Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. september 1965 TÍMINN f Gunnar Bergmann skrífar frá Skotlandi MYND FRAISLANDI MEÐ Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Jafn gömul Edinborgar- háríðinrti er alþjóðlega kvilcmyndahátíðin í Edin- borg, sem fer fram sam- tímis# og er nú haldin hér í 19. sinn. Hún byrjaði sem félagsskapur nokkurra á- hugamanna um kvikmynda gerð, en er nú orðið all- stórt fyrirtæki með bæki- stöð í Film House við boga- götuna Randolph Crescena í vesturbænum, sýnir nú 150 myndir frá öllum heimsálfum. Tvennt kemur sýningargest- tim á óvart að þessu sinni, tvær kvikmyndir, er þykja skera sig úr, og það frá löndum, sem tæpast voru talin sigurstrang Jeg á því sviði, íslenzka kvik- myndin „Birth of an Island", sem er Surtseyjarkvikmynd Ósvalds Knudsens, 'tiin er lengsta mýndin af Í50 kvik mymdum á hátíðinni, austur- þýzka stríðsmyndin „The Ad- ventures of Werner Holt", og hefur helzt verið jafnað við myndina „Tíðindalaust af vest urvígstöðvunum" eftir hinini frægu samnefndu sögu. Enn- fremur vakti óvenju cnikla at- hygli önnur heimildarmynd en Surtsey, sýnd kvöldið áður, „Oowboys of the Rio Cauto", kúbönsk kúrekamynd. Eftir frumsýningu á Surtseyj armynd Ósvalds Knudsens luku öll skozku dagblöðin miklu lofsorði á hana; töldu sum hana beztu heimildar- eða fræðslukvikmyndina, ,sem sýnd hefði verið á hátíðinni til þessa, og þær skipta tugum. Fimm fræðslumyndir voru sýndar saman þetta kvöld, þar af tvær eftir Ósvald Knudsen, hin var Sveitin milli sanda („The Country Between the Sands") með texta eftir dr. Sigurð Þórarinsson, músík eft- ir Magnús Blöndal Jóhanns- son, en þulur í báðum oaynd- unum er enski málfræðingur- iun Alan Boucher. Hinar mynd ."»0iar, sýndar um leið, voru: „O.S.S.R." og "Colossms on the River" (báðar bandarísk- ar), „Luapula Journey" (frá Zaimbia) og „Nile — the Cre- ator" (frá Egyptalandi). Hér fara á eftir nokkur ummæli dagblaðanna um Surtseyjar- kvikoiynd Ósvalds: „Frá fslandi og Kúbu hafa komið tvær kröftugustu heim ildarkvikmyndarnar á þessari kvikmyndahátíð. íslenzka kvik myndin „Birth of an Island" var sýnd í Film House í gær- kvöldi, en hún er svo afbragðs góð og óvenjuleg, að hún verð ur endursýnd á föstudag (hver mynd er sýnd opinberlega að- eins einu sinni á hátíðinni). Þótt myndin sé ekki meitluð eða óaðfinnanlega samin og formuð, bregður hún upp firna áhrifamikilli, dramatískri sýn af eldgosi í Atlantshafi, sem Surtsey varð til af. Gerðar hafa verið margar ágætar myndir af eldgosum, en þetta er áreiðamleg sú fyrsta, er sýnir hin ofsafuOlu átök höfuðskepn anna þegar öldur hafsins verða að láta í minni pokann fyrir rennandi hraunflóði. Það er ákaflega hrífandi sjón, og að sjá manneskjur hætta sér inn í þetta helvíti elds og eims, gerir áhorfandann agndofa". (The Scotsman.) „AS vísu er kvæðið um eld og haf „Birth of an Island" ekki mikið á lengdina, &a mér er til efs, að betri heimildar- kvikmynd verði sýnd á þess- ari kvikmyndahátíð í Edinborg. Myndin er send frá íslandi og er slíkum kostum búin, að hún verður endursýnd á föstudag ásamt ensku myndinni „Cullo- den". Hrikaleiki og ógn þess atburðar, er Surtsey reis úr sæ 1963, verður enn magnaðra fyrir það, eins og myndin sýn- ir, að þar sýnist hrynjandi náttúrunnar brotin, mjúklegar öldur verða skyndilega sjóð- andi og hrannast upp í kös, jarðskorpan springur, og eld- ur verður laus úr iðrum, svart ur mökkurinn gerir myrkur um miðjan dag, atómsprengja náttúrunnar. Að lokum bar Surtsey sigur af hólmi við sjó inn, sem reyndi að eyða henni jafnóðum, var furðu fljótt orð in 600 fet á hæð og dálítið skrítið, þegar fyrsta snjókom- an gerði kollinn hennar hvítan. Skýringar fylgja myndinni, en ljósmyndun Ósvalds Knudsens gerir hana svo stórfenglega, að ekki líður áhorfandanum úr oiinni. (The Glasgow Her- ald.) „Kvikmyndaaðdáendur, sem neituðu sér um að horfa á hina mest umtöluðu hollenzku kvikmynd í Cameo-bíói í gær- kvöldi, fengu miklu betra og meira spennandi á kvöldsýn- ingu í Fikn House. Ein af stuttu myndunum þar var ís- lenzk, „Birth of an Island" og er bezta heimildarkvikmyndin á hátíðinni enn sem komið er. Þótt Hollywood hefði beitt öll um brögðum hefði henni ekki tekizt að framleiða svo æsandi verk — ský reykmökks og eims gjósandi, líkast atóm- hraunelfur og þunghöggur reið ur sjór. Og myndinni fylgja ágætar skýringar þess vísinda manns, sem oftast fór á vett- vang á meðan þetta sköpunar- verk náttúrunnar var í fæð- ingu." (The Daily Mail.) Þannig farast nokkrum blöð um orð uoi Surtseyjarkvik- mynd Ósvalds, og má hann vel við una. Hollenzka myndin „Or Don't You Dare?" (Þorirðu ekki?), sem Daily Mail minn- ist á, hefur vakið ekki lítið umtal hér og vitanlegá hneyksl að marga, því að þar fer stúlku kind úr hverri spjör og gengur fundar við elskara sinn. Mynd kviknakin gegnum skóginn til in slapp samt óskert gegnum hendur kvikmyndaeftirlitsins og var sýnd einu sinni opin- berlega. Náttúrlega komust færri að en vildu, urðu hundr- uð frá að hverfa. Listdómarar eru ekki ánægðir með myndina en höfundurinn, Charles van der Linden, sem er hér stadd ur, kveðst hafa viljað gera listaverk úr þessu ástarævin- týri, er átti sér stað milli skóla stúlku og múrara sem hann á- líti fagurt. Hann kveðst hafa stuðzt við sögu í uppeldismála tímariti um kynlíf, svo og at- vík, sem kom fyrir dóttur hans og kunningja hennar. Dóttir hans, Alexandra, sem og var hér á ferð, sagði við blaða menn: „Kvikmyndin er ekki -------- --------- ........™""'™',w™*w>;v;.ffiWttv»ttS« llse Zweers og Peter van Dortmond í myndinnt ,ESa þorirðu ekki?" nákvæmlega ævisaga mín, sanni nær væri að segja.að hún líkist dáUtlu, sem hefur komið fyrir mig. Og ég hef ekkert á móti því, að pabbi hafi samið kvikmynd um það. Við ræddum mikið saman um það áður". En hvað sem líður áliti kvik myndadómara á þessari mynd, þá' standa Hollendingar mjög framarlega í gerð heimilda- kvikmynda. Þeir áttu bezta slíka mynd á síðustu hátíð hér. sem fjallaði um daglegt líf al- mennings í Hollandi. Það hef- ur ekki lukkazt eins vel í ár. „Við semjum ekki lengur kvikmyndir um vindmyllur", sagði einn Hollendingur hér. En eins og áður segir, er það kúbanska kúrekamyndin „Cowboys of the Rio Cauto" sem >mest lof hefur hlotið af fræðslumyndin önnur en Surts eyjarmyndin, og þykir öllum hún stinga mjög í stúf við hin ar alkunnu amerísku kúreka- myndir og vera mannlegri. I upphafi þessa bréfs var minnzt á austur-þýzku mynd- ina „Ævintýri Werners Holt" um hernað þýzku nazistanna á lokastigi stríðsins á austur- vígstöðvunum, frábærlega vel Þogar allt lék í lyndi hjá hinum Holt". ungu hermönnúm Þriðja ríkisins. Úr myndinni ^Ævinrýri Werners gerð mynd, listræn og ærleg frá höfundarins hendi, og svo spennandi, að engum þykir of langt að sitja þrjá klukkutíma samfleytt á meðan sýning stendur. Léikstjórinn, Joachim.Kuhn ert, og Klaus-Peter Thiele, sem leikur ungu söguhetjuna, Werner Holt, voru báðir við- staddir sýninguna hér, og var fagnað ákaflega og þakkað frá bært verk. Mikill og óvæntur kostur þykir það á þessari mynd, hve höfundur er laus við hysterí og lætur ekki viðbjóðinn á of stæki, grimmd og glæpum naz istanna villa sér sýn í byggingu trúverðugs listaverks. Ekki er látið sitja í fyrirrúmi að sýna herforingjana, heldur hermenn upp og ofan, hvernig þeir gang ast undir ok nazismans, síðan ýmist að augu þeirra uppljúk ast fyrir óeðli hans eða um- hverfast í samræmi við hann í tillitslausa kvalara. Myndin er blessunarlega laus við áróðurinn, sem áður hef- ur einkennt slf'kar myndir, hvort heldur þaðan austan eða vestan uai haf. Þá má minnast á aðra mynd, sem er vestur-þýzk, „Time of the Innocents" (Tími sakleys- ingjanna), er kemur frá Miin chen, og er merkasta mynda- sendingin þaðan, óvenjuleg þýzk hugleiðing um sekt og sakleysi af glæpaferli nazism ans, napurt háð, sem stingur í stúf við fyrri vestur-þýzkar myndir um þetta efni. Þó er myndin þungmelt fyrir þá, sem ekki geta fylgzt nákvæm lega með talinu, sem íþyngir henni allmikið á kostnað at- hafnar í leik. Enn væri vert að greina frá fáeinuim lengri myndum, svo sem frönsku ástamyndinni „Climates of Love" eða pólsku myndinni „The Saragossa Manuscript" sem hlaut verð- laun gegnrýnenda á hátíðinni í San Sebastian fyrr á þessu ári, en ekki er tími til þess að sinni. Enn er eftir að sýna tugi mynda á hátíðinni hér, þótt kunnugir telji, að ein- hverjar af ofannefndum verði samt meðal hinna útvöldu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.