Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. september 1965 SPE Húsakaup í Hafnar- firði S. 1. laugardag ræddi Þjóð viljinn um kaup ríkissjóðs á húsi Guðmundar f. Guðmunds- sonar. fyrrum utaoríkisráð- lierra, í Hafnarfirði og segir, að Hermann Jónasson hafi á- kveðið kau.pin í apríl 1958. Til þess að girða fyrir misskilning um afskipti Ilermanns Jónas- sonar af þessu máli skal á það bent, að í lögum frá 1947 er svo kveðið á, að ríkið skuli koma upp embættismannabú- stöðum fyrir Héraðsdómara og sýslumenn sína, og samkvæmt 2. grein þeirra laga er beinlín- is gert ráð fyrir því, að ríkið kaupi íbúðarhús af héraðsdóm- urum, óski þeir eftir því, og bá eftir hlutlausu mati eða frjálsu samkomulagi. Samkvæmt ákvæðum þessara laga hefur ríkið keypt 8 emb ættismannabústaði af héraðs- dómurum víðs vegar um land, ýmist eftir mati eða samkomu- lagi. Um það er því ekki að sak ast út af fyrir sig, þótt rikið kaupi hús Guðmundar f Guð mundssonar í samræmi við ákvæði þessara laga og eins og þau gera ráð fyrir. Hitt er víta vert, ef matið fer ekki fram á réttan hátt, og verðið á húsinu í Hafnarfirði virðist óneitan lega allhátt. Það getur Heldur ekki talizt eðlilegt, að báðir matsmennirnir séu valdir úr hópi náinna undirmanna ráð- herrans. Samkvæmt lögunum skal mat fara svo fram, að seljandi og ríki nefni sinn matsmann inn hvor, en verði þeir ekki sammála sker hæstiréttur úr. Guðmundur mun hafa ósk að eftir því 1958, að ríkið keypti hús hans, og var þá eðlilegt, að Hermann féllist á Þá bciðni sem dómsmálaráð- herra og f samræmi við fyrr- greind lög og fyrri meðferð þessara mála. En kaupin fóru aldrel fram þá, og ekkert mat var gert á húsinu. Það er því fráleitt að bendla Hermann Jónasson á nokkurn hátt við þau kaup, sem nú hafa farið fram. Frelsi eða stjórnleysi Dagur á Akureyri segir svo um veikleika rfkisstjórnarinnar í forystugrein nýlega: „Mbl. og ísafold segja, að stjórnin hafi aukið „frelsi“ í landinu, þessi freisisaukning hafi í öndverðu verið megln tilgangur <„viðreisnarlnnar“ sál ugu og hafi viðleitni hennar í þá átt borið árangur. „Viðreisn in“ sáluga sé þar af leiðandi enn á lífi! Lítið muna menn eft ir frelsisyfirlýsingunni, þegar stjórnin var mynduð. Þá var sagt, að meginstefnan væri að halda uppi stöðugu verðlagi og kaupmætti krónunnar. Um það er nú minna talað, enda hafa vörur og Þjónusta hækkað um 94% skv. útreikningi Hagstof unnar, og fjármálaráðherrann (G. Thor.) leit svo á f vor, að krónan væri orðinn ónothæfur gjaldmiðill. En ekki fór mikið fyrir frelsisáhuganum, þegar bannað var að semja um kaup tryggingu, ráðstöfunarvald yfir innlánsfé var tekið af spari- sjóðum og innlánsdcildum og kjaramál voru útkljáð með gerðardómum samkvæmt bráða Framhald á bls. 12 Þetta er ítalska kvikmynda leikkonan Rósanna Schaffion, sem er ein af mörgum lagleg um og lögulegum ítölskum leik konum sem nú eru mjög eftir sóttar í kvikmyndir um allan heim. Rósanna er nýkomin til London, þar sem hún á að leika í myndinni „My last Duchess". ★ Theodore Sorensen, sam- starfsmaður Kennedys forseta er nú að skrifa bók urr. Kenne dy og er hún væntanleg á mark aðinn innan skamms. í bókinni er auðvitað minnzt á Kúbudeil una og segir Sorensen, að Kennedy forseti hafi talið hana svo alvarlega, að hann hafi stungið upp á Því við konu sína, að fara frá Washington. Átti hún að flytja í námunda við neðanjarðarbyrgi það sem forsetinn og fjölskylda hans ætluðu að hafast við í, ef heims styrjöld