Alþýðublaðið - 24.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Slml &&&. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. öll laus til íbúðar, að meiru eða minna leyti. Þetta er talandi vott- ur þess, að brashið er sízt til að bæta úr húsnæðisvandræðunum. Enda er það kunnara en frá þurfi að segja, að braskararnir halda svo og svo mörgum fbúðum auðum til þess að gera húsin útgengi- legri. Þetta er mjög bagaiegt, og í raun og veru alveg ótækt, þeg- ar ástandið er eins afleitt og Jiað nú er. En hvað á að geraf Brask- ararnir skáka í því skjólinu, að brask þeirra fari ekki í bága við nein lög. Þeir eru svo sem ekki að hugsa um það, þó nokkur hundruð manns líði sárustu neyð, beinlínis fyrir aðgerðir þeirra, bara ef þeir græða nokkur þúsund króna. Finst ykkur ekki þetta ágætt? Væri ekki glæpur að taka fram fyrir hendur þessara manna, með- an eins gott tækifæri er til þess að græða og nú er? Eg hygg ekki. Það er hreinn og beinn glæp- ur, að ekkert er gert til þess að draga úr þessu skammarlega braski, þegar fjöldi manns er á götunni vegna þess, að hann fær ekki leigðar íbúðir, sem haidið er opn- um vegna fégirndar einstakra manna. Eg skýt því hér með til bæj- arstjórnarinnar, hvort hún ekki viidi athuga þetta mál, og íhuga hvort ekki mætti eitthvað gera til þess að kippa þessu í lag, þó ekki væri nema að einhverju leyti. Einn á g'óiunni. 3EGr*lencl mynt. Khöfn 22. sept. Sænskar krónur (100) kr. 147.50 Norskar krónur (100) — 97.75 Doilar (1) — 7.40 Pund sterling (1) — 25.55 Þýzk mörk (100) — 12,25 Irlenð simskeytl Khöfn 22. sept. Frá Ítalíu. Símað er frá Róma, að alstaðar sé nú vinna hafin aftur. [Réttara mundi að segja, að atvinnurek- endur hefðu nú orðið að láta al- staðar í minni pokann; því eins og stóð í blaðinu í gær hættu verkamenn aldrei vinnu þrátt fyrir verkbannið.] KolaTcrkíallið. Símað er frá London, að enn- þá sé ekki vonlaust um að sam- komulsg náist með verkamönnum og stjórninni í koiamálinu enska. Aldrei hafa verið minni kolabirgðir í landinu. Franska forsetakosningin. Franska blaðið „Matin“ lætur í ljósi nokkurn ótta við það, ef for- setanum séu fengin meiri völd í hendur. íslenzkir textar við kvikmyndir. Það var drepið á það í Alþýðu- blaðinu fyrir skömmu að kvik- myndahúsin ættu að reyna að út- vega íslenzka texta við þær mynd* ir sem þau sýna. Þetta var í tíma talað, því það er afskaplega leiðinlegt að kvik- myndahúsin íslenzku skuli ætfð sýna myndir með dönskum texta. Jafnvel þegar íslenzka kvikmycd- in FjallaEyvindur var sýnd hér var textinn danskur. Þótt mörgum kannske finnist það f sjálfu sér skifta minstu að hafa danska texta, þá geta þeir sem einhverja tilfian- ingu hafa tll íslenzkunnar séð hve mikið hneylcsli það er að láta cr- lent mál ná svo algerlega fótfestu á þessu sviði, en traðka íslenzk- unni eins og hún sé ekki til. Þær kvikmyndir sem sýndar eru hér á landi, eiga allar að hafa t's- lenzka texta. Og eg vona að þeir menn sem að kvikmyndahúsunum standa, reyni að útvega íslenzka texta, svo framarlega setn það er unt. Þá munu þeir sem sækja kvikmyndahúsin hafa mildu meiri ánægju af sýningunum en ella. 5. 6'. Sm áap 09 veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og; bifreiðaijóskerum eigi síðar en ki. 63/4 f kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Nú- tímans Othello". Nýja Bio sýnirr „Kvenspæjarinn" gamanleik og „Skólabræður". Togararnir. Þorsfefnn Ingóifs- son kom í gær að norðan og; Njörður frá Euglandi með kol. Kristján X., konungur, verð- ur fimtugur 26 þ. m. Að sögn ætla ýmsir broddborgarar hér ís bæ að safnast saman þann dag og eta ærlega máltíð honum til heiðurs. Það er auðséð að sparn- aðarkenningar Morgunblaðsins hafa haft áhrifll Sir Ernest Itutiieríord, sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu, í sambandi við hina stór- merku uppgötvun hans: skifting frumeindanna, dvelur um þessar mundir í Daumörku og heldur þar fyrirlestra við háskólann um athug- anir sínar. Bafmagnsskiftistoð á að smíða neðan við trésmíðavinnustofu Ey- vindar Ámasonar. Er verið að grafa fyrir henni þar. Hjónaband. Fyrir nokkru voru gefin saman í hjónaband á Akur- eyri ungfrú Áslaug Sigurðardóttir og Kjartan Konráðsson. Síldveiöiskipin eru nú flest komin hingað og Iáta menn yfir- Ieitt vel yfir veiðittni í sumar. Mest síldin hélt sig á Skagafirði og var óvenju mikil. Tampen, norskt síldveiðiskip, er var á. heimleið, kom fyrir nokkru iun á Seyðisfjörð með 200 tn, síldar. Hafði hitt á mikla síld við Laaganes og gert þar eitt „kast“ um stóia torfu, en nótin rifnaði og náðist ekki meira en þetta, sem hanu kom með til Seyðisfjarðar. ókeppinn í meira Iagi var Sig. Þórólfsson, hinn — vafalaust maga- veiklaði — meðritstjóri Morgun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.