Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 15

Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 15
MORGUNáLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 15 Kynning á öllum frönskum fatnaði sem hér er seldur FRANSKA sendiráðið og fyrirtækið Gildi hf. gangast fyrir tískusýningu í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 15. desember nk. þar sem kynntur verður allur sá franski fatnaður sem fæst hér á landi. Verslunarfulltrúi Frakklands, Gina Letang, hefur haft veg og vanda af sýningunni en henni til aðstoðar hafa verið útflutnings- miðstöðin, samtök franskra fata- framleiðinda og fulltrúar fræg- ustu tískuhúsanna í París. M. Engel, dans- og tískusýningar- stjóri, mun setja sýninguna á svið. Dagskráin á laugardag hefst með kvöldverði kl. 20.30. Að hon- um loknum sýna Módel 79 fransk- an kven-, karla- og barnafatnað eftir frægustu tískuhönnuði Frakklands. Meðal vörumerkja má nefna Kenzo, Chacharel. Yves Saint-Laurent, Givenchy og Christian Dior en umboðsmenn fatnaðarins eru eftirtaldar versl- anir: Eva, Hjá Báru, Gullfoss, Christine, Pelsinn, Herragarður- inn, Englabörnin og Pakkhúsið. Að tískusýningunni lokinni verður happdrætti og Parísarferð í vinning. Þá leikur Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar fyrir dansi fram eftir nóttu. Tískusýn- ingin verður síðan endurtekin daginn eftir, sunnudag, kl. 16.30 í Átthagasal Hótel Sögu. í vikunni var haldinn fundur með blaðamönnum þar sem dagkskrá kvöldsins var kynnt. Gina Letang sem kom hingað til lands sl. mars hefur verið ráðin verslunarfulltrúi Frakklands á ís- landi næstu þrjú ár. Sagði hún að á íslandi væru sérlega falleg og vönduð föt, en þó væri úrvaliö af frönskum fatnaði að hennar mati ekki nægilega mikið. Nefndi hún sérstaklega í því sambandi karla- fatnað. Kvaðst Letang vonast til þess að tískusýningin yrði til þess að íslendingar kynntust þeim frægu vörumerkjum sem nú þegar fengjust hér á landi og sagðist hún vonast til að fleiri merki bættust í hópinn innan tíðar. Letang bætti því við að þetta væri aðeins byrj- unin, síðar væri fyrirhugað að halda hér á landi alls kyns kynn- ingar á frönskum varningi sem hér er seldur. * Utboð vegarkafla á Vesturlandi: Lægstu tilboðin 43—56 % af kostn- aðaráætluninni AÐ undanfórnu hefur verið boðin út lagning þriggja vegarkafla á Vestur- landi, sem hver um sig er 3 til 5 km að lengd og leggja á í vetur og vor. Tíu til fjórtán tilboð hafa borist í hvert þessarra verka og hafa flest þeirra verið undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Lægstu tilboð hafa verið á bilinu 43% til 56%. Horgunblaoið/Knoþjófur Gina Letang, verslunarfulltrúi Frakklands á fslandi, og Vilhelm Wessmann, einn þriggja eigenda Gildis hf. í gær voru opnuð tilboð í undir- byggingu þjóðvegarins fyrir ofan Borgarnes. Tilboðsgjafar höfðu tvo valkosti, 2 km vegarkafla frá Hamarslæk að Brennistöðum og 5,4 km vegarkafla frá Hamarslæk að Gufá. Ilengri kaflann bárust 12 tilboð og voru 9 þeirra undir kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins, sem var 16,6 milljónir kr. Lægsta tilboðið var frá Hetti sf. í Hrútafirði, 9,4 milljónir kr., sem er um 56% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið var frá Suð- urverki á Hellu, 10,9 milljónir, sem er 65% af kostnaðaráætlun. Birgir Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, sagði í samtali við Mbl. að þar sem tilboðin hefðu verið þetta hagstæð væri útlit fyrir að ráðist yrði í lagningu lengri kaflans og lægsta tilboði tekið. Sagði hann að ekki væri bú- ið að taka ákvörðun um lagningu bundins slitlags á veginn en það yrði hugsanlega gert næsta sumar. í síðustu viku voru opnuð tilboð í undirbyggingu 3 km kafla á Vesturlandsvegi, frá Akranes- vegamótum að Galtarholti. 14 til- boð bárust í verkið og öll nema eitt lægri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Lægsta tilboðið var frá Ósi hf. í Skagafirði, 1,9 milljónir kr., sem er 48% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar. en hún hljóðaði upp á 3,9 milljónir. Næstlægsta tilboðið var frá Húna- virki í Hrútafirði, 2,0 milljónir kr., sem er 51% af kostnaðaráætlun 1 gær var gengið frá samningi á milli Vegagerðarinnar og verk- takafyrirtækjanna Árverks og Fossverks á Selfossi um undir- byggingu 3,2 km af Stykkishólms- vegi, það er frá Vogsbotni að Stykkishólmi. Þessi fyrirtæki voru með lægsta tilboðið í verkið, 2,9 milljónir kr., sem er 43% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar, en hún hljóðaði upp á 6,9 milljónir kr. Tíu tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út og voru þau öll lægri en kostnaðaráætlunin. Næstlægsta tilboðið var frá Hilm- ari Sigursteinssyni í Skagafirði, 3,0 milljónir, sem er um 44% af áætlun, en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 5,8 milljónir sem er um 84% af kostnaðaráætlun. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 10. maí og í sumar er fyrirhugað að leggja slitlag á veginn. Verður þá komið bundið slitlag á allan Stykkis- hólmsveg frá vegamótum að kaup- túninu. Söfnuóu fyrir kirkjubygg- ingu á Seltjarnarnesi Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju skýrir frá því í frétt, sem hún hefur látið fara frá sér, að í haust hafi allstór hópur barna safnað pening- um til styrktar kirkjubyggingunni á Seltjarnarnesi. Á meðfylgjandi mynd er nokkur hluti þeirra barna, sem haldið hafa hlutaveltur og látið ágóðann renna til byggingarinnar. Myndin er tekin fyrir framan kirkjuna í byggingu. Frá vinstri eru: Guðrún Norðfjörð, Jóhanna Skúladóttir, Helga Björnsdóttir, Hildur Norð- fjörð, Guðrún Inga Sívertsen, Sig- ríður Björg Sigurðardóttir, Svana Margrét Davíðsdóttir, Ásta Björg Davíðsdóttir, Björg Guðmunds- dóttir, Guðrún Vala Davíðsdóttir og Anna Björg Erlingsdóttir. Bankastræti 10. Sími 13122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.