Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 41 Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga: Gylfi Pálsson kjörinn formaður ÞRÍTUGASTI og fjórði aðalfundur Landssanibands stangarveiðifélaga var haldinn í Munaðarnesi { Borg- arfirði 20. og 21. október 1984. Fundinn sóttu 84 fulltrúar frá 14 fé- lögum, en 25 félög eiga aðild að sambandinu. Formaður LS, Birgir J. Jó- hannsson, fluttu skýrslu stjórnar- innar fyrir liðið starfsár. Hann drap á helstu málin, sem voru á dagskrá sambandsins á árinu. Vegna frétta í hljóðvarpi í nóv- ember á sl. ári um samþykkt Far- manna- og fiskimannasambands tslands og vegna undirtekta sjáv- arútvegsráðherra um mögulegar laxveiðar tslendinga í sjó, sendu Landssamband stangarveiðifélaga og Landssamband veiðifélaga frá sér harðorð mótmæli til fjölmiðla. Stjórn LS hefur á starfsárinu átt fundi með Guðmundi Eiríks- syni þjóðréttarfræðingi, Þór Guð- jónssyni veiðimálastjóra og stjórn Landssambands veiðifélaga og hafa þessir fundir verið mjög gagnlegir. Þá gekkst LS fyrir útbreiðslu- fundum um veiði og fiskirækt og voru haldnir fjórir fundir. Fyrsti fundurinn var haldinn í Borgar- nesi og síðan á Selfossi, Blönduósi og Akureyri. Dagana 3.-5. maí 1985 verður haldin í Norræna húsinu í Reykja- vík vörusýning á vegum LS og nefnist hún Stangveiði ’85. Verða þar sýnd veiðitæki, fatnaður, bát- ar o.fl. er snertir stangveiðiíþrótt- ina. Fulltrúar LS í Nordisk Sport- fisker Union (NSU) Gylfi Pálsson og Karl ómar Jónsson fluttu skýrslu þar sem fram kom, að að- alverkefni íslandsdeildar NSU er gerð heimildarkvikmyndar um verndun laxastofna á Norðurlönd- um. Jón Hermannsson, kvik- myndagerðarmaður, vinnur að samningu handrits og gerði hann grein fyrir því á fundinum. Þá flutti Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, skýrslu um laxveiðina á síðastliðnu sumri. Einnig talaði hann um hið umdeilda mál seiða- sleppingar og rakti ástand áa og sjávar með tilliti til afkomumögu- leika seiða, og mismunandi að- ferðir við seiðasleppingu. Guðmundur Eiríksson, þjóð- réttafræðingur, formaður Norður-Atlantshafslaxverndunar stofnunarinnar í Edinborg, NASCO, gerði grein fyrir hlut- verki stofnunarinnar. Eitt aðalverkefni fundarins var umræður um frumvarp til laga um ræktun, eldi og veiði vatnafiska. Sigurður Pálsson var frummæl- andi og var fundarmönnum skipt í umræðuhópa og skilaði hver hóp- ur álitsgerð um málið, sem send verður viðkomandi aðilum. Eftirfarandi tillögur og álykt- anir voru samþykktar á aðalfund- inum: Aðalfundur Landssambands stangarveiðifélaga haldinn 20. og 21. október 1984 telur eðlilegt að allir landsmenn hafi rétt til stang- veiði án endurgjalds í Þingvalla- vatni fyrir landi þjóðgarðsins. Fundurinn skorar því á Þingvalla- nefnd, að koma þessu máli í það horf fyrir næsta sumar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Ályktun frá stjórn LS: Aðalfundur Landssambands stangarveiðifélaga haldinn 20. og 21. október 1984 í Munaðarnesi fagnar því að Laxverndunarstofn- unin í Eldinborg er nú orðin að veruleika. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Íslendingur, Guð- mundur Eiríksson þjóðréttarfræð- ingur, hefur verið valinn til þess að veita stofnuninni forystu. fs- lenskir stangveiðimenn vænta mikils af starfsemi þessarar stofnunar og óska henni góðs gengis. Stjórn LS Þar sem ummæli veiðimála- stjóra og umræður á aðalfundi Landssambands stangarveiðifé- laga, haldinn í Munarðarnesi dag- ana 20. og 21. október 1984, hafa leitt í ljós að núverandi eftirlit með fiskeldis- og hafbeitarstöðv- um er allsendis ófullnægjandi, beinir fundurinn þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að hann hlutist til um að úrbætur verði gerðar svo fljótt sem kostur er vegna vaxandi sjúkdómahættu. Jón Sveinsson Formaður LS, Birgir J. Jó- hannsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gylfi Pálsson kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru: Rósar Egg- ertsson Stangaveiðifélagi Reykja- víkur, Sigurður Pálsson, Stanga- veiðifélagi Keflavíkur, Hjörleifur Gunnarsson, Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og Rafn Hafnfjörð, Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. í varastjórn eru: Matthias Ein- arsson, Akureyri, Sigurður Sveinsson, Selfossi, Garðar Þór- hallsson, Reykjavík. ---------------------------\ Jólamarkaður Útiljósaseríur — aðventukransar — borðskreytingar — jólahús o.fl. Opið daglega frá kl. 9-18 og laugard. kl. 9-17. Bergiðjan, Kleppspítala. t Þakka samúö og hlýhug viö andlát og útför systur minnar, KATRÍNAR PÁLSDÓTTUR frá Hörgslandi á Slöu. Þurfður Páladóttir. t Viö þökkum auösýnda samúö viö veikindi og útför bróöur okkar, ÓSKARS GUDLAUGSSONAR frá Siglufiröi, Mjóuhlfö 16, Raykjavfk. Einkum þökkum vlö frábæra umönnun og elskulegheit lækna og hjúkrunarfólks á Elliheimilinu Grund 3. hæö, sjúkradelld. Lovfsa Guölaugadóttir, Sigrföur Láruadóttir og aörir aöstandendur. t Innilegustu þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför eigin- manns mins, fööur og tengdafööur, ÁSGEIRS JÓNSSONAR, Bfkfudal. Sérstakar þakklr sendum viö hreppsnefnd Suöurfjaröarhrepps. Kristfn Jónsdóttir, Jóna Asgeirsdóttir, Baldur Asgeirsson, Sjöfn Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, Gunnlaugur Fjólar, Hjördfs Þórarinsdóttir. Fjóla Eleseusdóttir, Ingólfur Arason, Kristfn Pátursdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall sonar okkar og bróöur, INGIMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Garöbraut 43, Garöi. Sórstakar þakklr færum viö knattspyrnufélaginu Vföi, kvennaklúbbi Viðis og Siguröi Ingvarssyni og fjölskyldu. Helga Siguröardóttir, Guðmundur Ingimundarsson, Guöjón Guömundsson, Siguröur Guömundsson, Ester Guömundsdóttir, Þórir Guömundsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Jónfna Guömundsdóttir, Þröstur Steínþórsson. Nú er rétti tíminn til aö hyggja aö jólamálningunni Nú málum við með Hörpusilki jtatpa^ Hörpumálning fæst í eftirtöldum verslunum á Reykjavíkusvæóinu: Álfhóll, Kópavogi Brynja BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfiröi Byggingav.versl. Tryggva Hannessonar Dröfn, Hafnarfíröi Dvergur, Hafnarfiröi Ellingssen Gos Húsasmiöjan J.L. Byggingavörur Hamraborg 7 Laugavegi 29 Nýbýlavegi 6 Dalshraun 15 Síöumúla 37 Strandgata 75 Brekkugata 2 Ánanaustum Nethyl 3 Súöarvogi 3 Hringbraut 119 Kjörval, Mosfellssveit Litaver Liturinn Málarabúöin Málarinn Málmur, Hafnarfiröi Málningavörur Málning og Járnvörur Mikligaröur Pótur Hjaltested Slippbúöin Smiösbúö, Garöabæ Þverholti Grensásvegi 18 Siöumúla 15 Vesturgata 21 Grensásvegi 11 Reykjavikurvegi 50 Ingólfsstræti 5 Síöumúia 4 Holtagaröar 108 Suöurlandsbraut 12 Mýragata 2 Smiösbúö 8 *.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.