brytist út. Það fylgir frásögninni, að Jacqueline hafi harðneitað að hreyfa sig frá Washington. ★ Franski myndhöggvarinn, Cesar, er nokkuð umdeildur. í höggmyndir sínar notar hann eingöngu gamla hluti úr bílum og nú hefur hann fundið sér nýtt verkefni. Hann ætlar að gera styttu af hinum frægu og hátt tryggðu fótleggjum Mar- lene Dietrich og við það verk hyggst hann nota leifarnar af gömlum Ford. * Að því er fréttir frá Hol- landi herma verða þau Beatrix ríkisarfi og Claus von Ams- berg gefin saman í hjónaband í Amsterdam í febrúai næst- komandi í þessari viku mun Claus hefja ferð um Holland til þess að kynnast öllum aðstæðum í landinu. Hér eru lögreglumenn í San Francisco að ryðja senuna í Cow Palace, eftir að hinir heims þekktu Beatles léku þar. Eins og ,sjá má þá liggja ungar stúlknr í „þykjast“ yfirliði út Þeir taka upp á ýmsu dönsku ráðherrarnir. Hans Sölvhöj, menntamálaráðherra Dana er enginn sérstakur sérfræðingur í að „aka á puttanum". Hann átti nýlega að halda fyrirlest ur í Árósum, en á Iciðinni bíl ‘ * um allt, enda er til mikils að vinna þegar svona heimsfrægir listamenn koma opinberlega fram, sérlega þó ef blaðaljós myndarar eru á staðnum. aði bíll hans. Ráðherran reyndi þá að „húkka“ bíl, en enginn bíll, sem fór framhjá stanzaði. Fór svo að lokum, að vesalings ráðherrann varð að senda af- boð, en lofaði að koma síðar. Hún heitir Lynn Carey og er 19 ára dóttir bandaríska kvik myndaleikarans MacDonanld Carey. Lynn er nú að leika í sínni fyrstu mynd, sem heitir „Lord Love a Duck“. Þessar myndir eru frá einu atriði myndarinnar, þar sem Lynn Hinn fjörgamli ítalski millj- ónamæringur, Luigi Biondo er afskaple?' ^n-rGeginn þessa dagana. Ekki af því að ) geysilegu - nans séu upp- urin, því það eru þau alls ekki, heldur af því, að hann kemst ekki yfir það að kynna sér og svara öllum þeim hjálparbeiðn- um, sem hrúgast upp á skrif- borðinu hans. Þrátt fyrir hin 93 ár sín eyð- ir hann um 6—7 Mukkustund- um á dag við þetta skrifborð sitt, aðeins til þess að fylgjast með rekstri allra heimila og stofnana, sem hann hefur gefið borg sinni. Luigi og bræður hans tveir, sem nú eru látnir, voru á sín- um tíma blaðaútgefendur, bóka útgefendur og eigendur margra kvikmyndahúsa og skemmti- staða, í ættborg þeirra, Pal- errno. Efltir lát bræðra sinna dró Luigi sig í hlé og notaði millj- arðana sína til góðgerðarstarf- semi. — Ég hélt þá, að ég ætti varla nóga peninga til þess að geta lifað áhyggjulausa elli og reiknaði alis ekki með að verða eldri en 90 ára, — en — bætti hann við hlæjandi — peningamir mínir hafa allt- af ávaxtað sig, svo í dag er ég ríkari en nokkru sinni fyrr — og eftir því sem lírunum fjölg- ar, fjölgar hjálparbeiðnunum. ★ Bandaríski hershöfðinginn, James Maitland Stuart, sem nú er 57 ára hefur snúið sér til yfirvalda bandaríska hersíns og farið fram á það að verða kall aður í loftherinn og sendur til Víetnam. Þar sem hann gerir fastlega ráð fyrir því að verða kallaður i herinn er hann nú önnum kafinn þessa dagana við að koma sínum málum í lag sér í lagi að ljúka við að leika aðalhlutverkið í Hollywood- kvikmyndinni Flóttí fuglsins Fönix. Þessi bandaríski hershöfð- ingi er reyndar þekktari undir örlítið öðru nafni og fyrir ann að starf sitt í hernum, því hann er enginn annar en hinn frægí bandar. leikari, James Stewart. ★ dansar tízkudansinn „swim“ eða sundið, á baðströndinni sem búin var til innandyra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.