Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 11
MTÐVIIÍUÍ)AGlTI{ 8. september 1965 TÍMINN JOHN MACDONALD : ^ ^ 1 liliilaiii iiiii i s ii — Hver er Tom Haskell? spurði Irena. — GóSur vinur. Hann er lög- fræðingur, svo að hann sér einn- ig um þau mál fyrir okkur, sem krefjast lögfræðilegrar þekking- ar. Því spyrðu? — Hann hringdi í dag. Hann hafði frétt, að Johnny væri úr lífshættu og spurði, hvenær hann gæti fengið að tala við þig. — Ég verð víst að hringja til hans á morgun. Ég þarf að tala við hann um trygginguna á bíln- um. Ég þarf víst líka að hringja á skrifstofuna og tala við Donald — allt svoleiðis. Hún geispaði og rétti úr sér, renndi fingrum gegn um rauðgyllt hárið og brosti til systur sinnar. — Nú byrjar lífið aftur, Irená. Lífið með öllum sín- nm sorgum og gleði og hínum ýmsu vandamálum, sem leysa þarf. Og guði sé lof fyrir það. — Heldurðu að það verði auð- velt? Jane starði hissa á hana. — Ég heyri ekki betur en þú sért reið. -r— Ég er ekki reið. En kannski er ég dálítið óþolinmóð, vina mín. Irena var glæsileg kona á fer- tugsaldri. Hún var alltaf veiklædd og vel snyrt, en hún fanm alltaf eitthvað til að vekaj gremju sína. — Óþolinmóð? Vegna þess að ég hef ekki þotið milli lögfræð- inga og tryggingatrfólks? Irena, þú hlýtur að skilja að ég hef ekki haft hugsun á öðru en . . . — Það skil ég fjarska vel. Það er ekki það, sem ég er að hugsa um. En ég ef á tilfinningunni, að þú hafir ekki gert þér ljóst, hversu málið er alvarlegt. Jane horfði skilningsvana á hana. — Hvað málið er alvarlegt? Hvað í ósköpunmm áttu við? — Jane, lögreglan ákærir Johnny fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum víns. Hann eyddi kvöldinu á viðbjóðslegri búlu og húkkaði sér þar viðbjóðslega götu drós os olii dauða hennar bejaar slysið varð. Fjölskylda stúlkunn- ar ætlar í skaðabótamál. Og það taka engin tryggingarfélög á sig — Nei, hevrðu mig nú! — Jane eg veit sitt af hverju um svona 'hluti. Heldurðu að hann geti gert sér vonir um að halda atvinnu sinni? — Þú dæmir hann sem sagt líka — eins og blöðin gerðu? Irena, hefurðu ekki hugsað út í það, að Johnny hefur ekki fengið neitt tækifæri til að útskýra, hvað gerð- ist? Irena brosti kuldalega. — Hvað gæti hann svo sem út- skýrt? Það hefur komið fyrir að eiginmaður drekki sig fullan og það gerisf líka að hann fái sér götustelpu til dægrastyttingar og einstöku sinnum fer það illa og allt kemst upp. Þannig er lífið, vina mín. Ég dáist að hvað þú ert hraust og sterk og vilt verja þinn mann, en ég held þér kæmi betur ef þú vildir horfast í augu við staðreyndir. — Irena. saeði Jane eftir and- artaks þögn. — Ég er þér mjög þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig þennan tíma. Ég veit ekki, hvemig ég hefði fadð að, hefði þín ekki notið við. Og ég sé ekki hvemig ég gæti staðið í þessu áfram í sumar án þín. En ég elska Johnny og ég treysti honum. Ég trúi ekki að þetta hafi verið eins og allir virðast halda. Johnny er ekki svoleiðis maður Eg kæri mig ekki um, að þú eða aðrir tali niðrandi um hann, — að minnsta kosti ekki fyrr en hann hefur fengið tækifæri til að segja frá því sem gerðist. — Ef þetta gerðist aðeins tutt- ugu og fimm kílómetrum héðan, hvers vegna kom hann þá ekki heim, fyrst hann var búinn að ganga frá því sem hann þurfti að gera. Og ef hann hafði ekki lokið sínum málum af, hvers vegna kom hann þá ekki heim og var hér um nóttina og gat þá farið aftur morguninn eftir? — Það er einmitt þetta, sem innar. Já, þarna stóð hnífurinn í kúnni, ef