Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 8. septcmber 1965 Nær 900 þús. kr. í Hjálparsjóði æskufólks LOFTÁRÁSIR Framnalo ai ms i ungis gert árásir á hemaðar stöðvar, t. d. flugvöllinn í Rawa'lpindi. Pakistanar segjast hafa skot ið niður 31 indverska flug- vél, en Indverjar neita því, að þær séu svo margar. Þeir segj ast aftur á móti hafa sikotið nið ur fimm pakistaniskar flugvél ar og eyðilagt fjórar aðrar. Pakistanar fullyrða að þeir hafi stöðvað framrás landhers Indverja á öllum þrem stöðun um, sem innrásin var gerð á í gær. Virðist eitthvað vera til í þessu. Indverjar hafa ját að að framrás Indverja á nyrztiu víglínunni hafi ver ið stöðvuð við Dera Baba Nan akbrúna, aðeins átita kílóimetra frá landamærunum, en þá brú sprengdu Pakisttainar í loft upp. Svo virðist, sem framrás Indverja á mið-vígstöðvunum hafi verið stöðvuð við Sulem anki, seim einnig er aðeins 8 km., frá landamærunum, en eng ar ljósar fregnir eru frá þriðju vígstöðvunum, . Fréttamenn í Nýju Delhi leggja sérstaka áherzlu á, að hin hernaðarlega þýðingar- mikla Dera Baba Nanak-brúin var sprengd í loft upp. Er bent á, að brú þessi hafi mi'kla þýðingu fyrir Pakistan, sem gátu notað hana til árása á eina vegasamband Indlands við indverska herinn í Kash mír. Telja suimi-r, að með þessu hafi Indverjar náð einu af takmörkum sinum með styrj öldinni, en aðrir telja, að með því að sprengja brún-a í loft upp hafi Pakistanar hindrað Indverj-a í því að einangra her lið Pakistans í Chamb-héraðinu í Ka-sh-mír frá heimalandinu. Þá gerðu Pakistanar í dag loftárásir á indverska flug- velli n-álægt landamærum Ind lands og Pakisbans í dag. Fregn ir he-rm-a, að nokkrir menn hafi látið lífið í þessum sprengjuárásum. Engar ná- kvæmar tölur eru um fall hermanna og óbreyttra borgara í styrjoldinni, en fregnir benda til þess, að manntap sé veru legt. Indverjar tilkynntu í morg un, að Pakista-n hefði sent fallhlífarhermenn inn í Pun jab-héraðið í norðvestur enda liandsins, og hafi þeir gert nokkum usla. Nokkrir þeirra haf-a/ verið handteknir, að sö-gn Indverja, og hefur ríkis-stjórn in boðið óbreyttum borgurum laun fyrir að aðstoða við hand töku þeirra, sem enn eru á sveimi. Herm^nn þessir eru ekki einkeunisklæddir. Pakist anar segja, að þessi tiikynn ing Indverj-a, sé hrein lygi. Eftir því, s-em bezt verður skilið af þessum ósamhljóða fregnum, hafa harðir bardag ar geisað í dag, bæði á landi og í lofti, og loftárásir verið gerðar á borgir bæði í Pakist an og Indlandi, og fallhlifarher menn notaðir, að því er frétta maður brezka útvarpsins sagði í kvöld. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið herlið stendur í bardögunum í Vestur-Pakist an, en tailið er að Indverjar hafi rúmlega eina hersveit og Pakistanar tæplega eina her sveit í bardögunum. Aftur á móti er talið, að bæði ríkin hafi mikið herlið reiðubúið til bardaga. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, bjó sig í dag undir að haida til Pak istan í nótt. Mun hann koma við í London, en þaðan flýg ur hann til Rawalpindi í Pakist an, og býst við að kom-a þan-g að á fimmtuda-ginn. Þaðan fer hann svo síðar til Indlands. FB-Beykjavík, þriðjuda-g. r Undanfarin tvö ár hefur kvik myndin Úr dagbók lífsins verið sýnd út um allt land, og eru nú aðeins eftir þrír sýningarstaðir austan fjalls, þar sem myndi-n verður sýnd innan skam-ms. I surnar hefur myndin verið sýnd á Norður- og Vesturlandi, og sýningar al-ls verið 35. Ágóði af sýningum myndarinnar og gjiafafé, sem afhent hefur verið biskupsskrifstofunni nemur nú alls 864 þúsundum króna. Auk þess hefur öll skuld kvikmyndar- i-nnar verið g-reidd, en hún var