Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 23 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jón Óttar Ragnarsson FRJÁLSLYNDI EÐA FRJÁLSHYGGJU Stóri bróðir: Megrun í kjörþyngd eða megrun til óliTis. Sída-sta von ísiendinga um betri tíð er ný og frjálslynd stjórnarstefna scm byggist á afnámi ríkiseinokun- ar svo hægt sé að finna hæfasta rekstraraöilann á öllum sviðum. I'rjálslyndi í þessa átt er ekki kenning, heldur sú grunnhugsun evrópskrar heimspeki að best sé fyrir heildina að þeir hæfustu fái að njóta sína og keppa saman innbyrð- is. Þessi frjálslynda lífsfílósófía á akkúrat ekkert skylt við svonefnda „frjálshyggju Friedmans" sem bannar ríkinu allt nema reka her, lögreglu, löggjafar- og dómsvald. Frelsi eða bönn? Sagt er að munurinn á vitrum manni og heimskingja sé sá að hinn fyrri aðhyllist margar kenningar, en sá síðari ánetjist einni og gengur umsvifalaust í björg. Bannstefna Friedmans er ekki einasta ófrjálslynd í meira lagi, heldur hefur hún verið rekin af slíku offorsi af lærisveinum hans á fslandi að með fádæmum er. Kjarninn í þessari villukenningu er sá að það sé æösta markmið í efnahagsstjórn að megra stóra bróð- ur — ekki bara í kjörþyngd — held- ur til ólífs. Heilsa En sitjum ekki við orðin tóm. Skoðum kenninguna nánar. Hvað um t.d. heilbrigðismál? Friedman segir: Ríkinu er bannaö að styðja við heilbrigðisstofnanir. En hver er reynslan? í Bandaríkjunum þar sem ótt- inn við heilsubrest er örlagavald- ur í lífi fólks reka æ fleiri bækj- arfélög nú spítala fyrir þá sem minna mega sín. Ekki styður það kenningu Friedmans. Menntun Hvað með skóla? Friedman seg- ir: Ríkinu er bannað að styðja menntastofnanir. En hver er reynslan? í Bandaríkjunum eru sumir bestu skólar heims (og raunar einnig sumir þeir allra lélegustu) í einkaeign. En aðrir eru í ríkis- eign. Ekki styður það kenningu Friedmans. Menning Hvað með kúltúr? Friedman seg- ir: Ríkinu er bannaö að styðja leik- hús, óperur og listasöfn. En hver er reynslan? Hvergi verður afhjúpun kenn- ingarinnar átakanlegri en hér: Engri vestrænni þjóð hefur tekist að halda uppi menningu algjör- lega án ríkisstyrkja. Ekki styður það kenningu Friedmans. Þessi barnalega teoría fellur hins vegar ágætlega í kramið hjá einfeldningum sem álíta að list sé yfirstéttarföndur og menning einn helsti útgjaldaliður ríkisins. Vísindi Hvað með rannsóknir? Fried- man segir: Ríkinu er bannað að styðja rannsóknir. En hver er reynslan? Þegar ég spurði Friedman á Sögu forðum hver ætti að greiða fyrir þjóðhagslega nauðsynlegar grunnrannsóknir benti hann al- farið á sjálfseignarstofnanir. Veit hann í alvöru ekki að utan USA eru slíkar stofnanir á þessu sviði afar litlar og munu ekki einu sinni í heimalandi hans fullnægja þessari þörf? Ekki styður það kenningu Friedmans. Eftirlit En hvað með eftirlit? Friedman segir: Ríkinu er bannað að styðja eftirlit. En hver er reynslan? Einmitt eftirlit hins opinbera, t.d. með brunavörnum, öryggi skipa, framleiðslu eiturefna (sbr. Indland þessa dagana!) og sam- keppnishömlum eru forsenda hins frjálsa framtaks. Því fleiri svið sem flutt verða frá ríki yfir til einstaklinga þeim mun meiri verður þessi þörf, ekki minni. Annars kemur brestur í réttarríkið. Ekki styður það kenn- ingu Friedmans. Lokaorð Þröngsýni íslenskra frjálshyggju- manna er viðbrugðið. En þessi þröngsýni liggur ekki síöur í ófrjálslyndi kreddunnar en í ófrjálslyndi trúboðanna. Frjálslyndir og frjálshyggjumenn eiga samleiö um stund meðan undið er ofan af ríkisbákninu. En það er mikill munur á því hvort maður verður manni samferða upp í Borg- arnes eða hvort maður fer með hon- um alla leið til Akureyrar og syndir svo með honum út í Grímsey. JÓLA- TILBOÐ Dvimiit SKIDASKÓM SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.