svo mátti segja — við gátum ekki raunverulega auglýst eftir stúlkum í dag- blöðunum. Það yrði meira að segja ekki minnzt á það nokk- urs staðar, að hinum innfæddu væri boðið að taka þátt í opnuninni. Þetta fór með allar mínar ráðagerðir. Á síðustu stundu var meira að segja dregin til baka smáauglýsing, sem hafði átt að koma í einu blaðanna. Ég leitaði til allra Don Juana, sem ég náði í, Þeir gætu sagt stúlkunum, sem þeir þekktu, að segja vinkonum sínum að koma. Þetta var mín eina von. Margir hermenn, sem höfðu gaman af að láta vita af því, hver margar ís- lenzkar stúlkur þeir þekktu, komu til mín annað slagið: — Ég veit um þrjár stúlkur, sem ætla að koma, eða — ég get komið með sex. Þó varð ég fyrir alvarlegu áfalli, þegar hermaður nokkur kom til mín. — Ég skal koma með fullan vörubíl af stúlkum, ef þú sérð mér fyrir bílnum. Ég hafði aldrei séð þennan hermann áður. Þar, sem ég hélt, að hann væri að gera að gamni sínu, sagði ég, að við gæt- um ekki notað flutningatæki hersins í þessum tilgangi, og gleymdi svo uppástungunni. Næsta kvöld birtist hann á heim- ilinu og dró mig afsíðis mjög dularfullur á svipinn. Líttu nú á, þú vilt að þessi dansleikur heppnist, eða hvað? Ég kinkaði kolli. — Og þú átt að sjá um að útvega stúlkumar. Hvernig á dansleikurinn að geta orðið skemmtilegur án þeirra?, Hann hafði á réttu að standa, en ég mótmælti, og sagði, að einhverjar stúlkur myndu koma, því mennimir væru að bjóða þeim persónulega. — Ó, ég á ekki við, að ég ætli aðeins að koma með fáeinar, ég meina fimmtíu — sextíu — eða jafnvel áttatíu stúlkur! Þetta var meira en ég gat þolað. Ég leit alvarlega á hann. Hann sá svipinn á æidliti mínu og fíýtti sér að segja. — Þetta er ekkert svik*rall, þú mátt alls ekki taka það svo. Þetta verða góðar stúlkur og þú verður að sjá til þess, að komið verði vel fram við þær — það verður að' vera nóg af herlögreglumönnum til þess að ömggt sé, að ekkert komi fyrir. Hvar myndi hann fá allar þessar stúlkur? Hver var hann? Hvemig átti ég að bregðast við Þessu? spurði ég sjálfa mig. — Nú, þetta er það, sem ég get gert fyrir þig, ef þú vilt, sagði hann hreinskilnislega. — Vel getur verið, að ég geti séð um flutninginn sjálfur, ég mun fá að vita það fyrir v iöi d niuigua. mg í.xl xiciiid vxu ug öcgi pcx iicl pvl. Hann hvarf svo snögglega á brott, að ég hafði ekki fengið tækifæri til þess að spyrja hann þeirra spuminga, sem mig langaði til að spyrja, áður en við steyptum okkur allt of djúpt í þetta stórvirki. Og það brást ekki, næsta kvöld kom hann inn og var ánægjulegur og um leið dularfullur á svipinn, en nú vor- um við orðnir félagar. Hann hvíslaði hásri röddu: — Allt er í lagi. Ég er búinn að útvega tvo flutningabíla, og á hvomm þeirra get ég flutt að minnsta kosti fjörutíu til fimmtíu stúlkur. Hann neri saman höndunum og sleikti út um. — Já, frú mín góð, Það er allt í lagi, dansleiknum er borgið. Loks fékk ég málið á ný: — Heyrðu, ég skil ekki alveg, hvers vegna þú leggur allt þetta á þig — það er fal- lega gert af þér, og við kunnum að meta það, en ég verð að gera þér ljóst, að við getum ekki tekið á okkur ábyrgðina á þessum stúlkum, nema á meðan þær era innan veggja heimilisins. Ef þær em þess konar stúlkur, sem við viljum fá sem gesti okkar, og þú segir að þær séu það, þá ert þú jólasveinninn sjálfur og ofurmenni í senn. Hann ljómaði af ánægju. — Þú hefur á réttu að standa? Jæja, ég sé þig á dansleiknum. Hann gekk í átt til dyr- anna, svo hikaði hann sem snöggvast. —Á meðan ég man, vanti þig