tæplega 350 þúsund krónur. Gjaf ir og ■hagn-aður af sýningum er því alls ein milljón og tvo hundr uð og fjórtán þúsund krónur, en eins og kunnugt er rennur allur hagnaður í Hjálparsjóð æskunn ar. Bókin Réttið hjálparhönd hefu-r verið látin fylgja a-lls staðar nem-a í Reykjavík, og þar sem í ljós hefur komið, að ekki hafa allir getað skrifað í bókina, sem viljað hafa á sýnin-garstöðum, hefur ver ið ákveðið að fara með bókina í Fer hann samkvæmt samþykkt öryggi-sráðsins s. 1. nótt. Ekki er gott útlit fyrir, að árangurinn af för U Thant verði mikill. Brezka útvarpið sagði að hjá hvorugum aðilan um væri hægt að sjá vilja til sátta og vi-rtust íbúar landan-na fagna styrj- öldi-n-ni. Ríkisstjómir beggja 1-anda hafia sagt, að U Thant væri velkominn. Pakistan bað i dag Cento ríkin, þ. e. Bretland, Tyrk land og íran um hemaðarlega og stjómmálalega aðstoð í baráttun-ni við Indland. Bret land hefur lýst því yfir, að það muni ekfci tafca þátt í á-tök um við ríki innan Samveldis ins, end-a telji það Cento-banda 1-agið stofnað til vamar gegn kommúnistaríkjunum, en ekki gegn Indlandi. Kínverska Alþýðulýðveldið hefur eitt ríkja tekið afstöðu með öðrum de-iluaðilanum, og fordæmt það sem kallað er vopnuð árás Indlands á Pak istan. í yfirlýsin-gu er einnig árás á Sameinuðu Þjóðimar, sem kall-aðar eru tæki ba-nda rískrar heimsvaldastefnu, og Sovétríkin em gagnrýnd, þótt nafn þeirra sé ekki nefnt, heldur kaillast þau „nútíma endurskoðunarsinnar“. Sovétríkin sendu út yfirlýs in-gu í dag, og skoruðu á Ind land og Pakistan að hætta þeg ar hernaðaraðgerðum sinum og virða vopn-ahléslínuna í Kash mír, s-em komið var á fót 1949. Segir í yfirlýsingunni, að bæði ríkin geti reiknað með sátta semjara frá Sovétríkjun-um, ef þau telji það gagnlegt. Segir, að þróun mál-a mi-lli Indlands og Pakistan spili í hendur þeirra u-tanaðkomandi aðila, sem reyna að vald-a deilum og æ-sa þau ríki, sem los-n-að hafa undan nýlenduokinu, hvort á móti öðru. Er þar átt við Kína. Bandarikjastjóm kveðst vera kvíðin yfir því, að bæði Ind land og Pakistan noti hergö-gn sem Bandaríkin hafa látið þe-ssi riki hafa sem þátt í efn-aha-gs aðstoð. Deilan var einnig rædd itar lega i London í dag og átti Wilson fu-ndi með ráðgjöfum sínum í Samveldismálum og við leiðtoga stjómarandstöðu flokkanna. Wilson leggur á- herzlu á, að Bretland styðji tilraunir Sameinuðu Þjóðanna til að koma á friði. hús, svo fólk eigi þess kost að skrif-a nöfn sín í hana. Nú eru komin á fjórða þúsund nöfn í bókima. Söfn-unarlista-r hafá verið send ir til skipa og meiri háttar fyrir tækja, og hafa söfnunarlistamir frá s'kipunum þegar verið bundnir inn í bók, og eru í henni nær 1000 nöfn. Bókin, sem er hin vandaðasita, gerðu og gáfu feðgarm ir He-lgi Tryggvason og Einar son ur han, en Bjamveig Helgadótt ir gaf skrautritun á bókina. Þessa viku eru bækumar tvær og söfhunianli-star til sýnds í Málara glu-gganum í Ban-kastræti, en þar eru einnig minningarspjöld til sýnis, sem Hjáiparsjóður æsku fólks hefur gefið út og verða til sölu víða um land. Þá hefur Margrét Thorlacius kennari til- Bátur í landhelgi MB—Reykjavík, þriðjudag. í nótt tók varðsldpið Óðinn vélbátinn Sæborgu BA 25 að meintum ólöglegum landhelgis- veiðum út af Patreksfirði. Var farið með bátinn inn til Patreks- fjarðar, og þar var málið tekið fyrir í dag. DÚMS RANN- SÚKN MB—Reykjavík, þriðjudag. Dómsrannsókn hófst í gær hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnar- firði vegna brunans á Setbergi. Fyrstur kom fyrir rétt Einar bóndi á Setbergi og I morgun kom kona hans fyrir rétt og í dag Gísli Jónsson, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði. Einar