Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. september 1965 TÍMINN INGÓLFUR DAVÍÐSSON: GENGIÐ UM GARÐ Á VESTFJÖRÐUM - Mánudag. 16- ágúst. Vest fjarðabíllinn rennur úr hlaSi í Reykjavík áleiðis til ísafjarðar. 14 tíma linnu lítill akstur framundan. Kaffi í Bjarkalundi síðan liggur leiðin um bugðóttar brautir inn fyrir ótal firði og er Vatnsfjörður þeirra gróskumestur. Þar er allt vafið í skógi og blómgresi á fornum slóðum Briems- ættarinnar eða Brjánsiækj armanna. Hvergi hef ég séð jafn reyniríkt land; teygja laufmiklar reyni- viðarhríslur sig hvarvetna upp úr birkiskóginum. Hér hlýtur að vera veðursælt og jarðvegur góður. Þyrfti að girða og friða aðalskóg lendið. Brátt er lagt á langan; grýtt an og tilbreytipearlítinn fjall- veg, Þingmannaheiðina. Nokkr ar jurtir hafa þar búið um sig í rökum lægðum og i skjóli steina. Enn er löng leið til ísafjarðar og förinni flýtt eft- ir megni. Mánakaffi og „Her- inn“ bíða gestanna. Garðar skoðaðir daginn eftir undir leiðsögn tveggja fjölvísra ís- firðinga, Jóns Jónssonar og M. Simsons. Jón er umsjónarmað- ur garða bæjarins. Var fyrrum í mörg ár klæðskeri með Bret- um. M. Simson er fjölhæfur með afbrigðum. Kom fýrir löngu frá Danmörku sem fim leikamaður, stúndaði lengi ljós myndagerð á ísafirði og einn- ig höggmyndalist og loks skóg rækt, náttúrulækningafræði og heimspeki. Hefur nýlega gef Jón Arnfinnsson vi8 svarSar- hrauk í DýrafirSi. ið út bók; „Hugleiðingar um vaxtakerfið og hinn skynsama óvita”. Simson hefur haft for göngu um gróðursetningu barr trjáa í kjarrskógarhlíð Tungu dals og virðast hríslurnar í góð um vexti. Uppeldisstöð trjá- plantna rekur hann einnig og á mjög fagran heimagarð. í vor tók hann eftir því, að blæ- ösp óx innan við hliðið á hin- um gamla trjáreit Kvenfélags ins Óskar. Var öspin nú vel hnéhá, en allgömul samt að sjá, og hafði skotið 6 rótar- sprotum. Engin blæösp hefur verið gróðursett þarna svo að menn viti. Um 1910 voru gróð ursettar í reitinn trjáplöntur reynir og birki, sem e.t.v. komu frá Noregi, segir Jón mér. Getur öspin hafa slæðzt með þeim, eða er hún gömul þarna líkt og aspirnar á Aust- urlandi? Um það verður ekk- ert fullyrt að svo stöddu. En hafið augun hjá ykkur, ísfirð ingar,, ef leynast skyldu aspir í hlíðinni fyrir ofan. Grósku- leg tré standa í sumarbústað- hverfinu í Tungudal. Úti í kaupstaðnum á trjá- gróður mun erfiðar uppdrátt- ar sökum særoks og skjólleys is. Garður Blóm- og trjárækt arfélags ísfirðinga var stofn- aður árið 1921 með fulltingi Jóns Jónssonar. Trén eiga auð sjáanlega allerfitt uppdráttar, og rykið er geysilegt þarna í brekkunni. Þó hafa birki, reyn ir, víðir, alaskaösp, greni og fura náð nokkrum þroska og VegavinnustöS á Breiðdalsheiði. þarf að sýna garðinum sóma áfram. Niðri á eyrinni er ný- legur mjög snotur garður í umsjá Jóns, Austurvöllur fsa- fjarðar, með miklu blómskrúði. blómrunnum og vöxtulegu dökkvíðigeTði til skjóls. ís- firðingar ættu að gera fleiri steinhæðir í görðum sínum og rækta steinhæðablóm. Þau eru lágvaxin og þola jurta bezt stormana. Og ekki vantar fjöl breytni þeirra og litskrúð. Matjurtarækt þyrfti að auk ast á ísafirði. Kartöflugarða- hverfið hefur dregizt saman og mun líklega fara undir bygg ingarlóðir í framtiðinni. En plássið er nóg annars staðar. Stöngulsýki sást í kartöflum hér sem víðar og kartöflugrös gulnuð á blettum af þurrki Frá ísafirði lá leiðin til Ön undarfjarðar yfir Breiðadals- heiði, þar sem menn hyggjast grafa jarðgöng