÓNSSON frá Asparvík, Fannborg 1, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu mlnnast hans er bent á hjúkrunarheimiliö Sunnuhliö, Kópavogi. Soffla Valgeirsdóttir, Ingi Karl Jóhannesson, Sólrún Aspar Elíasdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. óbundnu máli. I greinum Jóhann- esar er mikinn fróðleik að finna. Þar er sagt frá gömlum vinnu- brögðum og Iifnaðarháttum á Ströndum. Jóhannes var skáld gott og í Strandapóstinum er mikið af ljóð- um eftir hann. Þessi ljóð eru sum í gamansömum tón en einnig slær hann á alvarlega strengi. Skáld- skapur og þjóðlegur fróðleikur var honum ákaflega hugleikinn. En það var ekki nóg með það að Jóhannes skrifaði sjálfur mikið í Strandapóstinn, heldur var hann líka óþreytandi að fá aðra til að skrifa í ritið. í hvatningu til Strandamanna segir hann m.a.: Drífið ykkur öll af stað árin framhjá tifa. Leitið uppi blek og blað og byrjið strax að skrifa. Og hann endar svona: Skrifíð, skrifið, öll sem eitt, engu megið gleyma. Allt er betra en ekki neitt frá ykkur vinir heima. Jóhannes var bundinn átthög- unum mjög sterkum böndum og hugur hans leitaði oft norður á Strandir. í öðru hefti Stranda- póstsins segir hann m.a. í kvæðinu „Strandir": Betur hvergi ég mér uni en á norðurs-slóðum þeim þangað löngum leitar muni Ijúft i minninganna heim ... Og í síðasta erindinu segir hann: Strandabyggð í björtum skrúða brosir fegurst hér á jörð inn til dala út til flúða eilíf hljómar þakkargjörð ... Þegar Jóhannes finnur að breyt- ing er skammt undan þá segir hann m.a. í kvæðinu „Endalokin": Það er svo margt að þakka er lífsins stund er liðin lokadagur nálgast með hvíldina og friðinn. Og meðan biðin varir er líka ljúft að dreyma liðna æskudaga á ströndinni minni heima. Jóhannes var lífsglaður maður og átti létt með að blanda geði við fólk. Hann var hrókur alls fagnað- ar á mannamótum og hafði vísur oft á hraðbergi og kunni mikið af gamansögum. Hann var sannkall- aður gleðigjafi hvort sem var á samkomum eða ferðalögum. Jóhannes naut lítillar skóla- göngu en var eigi að síður mjög vel menntaður. Hann skrifaði gott mál og átti létt með að yrkja. Hann var einn af þessum sjálf- menntuðu alþýðumönnum sem við stöndum í mikilli þakkarskuld við. Varðveisla þjóðlegs fróðleiks af Ströndum er ekki einkamál okkar Strandamanna. Með þeirri byggðasögu er einnig þáttur ofinn í þjóðarsöguna. Lífi okkar má líkja við ferðalag. Við vitum öll hvað það er mikils virði að hafa trausta og skemmtilega ferðafé- laga. Jóhannes var sannarlega góður ferðafélagi, okkur leið vel í návist hans. Að leiðarlokum finnum við í Átthagafélaginu best hvað við stöndum i mikilli þakkarskuld við Jóhannes frá Asparvík. Blessuð sé minning Jóhannesar Jónssonar frá Asparvík. Eigin- konu hans, Soffíu Valgeirsdóttur, börnum og öðru venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.