bóndi á Setbergi telur fráleitt að eldsupptök hafi verfð sjálfsíkviknun í heyinu, en þarna í fjósinu var allmikUl rafbúnað- ur. Hins vegar mun Rafmagnseftir lit ríkisins eiga eftir að skila skýrslu um það efni. Einar tekur fram, að hann hafi hringt í slökkvi liðíð, en svo virðist að þá þegar hafi slökkviliðsstjórinn í Hafnar firði verið búinn að biðja um aðstoð þess, því • hann lét kalla í gegnum talstöð lögreglubíls nið ur á Slökkvístöð og þaðan var beðið um aðstoðina. Fram kemur að nokkrar orðahnippíngar hafa orðið milli þeirra Einars og Gísla, m. a. segist Einar hafa skipað slökkviliðsstjóranum að fara á brott með þá tvo bíla, sem hann kom með á brunastað, er sá síðar nefndi kom ekki með háþrýsti bílinn. Þá kom það einnig fram, að slökkviliðið frá Reykjavík kom ekki með háþrýstibíl á vettvan-g og mun þar sama sjónarmið hafa ráðið og hjá Hafnarfjarðarslökkvi liðinu, að ekki hafi þótt fært að fara með slíkan bíl svo langt í burtu. Þá kemur það einnig fram að vatnsskortur háði mjög slökkvi starfinu. Ýmsir aðilar munu eiga eftir að gefa sína skýrslu, svo sem Raf magnseftirlitið og Brunavaraaeft- irlitið, og verður nánar skýrt frá gangi rannsóknar þessarar síðar. einkað sjóðnum ha-ndrit sem hún hefur gért að leiðbeiningum í föndurvinnu barna, en bókln kem ur á markaðinn í vetur. Verða sýndir í Málaraglu-gganum hlutir, unnk eftir bókinni. Svo sem áður hefur verið lýst, er markmið Hjálparsjóðs æskufólks að gireiða götu mun aðarlaiusra og vanræktra barna og unglinga. Þegar er hafinn einm þáttur þess stanfs með því að styrkja mtmaðari-aus og fátæk böm til framhaldsnáms. Annar meginþáttur starfáns er að stuðl-a að myndun heimila fyrir þessi ungmenni, og hefur þegar verið lánað fé til eins slíks heimilis, sem starfrækt er á Stofckseyri En vissulega er meginstarfið fram undan, og verður ára-n-gur því aðeins veralegur, að almenn ingur leggi málinu lið með því að styrkja hjálparsjóðinn. FYRIRLESTUR Prófessor Juan Manuel Ruiz de Torres frá Háskólanum í Cali í Colombia, flytur fyrirlestur í boði Háskólans fimmtudag 9. sept. kl. 20.30 í X. kennslustofu Há- skólans. Fyrirlesturinn fjallar um tæknilegar framfarir í Cauca-daln tini í Colombia, og sýndar verða skuggamyndir. Prófessor de Torres er raf- magnsverkfræðingur og prófess- or í þeirri grein og stærðfræði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, og er ölum heimill aðgang- ur. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ . Prámtiald af 16. siðo. sem frumsýnt verður í nóvember. Benedikt Ámason er leikstjóri þar líka, og var byrjað að æfa leikínn í vor. Þorsteinn Ö. Steph ensen leikur aðalhlutverkið, átt- ræðan öldung sem liggur í rúm inu og rifjar upp fyrir sér nokkur tímabil ævi sinnar. Jólaleikritið hjá Þjóðleikhúsinu í ár verður hið mikla verk Mutter Courage eftir einn fremsta leik rithöfund nútímans Beitold Brecht. Er þetta fyrsta verkið sem sýnt er eftir hann í Þjóðleikhús- inu, og fjallar um tilgangsleysi styrjaldarinnar. Leikurlnn gerist í 30 ára stríðinu, og er það kona sem flakkar um með syni sína í Evrópu, og við blasa hörmungar styrjaldarinnar. Ólafur Stefánsson garðyrkjumaður hefur þýtt leik inn bæði bundið mál og óbundið. Um eða eftir jólin verður ís- lenzka barnaleikritið Ferðín til Limbó frumsýnt. Ingibjörg Jóns dóttir skáldkona hefur skrifað leik ritið og Ingibjörg Þorbergs samið lögin sem eru í leikritinu. Klem enz Jónsson verður leíkstjóri þessa barnaleikrits eins og annarra sem sýnd hafa verið við Þjóðleikhús ið, og Gunnar Bjarnason gerir leikmyfadimar. Ferðin til Limbó fjallar um geimferð, og era bún ingar all nýstárlegir. Engínn