Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 7 Ný Carmen eftir áramót íbúar í Breiðholti eru flestir um hverja íbúð Reykvíkingar rúmlega 87 þúsund, þar af tæp 25 þúsund í Breiðholti MUN FLEIRI íbúar eru um hverja íbúð í Breiðholti en í öðrum bæjarhlutum, samkvæmt skýrslu úr Árbók Reykjavík- urborgar 1984, þar sem gerður er samanburður á fjölskyldu- stærð og fjölda íbúða milli borgarhluta í Reykjavík. Saman- burðurinn er miðaður við árslok 1983 og kemur þar meðal annars fram, að tæplega 25 þúsund íbúar eru um rúmlega 7 þúsund íbúðir í Breiðholtinu, en um 13 þúsund íbúar búa í rúmlega 6 þúsund íbúðum í Vesturbænum og um 16 þúsund manns í Austurbænum eru um tæplega 8 þúsund íbúðir. Sigríður Ella er á förum til Bretlands og Bandaríkjanna „í fyrra varð ég að sleppa ýmsu á öðrum vígstöðvum vegna sýninga á Rakaranum í Sevilla hér heima, en nú ætla ég að láta veröa af því að taka aö mér nokkur verk- efni erlendis,“ sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona í samtali við blm. Mbl. á dög- unum. Hún er á förum til Englands í janúar nk. og eftir áramót tekur Anna Júliana Sveinsdótt- ir við af henni í titilhlutverkinu í óperunni Carmen, sem ís- lenska óperan sýnir um þessar mundir. Sýningum á Carmen er nú lokið fram að jólum en þær verða fjórar milli jóla og nýj- árs. Sigríði Ellu hefur meðal ann- ars verið boðið að syngja eitt aðalhlutverkið í frumuppfærslu á óperunni Bovito eftir tón- skáldið Merone á hinni þekktu tónlistarhátíð „Camden festi- val“ í Englandi þann 26. mars nk. Eftir það er Bandaríkjaferð á dagskránni hjá söngkonunni og einnig mun hún flytja aríur og ljóð á „Gala-Consert“ , sem haldinn verður á írlandi í vor. „Ég get ekki neitað því að Það er ýmislegt spennandi á döfinni og ég er svo heppin að vera með afar góðan breskan umboðsmann," sagði Sigríður Ella við blm. Mbl. „En í guð- anna bænum, ekki segja að ég sé að fara út til þess að sigra heiminn." Anna Júlíana Sveinsdóttir Samkvæmt þessum saman- burði er meðalfjöldi í íbúð 3,39 í Breiðholti, 2,18 í Vesturbænum, 2,13 í Austurbænum, 2,54 í Norðurbænum, 2,69 í Suðurbæ og 2,78 í Árbæ. Meðalfjölskyldu- stærð, þ.e. fjöldi heimila að viðbættum fjölda einhleypra 16 ára og eldri, er sem hér segir: Austurbær 1,64, Vesturbær 1,83, Norðurbær 1,83, Suðurbær 2,03, Árbær 2,58 og Breiðholt 2,73. Meðalfjölskyldustærð í borginni í heild er 2,04 og meðalfjöldi í íbúð 2,61. Samkvæmt skýrslunni eru íbúar höfuðborgarinnar 87.106, þar af búa 24.531 í Breiðholti, 16.384 í Austurbæ, 14.165 í Suð- urbæ, 13.655 í Norðurbæ, 13.398 í Vesturbæ og 4.734 í Árbæ og óstaðsettir eru 239. Af 2.962 ein- stæðum foreldrum búa 1.008 í Breiðholti, 570 í gamla Austur- bænum og 475 í Vesturbænum. >/ % Framhlaðiö tæki á mjög hagstæðu verði, og því fylgir fjarstýring jgm VC-481 sem gerir þér kleift að skoða myndefnið hratt í báðar áttir, ogfrysta myndina (,,pause“). Tækið hefur 7 daga upptökuminni, er útbúið rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun. Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt i allri notkun. 2 QKVttM S#*rcö—» n □ FRONT LQAOING S-----VM»! ■ • , «2 »3 «4 <5 "6 r”. I " i i I I I fðHtt / <?■ / d ■ 7 a8 »9 «,o »11 ■« 4 TŒIJ □ T <rrm a 1—I -Iifim, 'ff ■mmzzwm 3:“- ► ►► Aðeins 39.800 Stg. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.