undir hæsta og snjóþyngsta hlutann. Var unn- ið að vegagerð á heiðinni Ön- undarfjarðarmegin. Á Flateyri eru allmikil og góð kartöflugarðlönd, aðallega í sendinni brekku ofan við eyrina. Uppskeruhorfur virtust góðar, en þó sáust nokkrar skemmdir af þurrki og stöngul- sýki. Trjágróður mun eiga erf- itt uppdráttar á Flateyri, en lóm og runnar geta vel þrif- izt J skjóli. Á Þingeyri er stórt kartöflu- garðahverfi í sandi við sjó- inn, og virðist ástand garðanna og uppskeruhorfur svipað og á Flateyri. En trjágróðurland er þarna stórum betra. Vaxa á Þingeyri og Sólbakka mörg vöxtuleg reynitré 4—6 m há. Einnig birki, silfurreynir, greni og Alaskaösp og mikið af blómum, Vaxtarkjör auð- sjáanlega betri en á Flateyri og á eyrinni í ísafjarðarkaup- stað. Talsverður kjárrskógur er í Dýrafjarðatrbotni og búið að friða þar skógræktarland. Mikill og fagur burknagróður í skóginum, t.d. í DragaMeif- um, og vöxtulegur reyniviður. Stórar flækjur af lyngjafna og skollareipum, skollaber á stangli. Talsverður ryðsveppur í sumum birkihríslum. Inni á Lambadal er líka nokkurt Framhald a ols 12 GENGIZT VIÐ NÓA Guðmundur Þorlákssori réði því alveg hvernig hann merkti grein arkornið í þessum þætti 18. ág. ís.L Samtíðlarmenn mínir munu fáir brigzla mér um það, að mig langi að dylja mig í skjóli ann arra manna eigi ég í deilu, hvað þá fyrir slíkum hégóma eins og þættinum 18. ág. s. 1. Til þess að greiða leiðina var það ég undirritaður sem var bréf ritarinn nema að kaflanum kapp reiðalok. — Pétur Hjálmsson er álitlegur ungur ráðunautur, meðal annars þessvegna er gott að heyra í honum hljóðið um hestamennsk una. En vegna hvers P.H. hefur í glettingum við bréfritara skil ég ekki. í bréfinu er aðeins missögn, sem með öllu fánýt. Það, sem ég sagði rangt og bið afsökunar á, sé það» þess vert, var hvaða sprettur hefði fallið niður hjá vissum hesti, ég sagði milliriðill, en rétt var fyrsti sprettur. Leiðrétting á þessu er j vart efni í blaðagrein. bar eð það i skipti engu máli. Það, sem gildi hafði hefur P.H. nú staðfest. -Þessi hestur (Þytur) hljóp aðeins tvo spretti. hinir hestamir í úrslita spretti þrjá. Það var þetta, sem ég sagði að hefði átt sér stað í sumar. Yfirsjónin lá í því, að með þessu varð áreynsla *á hestana ekki jöfn. Að vísu hafði þetta enga úrslitaþýðingu þá, yfirburð ir Þyts voru svo miklir og raun ar einstæðir að ég held. Ég hygg þetta þó nægilegt klúður til þess, að ekki verði hægt að staðfesta met og er það illa farið. Hitt er annað, að P.H. skýrir frá því, að ræsir gætti sín ekki. í kappreiða reglum L.H. stendur þetta í IV. kafla: . „Strax og allir hestarnir standa rétt*r og kyrrir við ráslínu, skal ræsir o. s. frv.“ Komi ræsir og tilkynni dómara að sér hafi fatast í réttum regl um, er sjálfsagt að láta hest, sem stóð öfugt hlaupa aftur. en ekki sleppa hestinum við sprettinn. Fordæmi um þetta er til frá Faxa borg í sumar. Þar stóðu tveir hestar eftir og fengu báðir að hlaupa sprettfærið Annar þeirra komst svo i úrslit Ég óska. að L.H. taki upp þess háttar aðferð af hvaða ástæðu sem hestur ekki tekur á rás\ Þessa myndi afstýra leioindum hestaeigenda og greiða fyrir á einfaldan hátt þegar illa tekst tii vegna smávægiiegra mis taka. Að undanteknu þessu um nest ana, sem stóðu eftir, hefi ég ein göngu gott um stjórn Skógarhóls mótsins að segja enda aldrei sagt um það hnjóðsyrði, þvert á móti. Þras Péturs til mín sem bréfrit ara, er sennilega vegna þess, að hann hefur getið sér þess til, að