nælonsokka, þá láttu mig vita. Ég þakkaði honum fyrir og sagði, að ég hefði nóg af þeim (ég vildi óska að ég hefði það nú!) og hann svaraði: — Viljir þú láta þá endast vel, skaltu láta þá liggja í bleyti í hálftíma, eftir að þú hefur verið í þeim. Vertu svo sæl. Það veit guð, að ég er alltaf að læra, sagði ég við sjálfa mig. — Það er komið, sagði Bettý, og truflaði hugsanir mín- ar. — Ha? Hverjir era komnir? — Nýja starfsfólkið — það er komið. — Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það. Ef til vill hefurðu á réttu að standa . . . Á sama augnabliki kom Doris hlaupandi inn í skálann. — Stúlkurnar eru komn- ar, ég sá þær niðri á Borg. Ó, nei, gat ekki verið, að hjálpin hefði að lokum borizt okkur! Það reyndist þó vera satt, og síðar um daginn höfðum við allar hitt nýju stúlk- urnar, en þó aðeins lauslega, þar sem við vorum svo önn- um kafnar. Við höfðum upphaflega hugsað okkur að bjóða þessum átta stúlkum til kvöldverðar, eða halda þeim veizlu, en þar sem engin okkar hafði tíma aflögum til þess að undirbúa móttökurnar, þá fóru þær að mestu fyrir ofan n Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar Eigum dún og fiðurheld ver æðardúns og gæsadúnssængnr og kodda af ýmsum stærðum - PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simj 18740 (Örfá skref frá LaugavegD ég átti við, Irena — ég sætti mig ekki við að þú segir svona á mínu heimili. Ég ætla frekar að reyna að bjarga mér án þinnar hjálpar. — Þetta er anzi mi’kið upp í sig tekið, vina mín . . . — Ég meinti það ekki svoleiðis, Irena . . . Ég vil bara að þú vitir, hver afstaða mín er. Irena kinkaði kolli. — Ég skil þig vel. Og það var alls ekki aetlun mín að særa þig. Ég reyni aðeins . . . .að.hlífa þér við frekari erfiðleikum. — Ef Johnny hefði farizt hefði fólk haldið áfram að trúa ein- hverju sem ég veit að er ekki satt. — Við skulum ekki tala meira um þetta Jane. En þú verður að skilja, að hvað sem fyrir kemur er þér óhætt að treysta mér. Jane hringdi til Tom Haskell og þau bundu fastmælum að hún kæmu upp á skrifstofu hans fljót lega eftir hádegi næsta dag. Tom var alúðlegur maður með ljóst hár sem farið var allmjög að þynnast, hann hafði rjóðar kinnar og brosti vingjarníega. Hann lót í ljós gleði sína yfir bata Johnny og þau töl- uðu um daginn og veginn nokkra stund, unz hann varð alvarlegur og sagði: — Eg vil ekki, að þú haldir, að ég sé að næla mér í „mál,“ Jane. Það eru satt að segja ekki svona mál, sem lögfræðingur hefur venju lega áhuga á. Þegar ég hringdi og vildi tala við þig var það vegn-a þess að ég veit að þú og Johnny þarfnist allrar þeirrar hjálpar sem hægt er að fá. Ég hef látið á mér skilja að John Foley sé skjólstæð- ingur minn. Hef ég leyfi þitt til þess? — Auðvitað. — Ég hef talað við Kim Mayn- ard. — Já, um trygginguna. — Já. Bíllinn er gerónýtur og sú hlið málsins veldur í sjálfu sér engum erfiðleikum. Það mun kosta fimmtíu dollara að fjarlægja flakið. Við getum víst samþykkt það. Ávísunin mun hljóða upp á . . . bíddu við . . . ég hef töi- urnar einhvers staðar hér a . .. 1610 dollara Skuldin er 721 og þáð þýðir að þið fáið 889. Kim segir að þið ættuð að gera sætt ykkur við það. Ávísunin verður stíluð á Johnny, en þið getið sett upphæðina inn á sameiginlegan bankareikning ykkar. Kim hef- ux í sinni vörzlu þá persónulegu muni sem í bílnum voru — barm lítur inn til þín einhvem daginn og lætur þig fá þá. — Það er skrítið að hafa ekki bfl, þegar maður er því vamur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.