Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984
45
Formaður Alþýðuflokksins um
söluskattshækkunina:
Vitlausari en
orð fá lýst
„ÞESNI ákvörðun um hækkun söluskatts er eiginlega vitlausari en orö
frá lýst,“ sagöi Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýðuflokksins,
er hann var spurður álits á þeirri ákvörðun aö hækka söluskatt um
0,5%.
Jón Baldvin sagði ennfremur,
aðspurður um hvað hann vildi að
gert yrði í staðinn: „Það eru ekki
nema nokkrar vikur síðan Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
svaraði fyrirspurn frá mér og upp-
lýsti að ef allar undanþágur frá
söluskatti, aðrar en á útflutning
og aðföng til samkeppnisiðnaðar,
væru afnumdar þá mundi það
skila ríkissjóði átta milljörðum í
auknar tekjur. Ef þetta væri gert
viðurkenndi fjármálaráðherra
einnig, að einfaldara kerfi mundi
stórbæta skil og innheimtu. Ég
áætla það sjálfur upp á tvo millj-
arða, þannig að þarna hefur hann
tekjustofn upp á 10 milljarða kr.,
án þess að hækka söluskattinn.
Það er einn vandi við þessa að-
ferð, hún er varðandi landbúnað-
arafurðir sem myndu hækka í
verði, en þær eru nú undanþegnar
söluskatti. Mín tillaga er sú, að
barnafjölskyldur fái, sem svarar
þessari upphæð árlega útgreiddar
í barnabótum. Það væru kjara-
bætur, sem kæmu þeim verst settu
til góða og hefðu engin verðbólgu-
áhrif.
Síðan leggjum við til, að þessum
tíu milljörðum yrði varið með
ólíkum hætti. Að hluta til til þess
að losa þann hluta sjávarútvegs-
ins, sem er sokkinn í skuldir, við
bráðaskuldir og að hluta til að
stöðva allar erlendar lántökur og
seðlaprentun, en afgangurinn yrði
notaður til að lækka söluskatt úr
21‘/í% niður í 15% og þar með
lækka vöruverð í landinu.
Síðan eru það eignaskattstillög-
urnar okkar, sem skila milljarði,
og eru skattlagning á verðbólgu-
gróða, stóreignaskattur, en að
fara að bætá 'h % við ónýtt og
hriplegt söluskattskerfið er svo
vitlaust, að það er ekki mönnum
bjóðandi."
Jón Baldvin sagði í lokin, að
taka ætti söluskattinn af öllum
innflutningi í tolli. Vegna um-
ræðna um svonefnd „skúravið-
skipti", sagði hann, að þar færi
fram mun betri vinna en á stærri
stöðum, og hana ætti alls ekki að
afnema. „Það á að táka leyfisgjald
af þeim, sem áætlað yrði miðað
við söluskattinn. Þetta eru ágætir
menn og það á bara að láta þá
greiða leyfisgjald."
HINSEGIN SÖGUR
yw
' \
bórarjnn
r Eiajóm
YDD
FORLAGIÐ kynnir
qlettileqa qóðar bækur
á viðráðanlegu verði
Guðbergur Bergsson
Þórarinn Eldjárn
Skáldið skyggnist inn í leyndustu afkima þjóðlífsins og
dregur sitthvað fram í dagsljósið. Þrettán sögur eftir einn
fremsta og frumlegasta rithöfund okkar. Meðal þeirra má
nefna Hanaslag hommanna, Undrið milli læranna, Sætu
ánamaðkastúlkuna og Náttúrulausa karlinn. Seiðandi sögur
- tileinkaðar ástarlífi Islendinga á öllum sviðum.
Verð kr. 691,60.
EKKERT SLOR
Rúnar Helgi Vignisson
Sögusviðið er Fiskhúsið hf. í iðandi mannlífi sögunnar birtast
ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir
drauma um lífið utan frystihússins. Oftar en ekki tenqjast
draumar þeirra hinu kyninu sem flögrar fyrir augum þeirra
meðan bónusinn sveiflar svipunni yfir mannskapnum. Ólg-
andi og óstýrilát skáldsaga ungs höfundar. Verð kr. 494,00.
Þórarinn hvessir stílvopnið og yrkir á opinskáan hátt um
lífsreynslu sína og stöðu sem listamaður. Honum verður
málið, máttleysi þess og möguleikar að yrkisefni og á
skorinorðan hátt yrkir hann um líf þjóðar sinnar í andlegu
stefnuleysi og tilfinningadoða. Áleitin Ijóð sem hitta í mark.
Verð kr. 494.00.
GAGA
Ólafur Gunnarsson
Saga Valda í sjoppunni, mannsins sem ákveður að skipta
um plánetu og vaknar morgun einn á Mars. Saga mannsins
sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkat tíma, líkt og
henti Don Kíkóta forðum daga. Sagan um átök einfarans
sjúka við sljóan og tilfinningadauðan heim. En er Valdi alveg
gaga? - Meistaraleg skáldsaga eins af ágætustu rithöfundum
okkar. Verð kr. 494.00.
BRÚÐUBÍLLINN KYNNIR:
AFMÆLISDAGURINN
HANS LILLA Helga Steffensen
Hvaða börn kannast ekki við Brúðubílinn? Nú
situr Gústi frændi við stýrið og flytur gesti í
afmælið hans Lilla. Allir krakkar eru velkomnir! -
Ein fallegasta barnabók sem út hefur komið á
íslandi. Prýdd Qörutíu stórum litmyndum.
Verð kr. 389,00
NY MYNDASAGA:
^ÍTURfÍLLElKS
y&udyrið grálynda -feituu
ei9inaixr„ atur- undirförull, hrekkjóttur,
ujam. morgunsvæfur, matgráðugur.
Samt er Grettir ómótstæðilegur.
Kattahatarar elska hann líka ef hann nær
að læsa í þá klónum. Verð kr. 163,00.
FORLAGIÐ
FRAKKASTÍG 6A. SÍMh 91-25188
Hopferóabílar
8—50 farþega bílar í
lengri og skemmri ferðir
Kjartan
Ingimarsson
Símar 37400 og 32716.
Farymann
Brigs & Stratton
Smádíselvélar
4,5 hö viö 3000 SN.
5.4 hö við 3000 SN.
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöðvar
3.5 KVA og 5,2 KVA
SöMirOmflDtuio3
Vesturgötu 16,
sími 14680.
ÁS-TENGI
Allar gerðir.
Tengið aldrei stál-í-stál.
■W_L
SQyiíllaaflgiiuiir
yjfein)©©®® <®t
Vesturgötu 16, sími 13280
(bs
Slökkvitœki
Eigum íyrirliggjandi IBS
duítslökkvitœki 6 og
12 kg.
BADGER vatnsslökkvi-
tœki ÍO l.
OlAFUK GlSIASON
« CO. HF.
SUNOABORG 22 104 REYKJAVlK SlMI 04000