gagnrýni á einu og öðru í þætt inum 18. ág. s. 1. væri beint að stjórn hans á þessu móti, en svo var alls ekki. Til þess, að P.H. verði enn ljósara að ég hefi á nógu að taka almennt séð, þó að ég sleppi honum, get ég sagt frá þvi, að ég hefi fylgzt með kapp- reiðum síðan 1905 og ætíð all vel. Sumarið .1910 átti ég fyrst hest á kappreiðum, þá á hlaupabraut íþróttamanna innan girðingar á Melavellinum, næst árið 1928 á Fáksvellinum við Elliðaár og æði oftsíðan Ég held, að ég gæti gert skrít inn þátt um eitt og annað, sem gerzt hefur á skeiðvelli þessa sex áratugi, sem ég hefi fylgzt með kappreiðum Oftast hafa góðir hestamenn stjórnað. en líka hefur brugðið f.vrir Iræði stærilæti og lé legri stjórn í fórum mínum á ég ýmislegt um hestaíþróttir í sambandi við skeiðvöll, góðar end urminningai og misjöfn sjónar mið. sum þeirra ekki uppörvandi. Enn er þörf umvandana og ætti enginn áhugamaður að reyna að slæva þær raddir til umbóta, sem hóflegar eru og á rökum reistar. Ég held t.d. að störf eftirlits manna hljóti að vera óljós. Hef ég áður bent á ósamræmi í skýrsl um eftirlitsmanna. Til gamans bendi ég á tvö atriði, sem áttu sér stað á síðustu kappreiðum við Arnarhamar. Ég ætlast ekki til að þessu verði svarað heldur get ég þess til góðlátlegrar umhugsunar. Vegna þess hve veðrið var vont hópaðist fólkið í blaktandi yfir höfnum við snúruna og bílar voru þar einnig fast við og oft á hrejrf ingu í tíma og ótíma. Þetta ástand olli því, að unghestur þorði ekM að halda forustu alla leið, hljóp útundan sér og stöðvaðist, litlu munaði að drengurinn dytti af baki. Hitt óhappið var þannig, að þeg ar ræst var, stökk foli á þann flat an, sem næstur var girðingunni að vestan, sá lenti í snúrunum með þeim afleiðingum að knap Framhald á 12. síðu Frásögn af félagsferð Flest hestamannafélögin munu hafa þá venju að fara a. m. k. eina sameiginlega skemmtiferð á sumri hverju og er af flestum eftirsótt að verða þátttakandi þar í. — Hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu hefur jafnan farið eina slíka skemmtiferð árlega og oftast farið um sömu slóðir. Hefur þetta verið eins dags ferðalag, en félagssvæðið er þannig að ekki hefur verið aðstaða til mikillar til breytni ef almenn þátttaka hefur áft að nást Nú í sumar var tekin upp sú nýbreytni að farið var i tveggja daga ferð. (um 17. helgina) og frá henni er hér sagt af því. að hún þótti svo vei takast að frá sagnarvert væri —■ Farið var aust ur í Skógarhóla fyrri daginn og dvalið þar um nóttina, en það an svo farið daginn eftir um Leggjabrjót niður í Brynjuda] og þar suður yfir Reynivallaháls og sem leið liggur suður yfir Svína skarð. Þessi leið er sérstaklega falleg og skemmtileg og verður vafalaust fjölfarin þegar lagaðir hafa verið smákaflar, sem nú eru leiðinlegir yfirferðar. Standa von ir til að það verði gert áður en langt urn líður. — Vegna nýgenginna blaða skrifa um drykkjuskap hesta manna þar sem svo var blandað málum að segja má að bakari hafi verið hengdur fyrir smið, þykir rétt að geta þess að í þessari Harðarferð sást ekki vín á nein- um manni alia ferðina. Hins veg ar urðu menn fyrir „heimsókn“ drukkinna manna í bíl, meðan dvalið var í Skógarhólum og þóttu þeir engir aufúsugestir. — Að öllu leyti tókst þessi fé íagsferð með ágætum, og ef ein- um, frernur en öðrum ber þar eitt hvað sérstakt að þakka, þá er það fararstjóranum, en hann var Jó hann Jónsson í Dalsgarði. G. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.