skilur hjartað, sem heit ir á ensku Plaýboy and the west em world, verður væntanlega sýnt á miðjum vetri. John Synge er höf undur Þess og Jónas Árnason þýð andi. Þetta er írskt leikrit ekki ósvipað Gísl sem sýnt var hér, en að þessu sinni gerist leikurinn úti í sveit. Nokkrum írskum þjóðlög um sem flest era sungin við texta úr ljóðum Synge hefur verið flétt að í leikritið af írskum leíkhús mönnum. MacAnna sem stjórnaði Gísl verður leikstjóri Eiríkur 14. eitt af voldugustu sögulegum lei-kritum Strindbergs hins sænska verður sýnt seinni partinn í vetur undir stjórn sænsks leikstjóra. Þjóðleikhús- Hefur sjóðstjórnin farið þess á lei-t, að blaðið fllytji öllium þeim þakkir, sem stutt hafa sjóðinn með f j árframlögum. stjóri Guðlaugur Rósenkranz hef ur þýtt leikritið. Þjóðleikhúsið hef ur áður sýnt tvö af leikritum Strindbergs, Kröfuhafa og Föður inn. Oh what a lovely war, eftir Charles Chilton og Joe Littlewood í þýðingu Indriða G. Þorsteinsson ar verður sýnt seinnipartinn í vetur. Þetta er bráðsnjallt leik húsverk sem fjallar um lífið í London á styrjaldartímum, í skot gröfunum, kaffihúsunum í Frakk landi og inn á milli eru svo skýrsí ur herforingja um ganginn í stríð ínu. Leitað hefur verið eftir því að fá Joe Littlewood til að setja leik inn hér á svið, en ef það tekst ekki -þá mun aðstoðarleikstjóri hennar Brian Morf setja leikinn á svið í Þjóðleikhúsinu. Gríska leikritíð Ödipus verður væntanlega framsýnt með vorinu, en dr. Jón Gíslason hefur þýtt verkið beint úr grísku. Þá er það óperan, sem að Þessu sinni verður Ævintýri Hoffmans eftir Offenbaeh. Hljómsveitar- stjóri verður Bodan Vodischo, sem stjóma mun Sinfóníuhljómsveit inni í vetur. Ætlunin var að Seugal ball- ettinn sýndi hér núna í byrjun september, en ekki vora flugsam söngur við landið betri en það að þeir gátu borið því fyrir sig að fá ekki flugfar á þessum tíma. Grand ballett frá París átti og að koma seinna í þessum mánuði, en þeím mun hafa láðst að panta sér far hingað, svo óvíst er um komu þeir að þessu sinni. Þann fimmta janúar munu hins vegar koma hingað um tuttugu manna hópur frá írlandi og hafa hér eina sýningu á írskum Þjóð dönsum og syngja írsk þjóðlög með. Starfsemin á litla sviðinu í Lindarbæ hefst með því að upp verða teknar sýningar á Hver er hræddur við Virginíu Woolf? I}á verður þar frumsýnt leikrit ið Síðasta segulband Craft eftir Samuel Becket. Einn maður leik ur í þessu leikriti og er það Árni Tryggvason. Jafnframt þessu verð ur íslenzka leikritið Jóðlíf eftir Odd Björnsson sýnt á Litla svið ínu. Leikendur verða þeir Þor- steinn Ö. Stephensen og Baldvin Halldórsson. Fyrsta íslenzka leikritið Hrólfur eftir Sigurð Pétursson sýslumann verður tekið til sýningar í Lindar bæ, og með því verður nýi ein- þáttungurinn Á rúmsjó eftir pólska höfundinn Slawomir Mr. ozek sýndur. Næst syng ég fyrir Þig eftir James Sonders í þýðingu Odds Bjömssonar verður sýnt í Lindar bæ, og er full lengd á því leik riti. Rejsen til de grönne skygger heitir danskt verk eftir Finn Methling f þýðingu Jónasar Krist jánssonar sem sýnt verður á Litla sviðinu. Ein kona leikur í því — lífið frá vöggu til grafar. Er þetta um klukkustundar sýn- ing. Þá má ekki gleyma því að um miðjan vetur verður Gullna hliðið eftír Davíð Stefánsson tekið að nýju til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Verður ný uppsetning á leikrit inu og nýir leikarar undir leik stjórn Lárusar Pálssonar. Sagði þjóðleikhússtjóri að ætlunin væri að taka á hverjum vetri til sýninga eitt af hinum gömlu klass ísku leikritum. Næst verður ís- landsklukkan sýnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.