Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 fclk f fréttum Sophia Loren vill ekki gera bemskubrekin opinber Sophia Loren hefur hátt þessa dagana og hótar málshöfðun og milljónakröfum ef gamlar synd- ir hennar verða gerðar opinberar. Þegar Sophia, sem nýlega er orðin fimmtug, var 17 ára gömul lét hún ljósmynda sig nakta og í ögrandi stellingum hjá ljósmyndara, sem hún var hrifin af. Ljósmyndarinn er nú látinn en þegar erfingjarnir fóru að skoða eigurnar rákust þeir á filmuna, sem aldrei hafði verið framkölluð, og þóttust þá heldur betur hafa komist í feitt. Nú hafa þeir selt myndirnar karlmanna- tímaritum í Frakklandi og á ítaliu og birting þeirra boðuð á næstunni. Sophia segist hins vegar ætla að stefna fólkinu og tímaritunum og er tilbúin með milljónakröfu í skaðabætur. Lífið brosir aftur við Lizu Minelli r __ C g hef unnið sigur í stríðinu við pillurnar, áfengið og fortíðina. “C Þetta hefur verið löng og mikil barátta en nú held ég að lífið brosi við mér.“ Það er bandaríska leikkonan Liza Minelli, sem segir þetta í viðtali við blaðið People en þar segir hún frá sjö vikna vist sinni á Betty Ford- stofnuninni í Kaliforníu. „Ég byrjaði á því að taka róandi lyf, valium, þegar móðir mín lést og ég og pillurnar, „dúkkurnar" eins og þær eru kallaðar, urðum fljótt góðir vinir. Þannig gekk það í 15 ár en þá vaknaði ég upp við vondan draum,“ segir Liza, sem segist hafa hafið meðferð með það tvennt í huga að losna við eitrið og minninguna um dauða móður sinnar. „Ég eins og aðrir var farin að bera mig saman við móður mína en ég sagði við sjálfa mig: „Ég er Liza Minelli og lifi en móðir mín var Judy Garland og er látin.““ Ég er 38 ára gömul. Áður en ég varð þrítug fannst mér ég vera orðin miðaldra en nú finnst mér ég vera á besta aldri og lífið brosir við mér.“ Morgunblaðið/Árni Johnsen Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í rollustússi Þeir eru búsældarlegir á svip þingmenn Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir huga að búfjárstofni Strandamanna í Norðurfirði fyrir skömmu. Það hafa löngum verið vænir dilkar á Ströndum, afbragðsfé, enda leynir sér ekki fögnuðurinn í svip Pálma Jónssonar alþingismanns, bónda og formanns fjárveitinganefndar, sem er fjær til vinstri á mynd- inni, en við hlið hans er Friðjón Þórðarson þingmaður Vesturlands og lengst til hægri er Egill Jónsson á Seljavöllum, þingmaður Austurlands, og horfir hann augum fagmannsins á fénaðinn. * " ff Nicolai / r P || -ffSf j 1 ” Gedda kemur til íslands LIZA MINELLI með föður sínum, Vincente Minelli, og eiginmanni, Mark Gero. Nicolai Gadda syngur( íslenzku ópsrunni Úr daglegu Ivffi Sonju Drottningin eyðir miklum tíma með fjöl- skyldu sinni. Litla myndin er af Sonju og Vigdísi forseta í Washington. ert annað bíður, en mikil ferðalög eru hluti af dag- legu amstri. Sagt er að hún hafi góðan fatasmekk og velji sér sígildan en mjög einfaldan fatnað sem hæfi henni vel. Þrátt fyrir mikið annríki eyðir hún miklum tíma með börnum sínum og heldur alltaf sambandi við sína gömlu vini. Þegar Sonja vill gera eitthvað til tilbreytingar þá fer hún gjarnan með góðum vinum upp á fjöll eða til útlanda. Hún er mikil skíðamann- eskja og útiloft elskar hún. Sonja, norska krónprinsessan, er nútímakona í sér segja kunnugir. Hún var yngst í sinni fjöl- skyldu. 1959 kynntist hún eiginmanni sinum, Haraldi ríkisarfa Noregs. Fyrstu kunningsár þeirra voru oft erfið því margir ætluðust til að Haraldur giftist ein- hverri prinsessunni í Evrópu, en ekki stúlku af borg- arastétt. 1969 gengu þau samt sem áður í það heilaga og Sonja Haraldsen varð krónprinsessa. Tími hennar er þéttsetinn og eftir að hafa keyrt börnin í skólann á morgnana eyðir hún stund á skrifstofu sinni ef ekk- SONJA NOREGSDROTTNING „NUTIM AKON A“ Heldur þrenna tónleika Þeir eru eflaust margir sem kannast við hinn heims- kunna óperusöngvara Nicolai Gedda. í janúar nk. mun hann leggja leið sína til Íslands og syngja fyrir okkur. Blm. sló á þráðinn til hans, en hann er búsettur í Svíþjóð, og spurði hve lengi hann hygðist dvelja hérlendis og hvað hann myndi halda marga tónleika. „Ég kem að öllum líkindum þann 22. janúar til landsins, en tónleikarnir sem verða þrír eru 24., 26. og 28. þess mánaðar. Fyrsta kvöldið mun verða aríu- kvöld, annað kvöldið svokallað Vínarkvöld, þar sem ég syng Vínartónlist, og þriðju og síð- ustu tónleikarnir verða ljóða- tónleikar fyrir Tónlistarfélag- ið.“ Hefurðu komið áður til ís- lands? „Já, ég söng árið 1960 í Rig- oletto-óperunni ásamt Guð- mundi Jónssyni og fleirum. Ég hlakka afskaplega til að koma aftur til landsins, það eru liðin 24 ár síðan ég var þar síðast. Það er annars annasamt hjá mér þessa dagana. í augna- blikinu er ég ásamt dóttur minni Tönju á leið til Parísar að syngja. Yfir jólin verðum við í Berlín og förum í janúar hring um Suður-Svíþjóð. Eftir íslandsdvölina á ég dálítið frí, sem er þó óðum að fyllast. Ég mun þó a.m.k. fara til Vínar og hafa síðan sjónvarpsþátt í Þýskalandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.